Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 42
42 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
V
ÍÐA um lönd hafa á undanförnum árum ver-
ið miklar umræður, sem byggjast á upp-
gjöri vegna stjórnmáladeilna og afstöðu
einstakra flokka og manna á tímum kalda
stríðsins. Deilurnar hafa meðal annars snú-
ist um hollustu sósíalista og kommúnista við Sovétríkin
og leiðtoga heimskommúnismans í Moskvu. Þá hafa þær
verið um afstöðu manna til ákvarðana í utanríkis- og
varnarmálum. Loks snúast þær að sjálfsögðu um ólíkar
leiðir að því markmiði að tryggja einstökum þjóðum sem
mesta hagsæld.
Hér hefur ekki farið fram neitt pólitískt uppgjör af
þessum toga. Að vísu hafa komið út bækur um samskipti
sósíalista á Íslandi við kommúnista í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu. Umræður um þetta pólitíska skeið Ís-
landssögunnar hafa hins vegar verið svipur hjá sjón
miðað við það, sem gerst hefur annars staðar. Raunar
eru ýmsir þeirrar skoðunar, að sársauki þeirra, sem sáu
lífshugsjónir sínar og hugmyndafræði hrynja með brott-
hvarfi Sovétríkjanna, hafi verið og sé svo mikill, að í
mannúðarskyni sé ekki vert að setja salt í þau sár.
x x x
Við höfum séð á síðum Morgunblaðsins undanfarna
daga, hve aumur hinn pólitíski blettur er á þeim, sem
telja sig handhafa kennisetninga og skoðana sósíalista.
Í leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag var
vikið að því, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, hefði sagt á
flokksráðsfundi flokks síns föstudaginn 15. nóvember,
að flokkurinn vildi gerbreytta stefnu í landsmálum, sem
fælist í vinstri stefnu og myndun velferðarstjórnar.
Hann bætti því við, að eðlilegir samherjar flokksins í
baráttu fyrir gerbreyttri stjórnarstefnu væru hinir
stjórnarandstöðuflokkarnir, Samfylkingin og Frjáls-
lyndi flokkurinn.
Morgunblaðið taldi af þessu tilefni ástæðu til að
staldra við og spyrja, hvort vinstri flokkarnir væru lík-
legri til að stuðla að öflugra velferðarkerfi en núverandi
stjórnarflokkar. Niðurstaðan í leiðaranum var þessi:
„Steingrímur J. Sigfússon er handhafi pólitískrar arf-
leifðar, þ.e. hinnar sósíalísku arfleifðar, sem hefur frá
upphafi til þessa dags komið lítið við sögu í up
velferðarkerfisins á Íslandi að svo miklu leyti,
það hefur verið að ræða, fyrst og fremst vegna
þessara þjóðfélagsafla á sínum tíma innan ver
hreyfingarinnar.
Hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar um v
arstjórn á þeim forsendum, sem hann gefur sé
því ekki upp.“
Steingrímur J. svarar fyrir sig í Morgunbla
nóvember. Hann segist ekki vita, hvort hann s
ir handhafanafnbótinni en segist fulltrúi „rótt
vinstri stefnu“ (nú þorir enginn lengur að segj
sósíalisti) og segir undir lok greinar sinnar, að
vinstri sinnaðra stjórnmálamanna sé glæsileg
lausn einstakra mála:
„Er þá enn ótalið stærsta framlagið, hið sam
og sígilda, þ.e. að leggja til sjálfan hinn hugmy
fræðilega grundvöll. Hugsjónirnar um jöfnuð
og félagslegt réttlæti eru ekki ættaðar af hæg
stjórnmálanna heldur þveröfugt.
Morgunblaðinu mun ekki takast að ræna þv
lenskum vinstri mönnum að hafa með hugmyn
sinni og baráttu lagt grunninn að velferðarsam
og átt stærstan þátt í að byggja það upp.“
Í leiðara 21. nóvember telur Morgunblaðið,
grímur J. sé ekki nógu vel að sér í pólitískri sö
helmingi 20. aldarinnar, ef marka megi svar h
fyrri leiðara blaðsins. Morgunblaðið hafi ekki
gera tilraun til að ræna einu eða neinu af vinst
um. Rannsóknir sagnfræðinga á þessum þáttu
leiða í ljós, að sú söguskýring, sem Morgunbla
sett fram, eigi við full rök að styðjast. Það get
skaðað hugmyndir Steingríms J. um velferðar
þótt sögulegum staðreyndum um uppbygging
arríkis á Íslandi sé haldið til haga!
x x x
Fáum kemur líklega á óvart, að ég sé samm
stöðu Morgunblaðsins í viðræðum þess við St
Sigfússon. Íslenska velferðarþjóðfélagið hefði
lega aldrei komið til sögunnar, ef sósíalistar h
undirtökum í íslenskum stjórnmálum.
VETTVANGUR
Vinstri/grænir í söm
Eftir Björn Bjarnason
U
MRÆÐA hefur vaknað um
það hvernig megi beisla
þann „auð“ sem býr í ís-
lenskum tónlistarmönnum
og flytja hann út – sú hugs-
un er athyglisverð að í íslenskri tónlist séu
faldar margar milljónir sem koma þurfi
böndum á og flytja út.
Það felst ákveðinn misskilningur í því að
ætla að setja tónlist einungis undir iðnað á
þeirri forsendu að við séum að fást við tón-
listariðnað. Víst þurfa tónlistarmenn að
leggjast í hark úti á markaðnum til að ná
til áheyrenda og selja plötur, en það er
rétt að benda á að sú tónlist sem stendur
næst því að kalla megi hana iðnaðartónlist,
með fullri virðingu fyrir þeim sem stunda
þá gerð tónlistar, hefur ekki selst í útlönd-
um.
Þegar Mezzoforte sló í gegn í Bretlandi
með Garden Party fyrir meira en tveimur
áratugum var hljómsveitin búin að vera
starfandi í nokkur ár og mjög virk í ákveð-
inni grasrót hér heima. Það sem næst sló í
gegn var Sykurmolarnir, sem ég var í
meðal annarra, og við vorum þá búin að
vera starfandi í hringiðu nýrra tónlistar í
mismunandi hljómsveitum í mörg ár. Þeg-
ar Sykurmolarnir hætta heldur Björk
áfram, þá búin að vera í tíu ár að þroskast
sem listamaður hér heima á Íslandi, í raun
í friði fyrir öllum útflutnings- eða iðn-
aðarráðum. Nýjasta dæmið um hljómsveit
sem er að slá í gegn úti er Sigur Rós, sem
stökk heldur ekki fullþroskuð fram sem ís-
lensk útflutningsvara, heldur í kjölfar þess
að þeir eru sjálfir búnir að vera að þroska
sig sem listamenn hér heima og nýta síðan
tengsl til að ná eyrum manna í útlöndum.
Auðvitað eru dæmi þess að menn hafa
beitt aðferðum iðnaðar til að búa til tón-
listarmann sem vörumerki erlendis og
undirbúið markaðssetningu en þegar kom
að því að viðkomandi listamaður átti að
stökkva fram á sjónarsviðið, albúinn að slá
í gegn og selja milljónasölu, var fyrirtækið
sem hann starfaði hjá selt og hann settur
ofan í skúffu, öll vinna og undirbúningur
þar með unninn fyrir gýg. Það ætti að
opna augu manna fyrir því að það er ekki
bara áhættusamt að gera svona heldur ber
það sjaldnast árangur.
Það er ekkert sem segir að opinber af-
skipti verði til að auðvelda mönnum að
komast áfram og reyndar virðist flest
benda til að þau yrðu frekar til trafala,
myndu koma í veg fyrir að menn fái að
þróast við eðlilegar aðstæður hér heima,
mótast sem listamenn sem eitthvað er
spunnið í en ekki gerðir að einhvers konar
innpakkaðri markaðsvöru til útflutnings.
Tónlist lýtur í grundvallaratriðum sömu
lögmálum og aðrar listgreinar, það er ekki
hægt að benda nákvæmlega á það hvaða
áhrif hún mun hafa á hvern og einn. Í
kringum hana hefur orðið til markaðs-
fyrirbæri
er í dag
með ma
hrynur p
stendur h
nýrri tæk
hugmynd
því.
Þróuni
vegu að
og selja
bera æ m
Hver er þessi auður?
Eftir Einar Örn Benediktsson
Afkvæmi guðanna á Airwaves-tónlistarhátíðinni 2002.
NATO STÆKKAR OG BREYTIST
Á fundi Atlantshafsbandalagsins íPrag voru gerðar róttækarbreytingar á skipulagi banda-
lagsins. Það má færa rök fyrir því að
Prag-fundurinn hafi verið meðal mikil-
vægustu leiðtogafunda í sögu banda-
lagsins. NATO var stofnað á sínum tíma
til að standa vörð um öryggi vestrænna
ríkja gagnvart sovésku ógninni. Þegar
hún hvarf tók við áratugur þar sem
bandalagið hafði í nógu að snúast við að
koma á friði á Balkanskaga. Þegar
ástandið í Bosníu og Kosovo breyttist til
hins betra var óhjákvæmilegt að upp
kæmu spurningar um hvert væri hlut-
verk NATO við breyttar aðstæður. Er
einhver þörf á varnarbandalagi þegar
óljóst er hverjum er verið að verjast?
Þungamiðja heimsmálanna hefur
vissulega færst til frá því á árum kalda
stríðsins. Það er ekki lengur hætta á
stórfelldum stríðsátökum í Evrópu.
Varsjárbandalagið er horfið, flest ríki
þess eru nú orðin aðilar að eða á leið inn
í NATO og Rússar hafa tengst banda-
laginu nánum og formlegum böndum.
Þar með er hins vegar ekki sagt að
NATO þjóni ekki lengur neinum til-
gangi. Líklega er engin stofnun mikil-
vægari til að tryggja að þær breytingar,
sem átt hafa sér stað í Evrópu, festi
rætur. Fyrir fimm árum var þremur
ríkjum í austurhluta álfunnar boðin að-
ild og nú eru sjö ríki til viðbótar búin að
fá boð um aðild. Í þeim eru meðal ann-
ars Eystrasaltsríkin þrjú. Með ákvörð-
un um stækkun NATO og nú síðar á
þessu ári ákvörðun um stækkun Evr-
ópusambandsins er verið að bjóða þessi
ríki velkomin í samfélag vestrænna
ríkja. Í því felst ekki síst að þau verða
að fylgja þeim leikreglum sem þar ríkja,
virða lýðræði og mannréttindi og leysa
deilumál með friðsamlegum hætti.
Enn eru til ríki í Evrópu þar sem lýð-
ræði hefur ekki náð að festa rætur og
mikill óstöðugleiki ríkir, jafnt í stjórn-
málum sem efnahagsmálum. Úkraína
og Hvíta-Rússland eru skýr dæmi um
það. Á vettvangi NATO er unnið að því
að halda tengslum við þessi ríki og
reynt að knýja á um breytingar. Evr-
ópusambandið gegnir einnig mikilvægu
hlutverki í þessu sambandi. Styrkur
NATO er hins vegar að þar gefst ríkjum
í austurhluta Evrópu einnig kostur á að
mynda tengsl við ríki Norður-Ameríku.
Þegar upp er staðið er NATO eini vett-
vangurinn þar sem þjóðir Evrópu og
Norður-Ameríku vinna sameiginlega að
því að efla pólitískt samstarf sín á milli á
breiðum grundvelli. NATO er því ekki
síður mikilvægt pólitískt bandalag en
varnarbandalag.
Samhliða stækkuninni er jafnframt
verið að endurmóta hið hernaðarlega
hlutverk NATO þannig að það taki mið
af þeim raunveruleika sem við búum við
í dag. Síðastliðinn áratug hefur NATO
gegnt mikilvægu hlutverki við að halda
úti og skipuleggja friðargæslustarf,
ekki síst á Balkanskaga. Sú verður
áfram raunin og á því sviði hefur Ísland
látið til sín taka í auknum mæli.
Með ákvörðun um að setja á stofn öfl-
ugt 21 þúsund manna hraðlið innan
tveggja ára er tekið stórt skref í þá átt
að endurmóta hlutverk bandalagsins í
samræmi við breytta heimsmynd. Ríkj-
um NATO stafar ekki lengur ógn af því
að á þau verði ráðist með hefðbundnum
herafla. Ógnin sem við stöndum frammi
fyrir í dag er að einstök ríki eða hryðju-
verkasamtök komist yfir og beiti efna-,
sýkla- eða jafnvel kjarnavopnum. Með
stofnun hraðliðsins verður aðildarríkj-
um bandalagsins gert kleift að bregðast
við slíkri ógn með skjótum hætti. Það er
mikilvægt að verði nauðsynlegt að
grípa til hernaðaraðgerða til að koma í
veg fyrir hryðjuverk eða árásir sé það
gert í samvinnu Evrópuríkja og Banda-
ríkjanna. Þegar kemur að hernaðar-
legri getu hefur bilið á milli Bandaríkj-
anna og Evrópu óðum verið að breikka.
Er nú svo komið að það er orðið tækni-
lega erfitt fyrir önnur ríki að starfa með
Bandaríkjunum. Eitt helsta markmiðið
með stofnun hraðliðsins er að auka getu
Evrópuríkjanna þannig að þau geti
staðið við hlið Bandaríkjanna þegar á
reynir.
AUKIÐ FRAMLAG ÍSLANDS
Eitt af því sem nauðsynlegt er til aðtryggja að NATO geti sinnt því
framtíðarhlutverki sem bandalaginu er
ætlað er að aðildarríkin auki framlög
sín til varnarmála. Verulega hefur
dregið úr framlögum flestra ríkja frá
því á dögum kalda stríðsins sem hefur
bitnað á hernaðarlegri getu þeirra.
Skýrt dæmi er að ríki Evrópubúa hafa
mjög takmarkaða getu til að sinna her-
flutningum í lofti sem takmarkar svig-
rúm þeirra verulega.
Á fundinum í Prag var lögð rík
áhersla á að bandalagsríkin yrðu að
verja auknu fé til varnarmála. Þar er
ekkert ríki undanskilið. Jafnframt yrði
að verja framlögunum með skilvirkari
hætti þannig að þau nýttust sem best.
Almennt hefur verið miðað við að
framlög til varnarmála séu ekki lægri
en sem nemur tveimur prósentum af
landsframleiðslu. Sum ríki, t.d. Banda-
ríkin, verja nú þegar mun hærra hlut-
falli til varnarmála. Önnur mun minna.
Ísland er í þeim hópi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir í samtali í Morgunblaðinu í gær
að Íslendingar vilji eins og aðrar þjóðir
styrkja bæði bandalagið og sjálfa sig
innan bandalagsins með því að heita
auknum framlögum. Ísland hefur nú
skuldbundið sig til að verja allt að 300
milljónum króna til þess að leigja vélar
undir herflutninga á vegum Atlants-
hafsbandalagsins ef til aðgerða kemur
á vegum NATO. Einnig hefur ríkis-
stjórn Íslands samþykkt að flýta upp-
byggingu Íslensku friðargæslunnar og
gæti kostnaður við hana orðið allt að
hálfur milljarður árið 2006. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra minnir í
samtali í Morgunblaðinu í dag á að Ís-
lendingar hafi nýlega tekið við flug-
umferðarstjórn í Pristina í Kosovo.
„Við getum því reiknað með að leitað
verði til okkar í vaxandi mæli. Við þurf-
um að geta brugðist við því og það mun
kosta peninga,“ segir utanríkisráð-
herra.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að Ísland
axli auknar byrðar í þessu samstarfi.
Við njótum góðs af því öryggi sem
NATO tryggir ekki síður en aðrar
þjóðir og getum ekki ætlast til að vera
laus allra mála þegar kemur að því að
kosta starfsemi NATO.
Ef miðað væri við að framlag Íslands
næmi tveimur prósentum af landsfram-
leiðslu væri það um fimmtán milljarðar
á ári. Jafnvel þótt við miðum við þær
þjóðir er leggja hvað minnst af mörk-
um ætti eðlilegt framlag til varnarmála
að vera um tíu milljarðar árlega. Fram-
lag okkar getur því síst talist of hátt.