Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 37 EINAR Hákonarson og ÓliG. Jóhannsson opna sýn-ingar á nýjum verkum íHúsi málaranna við Eið- istorg kl. 14 í dag. Við sama tækifæri verður þar opnaður nýr salur, þar sem sýnd verða eldri og ný verk eftir fimm listamenn. Þeir Óli G. og Einar Hákonarson hafa rekið sýningarsalinn Hús mál- aranna undanfarið ár, og segja sýn- inguna haldna til þess að slá botninn í þetta fyrsta starfsár. Af því tilefni verði jafnframt opnað nýtt rými sem hugsað sé sem vettvangur fyrir um- boðssölu málverka eftir þekkta lista- menn. „Hugmyndin er sú að vera með fasta sýningu á úrvali verka eft- ir valda listamenn, sem eru til sölu hér í galleríinu. Þar stílum við inn á málverk, enda höfum við fundið fyrir áhuga hjá málurum á að koma verk- um í sölu. Þessi viðbót við rýmið hér í Húsi málaranna gerir okkur kleift að hafa myndirnar á vegg, en ekki í geymslu eða rekka. Við munum bæta við verkum og breyta sýningunni eft- ir því sem málin þróast,“ segir Óli en þeir listamenn sem sýnd eru verk eftir í nýja salnum nú eru Guð- mundur Ármann, Kjartan Guð- jónsson, Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláksson og Jóhanna Bogadóttir. Sýning þeirra Óla G. og Einars Hákonarsonar mun standa til 23. desember. Óli G. sýnir þrettán af- strakt expressjónísk málverk í ytra rými gallerísins. „Verkin eru unnin að stórum hluta úti í Danmörku og vísa nöfnin til þeirra staða sem verk- in eru unnin á. Þar sæki ég til and- rúmslofts staðanna þó svo að þetta séu engar heimildarmyndir um þá. En í þeim eru þó rík áhrif frá veðri og umhverfi.“ Óli segist ekki hafa dvalið í útlöndum við vinnuna fyrr, fram til þessa hafi hann mestmegnis unnið norður á Akureyri. „Maður sækir alltaf til umhverfisins, er eins og ryksuga þar sem maður fer um, nýtir sér það sem til fellur, skrifar hjá sér og vinnur úr. Það er þó eng- inn tilfinnanlegur munur á því að vinna hér eða úti, þessar myndir eru kannski grófari, pensilförin eru gróf- ari.“ Einar Hákonarson sýnir ný mál- verk í innra rýminu og segir hann um að ræða nokkurs konar framhald á sýningu sem hann var með í Húsi málaranna í sumar. „Hugmyndin á bak við verkin eru náttúran og mað- urinn, sem hefur verið mitt þema í gegnum áratugina. Ef einhver breyt- ing hefur átt sér stað er hún sú að formið er að losna upp og áherslan er meiri á litinn. Það má segja að vinnu- brögðin séu nokkuð frjálsleg hjá mér í þessum verkum, sem mynda reynd- ar algjöra andstæðu við nákvæmnina í portrettverkunum þremur sem eru á sýningunni.“ Portrettmyndirnar eru af uppáhaldsskáldum Einars, Steini Steinarr, Einari Benedikts- syni og Halldóri Laxness, og allar unnar á þessu ári. En hvað kemur til að Einar gerir portrettverk af þess- um liðnu stórmennum í sögu þjóð- arinnar? „Þessi skáld hafa öll haft mikil áhrif á mig og má segja að Steinn Steinarr hafi fyrst vakið með mér áhuga á ljóðlist. Ég vann að sér- stakri útgáfu á ljóðum Steins, sem kom út í ljóðaflokknum Perlur á veg- um Ragnars í Smára. Þar velti ég mikið fyrir mér verkum Steins í sam- hengi við myndgerð og hefur þetta setið dálítið í mér. Það var síðan fyrir rúmu ári að ég fékk fyrirspurn um að vinna portrettmynd af Einari Bene- diktssyni, og þó svo að ekkert hafi orðið úr því verkefni sat hugmyndin eftir í mér. Það varð til þess að ég vann myndina, og fylgdu hinir tveir eiginlega í kjölfarið. Þessi verk eru persónulýsingar, mín túlkun á þess- um andans jöfrum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Ein- ar Hákonarson og Óli G. halda sýn- ingu tveir saman, og segja þeir reynsluna af rekstri sýningarsal- arins Húss málaranna hafa verið mjög góða. „Aðsókn hefur verið mjög góð að salnum og sýnendur hafa selt vel. Ég held að þetta sýni að mikil þörf er fyrir sýningarsal sem helgar sig málverki,“ segir Óli G. Afstrakt og portrett í Húsi málaranna Morgunblaðið/RAX Einar Hákonarson og Óli G. Jóhannsson í sýnd og reynd í Húsi málaranna. ÞAÐ var stórkostlegtverkefni að taka þátt íuppbyggingu miðborgarBerlínar eftir fall múrs- ins. Yfirvöld settu mikinn kraft í verkið og það var unnið hratt, sem var nauðsynlegt,“ segir þýski arkitektinn Hans Kollhoff. Hann er annar hönnuða DaimlerChrysl- er-byggingarinnar við Potsdamer Platz og kom hingað til lands til að flytja fyrirlestur um uppbyggingu miðborgar Berlínar. Fyrirlestur- inn, sem var í gær, föstudag, var haldinn í tengslum við sýninguna Nýr arkitektúr í Berlín, sem nú stendur í Ými við Skógarhlíð. Hans Kollhoff hefur verið pró- fessor við Tækniháskólann í Sviss, ETH, frá 1990. Árið 1984 stofnaði hann arkitektastofu í Berlín, ásamt Helgu Timmermann. Þau og fimmtíu manna starfslið þeirra vinna við hönn- un bygginga í Þýskalandi, en einnig víðar um Evrópu. Helstu viðfangefni þeirra hafa verið skrifstofubyggingar og íbúðarhús. Heilt hverfi byggt frá grunni Kollhoff segir að yfirleitt, þegar ráðist er í endurbætur á miðborgum, sé um það að ræða að byggingar séu lagfærðar eða nýjar byggðar inn á milli gamalla bygginga í grónu hverfi. „Berlín glataði miðborg sinni vegna múrsins, en almenningur vildi endurheimta hana og þar komu arkitektar og skipulagsfræðingar til skjalanna. Við nálguðumst verkið með það í huga, að við gætum ekki ein- göngu litið til framtíðar, held- ur yrðum við að taka mið af fortíðinni, áður en múrinn var reistur. Við vorum ekki að breyta miðborg, heldur byggja nýja þar sem verið hafði jaðarsvæði um áratuga- skeið í huga íbúa Vestur- og Austur-Berlínar.“ Kollhoff sagði að við upp- byggingu nýrrar miðborgar hefði þurft að huga að hús- næði fyrir fjölbreytta starf- semi. „Við gátum auðvitað ekki byggt sams konar bygg- ingar og reistar höfðu verið á þessu svæði síðustu áratug- ina, íbúðarbyggð eingöngu. Eftir fall múrs- ins þurftum við að líta á alla Berlín sem eina heild að nýju. Í nýja miðbænum er vissulega að finna íbúðir innan um verslunar- og skrif- stofubyggingar, en fasteignaverð á svæðinu er mjög hátt og ekki á færi almennings að kaupa sér íbúðir þar. Raunin hefur orðið sú, að alþjóðleg fyrirtæki eiga þarna íbúðir, sem ekki er búið í allan ársins hring.“ Potsdamer-torgið í nýja miðbænum hefur verið gagnrýnt töluvert af Þjóðverjum, sem telja sumir að það sé kalt og fráhrindandi. Kollhoff er þessu ekki sammála. „Auðvitað hafa allir sína skoðun á þessu. Við byggðum upp heilt hverfi frá grunni inni í miðri borg og Potsdamer-torg er gott dæmi um hvern- ig hægt er að vinna slíkt verk með arkitekt- um sem lögðust á eitt við að ná fram heildarmynd. Potsdamer-torg er þeg- ar orðið líflegt torg, en auðvitað verð- ur að taka tillit til að það er miðstöð verslunar og viðskipta.“ Kollhoff segir að Berlín nái yfir nokkuð stórt svæði og enn sé færi á að þétta byggð þar verulega. „Áratug- urinn eftir fall Berlínarmúrsins ein- kenndist af gríðarlegri uppbyggingu og efnahagsástandið leyfði slíka upp- byggingu. Nú hefur hægst þar á og stöðugleiki er að færast yfir.“ Kollhoff hefur starfað nokkuð í Bandaríkjunum. Hann segir að í Bandaríkjunum hafi þróunin víða orð- ið sú, að miðborgum hafi hnignað verulega. „Reynsla okkar í Berlín gæti nýst Bandaríkjamönnum vel. Hins vegar sé ég ekki að við gætum flutt reynslu okkar af verkefninu til risaborga Asíu og Suður-Ameríku, þar er við allt aðrar aðstæður að etja.“ Arkitektastofa Hans Kollhoff og Helgu Timmermann vinnur nú að hönnun stórbygginga í miðborg Haag í Hollandi fyrir innanríkis- og dóms- málaráðuneyti landsins. „Það verk- efni er að mörgu leyti ólíkt hönnun byggingarinnar við Potsdamer Platz, en þó eru sameiginlegir drættir. Hol- lendingar ákváðu að þeir vildu hafa nýju ráðuneytisbyggingarnar í mið- borginni, en ekki í jaðri borgarinnar eða utan hennar. Haag er falleg og söguleg borg, en lítil. Vandinn er því hvernig eigi að koma stórbyggingum ráðuneytanna fyrir, án þess að um- bylta ímynd borgarinnar. Þetta er mjög spennandi verkefni.“ Kollhoff fer af landi brott í dag, en hann ákvað að nýta dvöl sína hér til að kynna sér íslenskan arkitektúr. „Ég veit að hann á sér stutta sögu, en mér sýnist á öllu að sú saga sé áhugaverð.“ Hans Kollhoff, arkitekt frá Þýskalandi, tók þátt í uppbyggingu miðborgar Berlínar Borgin ein heild að nýju Hans Kollhoff Eitt verka arkitektastofu Hans Kollhoff og Hans Timmer- mann er DaimlerChrysler-byggingin við Potsdamer-torg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.