Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 30
AKUREYRI 30 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ betri innheimtuárangur meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI Nonni og Manni ætla að spila á flautu fyrir fiskana en lenda í hvalavöðu og eru hætt komnir. Þessi ævintýralega saga Jóns Sveinssonar birtist hér í nýrri mynd, stytt og myndskreytt af lista- manninum Kristni G. Jóhannssyni. Þetta er einstaklega falleg bók sem höfðar til allra barna. Bókaveisla barnanna Tólf ævintýri frá 6 löndum, hvert öðru skemmtilegra, í þessari einstaklega fallegu bók. Hver kannast ekki við Mjallhvít, syngjandi lævirkjann og Þyrnirós? Þetta er bók sem á eftir að gleðja unga sem aldna. Sannkallaðir ævintýraheimar. SPURNINGABÓKIN - ÞÓ AÐ ÉG SÉ MÖGUR OG MJÓ Skemmtilegar spurningar fyrir alla aldursflokka, pabbi og mamma fá líka að vera með. Prófaðu og þér mun ekki leiðast! BESTU BARNA- BRANDARARNIR - MEGA BÖGG Þetta er sjöunda bókin í þessum bókaflokki sem er alltaf jafn-vinsæll. Og MEGA BÖGG er þeirra fyndnust. Ómissandi bók á borðið hjá barninu þínu. Bókaútgáfan Hólar - fallegar bækursem fanga börnin - Á S P R E N T NONNI OG MANNI FARA Á SJÓ MAMMA MÖ RENNIR SÉR Á SLEÐA Kýrin Mamma Mu hefur slegið í gegn og nú er hún komin til Íslands með vini sínum Kráki. Stórskemmtilegar myndir og frábær þýðing Þórarins Eldjárns heilla börnin. ÆVINTÝRAHEIMAR STALDRIÐ VIÐ blaðið í verkefnasjóð, sem aftur veitir styrki til ýmissa mála. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vinnslu blaðsins og stefna Hængs- félagar að því að bera blaðið til bæj- arbúa um næstu mánaðamót. Fram kom í máli Jónu Bertu Jónsdóttur, formanns Mæðra- styrksnefndar, að fólk væri þegar farið að leita eftir aðstoð „og von- andi getum við gert eitthvað fyrir alla.“ Jóna Berta sagði að ekki væri um að ræða matarmiða á Akureyri heldur fengi fólk afhentar mat- vörur beint frá nefndinni. Einnig kom fram að ekki treystu sér allir til að leita eftir aðstoð en að Mæðrastyrksnefnd fengi stundum ábendingar um fólk sem þyrfti á að- stoð að halda. LIONSKLÚBBURINN Hængur hefur afhent fjárstyrki úr verk- efnasjóði klúbbsins til þriggja aðila á Akureyri sem vinna að mann- úðarmálum, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins og Íþrótta- félagsins Akurs. Dan Brynjarsson, formaður Lionsklúbbsins Hængs, sagði það vel við hæfi í aðdraganda jólanna að afhenda þessa fjárstyrki, sem hann sagðist vonast til að kæmu sér vel. Margir leita til Mæðrastyrksnefndar og Hjálpræð- ishersins eftir aðstoð, ekki síst fyrir jólin. Þá hefur Hængur lengi stutt við íþróttir fatlaðra og klúbburinn stendur m.a. fyrir hinu landsþekkta Hængsmóti ár hvert. Hængur hefur gefið út Jólablaðið Leó til fjölda ára og rennur ágóði af auglýsingasölu í Morgunblaðið/Kristján Styrkirnir afhentir, f.v. Rannveig Óskarsdóttir frá Hjálpræðishernum, Inga Ellertsdóttir, Björg Hansen og Jóna Berta Jónsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Dan Brynjarsson, formaður Lionsklúbbsins Hængs, Árni Páll Hall- dórsson, formaður verkefnasjóðs, og Jósep Sigurjónsson frá Íþróttafélaginu Akri. Lionsklúbburinn Hængur afhendir fjárstyrki MJÖLL og Norðlenska hafa gert með sér samning um þrif, þrifalýs- ingar, hreinlætiseftirlit og ráðgjöf fyrir kjötvinnslu og sláturhús Norð- lenska á Akureyri og kjötvinnslu fyr- irtækisins á Húsavík. Samningurinn er til þriggja ára og er metinn á um 70 milljónir króna. Samningurinn kveður á, auk þrifa á vinnslueiningum Norðlenska á Ak- ureyri og Húsavík, um ræstingar á skrifstofum fyrirtækisins á Akur- eyri, öll hreinsiefni og stoðvörur sem notaðar eru í vinnslueiningum fyr- irtækisins auk þess sem sérfræðing- ar Mjallar munu mánaðarlega gera sérstakar mælingar og tryggja þannig virkt eftirlit með þrifunum. Í samningnum er tekið fram að notuð verði eins umhverfisvæn efni og unnt er, án þess að rýra gæði þrif- anna, m.a. að dregið verði úr notkun klórs og ný og áhrifameiri sótt- hreinsiefni verði notuð, segir í frétt um samninginn. Mjöll og Norð- lenska semja BÓKASAFN Eyjafjarðarsveitar, sem nú er jafnframt skólabókasafn fyrir Hrafnagilsskóla, varð til við sam- runa fleiri bókasafna í sveitarfé- laginu allt frá tíma gömlu lestrar- félaganna. Vegna samrunans er til mikið af bókum, sem ekki er þörf eða rúm fyrir í núverandi safni. Fyrir nokkrum árum var efnt til útsölu á bókum úr eldri söfnunum og var sú útsala vel sótt. Þrátt fyrir það er enn eftir veru- legt magn bóka og verða þær boðnar til sölu á markaði í Félagsheimilinu Sólgarði í dag, laugardaginn 23. nóv., og á morgun, sunnudaginn 24. nóv., kl. 14.00–17.00 báða dagana. Bækurnar eru af ýmsum toga, eldri sem yngri, og er verðið kr. 100 á bók. Unnt verður að semja um enn lægra verð fyrir mikið magn eða bókakassa. Bóksala í Sólgarði TVÆR matvöruverslanir í Ólafs- firði, Strax og Valbúð, verða sam- einaðar í eina um næstu áramót. Þorsteinn Þorvaldsson, núver- andi framkvæmdastjóri Valbúðar, mun stýra versluninni sem fær nafnið Úrval við sameininguna. Hún verður við Aðalgötu 2–4, þar sem Strax-verslunin er núna. Versl- uninni verður breytt og hún stækk- uð. Þess er vænst að unnt verði að lækka vöruverð í kjölfar sameining- arinnar og að það verði sambæri- legt við aðrar Úrvalsverslanir, sem eru á Dalvík, Húsavík og Akureyri. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Þorsteinn Þorvaldsson hjá Valbúð og Gísli Gíslason frá Samkaupum. Matvöruverslanir sameinaðar FYRSTU 10 mánuði ársins voru greiddar 35,4 milljónir króna í fjárhagsaðstoð á Akureyri. Á síð- asta fundi félagsmálaráðs var lagt fram yfirlit um veitta fjárhagsað- stoð í október sl. Fyrir lágu 96 um- sóknir en veittir voru 70 styrkir að upphæð tæplega 2,9 milljónir króna og 5 lán að upphæð um 260 þúsund krónur. Synjað var 21 um- sókn. Einnig var tekið fyrir erindi frá Jónu Bertu Jónsdóttur formanni Mæðrastyrksnefndar, þar sem hún óskaði eftir styrk sem notaður yrði til kaupa á mat og fleira, sem síðar yrði úthlutað fyrir jólin til þeirra sem á þurfa að halda. Félagsmála- ráð samþykkti að veita Mæðra- styrksnefnd styrk að upphæð 275 þúsund krónur. 35 milljónir kr. í fjárhagsaðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.