Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 35
NORRÆNIR músíkdagar hefjast í
Berlín í dag. Kjartan Ólafsson, for-
maður Tónskáldafélags Íslands,
mun sækja þessa tónlistarhátíð, sem
nú er í fyrsta skipti haldin utan
Norðurlanda.
„Norrænir músíkdagar voru fyrst
haldnir 1888 og eru ein af elstu tón-
listarhátíðum í heimi,“ segir Kjart-
an.
„Hátíðin er haldin annað hvert ár
til skiptis á Norðurlöndunum en er
nú eins og fram kom í fyrsta skipti
haldin utan Norðurlandanna.“
Hvers vegna er það?
„Hátíðin er haldin „undir hatti“
norræna tónskáldaráðsins, en er að
þessu sinni haldin undir leiðsögn
Norðmanna. Að halda hátíðina í
Berlín er tilraun til að kynna og
koma á framfæri norrænni tónlist í
fjölþjóðlegu umhverfi. Berlín varð
fyrir valinu vegna landfræðilegra
aðstæðna,“ svarar Kjartan.
Tilgang Norrænna músíkdaga
segir hann vera að koma á framfæri
nýrri og nýlegri norrænni tónlist,
ásamt kynningu á norrænni tónlist
og tónlistarmönnum.
Einstakt tækifæri fyrir
íslensk tónskáld
„Á hátíðina að þessu sinni hafa
verið valin verk frá öllum Norður-
löndunum af ólíkum toga og frá ólík-
um kynslóðum tónskálda. Þá hafa
norrænir hljóðfæraleikarar og hljóð-
færahópar fengið boð um að taka
þátt í hátíðinni, þar á meðal Caput
frá Íslandi, Cikada frá Noregi,
Kroumata frá Svíþjóð og Avanti! frá
Finnlandi, auk dönsku útvarps-
hljómsveitarinnar Olso Philharmon-
ic Orchestra. Hin þekkta Fílharm-
óníuhljómsveit Berlínar tekur einnig
þátt í hátíðinni.
Að þessu sinni hefur verkefnaval
nær eingöngu verið í höndum list-
ræns stjórnanda, hljóðfærahópa og
hljóðfæraleikara.
Vladimir Ashkenazy mun stjórna
Fílharmóníuhljómsveit Oslóar og
hefur valið m.a. verk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, Diafonia, frá árinu
1984 á tónleikadagskrána. Rétt er að
nefna að flutt verða einnig verk eftir
Hauk Tómasson, Snorra Sigfús
Birgisson, Atla Ingólfsson, Hafliða
Hallgrímsson, Kjartan Ólafsson,
Ríkharð H. Friðriksson og tón-
smíðanemendurna Áka Ásgeirsson
og Önnu Sigfríði Þorvaldsdóttur.“
Veitir þessi þátttaka íslenskum
tónlistarmönnum góð tækifæri?
„Já, þetta er útrás íslenskra tón-
skálda. Hátíðin í ár er einstakt tæki-
færi fyrir íslensk tónskáld og ís-
lenska tónlistarmenn til að koma list
sinni á framfæri á alþjóðlegum vett-
vangi. Til hátíðarinnar í Berlín hafa
Norðmenn boðið fulltrúum frá al-
þjóðlegum menningarstofnunum,
dagblöðum og öðrum fjölmiðlum
ásamt kynningarfulltrúum frá ýms-
um fyrirtækjum og stofnunum.
Tónskáldafélag Íslands hefur
ákveðið að taka myndarlegan þátt í
þessari hátíð sem gefur þetta ein-
staka tækifæri til kynningar á ís-
lenskri tónlist og sendir til Berlínar
öll þau sjö íslensku tónskáld sem
verk eiga á hátíðinni.
Flutningur á íslenskri tónlist á er-
lendri grund fer sífellt vaxandi og
eru þau íslensku verk í raun eins
konar „sendiherrar“ Íslands í al-
þjóðlegu menningarumhverfi.
Bæði eiga þar í hlut erlendir að-
ilar, sem hafa áhuga á íslenskri tón-
list, en einnig eiga þar stóran hlut ís-
lenskir tónlistarmenn. Auk fjölda
íslenskra einleikara sem ferðast með
íslenska tónlist í farteskinu á tón-
leikaferðum má nefna hljóðfæra-
hópa eins og Kammersveit Reykja-
víkur, Caput og Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Sökum einangrunar Íslands er
bæði dýrt og erfitt fyrir íslenska
listamenn, burtséð úr hvaða list-
grein þeir koma, að taka þátt í kynn-
ingu á íslenskri menningu og land-
inu. Á hinum Norðurlöndunum eru
opinberir aðilar mun virkari hvað
varðar þátttöku þeirra listamanna á
hinu alþjóðlega menningarsviði.
Sem dæmi má nefna að Finnar tóku
upp á því fyrir nokkrum áratugum
að styrkja sína listamenn til alþjóð-
legrar þátttöku. Það leið ekki á
löngu þar til finnsk tónskáld, finnsk-
ir hljóðfæraleikarar og finnskir ein-
leikarar voru farnir að kynna Finn-
land og finnskar afurðir í ríkari mæli
en nokkurn tíma hafði áður þekkst.
Þessi aðstoð Finna við að kynna
menningu sína skilaði sér umsvifa-
laust í auknum fjárhagslegum ávinn-
ingu á erlendri grund, – flestir
þekkja ævintýrið um litlu Nokia-
gúmmívaðstígvélin sem urðu að al-
þjóðlega Nokia-stórsímafyrirtæk-
inu.“
Eru íslensk stjórnvöld dugleg að
styðja við bakið á sínum listamönn-
um?
„Stjórnvöld hafa reynt að styðja
við bakið á íslenskum listamönnum
en það er ljóst að eins og staðan er í
dag þyrfti slíkur stuðningur að vera
meiri og markvissari til þess að Ís-
land geti tekið áfram þátt í hinum sí-
stækkandi erlenda menningar-
heimi.“
Hátíðinni lýkur 1. desember nk.
Útrás íslenskra tónskálda
Morgunblaðið/RAX
Kjartan Ólafsson: „Einstakt tækifæri fyrir íslensk tónskáld.“
Sjö íslensk tónskáld
eiga verk á Norrænum
músíkdögum í Berlín.
Kjartan Ólafsson, for-
maður Tónskáldafélags
Íslands, segir hér Guð-
rúnu Guðlaugsdóttur
frá fyrirhugaðri hátíð og
einnig sitthvað frá sögu
hennar og þýðingu.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík.
Sýningarsalir, safnbúð og kaffistofa,
opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17.
Vefsetur: www.listasafn.is
Stærsta sýning á íslenskri samtímalist til þessa
ÍSLENSK MYNDLIST
1980-2000
Á fræðsludagskránni:
• Leiðsögn alla þriðjudaga og sunnudaga.
• Aukið sýningarrými - aldrei verið meira.
• Stækkuð safnbúð með nýjum vörum.
• Opinn gagnagrunnur í tölvum safnsins.
Málþing laugardaginn 23. nóvember kl. 11-13
Leiðsögn sunnudaginn 24. nóvember kl. 15-16
Staða íslenskra listamanna og alþjóðleg tengsl myndlistar.
Stjórnandi: Dr. Ólafur Kvaran, safnstjóri.
Pallborðsumræður: Anna Líndal myndlistarmaður, prófessor við
myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður,
Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður,
deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands,
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður,
Tumi Magnússon myndlistarmaður, prófessor við
myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Þorgeir Ólafsson listfræðingur,
deildarstjóri lista- og safnadeildar menntamálaráðuneytisins.
„Samtal við listaverk“. Þessir listamenn fjalla um verk sín:
Hannes Lárusson, Margrét Blöndal, Tumi Magnússon, Steingrímur Eyfjörð.
Atlas International sem er stærsta og virt-
asta fasteignasala á Spáni, býður Íslending-
um til sölu húseignir á Costa Blanca á
Spáni af öllum stærðum og gerðum.
Flestar eignirnar eru á Torrevieja svæðinu,
rétt sunnan við Alicante, sem skiptist í
fjölda hverfa og er ávallt stutt í alla þjón-
ustu svo sem banka, verslanir, veitingastaði
og bari, og svo er mjög stutt á stöndina.
Ef þú ert að hugleiða að eignast þitt annað
heimili á Costa Blanca, þá skaltu annað
hvort hringja eða senda okkur tölvupóst,
og við munum senda þér eða koma með heim til þín, stórglæsilega bæklinga og
verðlista, og veita þér upplýsingar um: Eignirnar – Lánsmöguleika – Svæðið –
Skoðunarferðir.
Þar sem Atlas International á 25 ára starfsafmæli í ár, þá bjóða þeir öllum sem kaupa
eignir hjá þeim, húsgögn með hverri íbúð.
ÞITT ANNAÐ HEIMILI Á SPÁNI
COSTA BLANCA
Atlas International á Íslandi ● Þórhallur Sigurðsson
Sími 896-2047 ● 553-7718 ● E-mail laddi@islandia.is
Geisladiskur
Til sölu er geisladiskur sem Gissur Björn Eiríksson
gefur út og ber nafnið „The beginning“.
Nánari upplýsingar eru í síma 552 8680, Hátúni 10.
Verð á geisladisknum er kr. 2.290,-
TVÖ verk eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson verða leikin á Nor-
rænum músíkdögum í Berlín,
hljómsveitar-
verkið Díafónía
sem Fílharm-
óníusveitin í Ósló
leikur undir
stjórn Vladimirs
Ashkenazys, og
hins vegar org-
elverk sem Har-
ald Herrstahl
leikur.
„Díafónía er
bara ein af þessum gömlu synd-
um,“ segir Þorkell um hljómsveit-
arverkið sitt, „en þeir voru nú að
hita sig upp og spiluðu það á
tvennum tónleikum í Ósló núna á
fimmtudag og föstudag. Ég samdi
þetta 1984 að ósk Jean-Pierre Jac-
quillats hljómsveitarstjóra og Sin-
fóníuhljómsveit Íslands frumflutti
það með glæsibrag undir hans
stjórn. Það hefur verið flutt nokkr-
um sinnum síðan.“
Vladimir Ashkenazy hefur flutt
nokkur verk Þorkels á tónleikum
með hljómsveitum sínum í Evrópu,
Mistur, Gletcherlied og Gang, sem
hann frumflutti í Prag í fyrra, en
tvö síðastnefndu verkin pantaði
Ashkenazy hjá Þorkeli. „Já, hann
fékk áhuga á þessu og hefur verið
að spila þessi verk víða. Í júní í
fyrra var hann með tvö þessi verk
á tónleikaferð með hljómsveitinni
Fílharmóníu í Englandi, og hann
virðist bara vera ánægður með
þau. Hann óskaði svo eindregið eft-
ir því að ég kæmi á hátíðina nú í
Berlín ef ég ætti þess nokkurn kost
til að vera viðstaddur flutninginn á
Díafóníu. Það er langt síðan ég hef
farið á Norræna músíkdaga og
ákvað að fara. Maður hittir líka
alltaf eitthvað af kollegum sínum
frá hinum Norðurlöndunum.“ Þor-
kell er að semja nýtt verk fyrir
Ashkenazy og Kammersveit
Reykjavíkur; það er einleiksverk, –
Azhkenazy verður einleikari og
stjórnandi á tónleikunum.
„Hann fékk áhuga á þessu“
Þorkell
Sigurbjörnsson
SÝNINGIN Milli goðsagnar og
veruleika verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag kl.
16. Þar gefur að líta yfir sextíu verk
eftir listamenn frá sextán arabalönd-
um, sem unnin er á síðari hluta 20.
aldar. Sýningin kemur frá Konung-
lega fagurlistasafninu í Jóraníu og
var hluti hennar í Listasafninu á Ak-
ureyri á liðnu sumri.
Á sýningunni er dregin upp mynd
af stöðu nútímalistar í arabaheimin-
um með úrvali verka eftir listamenn
frá Alsír, Barein, Egyptalandi, Írak,
Jórdaníu, Kúveit, Líbanon, Mar-
okkó, Aman, Palestínu, Sádi-Arabíu,
Súdan, Sýrlandi, Túnis, Sameinuðu
arabísku furstadæmunum og Jemen.
Verkin á sýningunni veita innsýn í
hugarheim listamannanna auk þess
sem áhorfendur fá að kynnast ólík-
um stefnum og stílum. Annars vegar
er um að ræða verk sem tengjast
trúarbrögðum, kynferði og pólitík.
Hins vegar getur að líta afturhvarf
til hefðarinnar sem dregur lista-
mennina að sagnfræðilegum og
trúarlegum uppruna sínum.
Sýningarstjóri er hennar konung-
lega hátign Wijdan Ali prinsessa
sem er doktor í íslamskri myndlist
frá Lundúnaháskóla. Í tengslum við
opnun sýningarinnar í Hafnarhúsinu
er dr. Khaled Khreis, forstöðumaður
Konunglega fagurlistasafnsins,
kominn hingað til lands. Hann mun
m.s. flytja fyrirlestur um úrvinnslu
arabískrar nútímalistar á skrautrit-
unarhefðinni er hefst kl. 17 á mánu-
dag.
Sýningin Milli goðsagnar og veru-
leika stendur til 19. janúar 2003.
Arabísk
nútímalist
á sýningu
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is