Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hrukku margir við þegar fréttir voru birtar af verðbréfa- viðskiptum Rauf- arhafnarhrepps, en hreppurinn tapaði á skömmum tíma á annað hundrað milljónum á viðskiptum á hlutabréfamark- aði. Hreppurinn var svo óhepp- inn að eignast peninga þegar stór hluti almennings trúði því að hægt væri að græða mikið á því að kaupa hlutabréf og mest- ur gróði væri af því að kaupa í fyrirtækjum í upplýsinga- og tölvugeiranum. Stjórnendur sveitarfélagsins voru eins og fleiri blindaðir af þeirri trú að erfðafræðin og tölvu- og fjar- skiptafyrirtæki ættu eftir að hækka gríð- arlega í verði. Annað átti eftir að koma á daginn. Fyrirtæki eins og de- CODE, Oz og Íslandssími hafa fallið mikið í verði og fátt bendir til þess að verðmæti þeirra eigi eftir að hækka mikið í náinni framtíð. Margir einstaklingar hafa einnig farið flatt á fjárfestingum í hlutabréfum. Sama á við um fyrirtæki. Landsbankinn keypti t.d. hlutabréf í Íslandssíma og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum fyrir háar upphæðir. Íslandssími tapaði tæpum milljarði króna í fyrra og Íslenski hugbún- aðarsjóðurinn tapaði tæplega 1,6 milljörðum í fyrra. Bún- aðarbankinn var stórtækastur allra banka í lánveitingum til einstaklinga sem fjárfestu í de- CODE, en trú sumra starfs- manna bankans á fyrirtækið var svo mikil á sínum tíma að einn þeirra lét hafa eftir sér í fjöl- miðlum, að það gæti verið meiri áhætta að kaupa ekki í deCODE en að kaupa í fyrirtækinu. Bank- inn hefur fryst greiðslur af þess- um lánum, en fyrr eða síðar verður hann annaðhvort að ganga að skuldurum eða afskrifa lánin. Það er líka spurning hversu traust veð bankinn hefur vegna þessara lána. Lítið hefur verið fjallað um fjárfestingar lífeyrissjóðanna á verðbréfamarkaði, en lífeyr- issjóðirnir fjárfesta fyrir tugi milljarða á hverju ári. Sú spurn- ing hlýtur að vakna hvort lífeyr- issjóðirnir hafi í öllum tilvikum farið nægilega varlega og hvort áherslur þeirra í fjárfestingum hafi alltaf verið réttar. Ávöxtun lífeyrissjóðanna var slök árið 2000 og 2001 og flest bendir til þess að ávöxtun sjóð- anna á þessu ári verði einnig lé- leg. Ávöxtun á fyrri hluta þessa árs var t.d. almennt verri en árið 2001. Þótt alltaf megi reikna með að öðru hverju komi slök ár er þessi lélega ávöxtun þrjú ár í röð farin að hafa áhrif á rekstur sumra sjóða. Þannig hefur léleg ávöxtun Lífeyrissjóðs lækna þrjú ár í röð leitt til þess að áfallnar skuldbindingar sjóðsins eru metnar 14,9% umfram eignir. Samkvæmt lögum verða lífeyr- issjóðir að grípa til ráðstafana ef mismunur á skuldbindingum og eignum er meiri en 10%. Lífeyr- issjóðurinn þarf þess vegna að skerða réttindi félagsmanna um næstu áramót. Lífeyrissjóður lækna er hér nefndur aðeins sem dæmi, en ekki vegna þess að hann hafi staðið sig eitthvað verr í fjárfestingum en aðrir. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki séð ástæðu til að gera félagsmönnum sínum grein fyrir því hvernig ávöxtun hefur verið af einstökum fjárfestingum. Það kemur að vísu fram í ársskýrslum og í fréttabréfum sjóðanna hvernig ávöxtun hefur verið af hlutabréf- um, skuldabréfum, fjárfestingum hér á landi og erlendis o.s.frv. Sjóðirnir forðast hins vegar að upplýsa félagsmenn um hvar ná- kvæmlega var mesta tapið og hvar sjóðirnir högnuðust mest. Félagsmenn eiga því erfitt með að meta hvort ástæða er til að gagnrýna fjárfestingar lífeyr- issjóðanna. Eftirlit með starfsemi lífeyr- issjóðanna er í höndum stjórna sjóðanna og Fjármálaeftirlitsins. Fróðlegt er í þessu samhengi að skoða hvað forstjóri Fjármálaeft- irlitsins sagði á ársfundi stofn- unarinnar fyrr á þessu ári. „Ef Fjármálaeftirlitið væri spurt, hvaða eitt atriði það gæti dregið fram nú sem ætti við um allan fjármálamarkaðinn og laga þyrfti, væri svarið: Stjórnir fjár- málafyrirtækjanna.“ Ef stjórnir lífeyrissjóðanna eru almennt veikar og fé- lagsmenn illa upplýstir og áhugalausir um starfsemi sjóð- anna, hver heldur þá uppi nauð- synlegu aðhaldi með starfsemi þeirra? Fjármálaeftirlitið hefur ár eftir ár kvartað yfir því að líf- eyrissjóðirnir eigi of mikið af óskráðum verðbréfum og að sumir sjóðir séu af þeim sökum að brjóta lög. Ekki er sýnilegt að sjóðirnir hafi tekið mikið tillit til þessara athugasemda því staðan hefur lítið breyst hvað þetta varðar. Því má spyrja hvort eft- irlit Fjármálaeftirlitsins með starfsemi lífeyrissjóðanna sé nægilega öflugt og árangursríkt. Tvennt vekur athygli þegar rennt er augum yfir ársreikninga lífeyrissjóðanna. Annars vegar hvað umfjöllun um árangur af fjárfestingum sjóðanna er al- menn og takmörkuð. Hins vegar vakna spurningar um hvort eðli- legt sé að lífeyrissjóðirnir séu að gera framvirka gjaldeyrissamn- inga. Tilgangurinn með slíkum samningum er að draga úr geng- isáhættu við erlendar fjárfest- ingar. Það er hins vegar talsverð áhætta af því að gera slíka samninga og dæmi eru um að fyrirtæki hafi tapað miklum fjár- munum á þessu. Á síðasta ári hagnaðist Lífeyrissjóður versl- unarmanna um 59 milljónir á framvirkum gjaldeyrissamn- ingum, en Lífeyrissjóðurinn Framsýn tapaði hins vegar 60 milljónum á slíkum samningum. Lífeyrissjóður Norðurlands, sem lá með tæplega fjóra milljarða í framvirkum gjaldeyrissamn- ingum um síðustu áramót, nefnir hins vegar ekki í ársskýrslu sinni hvaða áhrif samningarnir höfðu á efnahag sjóðsins. Hvar ligg- ur tapið? Ef stjórnir lífeyrissjóðanna eru almennt veikar og félagsmenn illa upplýstir og áhugalausir um starfsemi sjóðanna, hver heldur þá uppi nauðsynlegu að- haldi með starfsemi þeirra? VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ✝ Hrafn Ragnarssonvar fæddur á Skagaströnd 25. nóv. 1938. Hann varð bráð- kvaddur á Kanarí- eyjum 11. nóv. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Þor- steinsson kennari, f. 28. febr. 1914, d. 17. sept. 1999, og kona hans Sigurlaug Stef- ánsdóttir, f. 25. sept. 1915, d. 15. des. 2000. Systkini Hrafns eru Úlfur, Hreinn, Edda, Guðrún, Örn, Þor- steinn og Gísli, en látinn er Örn. Á jóladag 1960 kvæntist Hrafn eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Kristinsdóttur, f. 8. apríl 1941. Börn þeirra: 1) Kristinn Eiríkur, f. 21. júlí 1960, í sambúð með Önnu Björgu Siggeirsdóttur, f. 30. apríl 1961. Börn þeirra: Sigyn Blöndal, Una Margrét Árnadóttir og Lilja. 2) Sigurlaug, f. 20. júlí 1961. Sonur hennar er Valdimar Valdimars- son. 3) Líney, f. 24. maí 1963, gift Georg Páli Kristinssyni, f. 8. febr. 1961. Börn þeirra eru Hrafnhildur Lilja, Hanna Stella og Alvilda María. 4) Örn, f. 31. júlí 1969, d. 6. nóv. 1993. Hrafn fluttist ung- ur til Ólafsfjarðar með foreldrum sín- um og bjó þar alla tíð síðan. Hann hóf snemma sjómennsku á bátum frá Ólafs- firði og stundaði sjó- inn frá fermingar- aldri, m.a. á Norðlendingi og Ein- ari Þveræingi. Hann lauk stýrimanns- prófi 1959 og var um langan tíma skipstjóri á Guðbjörgu ÓF 3. 1972 keypti hann í félagi við aðra Arnar ÓF 3 og rak saltfisk- vinnslu. 1977 keypti Hrafn ásamt fjölskyldu sinni útgerðina og rak í rúma tvo áratugi. Árið 1998 seldi Hrafn gamla Arnar og hóf trilluútgerð undir sama nafni og númeri og áður, Arnar ÓF 3. Útför Hrafns verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku kallinn minn; ég veit ekki hvar skal bera niður og hvað veit ég hvað stendur upp úr í ölduróti daganna sem við áttum saman og áttu að verða svo miklu fleiri. Það á eftir að koma í ljós. Maður sem eyðir hálfri öld á höfum úti er ekki alltaf í sjónmáli þeirra sem ganga á föstu landi, en þegar hlaupið er yfir áratugina er nálægðin samt mikil og augljós í minningunni. Ég get vel ímyndað mér að það sé ekki auðvelt hlutskipti að vera svokallaður uppalandi barna sinna og vera á sama tíma í einhverju síldar- eða útileguharki langt norð- ur í hafi, en veit samt vel að þú varst uppalandi á þinn hátt – veit það vegna minninganna og tilfinn- inganna. Sjórinn og bátarnir gripu mig sömu heljartökum og þig í æsku og minnugur þess tókstu mig með þér svo ég gæti upplifað stemmninguna sem fylgir því að teljast maður með mönnum í sam- félagi hörkunnar, þótt maður stæði ekki óstuddur undir stærstu fisk- unum sem þú dróst um borð. Sex ára sumarið mitt var og er mér eitt ógleymanlegt ævintýri og síðar, fermingarsumarið, fékk ég að kynnast sjómannslífinu sem skóla og erfiðri vinnu. Raunar finnst mér eins og þú hafir rekið skólaskip á þeim árum, enda margur sjómað- urinn fyrst stigið ölduna hjá þér um borð. Margir þeirra afbragð sinnar stéttar. Og þó svo ég hafi látið heillast af þessum heimi var það mér eilíf áminning um eðli starfsins, að upplifa þann dag er þú bjargaðir vinum þínum og kollegum úr bráðum sjávarháska og þó ekki öllum lífs. Það er erfiðast og það setur ör á sálina. En að hafa þannig áhrif á líf og framtíð fjölda fjöl- skyldna er afrek sem seint má gleymast. Menn eins og þú hreykja sér ekki af sjálfsögðum hlutum og sinna starfi sínu af ábyrgð. Ég tók strax eftir því að innsæi þitt og þekking á sjómannsstarfinu var með eindæmum og dálæti kallanna á þér fannst mér upphefð í að heyra, enda hélst þér vel á mann- skap og það má kalla farsæld í starfi. Traust er lykilorð til sjós. Og svo er það hin hliðin – lífið á landinu og með fjölskyldunni. Ég veit heldur ekki hvar á að bera nið- ur í þeim efnum, enda af nægu að taka. Þó svo skipstjórastarfið sé þeim ósköpum brennt að því þarf jafnt að sinna heima og heiman átt- um við margar góðar stundir sam- an. Ferðalögin í Dalina, veiðiferð- irnar í fisklausu árnar, kjafta- stundirnar og jafnvel pólitísku rimmurnar eru stundir sem ljúkast upp eins og skýrar myndir í hug- skotinu. Þetta með rimmurnar var orðið eins og með sjólagið og veðrið fannst mér – hann gefur stundum á af norðri og stundum er þræsingur af austri – en það lygnir í hug- skotinu jafnt sem umhverfinu og það eru engin eftirmál í veðrinu – það er heiðarlegt eins og skoðanir manns. Það getur hins vegar verið manns gaman að berjast gegn því þegar þannig stendur á og það má allt eins telja óeðlilegt að gera það ekki. En lífið á landinu tekur líka sinn toll líkt og á hafinu, því fékkstu rækilega að kynnast. Það reiðir oft hátt til höggs og það þarf sterk bein til að þola mótlætið og slysin og því finnst mér stundum eins og ævin sé lík sögunni um gamla manninn og hafið – við puðum lífið á enda til þess eins að fá ekki að landa þeim afla sem við þó náðum að fanga. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þeim missi verður ekki alltaf með orðum lýst. Og svo eru það barnabörnin – þvílík gæfa í báðar áttir. Mýktin undir þykku handarbakinu var mörgum þeirra skjól og þau sóttu öll með tölu í fangið á þér. Ég veit að þú varst þeim allt og minning þeirra um þig verður þeim vega- nesti á lífsleiðinni, hvort heldur sóttar verða minningar í hlýjuna heima eða stuttu róðrana út á fjörð- inn. Það voru góðir dagar. Að baki okkur öllum stendur hún mamma og það var mér einstök gleðitilfinning að sjá samband ykk- ar og trúfestu ná slíkum þroska sem orðið var. Umhyggja þín og einurð í að gera henni lífið léttara í veikindum hennar var mér sönnun þess og áminning um að lífinu lifum við ekki án elskulegrar samhjálpar. Að leiðarlokum þakka ég þér pabbi minn fyrir hver þú varst mér og hvernig þú af hlýhug, ást og um- hyggju komst fram við stelpurnar mínar allar. Kristinn. Kæri Krummi. Hlýjan þín, þögul rósemin, kank- víst brosið í augunum; allt þetta hefur mér líkað svo vel í fari þínu síðan ég kom inn í fjölskylduna sem tengdadóttir ykkar Lilju. Lengi mun ég muna sjóferðirnar okkar út á fjörðinn, þar mátti vart á milli sjá hvort okkar var ánægðara, ég með að kynnast sjómanninum tengda- pabba mínum eða þú að sýna land- krabbanum ríkidæmi þitt, sjóinn. Mig langar að þakka þér sérstak- lega fyrir umhyggju og ástúð við dætur mínar, hlýjuna og árin sex sem áttu að verða svo óendanlega miklu fleiri. Þín tengdadóttir, Anna. Hrafn Ragnarsson, Krummi, eins og fjölskylda og vinir kölluðu hann, er látinn. Skyndilegt fráfall hans kemur róti á hugann og minningar um einstakan mann sækja fram. Krummi var elstur níu systkina, þar sem átta komust á legg, og er hann hinn fyrsti þeirra sem fellur frá. Fólk sem ólst upp um miðja síðustu öld bjó að mörgu leyti við aðrar aðstæður en nú þekkjast. Þar ber einkum tvennt til. Svona fjölmennir systkinahópar eru nú næsta fátíðir og á fyrri tíð þótti ekki tiltökumál þótt ungt fólk flytti að heiman 14–16 ára gamalt. Frum- burðurinn var því oft farinn að heiman þegar örverpið fæddist. Það var ekki fyrr en 1990 sem svo hittist á að við systkinin vorum öll stödd á sama stað á sama tíma. Þá voru tekna myndir. Þegar litið er á lífshlaup Hrafns kemur ósjálfrátt upp í hugann fyrsta lína í áratugagömlum dæg- urlagatexta sem Dalamaðurinn Ragnar Jóhannesson orti. „Hann var sjómaður dáðadrengur … “ Það er svona einfalt, svona var Krummi. Í einkalífi sínu var Krummi mik- ill gæfumaður lengst af. Hann átti góða konu og fjögur vel gerð börn en árið 1993 urðu þau hjón fyrir þeim sára harmi að missa son sinn, Örn, í hörmulegu umferðarslysi. Þá fóru erfiðir dagar í hönd og ein- hvern veginn finnst mér eins og sárin hafi aldrei gróið til fullnustu. Nú er aftur vegið í sama knérunn þegar heimilisfaðirinn fellur frá. Við systkinin hans Krumma vottum fjölskyldu hans dýpstu samúð okk- ar og þá sérstaklega Lilju en henn- ar missir er mestur. Síðasta erindið í ljóðinu, sem vitnað var til, hefst á orðunum: „Nú er skipið hans horfið héðan.“ Þann- ig lifum við hann eins og hann hafi siglt burt. Fyrir hönd systkinanna, Hreinn. Ekki hefði mig órað fyrir að ég ætti eftir að skrifa eftirmæli um Hrafn Ragnarsson mág minn því mér fannst alltaf að hann hlyti að verða allra karla elstur. Ég gat bara engan veginn trúað því að hann Krummi eins og hann var kallaður væri dáinn, hefði orðið bráðkvaddur úti á Kanaríeyjum. Þegar ég sest niður til að reyna að setja niður nokkrar fátæklegar lín- ur, rifjast minningarnar um okkar samskipti upp. Ég man vel þegar ég var þrettán ára gamall og hann kom með Guðbjörgina nýja frá Noregi í byrjun árs 1960 og gaf mér stórt og mikið vasaljós sem var það langflottasta í bænum. Einnig er minnisstæð sú stund þegar við Stígandamenn komum heim til Ólafsfjarðar með Krumma á Guðbjörginni haustið 1969, eftir tæplega fimm sólahringa hrakninga langt norðaustur í höfum. Það var mikill styrkur fyrir okkur fjölskyld- una á Kambi að eignast Krumma að þegar hann giftist Lilju systur minni. Krummi var einstaklega bóngóður maður sem vildi allra vanda leysa, og ég minnist þess oft að alltaf var hann fús til að gera mér greiða þegar ég leitaði til hans, stundum í erfiðum málum. Einnig minnist ég hans fyrir hversu góður hann reyndist Jónmundi bróður mínum, mömmu, Unnari og Dísu systur minni í þeirra veikindum. Þá kom vel í ljós hversu mikill mann- kostamaður Krummi var. Einnig var aðdáunarvert að sjá hversu nærgætinn og hlýlegur hann var Lilju systur í hennar veikindum og sorgum, allt snerist um það að henni liði sem best. Krummi var einnig vinmargur maður og hans verður einnig sárt saknað af fé- lögum hans, sjómönnunum í Ólafs- firði. Elsku Lilja systir, það er erf- itt að sætta sig við svona mörg áföll í einni lítilli fjölskyldu eins og okk- ar, Dísa systir og Krummi bæði dá- in á þessu ári. Lilja mín, ég bið góðan guð að veita þér og börnum ykkar, Kidda, Sigurlaugu og Líney, og þeirra fjölskyldum styrk í ykkar miklu sorg. En minningin um góð- an mann lifir. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæri mágur. Gunnar R. Kristinsson og fjölskylda. HRAFN RAGNARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.