Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 33 MYNDARLEGUR jólatrésfarmur er farinn frá Skógræktinni í Skorradal. Á myndinni eru starfs- menn skógræktarinnar að lesta bíl frá ÞÞÞ á Akranesi. Á bílinn fóru 30 torgtré, sem voru frá fjórum metrum og upp í þrettán metra á hæð. Þessi bíl- farmur fór suður á Reykjanes. Alls verða felld um 130 torgtré hjá Skógræktinni í Skorradal fyrir þessi jól. Felld heimilistré verða um 500 og að auki verður almenningi gefinn kostur á að fella sín eigin tré í Selsskógi helgina 14.–15. desem- ber nk. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Þórður Þórðarson og Gísli B. Henryson, starfsmenn skógræktarinnar. Jólatré úr Skorradal á torg Reyknesinga Skorradalur SAMNINGUR hefur verið gerður milli Hitaveitu Rangæinga annars vegar og Landgræðslunnar og Landspítala – Háskólasjúkrahúss hins vegar um lagningu hitaveitu til Vistheimilisins í Gunnarsholti, sem rekið er af Landspítalanum, og til Landgræðslunnar. Undirbúningur hófst fyrir tveimur árum þegar farið var að vinna að því að fá fjárveitingu til þessara framkvæmda sem fékkst fyrir atbeina landbúnaðar- og fjár- málaráðherra. Kostnaður mun nema nálægt 70 milljónum. Ástæða þess að Hitaveita Rang- æinga er nú í stakk búin til að bæta við lögninni í Gunnarsholt og mannvirki þar er sú að ráðist var í viðbótarvatnsöflun í Kaldárholti í janúar 2000 en borholur hitaveit- unnar á Laugalandi í Holtum önn- uðu vart notendum og stefndi í vatnsþurrð þar. „Við teljum að þetta sé geysilegt framfaraspor fyrir byggðina hér í Gunnarsholti,“ segir Sveinn Run- ólfsson, landgræðslustjóri. „Það er mjög þýðingarmikið fyrir fræverk- un og fræframleiðslu að fá þessa hitaveitu, það skilar betri vöru, það verður betra vinnuumhverfi og betri geymslustaður fyrir þessa verðmætu framleiðslu á land- græðslufræjum. Sú verkun hefur farið fram með olíu. Einnig er um að ræða mun fýsilegri kost fyrir fólk að búa í þeim þéttbýliskjarna sem hér hefur myndast. Á Vist- heimilinu hefur verið kynt með olíu en hjá Landgræðslunni með raf- magni.“ Framkvæmdir við lagningu um 10 km stofnæðar frá aðallögn hita- veitunnar austan við Hellu og að Gunnarsholti munu hefjast á næst- unni. Einnig verður lögð aðveituæð frá Gunnarsholti að Akurhól og dreifikerfi að húsnæði Land- græðslunnar og Vistheimilisins í Gunnarsholti. Byggð verður dælu- stöð til þess að halda uppi nægum vatnsþrýstingi. Stefnt er að því að verkinu verði lokið fyrir 30. sept- ember 2003. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Undirritun samnings um lagningu hitaveitu í Gunnarsholt, frá vinstri: Guð- mundur Guðmundsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Ingvar Baldursson, Sveinn Runólfsson, Aðalsteinn Pálsson og Ingólfur Þorláksson. Samningur um hitaveitu í Gunnarsholti Hella
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.