Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Marga langar að getatalað tungum. Þeirsem ekki nenna aðbíða hvítasunnunnar borga málamönnum til að geta komið saman setningum á borð við: Er þér innfættur? Getur þið sagt hvaðan er næstkomandi kló- settur? Þetta er virðingarvert og maður finnur til sín á erlendri grund þegar skelfingin skín úr augum innfættra. En hér er í rauninni leitað langt yfir skammt. Ef okkur langar að tala mál sem við skiljum ekki þurfum við ekki annað en bregða fyrir okkur ís- lensku. Þegar ég var lítill skildi ég orð- takið að fara bónleiður til búðar mínum eigin skilningi og það var misskilningur. Ég var ekki byrj- aður á Njálu. Pabbi var kaup- maður og ég skildi orðtakið þann- ig að maður færi og bæði um eitthvað og yrði leiður – í búð. Bæði þekkti ég það af eigin raun og sá krakka verða leiða þegar foreldrarnir vildu ekki kaupa. Að maður færi síðan leiður heim í sína eigin búð hafði mér ekki hugkvæmst. Við götuna voru ábyggilega tuttugu búðir. Sú hug- mynd hefur verið barnshuganum ofviða að kaupmennirnir færu betliferðir hver í annars búð en fengju nei þar og yrðu afturreka. (Varla hef ég skilið orðið bónleið- ur rétt. Á æskuárum mínum var stanslaust verið að bóna. Börn eru súrrealistar. Ég vildi að ég myndi hvernig mér tókst að sam- eina gólfbón og depurð.) Ég komst að því í fyllingu tím- ans að átt var við gryfjur með yf- irbreiðslu sem fornmenn gistu í á alþingi og fóru úr og báðu um eitthvað til að geta farið bónleiðir í aftur. Lýsingarorðið búðleiður hefði komið mér vel. En það er ekki einu sinni til enn. Bónleiður, æðiber, uppsigaður, snoðir, slyðruorð, flæðisker, seil, rekspölur, reip, reiðarslag, reiði- skjálf, pallborð, pati, nástrá, meiður, læðingur, lyftistöng, laupur, handraði. Flest þessara orða sér maður aðeins í einu sam- bandi þótt þau kunni að vera til í fleiri. Smám saman líður merk- ingin úr minni, samhengið fer að riðlast og þar kemur að próf- arkalesari óskar þess að hið op- inbera gangi í málið. Fyrir mér vakir nefnd sem umritaði þann hluta málsins sem við notendur skiljum illa, þýddi hann á manna- mál. Brýnast væri að þýða orð- takaforðann. Hann virðist ekki ætla að endurnýjast vel. Menn geta haft sínar hugsjónir, rétt mál, auðugt mál, lifandi mál, en mér sýnist þorri fólks forðast þessar mál- lýskur og þrá mest að mega tala og skrifa skiljanlegt mál. Þá er varla von til að halda í horfinu ef það útheimtir auka- kennslu í horfnum þjóðháttum og sýnisferðir á byggðasöfn. Hér er við ramman reip að draga: hér er verið að toga í band sem stera- tröll heldur í. – – – Íþróttafréttamenn halda áfram að ríða feitum hestum til bardaga þótt dýr þessi þyki frábær skot- mörk og eigi til að leggjast fyrir af mæði þegar verst gegnir. Auð- vitað eiga stríðsfákar að klára af diskinum sínum og taka vítamín en það má ekki vera hægt að dúka borð fyrir fjóra á bakinu á þeim. Það mun ekki heldur hafa verið meiningin í upphafi að menn riðu þessum hestum að heiman. Þeir höfðu þá með sér heim þegar búið var að leggja óvininn til ævarandi hvíldar og hirða það sem hann átti nýtilegt. Þar á meðal þá feitu hesta sem finnast kunnu í búinu. Þeir tákna herfangið. – – – Það er fórn að vera í pólitík. Þetta er svo illa launað. Og þegar kemur að mannfórnum er eins og eðlishvötin bjóði manni að fara varlega. Trana sér ekki fram. Bíða þess að aðrir ríði á vaðið. Þetta er eitt af því sem ekki verð- ur aftur tekið, eins og að fá sér krítarkort til dæmis. Þess vegna er eðlilegt að stjórnmálaflokkar oti fyrst fram vonarpeningi sín- um. „Styðjum Jósep. Þessi ungi maður er vonarpeningur flokks- ins“ segja stuðningsmennirnir. Vonarpeningur þýðir sá eða það sem lítils er af að vænta og var m.a. haft um ófélegar kindur, horgemlinga sem öndin blakti varla í. Ég ráðlegg flokknum að útvega sér vonarstjörnu í staðinn. – – – Ef stofnun eða bygging er stað- sett á Húsavík getur það svo sem þýtt að hún hafi verið týnd en sé nú fundin, staðarákvörðun hafi farið fram og loftmyndir teknar. Sennilegra er þó að hún sé þar bara. Orðið er oftast óþarft. Mér finnst það stundum notað eins og menn vilji segja að mannvirki sé ekki aðeins á staðnum heldur sé það ekki á förum. Sé tilgangurinn að eyða efa um það finnst mér tví- mælalausast að segja jarðsett. – – – Það heitir að kveðja sér hljóðs, hvort sem maður hefur eitthvað að segja eða ekki. Rétt eins og að kveðja frænku sína sem er að fara norður. Það er líka sjálfsagt að kveðja mann sem er að fara niður. En hafi hann verið kveðinn niður er vísast að fátt verði um kveðjur. – – – Um daginn var ég spurður út í Böggvisstaðafjall sem ég veit ekkert um nema hvernig á að skrifa það. Í Orðabók Máls og menningar þýðir viðurnefnið böggvir „e.t.v.“ sá sem skaðar. Í útgáfunni þar á undan þýðir það sá sem veldur tjóni og er þó dreg- ið aðeins í efa. Ekki er boðið upp á annað. Böggvisstaðafjall skilur enginn maður. Skaðvalds- staðafjall væri manneskjulegra. En einnig það er að verða ógagn- sætt. Á ljósu nútímamáli yrði þetta Tjónvaldsstaðafjall. Það skilja þó allir. Bæjarnafnið er hljómmikið og sómir sér vel innan um Kussungsstaði og Tindr- iðastaði. Miðað við þau álög sem hvílt hafa á landbúnaði á Íslandi, óheppilega hnattstöðu, drepsóttir og skynsemisskort, gætu Tjón- valdsstaðir orðið útbreiddasta bæjarnafnið. Eyðibýli eru hvort eð er algengust. Fyrir mér vakir nefnd sem um- ritaði þann hluta málsins sem við not- endur skiljum illa, þýddi hann á mannamál. asgeir@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Ásgeir Ásgeirsson FJÖRUTÍU þúsund milljónir króna hérumbil virðist vera andvirði þeirra veiðiheimilda, sem dótturfélag Eimskips, Burðarás, hefir komizt yf- ir, ef miðað er við það verð, sem við- skiptajöfrarnir hafa komið sér upp, sín í milli, á þjóðarauðlind Íslands, sjávarfanginu. En af hverjum var keypt? Af þeim, aðallega, sem ríkisvaldið hafði úthlutað veiðiheimildunum ókeypis. Að vísu hafði H. Böðvarsson á Akranesi áður fest kaup á miklum veiðiheimildum í Sandgerði, gegn lof- orði um að Sandgerðingar myndu áfram njóta þeirra. Þau eru mörg loforðin, sem gefin hafa verið í þeim efnum – og öll svik- in. Breyttir tímar, segja menn og óþarft og úrelt að standa við orð sín og samninga, enda sýnist nú stjórn- völdum að kominn sé tími til að Ís- lendingar gangi á bak orða sinna og ítekaðra yfirlýsinga við Dani vegna handritamálsins eins og fram hefur komið opinberlega. Og stjórnvöld gerðu fleira til gottgjörelsis seljendum aflaheimilda almennings: Laumuðu ákvæði inn í lög, sem gerir gjafakvótaþegunum kleift að flytja andvirðið úr landi – skattfrjálst. Engar – alls engar – af þeim for- sendum, sem lágu til grundvallar fiskveiðistjórnarkerfinu hafa staðizt og raunar snúizt upp í andhverfu sína. Nægir í því sambandi að nefna vöxt og viðgang þorskstofnsins. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri, hafði fyrir skemmstu eftirfarandi orð um kerfið: ,,Ég tel fiskveiðistjórn síð- asta áratugar mesta samfélagslega óhæfuverk sem framið hefur verið í sögu þjóðarinnar.“ Óbærilegar skuldir hafa hlaðizt upp í sjávarútvegi. Á aðalfundi fisk- vinnslustöðva var upplýst að þær hefðu lækkað á árinu um 10 – tíu – milljarða, en þess auðvitað ekki getið að þær hefðu að nafnvirði átt að lækka miklu meira vegna hækkunar íslenzku krónunnar. Yfir tvö hundruð þúsund milljónir króna er skuldahal- inn! Og allt hinni nýju, miklu hagræð- ingu að þakka! Hvernig víkur því annars við, að gjafakvótaþegarnir skuli selja að- réttu ríkisstjórnarinnar eins og þeir keppast við? Hvernig má það vera að gamalgró- in útgerð á Skipaskaga tekur upp á því einn góðan veðurdag að selja stór- fyrirtæki í Reykjavík lungann úr fyr- irtæki sínu, eða öllu heldur alla und- irstöðuna sem rekstur þess hvílir á? Svarið við þessum spurningum er ofureinfalt: Handhafar aflaheimild- anna óttast að fari að kortast í gós- entíð núverandi stjórnarflokka. Að þess verði ekki langt að bíða að af þeim verði tekinn órétturinn að verzla með eigur almennings sem sín- ar eigin. Þess vegna er vissara að hafa allt sitt á þurru áður en erfinginn frá Hornafirði og aðalmaður auð- valdsins í Sjálfstæðisflokknum missa völdin. Þegar þar að kemur kann að fara um ýmsa þá, sem enn þykjast hólpnir með þjóðareignina milli handanna, sem þeir hafa keypt dýrum dómum af þeim, sem ekki áttu hana. Svo ógn- vænlegt ranglæti sem skipan mála er nú stenzt aldrei til langframa. Og þá verður tími til kominn fyrir höfðingjana að biðja Guð að hjálpa sér, eins og séra Sigvalda forðum. Fjörutíu þúsund milljónir króna Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins. „Handhafar aflaheimild- anna óttast að fari að kortast í gósentíð núverandi stjórnarflokka.“ ÞEGAR aðventuhátið fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu. Þá sem endranær er kjörið tækifæri til að hlúa að því góða sem í öllum mönnum býr. Það er hægt að gera með ýmsum hætti meðal ann- ars að sækja helgar tíðir í kirkjur landsins og tónleikahald. Fegurð og jákvæðni koma skýrt fram í árangri og afrekum á sviði raunvísinda og læknisfræði þar sem mannshugur- inn rís hvað hæst. Það á meðal ann- ars við í margs konar hjálparstarfi kirkjunnar og fjölmargra annarra samtaka . Það á við í bókmenntum, tónlist og myndlist þegar listgreinar þessar rísa hæst í fegurð og snilld. Fátt snertir fjölskylduna meira en barn sem eitthvað er að. Stundum eru fatlanir öllum sýnilegar en í öðr- um tilfellum er um að ræða duldar fatlanir og þá þarf fjölskyldan að búa við það aukna álag sem því fylgir að vera stöðugt að verja það fyrir umhverfinu, að eitthvað sé að sem ekki er hægt að rekja til uppeld- is eða kringumstæðna í fjölskyldum. Ein af þessum duldu fötlunum er of- virkni og misþroski sem einkum má sjá í hreyfitruflunum, einbeitingar- truflunum, hegðunartruflunum, námserfiðleikum og félagslegri að- lögun. Fyrir næstum fimmtán árum tóku nokkrir áhugasamir foreldrar mis- þroska barna höndum saman og kölluðu á samstarf við sérfræðinga til að miðla fræðslu til foreldra, kennara og annars fagfólks auk ann- arra til að umgangast börn og ung- linga með þroska og hegðunarvanda. Hvernig auðvelda má þessum börn- um að fóta sig í flóknu samfélagi með meira áreiti en áður hefur þekkst, en einnig með meiri mögu- leika á að vinna með sín mál og bæta sig þjóðfélaginu til góða. Foreldrafélag misþroska barna hefur náð einstæðum árangri í fræðslu, forvörnum og hvers konar liðsinni og bættri líðan misþroska barna og unglinga og aðstandenda- þeirra. Nú þarfnast þessi málaflokkur að- stoðar til að efla starfsemina. Við megum ekki láta okkar hlut eftir liggja. Við njótum svo margs vegna örlætis og gjafmildi fólks sem hefur verið reiðubúið að láta gott af sér leiða. Hvar værum við stödd án þess? Caritas Ísland (hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar) vill með gleði beina sinni árlegu aðventusöfnun til foreldrafélags misþroska barna. Vertu með, því framlag þitt mun koma til ómetanlegrar hjálpar. Hvert eitt skref og sérhver áfangi fram á við skiptir miklu. Caritas Ísland efnir til tónleika til styrkar foreldrafélagi misþroska barna í Kristskirkju við Landakot, sunnudaginn 24. nóvemeber kl.16, þar sem landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sína. Car- itas-sunnudagurinn verður 1. des- ember og fer söfnunin fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Einnig verða seld jólamerki Caritas hjá for- eldrafélagi misþroska barna. Einnig er hægt að leggja inn á gíróreikning hjá Caritas Ísland 513-14-220134 Caritas Ísland óskar öllum lands- mönnum gleðilegrar aðventuhátíðar. Tónleikar Car- itas Ísland til styrktar mis- þroska börnum Eftir Sigríði Ingvarsdóttur Höfundur er formaður Caritas Ísland. „Við megum ekki láta okkar hlut eftir liggja.“ ÉG HEF í gegnum tíðina verið áhugasamur um að sækja fundi varðandi forvarnir og fíkniefnavarn- ir, bæði út af starfi mínu sem alþing- ismaður og kennari en ekki síður sem faðir fjögurra barna. Á einum slíkum fyrirlestri sagði Þórólfur Þórlindsson prófessor að mesta ógn nýrrar aldar væri eiturlyfin, mark- aðssetning þeirra og á hvern hátt neysla þeirra rústaði heilu fjölskyld- unum. Það er ekki einungis eitur- lyfjaneytandinn sjálfur sem kvelst og þjáist heldur allt fólkið hans, for- eldrar, systkini, vinir og aðrir að- standendur. Fyrir nokkrum árum fór ég á ein- staklega fræðandi foreldrafund á Hvolsvelli þar sem lögreglumaður, Heiðar Guðnason að nafni, núver- andi forstöðumaður Samhjálpar, hélt fyrirlestur. Með honum var fyrrverandi eiturlyfjaneytandi, Jón Indriði Þórhallsson. Röktu þeir á hvern hátt „eiturlyfjakrumlan“ rúst- aði lífi fólks. Samtökin sem þeir unnu og vinna fyrir heitir Marita. Þetta er einn magnaðasti fyrirlestur sem ég hef farið á um þetta efni, þar sem reynsluheimur neytandans var rak- inn. Ég hef farið á fleiri slíka fyr- irlestra hjá þessum samtökum og er ég sannfærður um að gildi þeirra er mikið. Síðastliðinn þriðjudag var mér boðið að sjá kvikmynd sem þessi samtök hafa látið gera um fíkniefna- hættuna sem nefnist: „Hættu áður en þú byrjar“. Myndin er mjög áhrifamikil og er ég viss um að hún á eftir að koma að miklu gagni í bar- áttunni gegn eiturlyfjum. Þegar er farið að sýna nemendum 9. bekkjar grunnskóla myndina ásamt fyrir- lestri og spjalli sem Magnús Stefáns- son, fræðslufulltrúi og fyrrverandi eiturlyfjaneytandi, flytur. Ég dáist mjög að þessu starfi. Hér er um mjög faglegt forvarnarstarf að ræða sem okkur ber að gefa gaum og styrkja. Í myndinni eru raktar ófarir fólks sem lendir í klóm eiturlyfjanna sem brýtur niður vilja fólks, sjálfs- Eiturlyf, ógnin mikla! Eftir Ísólf Gylfa Pálmason „Það eru uggvænleg tíðindi að í ljós hefur komið að næsti markhópur eitur- lyfjasala er grunnskóla- nemendur …“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.