Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞETTA er hræðilegt og ekki hægt að
bjóða okkur upp á þetta,“ segir kona á
besta aldri sem var í keramikmálun í
handavinnustofunni á Dalbraut 18–20 er
blaðamaður leit þar inn í gær. Ekkert
skipulagt félagsstarf verður á Dalbraut frá
og með maí á næsta ári samkvæmt ákvörð-
un borgarinnar.
Mætingin var glimrandi góð, hvert sæti
upptekið og í ljós kemur að svo vinsæl er
málunin að færri komast að en vilja og
skipta þarf hópnum í tvennt svo allir geti
verið með.
„Þetta er vel sótt starf af báðum kynj-
um,“ segir Selma Jóhannsdóttir, for-
stöðumaður félagsmiðstöðvarinnar og blæs
á þau rök sem m.a. komu fram í viðtali við
Björk Vilhelmsdóttur, formann félagsmála-
ráðs, í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að fé-
lagsstarfið sé ekki nægilega vel sótt af íbú-
um félagsmiðstöðvanna.
Umhverfis hana taka handavinnukon-
urnar undir, en sumar þeirra koma frá
öðrum félagsmiðstöðvum eða þekkja til
þeirra og segja starfið alls staðar vel sótt.
Hvert sæti er líka skipað í litlu handa-
vinnustofunni á Dalbraut og konurnar
segja það daglegt brauð. Þar verða dag
eftir dag til fagrir gripir, en konurnar
leggja þó áherslu á að samveran og vin-
áttan sem þar verður til sé mun dýrmæt-
ari.
„Hér erum við með litla og heimilislega
aðstöðu sem fólkið sækir sérstaklega í, líka
þeir sem eru úr öðrum hverfum,“ segir
Selma og til blaðamanns kemur kona sem
segist heimsækja handavinnustofuna viku-
lega ásamt „sunddrottningunum“, gömlum
bekkjarsystrum úr Verslunarskólanum.
Félagsstarfið er alla virka daga frá kl.
9–5. Gestir handavinnustofunnar taka sér
ýmislegt fyrir hendur undir leiðsögn Lauf-
eyjar Jónsdóttur. Þá er einnig leikfimi og
dans hluti af starfinu sem mun að sögn
Selmu einnig bráðlega heyra sögunni til.
„Það sem verður áfram er matarafgreiðsl-
an og sjúkrabaðið.“
„Ætli það verði ekki bara svefninn sem
tekur við þegar starfinu verður hætt,“ seg-
ir ein konan og undir orð hennar taka aðr-
ar sem hafa litið upp úr máluninni til að
spjalla við blaðamann. „Þetta heldur okkur
við, að leggja stund á okkar áhugamál og
geta unnið í þeim að krafti,“ heldur hún
áfram.
„Oft tekur langan tíma að fá fólkið til að
byrja að mæta en þegar það loks fer að
koma þá er þetta svo gefandi,“ segir
Selma. „Þegar fólk er loks búið að rjúfa
einangrun sína þá á að loka hérna.“
Þegar blaðamaður spyr viðstadda, sem
þennan morguninn eru eingöngu konur,
hvort þeir eigi ekki eftir að sækja fé-
lagsstarfið í aðrar þjónustumiðstöðvar þeg-
ar því verður hætt Dalbraut, er svarið ein-
róma „nei“.
Selma segir að Dalbraut sé 15 ára hús og
margir íbúarnir séu orðnir háaldraðir.
„Við sækjum fólk upp í íbúðir og styðjum
það niður. Þetta fólk fer ekki á aðra staði.“
Keyptu íbúð vegna þjónustunnar
„Ég keypti mér hérna íbúð út af þessu
starfi,“ segir kona ein og er mikið niðri
fyrir. „Ég veit að fleiri hafa gert það. Ég
myndi aldrei fara upp í rútu og fara að
sækja þetta starf annað.“
Konan segir að nú eigi fólkið af sjálf-
dáðum að setjast niður saman með handa-
vinnu og kannski gera sumir það fyrst í
stað, en hvað svo? „Þetta snýst um að hafa
eitthvað ákveðið í gangi hverju sinni, að
haldið sé utan um starfið.“
Önnur kona kinkar kolli yfir postulíns-
jólasveininum sem hún er að mála skott-
húfu á og segir að auðvitað sé félagsskap-
urinn það sem skipti öllu máli. „Við komum
hingað til að spjalla saman, þó að stundum
megum við varla vera að því, við verðum
svo niðursokkin í handavinnuna,“ segir hún
brosandi. „En það þarf eitthvað til þess að
fá fólk á staðinn. Ég segi fyrir mitt leyti að
ég myndi ekki koma ef það væri ekki.“
„Afskaplega illa að þessu staðið“
Íbúar og aðrir sem sækja félagsstarfið á
Dalbraut 18–20 segjast hafa frétt það í fjöl-
miðlum að leggja ætti niður starfið.
„Þetta fólk virðist ekkert vita hvaða
starf fer hér fram, það þekkir ekkert inn á
þetta hjá okkur,“ segir ein er talið berst að
því hvort breytingarnar hafi ekki verið
kynntar starfsfólki og íbúum áður en þær
voru að fullu ákveðnar. „Við höfðum ekki
grun um hvað væri að fara að gerast.“
Selma segir að fundur hafi verið haldinn
með starfsfólki þegar breytingarnar voru
ákveðnar. „Okkur var hreinlega bannað að
láta þetta fréttast því það átti að halda
fund með hússtjórninni einhvern næstu
daga. Það er ekki ennþá búið. Það er af-
skaplega illa að þessu staðið.“ Selma segist
finna að gamla fólkið sé mjög ósátt við
þessar fyrirhuguðu breytingar. „Ætli þeir
vilji ekki bara senda okkur pillur í staðinn,
þá er þetta bara búið,“ segir ein og undir
orð hennar taka hinar konurnar og núna
eru umræðurnar orðnar það heitar að
flestar hafa lagt pensilinn frá sér.
„Mér finnst þetta lítilsvirðing við fólkið
hérna og starfsfólkið líka,“ segir Laufey
leiðbeinandi, en samkvæmt frétt Morg-
unblaðsins á fimmtudag verður starfsfólki
fækkað vegna breytinganna.
„Aldrei talað um
að leggja neitt niður“
Selma segir að um hríð hafi verið uppi
hugmyndir um að breyta og efla fé-
lagsstarfið í félagsmiðstöðvunum til að
mæta þörfum yngra fólks sem þar býr, t.d.
með því að setja upp tölvur. „Ég er mjög
hlynnt því að breyta félagsstarfinu, fá inn
nýjar áherslur. En það var aldrei talað um
að leggja neitt niður.“
Hússtjórn Dalbrautar hefur beðið um
fund með Félagsþjónustunni en ekki hefur
enn verið ákveðið hvenær hann verður.
„Þegar félagsstarf aldraðra fór af stað
hafði það að markmiði að rjúfa einangrun
og finna störf fyrir alla við sitt hæfi,“ út-
skýrir Selma. „En þetta virðist því miður
hafa gleymst.“
Íbúar á Dalbraut 18–20 ósáttir við að leggja eigi niður skipulagt félagsstarf í félagsmiðstöðinni
„Lítil og heimil-
isleg aðstaða
sem fólk sækir í“
Skipulagt félagsstarf í fimm af fjórtán félagsmiðstöðvum
aldraðra í borginni verður lagt niður á næsta ári. Sunna
Ósk Logadóttir heimsótti stappfulla handavinnustofuna á
Dalbraut 18–20 og ræddi við gamla fólkið sem er afar ósátt
við ákvörðunina sem það frétti af í sjónvarpinu.
Morgunblaðið/Golli
Yfir rauðum skotthúfum ræða konurnar um
að yfirvofandi er að félagsstarfinu verði hætt.
Morgunblaðið/Golli
Handavinnukonurnar á Dalbraut 18–20 segjast ekki myndu sækja félagsstarfið annað.
sunna@mbl.is
ÁÆTLANIR um að leggja niður skipulagt fé-
lagsstarf fyrir aldraða í fimm af fjórtán fé-
lagsmiðstöðvum borgarinnar voru harðlega
gagnrýndar á fundi borgarstjórnar á fimmtu-
dagskvöld. Tillögu Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa F-listans, um að fallið verði frá
fyrirhuguðum niðurskurði og lögð áhersla á
öflugan stuðning við félagsstarf aldraðra og ör-
yrkja til að koma í veg fyrir einangrun þessara
hópa, var vísað til meðferðar starfshóps um
starfs- og fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, sagðist telja að mistök hefðu
átt sér stað við afgreiðslu málsins í félagsmála-
ráði. Tillaga um að leggja niður allt skipulagt
félagsstarf hafi aldrei verið borin upp til sam-
þykktar eða synjunar innan ráðsins, heldur
væru áformin inni í starfs- og fjárhagsáætlun
Félagsþjónustunnar. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafi setið hjá við þá afgreiðslu, þó
þeir hafi tekið þátt í umræðu um áætlunina
meðan hún var í vinnslu, birtist þar stefna R-
listans en ekki Sjálfstæðisflokksins.
Hefði átt að sjá
viðvörunarljósin
„Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefði
átt að sjá viðvörunarljósin og gera mitt til að
koma í veg fyrir að R-listin samþykkti þennan
gjörning. Ég skal taka betur það hlutverk mitt
að veita embættismönnum sem og meirihlut-
anum meira aðhald. Það er hins vegar ekki of
seint og þess vegna leggjum við það til núna að
fyrirhugaðar aðgerðir verði endurskoðaðar.
Hvet ég R-listann eindregið til að sjá að sér í
málinu,“ sagði Guðrún Ebba.
Sérstaklega væri ámælisvert að ekki hefði
verið haft samband við forstöðumenn þeirra fé-
lagsmiðstöðva sem um ræddi, sem þó væri full-
yrt í bókun borgarstjóra. „Við lögðum til að
með hagræðingu og sparnaði mætti halda uppi
svipaðri starfsemi og nú, en með færri stöðu-
gildum. Þetta lögðum við fram eftir samtal
okkar við forstöðumenn viðkomandi mið-
stöðva. […] Öllum, jafnvel háttvirtum borgar-
fulltrúum, geta orðið á mistök, þeir eru menn
að meiri að viðurkenna það og fylgja eigin
sannfæringu,“ sagði hún.
Fáir notendur í sumum
félagsmiðstöðvum
Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmála-
ráðs, sagði athyglisvert að sjálfstæðismenn í
borgarstjórn hefðu valið að taka nú upp um-
ræðu um fyrirhugaðar breytingar. „Það er gott
að slá sig til riddara í aðdraganda prófkjörs,
sérstaklega þegar maður getur sýnt gæsku
sína án þess að það kosti mann neitt,“ sagði
Björk.
Í ársskýrslu Félagsþjónustunnar væri tekið
fram hver sé fjöldi þátttakenda á ársgrund-
velli. 19 einstaklingar hafi sótt félagsstarf á
Dalbraut 18–20. „Þetta er ótrúlega lág tala því
hér er bæði um að ræða íbúa og einnig þá sem
koma utan úr bæ,“ sagði Björk. Á Sléttuvegi 11
hafi 24 einstaklingar sótt opnar vinnustofur,
eins og handavinnu og smíðar á síðasta ári.
Í starfsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir
næsta ár sé gert ráð fyrir að í þjónustukjörnum
borgarinnar verði persónuleg þjónusta efld á
kvöldin, næturnar og um helgar. Þó skipulagt
félagsstarf verði lagt niður verði áfram leik-
fimi, samkomur og skemmtanir á borð við
þorrablót og jólastundir. Þá verði áfram helgi-
hald þar sem þjónar kirkjunnar sinni íbúum og
áfram verði rækt allt það starf sem rekið sé af
hálfu sjálfboðaliða. Hægt verði að efla starf
sjálfboðaliða enn frekar eftir breytingarnar,
þurft hafi að neita þjónustu margra sem hafi
boðið fram krafta sína, þar sem ekki hafi verið
svigrúm til þess. Þeim sem ekki geti sótt fé-
lagsstarf utan heimilisins verði boðið upp á ein-
staklingsbundna þjónustu, í formi aukinnar lið-
veislu og heimaþjónustu.
Persónuleg þjónusta
ekki rýrð
„Hér eftir sem hingað til verður boðið upp á
öflugt félagsstarf í öllum hverfum borgarinnar
og það verður ekki rýrð sú persónulega þjón-
usta sem íbúar þessara íbúakjarna þurfa á að
halda. Þvert á móti eru uppi róttækar áætlanir
um það að efla alla persónulega þjónustu við
eldra fólk í borginni, ekki bara frá 8–17 heldur
24 tíma á sólarhring. […] Ég geri mér grein
fyrir því að þetta er sársaukafullt fyrir ein-
hverja sem telja sig ekki geta sótt annað, en
það er eftir að koma í ljós hvað verður í boði og
þegar það verður ljóst held ég að allir verði
mjög sáttir,“ sagði Björk.
Borgarstjóri sagði að 241 milljón yrði sett í
félagsstarf aldraðra á næsta ári, þrátt fyrir
þessa breytingu. Árið 2001 hafi 209 milljónir
farið í málaflokkinn. Þetta sé ekki meiri nið-
urskurður en svo, en samt sparist 15–20 millj-
ónir króna árlega.
Telja að mistök hafi
átt sér stað við
afgreiðslu málsins
Tillögu um að fallið verði frá niðurskurði
í félagsþjónustu við aldraða vísað áfram