Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VEIK HÖRPUSKEL
Nýjar mælingar Hafrannsókna-
stofnunar sýna að stofn hörpudisks
hefur minnkað um 40% undanfarna
sex mánuði. Líklegt er að veiðar
verði minnkaðar verulega á næsta
ári eða stöðvaðar alveg. Það hefði al-
varlegar afleiðingar í för með sér
fyrir veiðar og vinnslu.
Annríki hjá Halldóri
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti annríkt á leiðtogafundi
NATO í vikunni. Hann átti fundi
með 14 af 15 utanríkisráðherrum
Evrópusambandsins. Aðeins sá
spænski gekk honum úr greipum. Á
fundunum ræddi Halldór m.a. um
nýlegar kröfur ESB um framlag í
þróunarsjóð sambandsins og frjálsar
fjárfestingar í sjávarútvegi.
Rússar ánægðir
Igor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði á blaðamannafundi
í gær að sú breyting á hermála-
stefnu NATO, sem ákveðin var á
fundi leiðtoga bandalagsins í vik-
unni, væri fagnaðarefni. Hún yki
möguleika á enn nánara samstarfi
bandalagsins og Rússlands.
Landsvirkjun frestar opnun
Landsvirkjun hefur ákveðið að
fresta um viku opnun tilboða í gerð
stíflu og aðrennslisganga Kára-
hnjúkavirkjunar. Tilboðin á að opna
6. desember í stað 29. nóvember.
Samningaviðræður við Alcoa vegna
álversframkvæmda á Reyðarfirði
fóru fram í New York í vikunni og er
stefnt að áritun samninga um miðjan
desember.
Óöld í Nígeríu
Hundruð manna liggja í valnum í
Nígeríu eftir að óeirðir brutust út í
landinu vegna deilna um keppnina
Ungfrú heimur. Ákveðið hefur verið
að flytja keppnina til London.
L a u g a r d a g u r
23.
n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 2
2002 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÍR-INGAR URÐU AÐ JÁTA SIG SIGRAÐA Á HEIMAVELLI / B2
ALÞÓÐAFRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDIÐ, IA-
AF, hefur nokkrar áhyggjur af því hve fáir
grískir frjálsíþróttamenn og -konur hafa farið í
lyfjapróf á undanförnum misserum. Forseti IA-
AF, Lamine Diack, hefur sent formlegt skeyti
til grískra frjálsíþróttasambandsins þar sem
hann hvetur samtökin til þess að taka til í sínum
ranni áður en Ólympíuleikarnir í Aþenu fara
fram árið 2004. Forráðamenn gríska frjáls-
íþróttasambandsins segja hinsvegar að allt sé í
stakasta lagi í þeirra herbúðum og skilja ekki
áhyggjur IAAF, en segja þó að grískir íþrótta-
menn séu ekki mikið lyfjaprófaðir utan keppni,
en það standi til bóta. . Um nokkurra ára skeið
hafa gengið óstaðfestar sögur af lyfjanotkun
gríska frjálsíþróttamanna og stundum hefur
það þótt einkennilegt hverju lítið þeir bestu
keppa á mótum yfir hásumarið.
IAAF hefur var-
að Grikki við
Guðni sagði í samtali við Morg-unblaðið að hugmyndin að gerð
myndbandsins hefði vaknað hjá því
fjölmiðlafyrirtæki sem sér um öll
fjölmiðlamál hjá Bolton.
,,Þeir vildu endilega koma þessu
verkefni í gegn. Ég var í fyrstu á
báðum áttum um að gefa samþykki
mitt fyrir gerð myndarinnar en að
lokum ákvað ég að gefa vilyrði fyrir
því. Ég held að það verði bara gaman
að eiga þessar minningar og sjá til
dæmis mörkin sín á einum stað í ell-
inni þegar maður verður orðin ennþá
eldri en í dag,“ sagði Guðni við Morg-
unblaðið.
Guðni segir að allur ágóði af sölu
myndbandsins renni til góðgerðar-
mála. ,,Það er verið að að byggja
sjúkraheimili fyrir börn sem þau
geta leitað í með fjölskyldum sínum
eftir erfið veikindi og mig langaði að
leggja þessum góða málstað lið.
Myndbandið er 80 mínútna langt þar
sem er stiklað á stóru á ferli Guðna
hjá Bolton og Tottenham og þá eru
myndbrot frá leikjum Guðna með ís-
lenska landsliðinu og Val.
„Óskarinn ekki í hættu“
,,Eina markið sem ég skoraði með
landsliðinu er sýnt hvað eftir annað.
Mikið er gert út því en eins og frægt
er skoraði ég það tvisvar þar sem ég
fyldi skotinu eftir með því að skalla
boltann inn fyrir línuna. Ég held að
ágætlega hafi tekist til með gerð
myndarinnar en ég held samt að
,,Óskarinn“ sé ekkert í hættu sem
besta heimildarmyndin.“
Myndbandið kostar 13 pund eða
um 1.800 krónur.
Guðni Bergsson um myndbandið
„Guðni Boltonsson“
Gaman að
eiga það
í ellinni
GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, segist bara nokkuð sáttur við
myndina „Guðni Boltonsson“ en myndbandið, sem fjallar um feril
Guðna, var frumsýnd á Reebok-leikvanginum í Bolton í vikunni.
ENN og aftur er Eiður Smári
Guðjohnsen orðaður við Man-
chester United. Enska blaðið The
Sun segir frá því í gær að samn-
ingaviðræðum Chelsea og Eiðs
Smára hafi verið hætt og þar með
opnist leið fyrir Sir Alex Fergu-
son, stjóra United, til að kaupa ís-
lenska sóknarmanninn.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er ekkert nýtt að frétta
af þessu máli, í fyrsta lagi gáfu
Chelsea og Eiður Smári út í haust
að samningaviðræður yrðu látnar
bíða fram á vorið og í annan stað
var Ferguson tilkynnt í vikunni að
hann fengi ekki peninga til að
kaupa nýja sóknarmenn.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
er aldrei að vita hvað gerist en
samkvæmt The Sun á Ferguson
að vera reiðubúinn með tilboð í
Eið Smára, sem hvorki hann né
forráðamenn Chelsea geta hafn-
að. Eiður Smári mun ekki hafa
heyrt af þessu frá forráðamönn-
um Chelsea. Tilboð Ferguson ku
hljóða upp á 10 milljónir punda,
um 1,4 milljarða króna.
„Það kemur mér ekki á óvart að
lið á borð við Manchester vilji fá
Eið Smára í sínar raðir því Real
Madrid, Juventus og fleiri stórlið
vildu gjarnan hafa leikmann eins
og hann. Sem betur fer er Eiður
hjá Chelsea og við munum sitjast
niður með honum innan tíðar og
ræða við hann um nýjan samn-
ing,“ sagði Ranieri.
RÚNAR Alexandersson náði frá-
bærum árangri á heimsmeistara-
mótinu í fimleikum í Ungverja-
landi í gærkvöldi. Rúnar tryggði
sér sæti í úrslitunum í æfingum á
tvíslá þegar hann hafnaði í 8. sæti
í 16-manna úrslitunum en hann
hlaut einkunnina 9,075 fyrir æfing-
ar sínar. Rúnar og Bandaríkja-
maðurinn Sean Townsend hlutu
sömu einkunn en dómarar úr-
skurðuðu að Rúnar skyldi hafna í
áttunda sætinu en Bandaríkjamað-
urinn sat eftir með sárt ennið.
Rúnar er þar með fyrsti íslenski
fimleikmaðurinn sem kemst í úr-
slit á heimsmeistaramóti í fimleik-
um, en keppt verður til úrslita í
tvíslá á morgun.
Rúnar varð hársbreidd frá því
að komast einnig í úrslit fyrir æf-
ingar sínar á bogahesti en hann
hafnaði í 9.–10. sæti með ein-
kunnina 9,550 en sá sem hafnaði í
8. sæti og tryggði sér sæti í úrslit-
unum hlaut einkunnina 9,562.
AP
Kínverjinn Li Xiao-Peng náði bestum árangri keppenda á tví-
slánni í gær og verður einn sjö andstæðinga Rúnars í úrslitum.
Rúnar í úr-
slit á HM
Óbreytt staða hjá
Eiði og Chelsea
Yf ir l i t
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir blað Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík. Blaðinu er dreift um allt
land.
Í dag
Sigmund 8 Minningar 46/53
Viðskipti 13/17 Umræðan 54/63
Erlent 18/24 Kirkjustarf 64/66
Höfuðborgin 26/27 Staksteinar 70
Akureyri 28/30 Skák 71
Suðurnes 31 Myndasögur 72
Árborg 32 Bréf 72/73
Landið 33 Dagbók 74/75
Neytendur 34 Leikhús 76
Listir 34/38 Fólk 78/81
Heilsa 40/41 Bíó 78/81
Forystugreinar 42 Ljósvakamiðlar 82
Viðhorf 46 Veður 83
* * *
SAMNINGAVIÐRÆÐUR vegna álversfram-
kvæmda á Austurlandi ganga eftir áætlun að sögn
Finns Ingólfssonar, formanns álviðræðunefndar.
Gert er ráð fyrir að samningarnir verði áritaðir
um um miðjan desember, að sögn Þorsteins Hilm-
arssonar, upplýsingarfulltrúa Landsvirkjunar.
Opnun tilboða í gerð stíflu og aðrennslisganga
Kárahnjúkavirkjunar hefur verið frestað til 6. des-
ember. Samanburðarskýrsla á umhverfisáhrifum
þess álvers sem Norsk Hydro hugðist reisa og fyr-
irhugaðs álvers Alcoa hefur verið send til skipu-
lagsstjóra.
Stífar samningaviðræður á milli Alcoa og Ís-
lendinga fóru fram í New York á miðvikudag og
fimmtudag og gengu vel. „Áætlanir eru óbreyttar
af okkar hálfu, þ.e. að hægt verði að leggja fram
frumvarp á Alþingi fyrir jólin,“ segir Finnur Ing-
ólfsson.
Samanburðarskýrsla komin
til skipulagsstjóra
Í viljayfirlýsingu var gert ráð fyrir því að í lok
nóvember myndu liggja fyrir fjárfestingarsamn-
ingur og lóða- og hafnarsamningur, þannig að
hægt væri að leggja fyrir Alþingi frumvarp til
heimildarlaga sem væntanlega yrði síðan afgreitt
upp úr áramótum.
Finnur segir að samanburðarskýrsla á um-
hverfisáhrifum að 420 þúsund tonna álveri, sem
Norsk Hydro hugðist reisa í Reyðarfirði og svo því
320 þúsund tonna álveri sem Alcoa hefur í hyggju
að byggja, hafi verið send til skipulagsstjóra í gær.
„Þegar lá orðið fyrir að Alcoa hafði eignast Reyð-
arál tók málið mikinn kipp. Nú hefur skipulags-
stjóri fjórar vikur til þess að úrskurða í málinu,“
segir Finnur.
Aðspurður segir Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, að þótt álver Alcoa sé minna en það sem
Norsk Hydro hugðist reisa og þar eigi ekki að
vera rafskautaverksmiðja þurfi engu að síður að
skoða nokkur atriði sérstaklega.
„Þar á ég t.d. við hvernig er tekið á brenni-
steinsdíoxíði. Fyrirtækin nota mismunandi tækni
og beita mismunandi mótvægisaðgerðum og í
fljótu bragði geri ég ráð fyrir að um það muni mál-
ið snúast.“
Spurður hvort Skipulagsstofnun muni úrskurða
á skemmri tíma en fjórum vikum segir Stefán erf-
itt um það að segja þar sem stofnunin sé mjög háð
umsögnum annarra aðila. „Ef það koma tiltölulega
einfaldar og skýrar athugasemdir mun þetta
ganga vel. En ef kemur fram ágreiningur og þarf
að skoða tiltekin atriði betur treysti ég mér ekki til
þess að lofa neinu.“
Frestar opnun tilboða
Landsvirkjum hefur ákveðið að fresta um viku
opnun tilboða í gerð stíflu og aðrennslisganga
Kárahnjúkavirkjunar. Til stóð að opna tilboðin 29.
nóvember en nú hefur verið ákveðið að þau verði
opnuð 6. desember.
Þorsteinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun segir
að þetta hafi verið gert að ósk bjóðenda ítalska
byggingafyrirtækisins Impreglio, sem hyggst
bjóða í bæði verkin, sem hafi óskað eftir fresti.
Landsvirkjun hafi ákveðið að verða við því og öll-
um fyrirtækjunum hafi verið gerð grein fyrir
þessu og þetta sé gert í góðri samvinnu við þau.
„Við sjáum ekki fram á að þetta raski framgangi
samningamála við Alcoa og þeir vita af þessari
frestun. Eins geri ég ráð fyrir að fresturinn komi
öðrum bjóðendum vel. Svona útboðsgögn eru flók-
in, það þarf að huga að mörgum þáttum og fyr-
irtækin þurfa að ræða við undirverktaka enda er
þetta milljarða útboð,“ segir hann.
Opnun tilboða frestað og stefnt
að áritun um miðjan desember
FYRIRHUGAÐ álver Alcoa í Reyð-
arfirði verður örlítið austar en það
sem Norsk Hydro hugðist reisa auk
þess sem það er nokkru minna í
sniðum.
Þetta er fyrsta töluvugerða
myndin af 322.000 tonna fyrirhug-
uðu álveri Alcoa í Reyðarfirði. Í til-
lögum Alcoa er gert ráð fyrir að ál-
verið krefjist liðlega fimmtungi
minna rafmagns, þriðjungi minna
eldsneytis (33 prósent minna) og
hátt í 60% minna vatns en það 420
þúsund tonna álver sem Reyðarál
hugðist reisa á sínum tíma. Reiknað
er með að 455 manns starfi í álveri
Alcoa auk nær 300 manna í tengd-
um greinum.
Töluvugerð mynd af fyrirhuguðu álveri Alcoa. Það er nokkru minna og aðeins austar en fyrirhugað var að reisa álver Reyðaráls.
Tölvugerð mynd af álveri Reyðaráls.
Fyrirhugað álver Alcoa
ÞEIR lífeyrisþegar sem fá hækkun á
almannatryggingum í kjölfar sam-
komulags ríkisins og Landssam-
bands eldri borgara, sem undirritað
var á þriðjudag, eru fyrst og fremst
þeir sem eru með algjörlega óskerta
tekjutryggingu og tekjutryggingar-
auka. Benedikt Davíðsson, formaður
Landssambands eldri borgara, segir
að örfáir úr þessum hópi, kannski 3–
500 af þeim 24 þúsundum einstak-
linga sem fái greiðslur frá Trygg-
ingastofnun, geti fengið hækkun sem
nemi hæstu tölunum sem nefndar
hafi verið í fjölmiðlum.
Tekjutryggingarauki byrji að
skerðast við fyrstu krónu sem fólk
þéni eða fái í tekjur frá lífeyrissjóði.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar-
aukans lækki úr 67% í 45%, þannig
að fleiri muni fá tekjutryggingar-
auka, eftir að breytingarnar taki
gildi um næstu áramót.
Það hafi því verið ofsagt í fyrir-
sögn í Morgunblaðinu að hjá hverj-
um og einum sem njóti tekjutrygg-
ingarauka hækki tekjur um 8–14
þúsund. Benedikt segir þó nokkra,
sem hafi misskilið hvað samkomu-
lagið hafi í för með sér, hafa haft
samband við skrifstofu Landssam-
bands eldri borgara, að undanförnu.
Þeir sem hafi eingöngu grunnlífeyri,
hvorki tekjutryggingu né tekju-
trygginarauka, fái enga viðbótar-
hækkun um áramótin fyrir utan þá
3,2% hækkun sem fjárlagafrumvarp
fyrir árið 2003 geri ráð fyrir.
„Þessar breytingar um nokkrar
krónur, jafnvel einhver þúsund á
tryggingagreiðslum, eru verulegur
áfangi fyrir sumt fólk. Áfanginn er
þó allt of lítill því fjöldi manns og
nánast allir sem eingöngu búa við
tryggingagreiðslur eiga ekki fyrir
eðlilegum framfærslukostnaði. Auð-
vitað hefðu þetta þurft að vera veru-
lega hærri upphæðir til að hækka
það bil. En þetta er áfangi samt,“
segir Benedikt.
Hann segir breytingar á skipulagi
öldrunarþjónustu mikilvægari, verið
sé að skapa aðstöðu fyrir þá sem eru
að bíða eftir því að komast á hjúkr-
unarheimili og settir séu fjármunir í
að tryggja áframhaldandi uppbygg-
ingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða.
Mesta hækk-
unin kemur
fáum til góða
Lífeyrisþegar með óskerta tekju-
tryggingu og tekjutryggingarauka
hagnast mest á samkomulaginu
Morgunblaðið/Sverrir
Frá samráðsfundi í Ráðherrabú-
staðnum um málefni aldraðra.