Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 47
✝ Guðjóna Sigríð-ur Sumarliða-
dóttir fæddist í Bol-
ungarvík 7. október
1927. Hún andaðist á
sjúkradeild Heil-
brigðisstofnunarinn-
ar í Bolungarvík 16.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru þau María
Friðgerður Bjarna-
dóttir og Sumarliði
Guðmundsson sem
bæði eru látin en
þau bjuggu allan
sinn búskap í Bol-
ungarvík fyrir utan fjögur ár
sem þau bjuggu í Skálavík en
þaðan fluttu þau aftur til Bolung-
arvíkur. Börn Maríu og Sumar-
liða voru átta og var Guðjóna hið
fimmta í röð systkinanna en þau
eru: Bjarni, látinn,
Magnús, Elín,
Björg, Kjartan, Rú-
rik og Kristján.
Einnig sonur Sum-
arliða og fyrri konu
hans, Pétur, sem er
látinn.
Guðjóna bjó allan
sinn aldur í Bolung-
arvík utan skamms
tíma sem hún dvaldi
í Reykjavík og á Víf-
ilsstöðum.
Synir Guðjónu
eru: Sumarliði Birk-
ir Andrésson og
Bjarni Kristjánsson og barna-
börnin eru þrjú og barnabarna-
börnin tvö.
Guðjóna verður jarðsungin frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Frænka mín, Guðjóna Sumarliða-
dóttir, er jarðsett í dag í kirkjugarð-
inum í Bolungarvík. Í Bolungarvík
ól hún líka nær allan sinn aldur.
Þessarar frænku minnar minnist ég
með mikilli hlýju og stolti. Stolti yfir
að hafa þekkt svona ekta mann-
eskju eins og hún var. Hlýju vegna
þess að hún var alltaf svo góð við
mig og bar hag minn fyrir brjósti.
Við bjuggum á Ísafirði en amma,
Guðjóna og Bjarni sonur hennar
bjuggu saman í Bolungarvík. Mér
eru minnisstæðar allar ferðirnar
sem við fórum á sunnudögum út í
Vik að heimsækja systur pabba og
ömmu. Allavega veður voru á leið-
inni og þessi bratta brekka sem var
kölluð Haldið og er nú löngu horfin.
Guðjóna og amma bjuggu í gamalli
verbúð sem var eitt herbergi, svefn-
loft og búr. Í búrinu var alltaf nóg
súrmeti í tunnu, á loftinu alltaf
nægilegt svefnpláss fyrir alla og í
eldhúsinu alltaf þessi mikla hlýja.
Hlýja bæði vegna eldavélarinnar
sem kynt var með kolum svo logaði
glatt og vegna þeirrar mannlegu
hlýju sem er svo sjaldgæf í dag. Það
er víst ábyggilegt að hlýjan í húsum
samtímans er ekki alltaf í takt við
stærð þeirra og rýmið fyrir gesti
enn síður. Í eldhúsinu var iðulega
hlegið dátt og rædd hin ýmsu mál-
efni hversdagsins oftar en ekki póli-
tík eða bækur. Lestur bóka var
mikið stundaður á þessu heimili.
Hún frænka mín bjó ekki við mik-
inn veraldlegan auð og heldur lélegt
heilsufar. Oft var ekki mikla glætu
að sjá. Lundin gat verið dyntótt og
dimm en það var samt alltaf eitt-
hvað hressandi við hana. Hún kom
alltaf til dyranna eins og hún var
klædd. Maður vissi alltaf nákvæm-
lega hvar maður hafði hana. Því
miður eiginleiki sem verður æ sjald-
gæfari. Aldrei í eitt einasta skipti
leiddist mér í heimsókn hjá Gauju
frænku eins og hún var kölluð. Hún
fylgdist vel með stórfjölskyldunni,
mönnum og málefnum og sá oftar
en ekki spaugilegu hliðina á lífinu.
Þrátt fyrir hávaðasamt spjall og
óvægið fann maður alltaf hlýjuna
frá henni. Ég vildi oft óska að það
væru fleiri Gaujur á Íslandi þá væru
kannski hreinskiptnari samskipti,
meiri skörungsskapur og hlýja.
Hún var íslensk alþýðukona sem
vann í fiski, átti ekki á kost á að
mennta sig en mikill lestrarhestur.
Einstæð móðir sem lét annan
drenginn sinn frá sér á unga aldri
er hún sjálf fékk berkla. Ferðaðist
lítið, átti aldrei bíl, talaði um verka-
lýðsmál af eldmóði og reykti heil
ósköp. Ég get samt ekki hugsað um
hana sem þröngsýna konu heldur
konu sem fylgdist vel með öllu og
hafði skoðanir á öllu. Hún var jafn-
víg að tala við mig hvort sem ég var
unglingur eða fullorðin kona, hún
var að sumu leyti svo frjálslynd.
Þegar ég hugsa til baka þá man
ég ekkert hvernig var inni hjá henni
því hún fyllti út í íbúðina með per-
sónuleika sínum sem var sterkur. Í
dag er oft eins og í sumum húsum
sé ekkert nema drasl jafnvel þótt
greitt hafi verið með miklum fjár-
fúlgum fyrir það og fólkið sem í
þeim býr bara kusk í einu horninu.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst svona konu og að hafa átt
frænku sem var fyrst og fremst
manneskja með öllum sínum kost-
um og göllum, óhrædd að vera hún
sjálf. Hún hefur líklega verið hvíld-
inni fegin eftir erfið veikindi síðustu
ár. Fyrir hönd systra minna og fjöl-
skyldna okkar votta ég Birki,
Bjarna, Guðfinnu og börnum þeirra
samúð okkar.
María Rúriksdóttir.
Guðjóna Sigríður var föðursystir
mín og dvaldi um skeið á unglings-
árum sínum á heimili foreldra okkar
í Fljótshlíðinni – og hjálpaði til við
að halda í hemilinn á okkur bræðr-
unum, sem þá vorum liðlega farnir
að klæða okkur hjálparlaust. Hún
hvarf svo aftur heim í Bolungarvík-
ina og það var ekki fyrr en löngu
seinna að þráðurinn tengdist að
nýju. Guðrún Gísladóttir og við
systkinin erum Guðjónu þakklát
fyrir vinsemd hennar og hlýjan hug
og sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til sona hennar og fjölskyldna
þeirra og til allra vina hennar og
ættingja.
Gísli Ólafur Pétursson.
GUÐJÓNA SIGRÍÐUR
SUMARLIÐADÓTTIR
✝ Filippus Sigurðs-son, Brekkuvegi
3 á Seyðisfirði,
fæddist í Brúnuvík í
Borgarfjarðar-
hreppi 16. nóvember
1912. Hann lést á
sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar 17. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jón
Sigurður Filippus-
son bóndi í Brúnu-
vík, f. 27.6. 1882 í
Kálfafellskoti í V-
Skaftafellssýslu, d.
1.6. 1951, og Lukka
Árnína Sigurðardóttir, f. 18.12.
1888 í Húsavík í Borgarfjarðar-
hreppi, d. 27.11. 1968.
Hinn 28. maí 1945 kvæntist Fil-
ippus Ólínu Jónsdóttur, f. 6. júní
1914 í Geitavík í Borgarfirði, d.
21. mars 1995. Börn þeirra eru: 1)
Jón Sigurður, f. 1942, bóndi í
Dvergasteini á Seyðisfirði, kona
hans er Soffía Margrét Ívarsdótt-
ir, f. 1950. Börn þeirra eru: Jörgen
íasson, f. 1951. Börn þeirra eru:
Helga, f. 1976, sambýlismaður
Þorvaldur Skúli Pálsson, f. 1979,
og Harpa, f. 1979, og er hennar
sambýlismaður Hjörleifur Waag-
fjörð. 7) Ragnhildur, f. 1956,
starfsmaður hjá RKÍ Akureyrar-
deild. Börn hennar og fyrrverandi
sambýlismanns, Sigtryggs Gísla-
sonar, f. 1956 eru: Telma, f. 1975,
búsett í London, maki Kjartan Örn
Sigurðsson og eiga þau eina dótt-
ur; Kjartan, f. 1979; Sigurður
Kristinn, f. 1984; og Guðborg
Björk, f. 1990.
Filippus ólst upp í Brúnuvík í
Borgarfjarðarhreppi og bjó hann
þar til 27 ára aldurs. Í Brúnuvík
stundaði hann búskap og sjósókn.
Árið 1939 flyst hann að Dverga-
steini í Seyðisfirði og stundaði bú-
skap þar til ársins 1967, en þá flyst
hann að Brekkuvegi 3 á Seyðis-
firði. Bjó hann þar til dauðadags.
Fljótlega eftir að Filippus flyst í
Dvergastein fer hann að selja
mjólk í Seyðisfjarðarkaupstað.
Árið 1953 opnar hann verslun á
Seyðisfirði og stundaði hann
verslunarrekstur þar nær óslitið í
45 ár, lengst af í Breiðabliki.
Útför Filippusar fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ívar, f. 1975; Filippus,
f. 1977, sambýliskona
hans er Arna Stefáns-
dóttir; Tinna, f. 1979;
Stefán Ólafur, f. 1982;
Silja, f. 1983; Margrét,
f. 1986; Haukur Ingi,
f. 1988; Þórunn, f.
1991; og Ólína, f.
1993. 2) Geirlaug
Gunnfríður, f. 1943,
búsett á Egilsstöðum.
3) Andrés Þór, f. 1945,
rannsóknarmaður hjá
SR-mjöli hf. á Seyðis-
firði. Maki hans var
Þóra Ívarsdóttir, f.
1947, þau skildu. Börn þeirra eru:
Halldóra, f. 1966, maki Gauti Hall-
dórsson, f. 1963, og eiga þau þrjá
syni; Þórarinn, f. 1968; Ívar, f.
1975; og Freyr, f. 1976, og er sam-
býliskona hans Lilja Finnboga-
dóttir. 4) Magnús Grétar, f. 1950,
búsettur á Seyðisfirði. 5) Stefán
Mar, f. 1950, búsettur á Seyðis-
firði. 6) Sunneva, f. 1953 sérkenn-
ari í Reykjavík, maki Torfi Matth-
Það kom mér ekki á óvart er ég
frétti lát Filippusar frænda míns.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að eiga stund með hon-
um í sumar, hann brosti, gerði að
gamni sínu eins og í gamla daga,
þannig man ég hann best. Hann var
einn af mínum uppáhaldsfrændum.
Hann var sáttur við lífið er hann
kvaddi þennan heim, hann þráði það
heitast að fá að sofna í rúminu sínu
heima. Það fékk hann þó ekki upp-
fyllt, hann fékk hægt andlát á
sjúkrahúsinu við góða umönnun þar,
daginn eftir að hann varð níutíu ára.
Er ég lít til baka sé ég þennan
heiðursmann í huganum, gangandi
upp brekkuna í fjós, akandi á gamla
Willys-jeppanum, puðandi í hey-
vinnu og á stað sem við unnum mikið
saman, í verslun hans Dvergasteini,
á síldarárunum. Það er ógleyman-
legt.
Þar var nú oft glatt á hjalla, mikið
að gera og unnið á meðan stætt var.
Þú varst hetja í alla staði. Það var
dásamlegt að sjá hvað þú hugsaðir
vel um „drengina“ þína og hana
Geiru. Það er mikill kross að bera að
eiga þrjú vangefin börn, það getur
enginn sett sig í þau spor nema sá
sem gengur þau.
Kæru frændsystkin og allir að-
standendur og vinir, Guð veri með
ykkur á sorgarstund, ég hugsa til
ykkar frá fjarlægum slóðum.
Kæri frændi, hafðu þökk fyrir allt.
Heiða Árnadóttir,
Lúxemborg.
FILIPPUS
SIGURÐSSON
✝ Kristrún BjarnarArnfinnsdóttir
fæddist á Hafranesi
við Reyðafjörð 31.
mars 1934. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 13. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Arnfinnur Anton-
íusson, f. 6. október
1883, d. 21. júní
1976, og Aldís Jór-
unn Guðnadóttir, f.
25. janúar 1899, d. 1.
júní 1977. Systkini
Kristrúnar voru: Sigurður, f. 6.
apríl 1929; Guðrún Kristín, f. 18.
nóvember 1930, d. 2. júlí 1966;
Anton Bjarnar, f. 20. apríl 1932;
Hjörtur, f. 5. nóvember 1936; Sal-
gerður, f. 11. október 1937; og
Hjördís, f. 5. mars 1943. Einnig átti
hún hálfbróður, Þórð Arnfinnsson,
maí 1962, d. 16. maí 1962. 3) Arn-
finnur, f. 27. mars 1964, kona hans
er Elízabet Guðný Tómasdóttir,
þau eru búsett í Reykjavík og eiga
tvo syni, fyrir á hann eina dóttur.
4) Sigurður Vilmundur, f. 29. októ-
ber 1970, d. 26. júní 1976. 5) Krist-
ján Rúnar, f. 19. september 1975,
kona hans er Guðbjörg Lára Ingi-
marsdóttir, þau eru búsett á Dal-
vík og eiga þrjá syni. Fyrir átti
Kristján Vilmundarson eina dótt-
ur, Unni Dagmar, f. 12 maí 1959,
og á hún þrjár dætur og tvö barna-
börn.
Kristrún lauk námi frá Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri í
Skagafirði 1955. Fyrst eftir nám
starfaði hún sem ráðskona, síðar
við ræstingar, í fiskvinnslu, en
lengst af starfaði hún við umönnun
aldraðra bæði á elliheimilinu
Bjargi og á FSN. Hún tók þátt í fé-
lagsstörfum og var virk í Sjálfs-
björgu, kvenfélaginu Nönnu og
kvennadeild Slysavarnafélagsins.
Kristrún bjó mestan hluta ævi
sinnar í Neskaupstað.
Útför Kristrúnar verður gerð
frá Norðfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
f. 14. apríl 1914, d. 13.
desember 1966.
Kristrún giftist 2.
júní 1962 Kristjáni
Vilmundarsyni, f. 8.
desember 1938. Hann
er sonur Vilmundar
Guðbrandssonar, f. 4.
júní 1913, d. 25. apríl
1981 í Neskaupstað,
og Sigríðar Jónu
Kristjánsdóttur, f. 1.
desember 1917, d. 13.
desember 1980.
Fyrir hjónaband
átti Kristrún son, Jón
Má Jónsson, f. 1. febr-
úar 1957. Kona hans er Anna Þóra
Árnadóttir. Þau eru búsett í Nes-
kaupstað og eiga tvö börn.
Börn Kristrúnar og Kristjáns
eru: 1) Örn Rósmann, f. 23. júní
1961, kona hans er Þóra Lilja, þau
eru búsett í Neskaupstað og eiga
fjögur börn. 2) Óskírð stúlka, f. 13.
Það var fyrir rétt tæpu ári að
GSM-síminn minn hringdi, en ég var
stödd niðri í miðbæ Reykjavíkur á
sunnudegi um miðjan desember og
eitthvað að huga að komandi jólum í
nýju umhverfi. En í símanum var góð
vinkona mín að austan að láta mig
vita að hún væri komin suður og lægi
inni á Landspítala í rannsóknum
vegna veikinda í höfði. Ég fór beint
upp á sjúkrahús og hitti þau þar fyrir
hjónin Diddu og Stjána, og þá var
mér tjáð að hún væri með æxli við
heilann og væri að fara í uppskurð al-
veg á næstu dögum. Didda var mjög
bjartsýn og vongóð og var alveg viss
um að þetta væri nú ekki svo alvar-
legt, eins og síðar kom í ljós, en í von-
ina hélt hún og barðist hetjulega í
þeirri von að hún fengi kannski eitt
til tvö ár og gæti séð litlu barnabörn-
in vaxa og dafna, en sú von varð að
engu er hún lést úr þessum skæða
sjúkdómi sem krabbamein er.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum
40 árum, er við bjuggum í nágrenni
hvor við aðra og börnin okkar urðu
leikfélagar og skólafélagar, og hefur
síðan haldist vinskapur milli okkar
alla tíð og við stutt hvor aðra í áföll-
um lífsins, sem við höfum ekki verið
laus við frekar en margur annar. Þau
hjón urðu fyrir því að missa tvö börn
sín, stúlku fædda 1962 nýfædda og
dreng fæddan 1970, d. 1976, en hann
var mjög mikið fatlaður, og þess
vegna flutti fjölskyldan suður í Kópa-
vog svo hann fengi allra bestu þjón-
ustu sem bauðst á þeim tíma. Hug-
urinn var mikið fyrir austan, og
komu þau austur sumarið 1975 og
voru í kjallaranum hjá okkur í nokkr-
ar vikur, en þá gekk hún með yngsta
son þeirra, sem var held ég auga-
steinn allrar fjölskyldunnar. Eftir að
drengurinn þeirra dó fluttu þau aftur
austur á Neskaupstað. Hin síðustu ár
hafa þau hjónin ferðast mikið á sumr-
in í húsbíl sem þau eignuðust fyrir
nokkrum árum, og var Didda farin að
hugsa til þess að hætta að vinna til að
geta verið í fríi þegar Stjáni ætti frí.
Lengi vonaðist hún til þess að geta
farið í ferð út í náttúruna í sumar, en
sjúkdómurinn ágerðist það hratt að
lítið varð úr ferðalögum.
Elsku Didda mín, ég vil þakka fyr-
ir öll árin sem við áttum saman, hvort
sem var í fríum eða vinnu, og jafnt í
blíðu sem stríðu. Elsku Stjáni, Jón
Már, Öddi, Arnfinnur, Kristján og
fjölskyldur, Guð veri með ykkur og
styrki á þessum erfiðu tímum. En
munið að þið og fjölskyldur ykkar
voruð henni allt, og átti hún ekki orð
til að lýsa því hversu góðar tengda-
dætur hún ætti, þegar ég var hjá
henni í sumar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kær kveðja frá mér og fjölskyldu
minni.
Rósa Skarphéðinsdóttir.
KRISTRÚN
ARNFINNSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.