Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 36

Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝIR eigendur Eiða, hinsgamla menntaseturs áFljótsdalshéraði, bíðaþess nú að tillögur þeirra að nýtingu staðarins verði at- hugaðar í bæjarstjórn Austur- Héraðs. Kaupin verða því aðeins fullgild að sveitarfélagið fallist á nýt- ingarhugmyndir kaupenda, en nefnd skipuð valinkunnum einstaklingum var þeim til ráðgjafar um hug- myndir. Er bæjarráð nú að fá lögfræðiálit á ákveðnum þáttum í til- lögum þeirra Sigurjóns Sighvats- sonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar. Þeir keyptu Eiða í júlílok í fyrra og eru nú að stofna sjálfseignarstofn- unina Eiðastól um rekstur staðarins. En lítum nánar á hvað tillögurnar fela í sér. Það er ljóst að stórhuga menn eru á ferð, því þeir kynna til sögunnar alþjóðlegt mennta- og menningarsetur í handbók að til- lögum sínum. Sviðslistahús á Eiðum eða menningarhús á Egilsstöðum? Grunnhugmyndinni um mennta- og menningarsetur er deilt niður í fjóra tengda meginþætti. Um er að ræða fullkomið sviðslistahús, um- hverfislistagarð, menntasetur með námskeiðahaldi og alþjóðlega vatns- rannsóknastofnun. Sviðslistahúsið tengist inn á mál- efni menningarhúsa, sem mennta- málaráðuneytið hefur ákveðið að rísi á landsbyggðinni. Mælt hefur verið með byggingu slíks húss á Egils- stöðum, en tillögur Sigurjóns og Sig- urðar Gísla gera ráð fyrir að hús á Eiðum verði endurbætt á þann veg að þar verði fullkomin aðstaða fyrir sviðslistir og muni það kosta minna fé og fyrirhöfn en að byggja frá grunni. Sveitarfélagið og ríkið þurfa að koma að fjármögnun endurbóta og rekstri. Bæjaryfirvöld á Austur- Héraði munu þó ekki sannfærð um að þetta sé rétta leiðin, en á móti segja Eiðamenn að langt sé í að menningarhús rísi á Egilsstöðum og því sé rétt að nýta húsakost á Eiðum nú þegar. Þeir leggja því til að Eiða- stóll, ríkið og Austur-Hérað geri með sér 7–10 ára samning um end- urbætur og rekstur sviðslistahúss, gegn því að heimamenn fái af því ótakmörkuð afnot í tiltekinn tíma á ári. Höggmyndastefnur og japanskir garðar Umhverfislistagarðurinn er þegar farinn að taka á sig mynd. Hann á að draga dám af öðrum slíkum sem finna má víðs vegar um heiminn og þarna eiga að rísa listaverk eftir inn- lenda og erlenda listamenn. Rætt er um svokallaðar höggmyndastefnur (symposium) þar sem menn myndu dvelja á staðnum og vinna að þeim verkum sem síðan yrðu sett í garð- inn. Stefnt er að því að hleypa um- hverfislistagarðinum af stokkunum næsta sumar, einmitt með slíkri höggmyndastefnu. Þá á að setja á fót japanskan garð í Eiðalandinu. Í kynningarhandbókinni segir að aðstaðan á Eiðum sé kjörin til nám- skeiðahalds og skólastarfsemi og má það til sanns vegar færa, þar sem nóg er af skólastofum, svefn- herbergjum og öðrum vistarverum sem þjóna skólahaldi vel. Gert er ráð fyrir að á vetrum verði í gangi verk- efnavinna á vegum innlendra og er- lendra háskóla, þar sem hópar nem- enda úr mismunandi námi komi saman og vinni þverfaglega. Þá myndi t.d. tónlistar- eða leikhúsfólk geta setið námskeið hjá þekktum frumkvöðlum á þeim sviðum. Stefnt er að fyrstu verkefnunum af þessum toga haustið 2003. Alþjóðleg vatnsrannsókna- stofnun hvergi til annars staðar Þá er komið að alþjóðlegu vatns- rannsóknastofnuninni. Svo virðist sem slík stofnun sé hvergi til í heim- inum og vatn og vatnabúskapur nýt- ur vaxandi athygli sem þverrandi, og því einkar dýrmæt auðlind á jörð- inni. Rannsóknir myndu snúast um vatn í sinni víðustu mynd; sem upp- sprettu lífs, forsendu þess að lífi sé lifað á jörðinni og vatn sem varma- og orkugjafa. Í handbókinni er hins vegar tekið fram að hugmyndin sé enn á frumstigi og að þróun hennar muni taka lengri tíma, en aðilar austan hafs og vestan hafi sýnt þessu mikinn áhuga. Ýmis önnur hugsanleg verkefni eru í sigtinu. M.a. að á Eiðum verði sumarbúðir fyrir íslensk börn sem búsett eru erlendis og væri höf- uðmarkmið búðanna að auka færni barnanna í íslensku og að leyfa þeim að kynnast íslenskri náttúru og um- hverfi. Þá er minnst á Jazzhátíð Eg- ilsstaða og samstarf við stofnun Gunnars Gunnarssonar á Skriðu- klaustri. Eiðastóll stefnir að því að verða miðstöð fyrir heimslist, landslist og heimalist. Þar yrði menningartengd ferðaþjónusta í algleymingi og vænt- anlega gætu ýmis hliðaráhrif, svo sem einhver atvinna, aukinn ferða- mannastraumur og fjölþættari menning komið samfélaginu á Hér- aði til góða. En nú er að koma hug- myndunum á koppinn og það mun ekki aðeins útheimta samþykki Austur-Héraðs, heldur og einnig gíf- urlega elju, tíma og fjármuni. Nýir eigendur stefna að alþjóðlegu mennta- og menningarsetri á Eiðum Heimslist, landslist og heimalist á Fljótsdalshéraði Morgunblaðið/Steinunn Á hinu forna menntasetri að Eiðum er nú gert ráð fyrir alþjóðlegri mennta- og menningarmiðstöð sem útheimtir uppbyggingu á svæðinu. Egilsstöðum. Morgunblaðið. Í LEIKRITI franska heimspek- ingsins Jean Paul Sartre, Engin út- gönguleið, er leikið með þá hugmynd að helvíti sé n.k. biðstofa þar sem maðurinn er tilneyddur til samskipta við annað fólk, án þess að eiga sér nokkurrar undankomu auðið. Leikrit það sem nú er sýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ rær að nokkru leyti á sömu mið. Beðið eftir go.com air (borið fram: Beðið eftir go-dott com air) eftir Ármann Guðmundsson er bráðsnjallt að allri gerð enda Ár- mann enginn viðvaningur í leikritun (hefur m.a. skrifað bráðskemmtileg leikrit fyrir Hugleik í samvinnu við þá Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason). Leikritið gerist í biðsal í flugstöð þar sem hópur Íslendinga bíður brottfarar heim, en fluginu er sífellt seinkað og farþegarnir gerast æ þreyttari og pirraðri eftir því sem tíminn líður. Þetta eru aðstæður sem margir Íslendingar þekkja af eigin raun og áhorfendur eiga auðvelt með að setja sig í spor persónanna sem hafa af tilviljun lent þarna saman og eru dæmdar til þess að þreyja vistina saman. Persónugallerí verksins er fjöl- breytt og margar skemmtilegar týp- ur leynast í hópnum. Mæðgurnar Ragna (Herdís Þorgeirsdóttir) og Rósa (Aldís G. Davíðsdóttir) eru að koma úr fríi þar sem móðirin hefur eytt öllum fermingarpeningum dótt- urinnar í að svala áfengisfíkn sinni. Á túlkun þeirra Herdísar og Aldísar var enginn amatörbragur: Herdís var frábær sem miðaldra áfengissjúk- lingur sem telur sér trú um að hún hafi stjórn á drykkjunni og daðrar við nærstadda karlmenn, dóttur sinni til mikillrar mæðu og ama. Aldís var unglingsstúlkan uppmáluð; pirruð á móður sinni og leið yfir misheppnuðu fríi. Stefán Bjarnarson leikur Þor- stein, starfsmann í umhverfisráðu- neytinu, sem lætur seinkunina og lé- lega þjónustu go.com air fara sínar fínustu taugar. Stefán var skemmti- lega afkáralegur þegar hann þykist ætla að taka málin í sínar hendur en verður að láta í minni pokann. Siggi (Ragnar Valsson) og Palli (Hjalti Kristjónsson) eru ungir menn sem eru fastir á djammstiginu. Þeir eru að koma úr árlegri sólarlandaferð sinni (muna ekki nákvæmlega hvert þeir fóru í fyrra og hittifyrra), klædd- ir í litríkar stuttbuxur og skyrtur. Siggi er skaðbrunninn (öðrum megin á líkamanum) en Palli náfölur með niðurgang eftir matareitrun. Þeir uppskáru mikinn hlátur enda eru persónurnar bæði kunnuglegar og sprenghlægilegar. Sama má segja um Pétur R. Pétursson sem leikur Jesus, suðræna flagaratýpu sem stíg- ur ekki í vitið, en á brýnt erindi til Ís- lands. Félagarnir Ari (Halldór Halldórs- son) og Eiki (Sigsteinn Sigurbergs- son) og vinkona þeirra Gurrý (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) mynda klassísk- an vina- og ástarþríhyrning. Ari sem er ástfanginn af Gurrý er niðurbrot- inn maður eftir að hún hefur fallið fyrir Eika. Parið er í sífelldum faðm- lögum og Ari er útundan, þriðja hjól- ið undir vagninum. Halldóri tókst vel að koma á framfæri beiskjunni og bræðinni sem sýður í Ara og Sig- steinn og Gurrý voru eins kjánaleg og aðstæðurnar gáfu tilefni til. Þau Friðrik (Hjálmar Bjarnason) og Oddný (Lilja Hugadóttir) mynda skemmtilegt andstæðupar í sýning- unni; hann er að deyja úr flughræðslu og er að fara á taugum, en hún er hins vegar með flugslys á heilanum og hefur meira að segja meðferðis bók um helstu flugslys sögunnar sem hún vill endilega sýna honum í þeim til- gangi að lækna hann af flughræðsl- unni! Hjálmar beitti ýktum svip- brigðum af mikilli list og Lilja var miskunnarlaus í „hjálpsemi“ sinni. Bóel Hallgrímsdóttir leikur Siggu bóndakonu sem er í sinni fyrstu utan- landsferð og finnst lítið til koma. Hún er í för með Einari (Sigvaldi Krist- jánsson), fyrrverandi vinnumanni sínum, sem hún segir stöðugt til syndanna þar sem hann húkir hreyf- ingarlaus í hjólastól. Einar virðist varla eiga skammirnar skildar og segir fátt, en samleikur þeirra tveggja var með ágætum. Þá eru ónefndir öryggisverðirnir tveir (Ólafur Haraldsson og Ólöf A. Þórðardóttir), afgreiðslustúlkan (Alda Ægisdóttir) og Guðlaug gamla (Marta Hauksdóttir). Öll skiluðu þau sínu með sóma, en hlutverk Guðlaug- ar er kannski eitt það erfiðasta því hún er inni á sviðinu allan tímann án þess að segja orð. Þrátt fyrir það hafði Marta hafði sterka nærveru í hlutverkinu. Vilborg Bjarkadóttir, Bjarki Inga- son, Eyþór Ingason, Hulda Jónsdótt- ir, Brynhildur Sveinsdóttir og Eva Björg Harðardóttir bregða sér í ýmis aukahlutverk og setti hópurinn sterkan svip á sýninguna engu síður en einstakar persónur. Auk þess ljær Gunnhildur Sigurðardóttir verkinu rödd sína sem gegnir stóru hlutverki. Vinna við umgjörð sýningarinnar er óvenju vönduð af áhugaleikhúsi að vera og greinilegt að mikill metnaður er hér á ferðinni. Steinn Sigurðarson gerir leikmyndina og nýtir rýmið á snjallan hátt þannig að áhorfandinn fær góða tilfinningu fyrir því að vera staddur í biðsal flugstöðvar. Búning- ar Hörpu Svavarsdóttur eru sniðug- ir, og á það við búninga „aukapersón- anna“ ekki síður en „aðalpersóna“. Tónlist setur mikinn svip á sýninguna og fyrir henni eru skrifaðir þeir Björn Thorarensen og Eggert Hilm- arsson. Ármann Guðmundsson á heiður skilinn fyrir þessa uppfærslu; öll sýn- ingin ber merki um fagmannlega vinnu hans. Sterkur heildarsvipur er á sýningunni, einstaka senur eru út- hugsaðar og flæði á milli þeirra gott. Þá eru hópsenurnar sérlega vel unn- ar og auka áhrifamátt sýningarinnar. Leikfélag Mosfellssveitar getur verið stolt af þessari sýningu. Hér er vel vandað til allra hluta, verkið bráð- skemmtilegt og leiftrar af góðum húmor. Athyglisverð áhugaleiksýning LEIKLIST Leikfélag Mosfellssveitar Höfundur og leikstjóri: Ármann Guð- mundsson. Aðstoðarleikstjóri: Valgerður Arnardóttir. Leikarar: Alda Ægisdóttir, Al- dís G. Davíðsdóttir, Bjarki Ingason, Bóel Hallgrímsdóttir, Brynhildur Sveinsdóttir, Eva Björg Harðardóttir, Eyþór Ingason, Gunnhildur Sigurðardóttir, Halldór Hall- dórsson, Herdís Þorgeirsdóttir, Hjalti Kristjónsson, Hjálmar Bjarnason, Hulda Jónsdóttir, Lilja Hugadóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Marta Hauksdóttir, Ólafur Haraldsson, Ólöf Þórðardóttir, Pétur R. Pétursson, Ragnar Valsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Sigvaldi Kristjánsson, Stefán Bjarnarson og Vilborg Bjarkadótt- ir. Leikmynd: Steinn Sigurðarson. Bún- ingar: Harpa Svavarsdóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Tónlist: Björn Thor- arensen og Eggert Hilmarsson. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ, 16. nóv- ember. BEÐIÐ EFTIR GO.COM AIR Soffía Auður Birgisdóttir KAMMERKÓR Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, heldur tvenna tónleika á næstunni: Í Skál- holtskirkju kl. 17 á sunnudag og kl. 20:30 í Kristskirkju á Landakots- hæð á fimmtu- dagskvöld. Organisti á tónleikunum verður Stein- grímur Þór- hallsson og einsöngvari Loftur Erlingsson. Hildur Hákonardóttir sér um listræna umgjörð og mun fyrst og fremst styðjast við verk eftir William Blake. Flutt- ir verða m.a. kaflar úr sálu- messum eftir Gabriel Fauré, Duruflé, Jón Leifs, Jehan, Al- ain o.fl. Kórinn hefur starfað frá árinu 1997 og koma söng- félagar víða af Suðurlandi. „Kórinn syngur fleira en sálumessur,“ segir Kristín Sig- fúsdóttir, einn kórfélaganna. „Snemma kviknaði sú hug- mynd að fella myndir breska ljóðskáldsins Williams Blake að tónlistinni. Kom þetta til af því að sunginn er texti Blakes „Lambið“ við tónlist John Taveners og verk Blakes eru lítt kunn hér á landi. Myndir hans falla afar vel að sálumess- unum, litir og blæbrigði við tón- fallið, þó tónlistin sé í flestum tilfellum allt að 200 árum yngri. Inntakið er það sama: Spurn- ingin um hvað býr handan við jarðvistina, Paradísarmissir- inn, og þráin eftir að sameinast guði á ný og lofgjörð til hans.“ Syngja brot úr sálu- messum Loftur Erlingsson MYNDLISTARMENNIRNIR Hug- inn Þór Arason, Magnús Sigurð- arson og Gabríela Friðriksdóttir hafa rekið vinnustofu í gróðurhús- inu Alaska við Miklatorg um nokk- urt skeið. Í dag opna þau sýningu kl. 15 og verða auk þess uppá- komur af ýmsum toga. Í „forsal“ sýnir Huginn innsetn- inguna „Ég og hinir“, þar sem hann setur tilbúna hluti (ready- made) í nýjan búning. Í „miðsal“ eru ljósmyndir Magnúsar, Hugins og Gabríelu, auk gólfverksins „breyttir tímar“ sem þau hafa unn- ið í sameiningu. Ásamt þeim ætlar hópur listamanna sem kallar sig af tilefninu, „Vinahót“, að sýna verk í ýmsu formi. Í hópnum eru Ás- mundur Ásmundsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Haraldur Jónsson, Ragnar Kjartansson, Sigrún Hrólfsdóttir og Þorgeir Guðmunds- son. Þau sýna gjörning í baksal ásamt þremenningunum. Um kl. 16 mun Gunnhildur Hauksdóttir fjalla um náungakærleikann, uppákoma Ragnars Kjartanssonar og Sigrún Hrólfsdóttir birtir einmanaleikann. Þá verður afhúpað verkið „Hræðilegt barn“ eftir Ásmund Ás- mundsson og ný fatalína kynnt. Magnús Sigurðarson sýnir og mál- ar vatnslitastemmur og Haraldur Jónsson frumsýnir gegnsæjar teikningar. Þá verður á sjónvarpsskjá leik- þáttur samstarfshópsins Tígurins og Ísbjarnarins „Desperado“ en hann er nú til sýningar í Gallerý.21 í Málmey í Svíþjóð. Sýningin verður opin frá 14–19 á sunnudaginn en frá 16–21 út vik- una. Fjölþætt list í Alaska

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.