Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 27

Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 27
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 27 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að leggja þurfi rannsóknir um stöðu laxastofna til grundvallar ákvörðun um legu Sundabrautar. Laxinn lendi í hremm- ingum við ósa Elliðaár og því verði menn að fara varlega í framkvæmdir á því svæði. Tveir þingmenn Reykja- víkur, Ólafur Örn Haraldsson og Guðmundur Hallvarðsson, vilji að innri leiðin, svokölluð landmótunar- leið, verði valin „með þeim fyllingum sem því fylgja“, eins og borgarstjóri sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Áhrif á laxastofna sé eitt af því sem hljóti að koma til sérstakrar skoðun- ar varðandi innri leiðina. Í skýrslu um vistfræði ánna segi að kanna þurfi áhrif framkvæmda utan Elliðaárósa og afla betri vitneskju um göngur, bæði seiða og fullvaxta fisks. Svara þurfi hversu alvarlega þrengi að vatnasviði ánna og kortleggja meng- andi og áhættusama starfsemi á vatnasviðinu. Lífríki Elliðaá var til umræðu á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, en á þriðjudag samþykkti borgarráð ályktun þar sem lögð var áhersla á að Orkuveita Reykjavíkur tryggði að vatnsrennsli ánna nægði til að lífríki yrði viðhaldið, en komið hefur fyrir að vestari kvísl árinnar þorni upp og hafa þessar sveiflur valdið fiska- dauða. Óeðlilegt að orkufyrirtæki fari með stjórn Elliðaáa Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði mjög óeðlilegt að orkufyrirtæki stjórnaði vatnasvæði árinnar. Sjálfstæðismenn vildu að sérstök stjórn yrði skipuð um árnar sem hefði umsjón með þeim og semdi við hagsmunaaðila eins og OR og Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Reykjavíkurborg væri ein af síðustu borgum heims sem hefðu laxveiðiá innan borgarmarkanna og mikilvægt væri að uppbygging svæðisins lyti einni stjórn. Engin rök væru fyrir því að orkufyrirtæki hefði umsjón með ánum, sérstaklega þegar það væri með orkuvinnslu í ánni og ætti því hagsmuna að gæta. Náttúran ætti að hafa forgang yfir orkuvinnsluna. Borgarstjóri sagði að það væri samdóma álit borgarfulltrúa að lífríki ánna ætti að njóta vafans umfram orkuvinnsluna. Menn hefðu hins veg- ar ekki verið tilbúnir til að kyngja því að raforkuvirkjun í ánum væri upp- spretta þeirra erfiðleika sem komið hefðu fram í laxastofnunum. „Fyrir því eru ósköp einföld rök. Það hefur verið orkuvinnsla í ánni frá árinu 1921 og við sjáum að á því árabili hafa göngur í ánum verið mjög mismun- andi og virðist ekkert samhengi milli orkuvinnslunnar í ánum og laxa- gengdar.“ Það hefði verið sagt í borg- arstjórn að um leið og menn gætu bent á það með haldbærum rökum að virkjunin væri orsakavaldurinn væru menn tilbúnir að hætta þeirri vinnslu. Byggð í Norðlingaholti eykur álag á árnar Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, sagði að ekki væri nógu mikil nærgætni viðhöfð við það viðkvæma lífríki sem Elliðaárnar væru. Það væri ekki nóg að bregðast við uppþornun hluta árinnar og fiska- dauða með tillögu, sem væri þó í sjálfu sér góð. Fyrirhugaðar bygg- ingar í Norðlingaholti væru of stórar og myndu valda enn meira raski á líf- ríki ánna. Skoraði hann á meirihlutann að deiliskipulag svæðisins yrði tekið upp og minnkað að umfangi svo dregið yrði úr álagi á þessa náttúruperlu borgarinnar. Fara verður varlega í fram- kvæmdir við ósa Elliðaáa Elliðaárdalur Borgarstjóri segir landmótunarleið með fyllingum umhugsunarverða ZERO PLUS ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.