Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VANSKIL hjá innlánsstofnunum
hafa farið vaxandi á þessu ári. Þau
jukust um rúmlega 24% á fyrstu níu
mánuðum ársins, eða úr tæpum 25
milljörðum króna um áramót í tæpan
31 milljarð króna í lok september,
samkvæmt tölum sem Fjármálaeftir-
litið hefur sent frá sér um vanskil um-
fram einn mánuð. Útlán jukust á
sama tíma um 6% og hlutfall vanskila
af útlánum fór úr 3,5% um áramót í
4,1% í lok september, eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd.
Um 3⁄4 hlutar útlána innlánsstofn-
ana eru til fyrirtækja og hafa útlán til
fyrirtækja vaxið hraðar en útlán til
einstaklinga. Útlán til fyrirtækja hafa
vaxið um 7,2% frá áramótum til loka
september en útlán til einstaklinga
um 1,1%. Þróun vanskila hefur verið
svipuð hjá fyrirtækjum og einstak-
lingum, en aukningin er þó heldur
meiri hlutfallslega hjá fyrirtækjum.
Þróunin misjöfn
eftir atvinnugreinum
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, segir vanskil hjá bank-
anum nánast hafa staðið í stað á þessu
ári en ekki aukist líkt og meðal-
talsþróunin sýni. Að undanförnu hafi
vanskilin farið heldur minnkandi.
Spurður um útlitið segir Bjarni
þróunina mismunandi eftir atvinnu-
greinum, en að hann sjái ekkert í
stöðunni í dag sem bendi til aukinna
vanskila. Hann bætir því við að tölu-
verðu máli geti skipt hvort af stór-
iðjuframkvæmdum verði og að þær
myndu hafa jákvæð áhrif á þessa þró-
un.
Elín Sigfúsdóttir, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnað-
arbankans, segir vanskil misjöfn á
milli atvinnugreina. Það séu helst fyr-
irtæki sem starfi eingöngu á innan-
landsmarkaði sem eigi erfitt, en mörg
fyrirtæki standi mjög vel. Einstak-
lingar segir hún að séu mikið í skuld-
breytingarferli; séu að breyta
skammtímalánum í langtímalán og fái
þannig hagstæðari kjör. Hún bendir á
að lægri vextir og verðbólga hjálpi
þeim sem skuldi auk þess sem geng-
isþróun hafi að undanförnu verið já-
kvæð fyrir mörg fyrirtæki.
Elín segir að þó ástandið sé ekki
gott nú, því vanskil séu of mikil, sé út-
litið betra og hún segist ekki telja
ástæðu til svartsýni um þróun van-
skila.
Toppnum vonandi náð
Þór Þorláksson, framkvæmda-
stjóri áhættustýringarsviðs Lands-
bankans, segir að Landsbankinn
kannist við þá þróun sem fram kemur
í tölum Fjármálaeftirlitsins. Vanskil
hafi aukist frá því á síðasta ári og auk-
ist enn. Hraði aukningarinnar fari
hins vegar minnkandi og Þór segist
telja að mesta efnahagslægðin sé að
baki og nú stefni frekar upp á við.
Arnar Bjarnason, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, SPRON,
segir að á heildina litið sé hlutfall van-
skila af útlánum hjá SPRON þó
nokkru undir meðaltali innlánsstofn-
ana. Hann segir að SPRON hafi aukið
varúðarafskriftir bæði í ár og í fyrra,
en tölur um vanskil frá síðasta mánuði
sýni minnkandi vanskil. Arnar segir
að toppnum hafi vonandi verið náð og
að nú megi sjá batamerki.
!
"!#
$
31 milljarður
í vanskilum
Bankarnir telja bjartara framundan
HAGNAÐUR Pharmaco hf. á
fyrstu níu mánuðum þessa árs nam
2.173 milljónum króna. Á sama
tímabili í fyrra var hagnaður félags-
ins 1.173 milljónir. Aukningin er því
1.000 milljónir króna.
Róbert Wessman, forstjóri
rekstrar Pharmaco, segist vera
ánægður með afkomu félagsins.
Hún sé að mestu í samræmi við
áætlanir.
Afkoma félagsins fyrir vexti, af-
skriftir og skatta, EBITDA, er
2.707 milljónir króna en var 2.298
milljónir á sama tíma í fyrra.
Rekstrartekjur námu 11.741 milljón
króna en voru 10.906 milljónir á síð-
asta ári. Tekjur félagsins aukast því
um 1.031 milljón króna milli ára.
Rekstrargjöld tímabilsins námu
9.865 milljónum króna í ár en 8.920
milljónum í fyrra. Arðsemi eiginfjár
er 25,9%.
Heildareignir Pharmaco eru
39.082 milljónir króna í lok sept-
ember 2002, heildarskuldir 19.102
milljónir og eigið fé 19.980 milljónir.
Eiginfjárhlutfall er 51%. Veltufé frá
rekstri er 2.321 milljón og hand-
bært fé frá rekstri 2.525 milljónir.
Pharmaco eignaðist meirihluta í
Delta hf. í júlímánuði og í framhald-
inu voru félögin sameinuð undir
nafni Pharmaco. Rekstur Delta er
innifalinn í rekstri samstæðunnar
frá 1. júlí síðastliðnum. Samkvæmt
tilkynningu frá Pharmaco gengur
vinna við að samræma starfsemi
Pharmaco og Delta vel.
Sala í Búlgaríu og Rússlandi
undir væntingum
Sala Balkanpharma í Búlgaríu er
um 3% undir áætlun á fyrstu níu
mánuðum þessa árs. Segir í til-
kynningu Pharmaco að sala á mörk-
uðum í Búlgaríu og Rússlandi sé
undir væntingum og hafi markað-
irnir ekki enn tekið við sér eftir
upptöku virðisaukaskatts og breyt-
ingar á greiðslufyrirkomulagi al-
mannatrygginga. Sala í Eystra-
saltslöndum hafi aftur á móti
gengið vel og sé í samræmi við
áætlun.
Sala Delta á 3. ársfjórðungi er
2,7% undir áætlun og munar þar
mestu að sala á lyfjahugviti fellur
til síðar en áætlað var. Í tilkynning-
unni segir að afkoma sé þó í sam-
ræmi við áætlanir.
Söluhæstu lyf samstæðunnar,
miðað við níu mánaða sölu eru,
Citalophram, en sala þess nam
1.649 milljónum króna, og Cipro-
floxacin, 1.107 milljónum.
Á fyrri hluta þessa árs var
Pharmaco skipt upp og innanlands-
hluti félagsins seldur. Segir í til-
kynningu Pharmaco að söluhagn-
aður vegna þeirra viðskipta hafi
verið 355 milljónir króna.
Framleiðslugeta
13 milljarðar taflna
Eignarhluti Pharmaco í bjórverk-
smiðjunni Bravo var einnig seldur
og var söluhagnaðurinn 254 millj-
ónum króna.
Í septembermánuði var lokið
byggingu nýrrar verksmiðju Balk-
anpharma í Dupnitsa í Búlgaríu.
Fram kemur í tilkynningunni að
kostnaður við verkið hafi numið 935
milljónum króna í septemberlok, en
áætlaður heildarkostnaður sé um
1.500 milljónir.
Fram kemur í tilkynningu
Pharmaco að framleiðslugeta fé-
lagsins sé nú um 13 milljarðar
taflna. Á næsta ári hefjist fram-
leiðsla í nýrri og fullkominni verk-
smiðju félagsins í Dupnitza. Einnig
hafi verið gerðar miklar endurbæt-
ur á verksmiðju félagsins á Möltu
til þess að hún standist ströngustu
gæðakröfur Evrópusambandsins.
Þriggja milljarða
hagnaður á árinu
Í tilkynningunni segir að stjórn-
endur Pharmaco geri ekki ráð fyrir
verulegum frávikum frá áætlunum
ársins um hagnað þrátt fyrir minni
sölu á markaðssvæðum í Búlgaríu
og Rússlandi. Samkvæmt þeim sé
áætlaður hagnaður 3 milljarðar
króna. Þar vegi þyngst að útflutn-
ingur á lyfjum frá Delta sé nokkru
meiri en gert var ráð fyrir.
Pharmaco hagnast um 2,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins
Hagnaður
eykst um millj-
arð milli ára
Morgunblaðið/Golli
Sindri Sindrason og Róbert Wessman, forstjórar Pharmaco, gerðu á kynn-
ingarfundi í gær annars vegar grein fyrir kaupum félagsins á verksmiðju í
Serbíu, og hins vegar afkomu félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins.
HLUTFALL þeirra sem eru án vinnu og í at-
vinnuleit hefur ekkert breyst frá því í apríl,
en það er 3,2% vinnuaflsins í landinu. Þetta
jafngildir því að um 5.200 einstaklingar hafi
verið atvinnulausir í nóvember 2002 en um
5.300 voru atvinnulausir í apríl. Þetta kemur
fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar
sem birt var í gær. Sé miðað við sams konar
rannsókn frá því í nóvember 2001 sést að at-
vinnulausir eru fleiri nú en í fyrra. Þá mæld-
ist atvinnuleysi 2,4% eða um 3.900 manns.
Færri ungir karlar án atvinnu
Atvinnuleysi er meira hjá körlum en kon-
um skv. rannsókninni. Í nóvember 2002 var
atvinnuleysi 2,7% hjá konum en 3,6% hjá
körlum. Mest er atvinnuleysi meðal yngstu
aldurshópanna, eins og komið hefur fram í
fyrri rannsóknum Hagstofunnar, eða 7,1%
meðal 16–24 ára. Atvinnuleysi karla í þessum
aldurshópi hefur þó minnkað síðan í apríl á
meðan atvinnuleysi kvenna hefur aukist.
Meðal karla í hópnum mælist atvinnuleysi
8,8% í nóvember 2002 en 10,2% í apríl síðast-
liðnum. Á sama tíma reyndist atvinnuleysi
meðal ungra kvenna vera 5,2% en var 3,4% í
apríl 2002. Fram kemur í rannsókninni að
skekkjumörk á niðurstöðum um atvinnuleysi
eru ± 0,8%.
Starfandi fólki fækkar um 3.100
Í nóvember var fjöldi starfandi 156.800
samanborið við 159.900 í nóvember ári áður
og 157.100 í apríl síðastliðnum. Starfandi fólki
fækkar því um 3.100 á milli ára. Atvinnuþátt-
taka mældist 82,8% í nóvember 2002 en
83,6% á sama tíma ári áður og í apríl 2002
mældist hún 82,9%.
Meðalfjöldi vinnustunda reyndist vera 43
klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmið-
unarviku samanborið við 42,8 klst. í nóv-
ember 2001 og 42,9 klst. í apríl 2002. Með-
alfjöldi vinnustunda í aðal- og aukastarfi
mældist 48,9 klst. hjá körlum en hjá 36,2 klst.
hjá konum.
Hagstofan skilgreinir þá atvinnulausa sem
eru án vinnu og tilbúnir að taka vinnu strax
ef hún býðst. Í rannsókninni voru þátttak-
endur yngri en 70 ára spurðir hvort þeir
væru skráðir atvinnulausir hjá opinberri
vinnumiðlun og samkvæmt því voru 4.000 á
atvinnuleysisskrá í nóvember. Af þeim voru
2.500 atvinnulausir samkvæmt skilgreiningu
Hagstofunnar en um 1.000 gegndu einhverju
starfi í viðmiðunarvikunni og 500 voru ekki
tilbúnir að ráða sig í vinnu strax, en það jafn-
gildir því að vera utan vinnumarkaðar.
Rannsóknin fór fram dagana 9.–20. nóv-
ember 2002 og tók til stöðu á vinnumarkaði
2.–15. nóvember. Aldursmörk þátttakenda og
spurningar í rannsókninni miðast við sam-
bærilegar kannanir sem gerðar eru innan
Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Svara
var aflað með símtölum. Heildarúrtakið var
4.395 manns á aldrinum 16–74 ára sem valdir
voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru
taldir þeir, sem voru látnir eða búsettir er-
lendis, reyndist nettóúrtakið vera 4.267 ein-
staklingar. Þátttaka var mjög góð. Alls feng-
ust nothæf svör frá 3.629 einstaklingum sem
jafngildir 85% endanlegri svörun. Allar tölur
hafa verið vegnar eftir kyni og aldri.
Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram
að þessi rannsókn sé sú síðasta sem gerð
verður á þennan hátt. Rannsóknin hefur ver-
ið framkvæmd tvisvar á ári frá 1991 en frá og
með janúar 2003 verður upplýsingum safnað
allt árið um kring í samræmi við ákvæði
samningsins um evrópska efnahagssvæðisins
(EES). Þá mun Hagstofan breyta ýmsu í skil-
greiningum á hugtökum og spurningum til
samræmis við breytingar sem hafa orðið inn-
an EES. Af breytingunum leiðir að rannsókn-
arniðurstöður frá og með 2003 verða ekki
sambærilegar við fyrri niðurstöður. Á móti
kemur að rannsóknin verður stækkuð, hægt
verður að birta ársfjórðungslegar niðurstöð-
ur, árstíðasveiflur valda ekki lengur kerf-
isbundinni skekkju og tryggt verður að ís-
lensku niðurstöðurnar verða fyllilega
samanburðarhæfar við niðurstöður annarra
Evrópuþjóða.
Atvinnuleysi óbreytt
frá því í apríl
ÍSLENSKIR aðalverktakar högn-
uðust um 250 milljónir króna eftir
skatta á fyrstu níu mánuðum ársins,
samanborið við 20 milljóna króna tap
á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyr-
irtækisins fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði, svokölluð EBITDA-fram-
legð, lækkar þó sem hlutfall af
tekjum, úr 11% í 7%.
Á fyrstu níu mánuðum ársins nam
hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði 390 milljónum, en 744
milljónum í fyrra. Minnkunin er þó
ekki hlutfallslega jafnmikil og þessar
tölur gefa til kynna, þar sem rekstr-
artekjur minnkuðu úr 6,5 milljörðum
króna í 5,5 milljarða. Rekstrargjöld
lækkuðu einnig, úr 5,8 milljörðum í
5,1 milljarð.
Afskriftir voru svipaðar og á sama
tíma í fyrra, eða 213 m.kr. samanbor-
ið við 230 milljónir 2001. Nettó fjár-
munatekjur voru hins vegar tæplega
690 milljónum meiri en í fyrra, eða
jákvæðar um 55 m.kr. Á fyrstu níu
mánuðum ársins 2001 voru þær nei-
kvæðar um 632 milljónir.
Veldur stjórnendum
vonbrigðum
Í frétt frá fyrirtækinu segir að
rekstur þess á þriðja ársfjórðungi
valdi stjórnendum vonbrigðum.
Tekjuöflun hafi verið í samræmi við
væntingar, en framlegð minnki veru-
lega frá fyrri ársfjórðungi. Það skýr-
ist af sérstökum kostnaðarauka í
verkframkvæmdum umfram áður
áætlaðan framkvæmdakostnað.
ÍAV hagnast
um kvart-
milljarð
Framlegð
minnkar milli ára