Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 61
Guðmund Hallvarðsson í 5. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 22. og 23. nóv. Stétt með stétt gerir Sjálfstæðisflokkinn sterkari Vélstjórasonurinn úr Laugarnesinu er réttnefndur fulltrúi launþega í Sjálfstæðisflokknum. Hann starfaði um langt árabil við fiskvinnslu og sjómennsku og var áratugum saman í forsvari fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur. Guðmundur sem er Breiðholtsbúi er löngu þekktur fyrir forystu sína við uppbyggingu Hrafnistuheimilanna. Á þingi hefur Guðmundur staðið vörð um hagsmuni farmanna og sjómanna og flutt frumvörp sem snerta reykvískar fjölskyldur og afkomu þeirra. Opið Opið í dag frá kl. 10. Símar 533 6006l7l8l9 • www.ghallvards.is • ghallvards@ghallvards.is Skrifstofa stuðningsmanna Guðmundar Hallvarðssonar er að Ármúla 7 Ríkur af reynsluSjálfstæðismenn í Reykjavík þurfa sterkan málsvara allra stétta. Líttu við í kosningakaffi í dag! UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 61 ÓÞARFI er að minna sjálfstæð- isfólk í Reykjavík vegna prófkjörs- ins á hversu mikilvægt það er að Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður hljóti góða kosningu – verði of- arlega á framboðs- listanum í öruggu sæti. Guðmundur hefur verið farsæll maður í lífi og starfi – vandaður, réttsýnn og drengilegur. Lagt mörgum framfaramálum gott lið og átt frumkvæði í öðrum. Fáir á Alþingi hafa komið jafn sterkt við sögu í baráttunni fyrir betri kjör- um og aðbúnaði aldraðra en Guð- mundur. Áratugastörf hans í þágu sjómannastéttarinnar eru lands- kunn. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur hann þrotlaust, ásamt fleir- um, barist fyrir sjónarmiðum launafólks, í því felst m.a. styrkur flokksins á vettvangi þjóðmála. Guðmundur er ekki stjórn- málamaður hávaða og sýnd- armennsku – hann vinnur verk sín vel og örugglega. Í hita barátt- unnar verðum við sjálfstæðismenn að tryggja örugga stöðu Guð- mundar Hallvarðssonar á fram- boðslista flokksins í næstu alþing- iskosningum. Farsæll maður í lífi og starfi Guðmundur H. Garðarsson, fyrrv. alþing- ismaður, skrifar: Klapparstíg 27, sími 552 2522 ÖMMUSTÓLL Kr. 6.900. INGVI Hrafn Óskarsson, formað- ur Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, er einn þeirra góðu manna úr hópi ungra sjálfstæðismanna sem nú bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæð- ismanna. Ég starfaði með Ingva Hrafni þegar hann var for- maður Heimdallar, frá 1998 til 1999. For- mannstíð hans í Heimdalli var einstaklega öflug og er sérstök ástæða til að rifja upp tvennt, frelsisvikuna og stofnun vefrits Heimdallar, Frelsi.is. Þegar Ingvi Hrafn var formaður héldu ungir sjálf- stæðismenn í Reykjavík svokallaða frelsisviku þar sem meðal annars var vakin athygli á ofurtollum á matvæli, ríkiseinokun á áfengisverslun og skylduáskrift að ríkisreknum fjöl- miðlum. Vakti átakið verðskuldaða athygli enda furðulegt hvað margir alþingismenn eru orðnir samdauna úreltu landbúnaðarkerfi og núver- andi fyrirkomulagi áfengisverslunar. Í sömu viku opnaði Heimdallur vefrit sitt, Frelsi.is, sem varð málgagn fé- lagsins og hefur verið það æ síðan. Ég held að orðin sem lýsi Ingva Hrafni best séu frumkvæði og dugn- aður, það var strax ljóst þegar hann var formaður Heimdallar. Ingvi vinn- ur nú af sama krafti með félögum sín- um í starfi Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Þennan dugnaðarfork þurfum við inn á þing. Styðjum Ingva Hrafn í prófkjörinu Sigurður Kjartan Hilmarsson hagfræðingur skrifar: ÞAÐ er misjafnt verkefni sem al- þingismenn fá að glíma við í störfum sínum og getur þingferill þeirra og framtíð sem þingmanna nokkuð ráð- ist af því í hvaða nefndum þeir sitja og hvaða ábyrgð- arstörfum þeim er treyst fyrir. Láru Margréti var strax i upphafi sýnt mikið traust þegar hún var skipuð til starfa fyrir okkar hönd á vettvangi alþjóðamála. Þar hefur hún hlotið mikið lof fyrir störf sín, einurð, heiðarleika og dugnað, enda verið falin alls kyns trúnaðarstörf á vegum Evrópuráðsins og fleiri er- lendra stofnana. Lára Margrét er ekki sú manngerð að leitast sífellt við að vera í kastljósi fjölmiðlanna, hún kýs frekar að vinna störf sín með þeim hætti sem að ofan er lýst; af kostgæfni og vandvirkni. Það er mikill fengur og okkar gæfa að Lára Margrét skuli gefa kost á sér til setu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar. Tryggj- um því að þjóðin fái notið starfs- krafta hennar í næstu framtíð, kjós- um Láru Margréti í öruggt sæti. Lára Margrét Ingi Björn Albertsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi höfðað til þeirra sem telja að frelsi einstaklingsins og framtak hans séu lykillinn að velgengni þjóðarinnar allrar. Guðrún Inga Ingólfsdóttir hag- fræðingur er ung kona sem trúir á þessi tímalausu gildi og vill beita þeim í pólitík til hagsbóta fyrir alla. Hún vill minnka útgjöld ríkisins og draga úr gjaldtöku á almenning, en þar sem hún er hagfræðingur gerir hún sér líka ljóst að skyndilausnir eru ekki leiðin til árangurs heldur þarf rúm- an aðlögunartíma þegar miklar breytingar eru gerðar. Þegar rætt er við hana um skattamál dylst eng- um að þar er hún á heimavelli. Við þurfum konu eins og Guðrúnu á þing, sem tekur yfirvegaðar ákvarðanir eftir að hafa kynnt sér málin ofan í kjölinn, og byggir þar á reynslu sinni og þekkingu. Ég styð því Guðrúnu Ingu í 9. sætið. Guðrún Inga í 9. sætið Haukur Þór Hauksson, stjórnarmaður í SUS, skrifar: FRAMUNDAN er prófkjör. Mér er rétt og skylt að hvetja alla Grafar- vogsbúa til að styðja góðan vin minn Guðlaug Þór Þórð- arson í 6. sæti. Ég hef starfað með hon- um á undanförnum árum og get fullyrt að þar fer kröftugur stjórnmálamaður sem hikar ekki við að fylgja eftir góðum málum. Þannig menn vil ég sjá á Alþingi Íslendinga. Styðjum Guðlaug Þór Snorri Hjaltason skrifar: AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.