Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 51
✝ Jónas Hallgríms-son fæddist á
Dalvík 14. nóv. 1912.
Hann lést í Dalbæ,
dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík, 12.
nóvember síðastlið-
inn. Hann var næst-
elstur átta barna
þeirra hjóna Hall-
gríms Gíslasonar og
Hansínu Jónsdóttur
frá Bjarnarstöðum á
Dalvík.
Systkini Jónasar
eru: Stefán, á Hrafn-
istu í Hafnarfirði;
Gísli, látinn, bjó á Selfossi; Guð-
rún, í Dalbæ á Dalvík; Kristinn, á
Eskifirði; Guðlaug, á
Svertingsstöðum í
Eyjafjarðarsveit;
Rósa, í Flórída, og
Maríanna, látin, bjó í
Kópavogi.
Jónas var ókvænt-
ur og barnlaus og
bjó alla tíð á Bjarn-
arstöðum þar til
hann fyrir um það
bil sex árum fluttist
á Dalbæ, dvalar-
heimili aldraðra á
Dalvík.
Útför Jónasar
verður gerð frá Dal-
víkurkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
„Um héraðsbrest ei getur þó
hrökkvi sprek í tvennt“. Svo kvað
Guðmundur frá Sandi um ekkjuna
sína við ána og þegar sprekin eru
komin með níutíu ár á herðar eru
þau oftast orðin nokkuð stökk. Mér
brá satt að segja ekkert við, þegar
mér var tilkynnt að Jónas frændi
minn væri látinn, heilsufari hans
undanfarna mánuði hafði verið
þannig háttað að andlátsfregnin
kom ekki á óvart og þó að við ætt-
ingjarnir séum með söknuð í hjarta
vegna fráfalls frænda og góðs vinar,
finnum við einnig til gleði yfir að
lífsstríði manns sem orðinn var
saddur lífdaga sé nú lokið. Lífs-
klukka Jónasar í Bjarnarstöðum
stoppaði vegna þess að fjöðrin var
útgengin, hún var búin að ganga í
hart nær sjöhundruð áttatíu og
áttaþúsund og fimmhundruð
klukkustundir. En við skulum halda
í þessa fjöður, hún geymir minn-
ingar. Minningar um ljúfan og heið-
arlegan mann, sem lifði og starfaði í
kyrrþey og án fyrirferðar. Ég man
hve ég í æsku leit upp til hans og
reyndar móðurbræðra minna allra,
mér fannst þeir vera þvílíkir visku-
brunnar að hvergi fyrirfyndust aðr-
ir slíkir, Jónas og Kristinn vissu allt
um skip og báta og þeir Stefán og
Gísli vissu allt annað sem vita þurfti.
Þá munu ekki gleymast kvöldin
þegar söngsveitin var í essinu sínu,
en þeir bræður og einnig Hallgrím-
ur afi voru allir skínandi söngmenn
og sungu með ýmsum kórum víða
um land eftir búsetu, og þegar svo
vildi til að tveir þeirra eða fleiri voru
saman komnir heima í Bjarnarstöð-
um var lagið tekið af innlifun og allt-
af sungið raddað.
Barnsskónum sleit Jónas ekki
nema að litlu leyti í foreldrahúsum,
því hann var nokkur ár í fóstri hjá
frændfólki sínu að Ytra-Garðshorni
í Svarfaðardal og má segja að æ síð-
an hafi bóndinn blundað í honum þó
að sjómennskan yrði hans ævistarf,
sem hófst fyrir alvöru í desember
1938. Þá keyptu þeir bræður Stefán
og Jónas ásamt Hallgrími föður
þeirra vélbátinn Þórólf og gerðu
hann út í þrjú ár, seldu hann og
keyptu annan er þeir nefndu Erling
og gerðu hann einnig út í þrjú ár.
Seldu hann þá og lauk þar með sam-
eignarútgerð þeirra feðga. Síðan
gerist það árið 1946 eða 7 að Jónas
gekk í félag við nokkra Dalvíkinga,
sem stofnuðu Útgerðarfélagið Röð-
ul, sem starfaði á þriðja áratug, og
átti félagið á þessu tímabili þrjá
báta hvern á fætur öðrum sem allir
hétu Bjarmi. Jónas mun að vísu að-
eins hafa róið á tveim fyrstu bát-
unum en hætt til sjós um það bil
sem síðasti báturinn var keyptur.
Síðustu starfsárin vann hann með
sínum fyrri félögum við fiskverkun
og hafði lítilsháttar fjárbúskap sem
tómstundagaman, en hann hafði alla
tíð mjög gaman af að sýsla við
sauðfé og var afar fjárglöggur. Það
mun því hafa verið honum nokkurt
áfall þegar niðurskurður á sauðfé
var fyrirskipaður vegna riðuveiki
sem erfitt hefur reynst að uppræta í
héraðinu. Á níunda áratugnum fór
hann að finna fyrir hjartakvilla sem
ágerðist nokkuð hratt og hafði mikil
áhrif á heilsu og ekki síst hugarfar
hans. Þegar svo var komið og ljóst
var að umönnun Guðrúnar systur
hans, sem hafði hugsað af alúð um
hann í nokkur ár, dygði ekki til, var
farið að ýja að því að hann fengi inni
á Dalbæ, en sjálfur var hann lengi
vel ekki tilbúinn til að samþykkja
þau vistaskipti, þó svo færi að lok-
um og vafalaust hefur hann fundið
eftir á að þetta var honum fyrir
bestu.
Lífshlaup Jónasar frænda míns
var ekki hávaðasamt, hann sló ekki
um sig né barst á og síðustu árin
dró hann sig inn í skel sem sjaldan
opnaðist. Morguninn sem mér barst
andlátsfregnin var fagurt veður hér
á höfuðborgarsvæðinu, blankalogn
og sólin fór allan dagbogann án þess
að skugga bæri á, vafalaust tilvalið
ferðaveður fyrir þá sem eru að hafa
endanleg vistaskipti. Og þegar ég
tók eftir litlum skýhnoðra rétt yfir
Skarðsheiðinni, fannst mér vera ein-
hver samlíking með þessum ský-
hnoðra, sem varla sást á himninum,
og nýlátnum frænda mínum, sem
vildi sem minnst láta fyrir sér fara.
Kannski hafði honum verið fenginn
þessi farkostur til sinnar hinstu far-
ar.
Að endingu vil ég þakka innilega
stjórn og starfsfólki Dalbæjar fyrir
umönnunina þessi ár sem Jónas var
undir þeirra handarjaðri.
Guð blessi minningu Jónasar í
Bjarnarstöðum.
Stefán Sigurðsson.
JÓNAS
HALLGRÍMSSON
✝ GuðmundurGíslason fæddist
í Bjarnarhöfn í
Helgafellssveit 9.
október 1913. Hann
lést á Sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 26.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gísli Guð-
mundsson, f. á Slit-
vindastöðum í Stað-
arsveit á
Snæfellsnesi, og
kona hans, Guðrún
Sigurrós Magnús-
dóttir, f. í Víðidal í
Vestur-Húnavatnssýslu. Hún var
ekkja eftir Gísla Guðlaugsson
Árið 1926 flytja þau Guðrún og
Gísli að Örlygsstöðum og búa þar
næstu 11 árin en flytja þá að Kárs-
stöðum í sömu sveit og búa þar til
æviloka ásamt sonum sínum.
Guðmundur giftist Harriet Jó-
hannesdóttur frá Þýskalandi, sem
áður hafði eignast son, Jóhannes
Ásbjarnarson, sambýliskona Lára
Sigurðardóttir, þau eiga eina
dóttur og búa á Akureyri. Harriet
og Guðmundur eiga tvö börn:
Gunnar Helga búsettan í Kópa-
vogi, hann á þrjú börn og eitt
barnabarn, og Margréti Guðrúnu
Sigurrósu. Hún er búsett á Kárs-
stöðum.
Fyrir utan að stunda öll almenn
sveitastörf fór Guðmundur og
vann í Ullarverksmiðjunni á Ála-
fossi. Einnig reri hann nokkrar
vertíðir frá Grindavík. Útför Guð-
mundar var gerð frá Narfeyrar-
kirkju á Skógarströnd 12. októ-
ber.
bónda í Koti, nú
Sunnuhlíð í Víðidal.
Þau Gísli eignuðust
tvö börn, þau eru: a)
Sigríður Helga, mað-
ur hennar var Guð-
mundur Ari Gíslason.
Þau eru bæði látin.
Þau eignuðust 14
börn. b) Þorsteinn
Björn. Kona hans var
Ólína Benediktsdótt-
ir. Þau eru bæði látin,
en áttu þrjú börn.
Guðrún og Gísli,
seinni maður hennar,
eignuðust tvo syni,
Gísla, sem einn lifir systkini sín, f.
1911 og Guðmund.
Guðmundur var alveg einstakur
maður. Ég kynntist honum ekki
mikið fyrstu árin sem ég átti heima
í Hólminum, en þeim mun betur á
seinni árum hans og sérstaklega
eftir að hann kom á spítalann í
Stykkishólmi. Þangað heimsótti ég
hann margoft og alltaf fór ég fróð-
ari og ánægðari frá honum. Ég
veitti því fljótt athygli hve minn-
ugur hann var, hafði lesið mikið um
dagana og geymdi það í traustu
minni. Þar var líka gamla gestrisn-
in til staðar. Hann vildi alltaf að ég
fengi mér hressingu með sér og
áréttaði það við þjónustustúlkurn-
ar. Hann dvaldi 7 ár á sjúkrahús-
inu.
Guðmundur gerði ekki víðreist
um dagana. Aldrei fór hann til út-
landa, lét sér nægja landið og þann
blett sem hann bjó á og Suður-
landið. En hann fylgdist þeim mun
betur með útvarpinu og þar nýtti
hann sér þann fjársjóð sem lands-
mönnum var boðinn og festi það vel
í minni. Bækurnar las hann fram á
síðustu daga og fylgdist með
framþróun og tækninni hvernig
hún óx með hverju árinu sem leið.
Skapið var alltaf gott og þakklætið
fyrir komuna gleymdist aldrei. Ég
á hans hlýja handtak í minningunni
og æðruleysi og þakkir hans til
Drottins fyrir góða handleiðslu. Ég
á honum margt upp að unna. Guð
blessi hann og varðveiti. Langri,
farsælli og góðri ævi er lokið. Inni-
legar þakkir fyrir allt, góði vinur.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
GUÐMUNDUR
GÍSLASON
Ástkær eiginkona mín og móðir,
HEIÐRÚN SIGURDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Sturluflöt,
Fljótsdal,
lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að kvöldi miðvikudagsins 20. nóvem-
ber.
Útförin auglýst síðar.
Sveinn Ingimarsson,
Hjördís Sveinsdóttir,
Hulda L. Hauksdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði,
þriðjudaginn 19. nóvember.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Anna Freyja Eðvarðsdóttir, Karl G. Þórleifsson,
Magnús Þorsteinsson, Erla Bára Gunnarsdóttir,
Björn Þorsteinsson, Silvia Kimworn,
Eiríksína Þorsteinsdóttir, Bessi Skírnisson,
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR KRISTJÁN HERMANNSSON
frá Súgandafirði,
Lautasmára 3,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtu-
daginn 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudag-
inn 27. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kristjánsdóttir.
Ástkær amma okkar, tengdamóðir og lang-
amma,
GUÐLAUG LALLA ERLENDSDÓTTIR,
Stigahlíð 22,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 21. nóvember.
Þórður Erlendsson, Pia Luoto,
Guðlaug Erlendsdóttir, Vilhjálmur Wiium,
María Dröfn Erlendsdóttir, Ásgeir Ingólfsson,
Una Hlín Gunnarsdóttir
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
áður til heimilis í Smáratúni 5,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Suðurlands, Reykjalundar,
Hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði og hágæslu Landspítalans í
Fossvogi.
Ólöf Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason,
Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
Helgi Guðmundsson, Susan Faull,
Guðmundur Guðmundsson, Katrín Bjarnadóttir,
Edda Guðmundsdóttir, Karl H. Hillers,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
systir,
ADDA TRYGGVADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
frá Vopnafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
miðvikudaginn 20. nóvember síðastliðinn.
Aðalbjörn Björnsson,
Tryggvi, Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir,
Heiðbjört Björnsdóttir, Tryggvi Gunnarsson,
Þorgerður Tryggvadóttir, Hulda Tryggvadóttir,
Gunnar Björn Tryggvason, Emma Tryggvadóttir.