Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 64

Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 64
KIRKJUSTARF 64 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GOSPELMESSA verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 24. nóv. kl. 20. Fram koma Jónsi, úr hljómsveitinn Í svörtum fötum, Ómar Guðjónsson æskulýðsleiðtogi og gítarleikari og Erla Björg og Rannveig Káradætur. Við gospelmessuna þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Ferm- ingarbörn eru sérstaklega hvött til að mæta vel og hafa „Litlu messu- bókina“ meðferðis og færa inn í hana á viðeigandi hátt. Allir hjartanlega velkomnir eins og alltaf. Mætum vel og gleðjumst með Guði. Prestarnir. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu sunnudaginn 24. nóv- ember kl.14. Í síðasta mánuði heimsótti bisk- up Íslands Karl Sigurbjörnsson okkur heim í Kolaportinu. Í því fólst uppörvun og gleði fyrir okkur sem þykir svo vænt um helgihaldið á þessu einstaka mannlífstorgi. Á morgun mun Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju predika og þjóna ásamt Jónu Hrönn Bolla- dóttur miðborgarpresti og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, presti á Bisk- upsstofu. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina ásamt Margréti Scheving. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dæg- urperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu, þar erum við minnt á nálægð Guðs og að Kolaportsmessurnar eru stundir nálægðarinnar. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýr- indis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Mið- borgarstarf KFUM&KFUK og Kirkjunnar. Minning látinna í Laugarneskirkju SUNNUDAGINN 24. nóvember verður hin árvissa samvera í Laug- arneskirkju sem ber heitið minn- ing látinna. Þá eru nöfn þeirra sem sóknarprestur hefur jarðsett á um- liðnu ári lesin upp við altarið í bæn. Syrgjendur kveikja ljós í minningu ástvina sinna, sálmar eru sungnir og Guðs orð íhugað. Að þeirri stund lokinni býður söfn- uðurinn upp á kaffiveitingar við kertaljós í safnaðarheimilinu þar sem sr. Bjarni Karlsson mun flytja erindi um sorg og sorgarviðbrögð og stýra umræðum. Öllum syrgjendum er velkomið að taka þátt, og vilji einhver fá nafn látins ástvinar lesið við altarið tekur sóknarprestur fúslega við slíkum beiðnum inn á talhólf í síma 820 8865. Kópavogskirkja – Kópamessa EINU sinni í mánuði eru messur í Kópavogskirkju sem hlotið hafa nafnið Kópamessur. Í þeim er lögð áhersla á virka þátttöku kirkju- gesta bæði í söng og öðrum þáttum helgihaldsins. Tónlistin er með öðrum og léttari blæ en jafnan er í hefðbundnum guðsþjónustum. Næsta Kópamessa verður sunnu- daginn 24. nóvember kl. 20. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða safn- aðarsöng en undirleik annast Kristmundur Guðmundsson, sem leikur á trommur og Julian Hewl- ett, sem spilar á píanó. Fermingarbörn taka virkan þátt í Kópamessunni, bæði með því að lesa ritningarlestra og leiða beinir. Séra Ingþór Indriðason Ísfeld að- stoðar við útdeilingu. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Léttmessa í Grafarvogskirkju LÉTTMESSA verður í Grafarvogs- kirkju sunnudaginn 24. nóv. kl. 20. Hörður Bragason, Birgir Braga- son og Hjörleifur Valsson sjá um hljóðfæraleik. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona leiðir söng. Kaffi, djús og kleinur að lokinni at- höfn. Fræðslumorgunn og messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 24. nóv. verður fræðslumorgunn kl. 10. Hörður Ás- kelsson kantor flytur erindi með tóndæmum um Jólaóoratoríu Bachs, en 5., 6. og 7. des. verður Jólaóratorían flutt í heild sinni. Messa og barnastarf verður kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Bjarman. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur æskulýðsfulltrúa. Barna- og ung- lingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjarg- ar Gunnlaugsdóttur. Ensk messa verður kl. 14. Prest- ur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Org- anisti verður Jón Bjarnason. Guð- rún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Messukaffi að at- höfn lokinni. Á þessu ári hefur ver- ið boðið upp á enska messu í Hall- grímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Mömmumorgnar í Breiðholtskirkju 10 ára 10 ár eru liðin frá því að „mömmu- morgnar“ hófu göngu sína í Breið- holtskirkju. Við munum minnast afmælisins í fjölskylduguðsþjón- ustu sunnudaginn 24. nóvember kl. 11. Í guðsþjónustunni mun yngri barnakór kirkjunnar syngja undir stjórn Sigrúnar M. Þórsteinsdóttur organista og Kvennakór Reykja- víkur syngur nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur og við undirleik Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur. Eftir guðsþjónustuna verð- ur boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu. Þeim for- eldrum sem komið hafa með börn- in sín á mömmumorgna er sér- staklega boðið til þátttöku í athöfninni. Mömmurmorgnar eru alla föstu- dagsmorgna frá kl. 10–12. Það er margt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur í gegnum árin. Fengið fyrirlesara til að fræða okkur um ýmislegt sem viðkemur barnaupp- eldi og um okkur sjálfar. Við höf- um farið saman á námskeið bæði í föndri og matargerð, auk þess sem við föndrum oft fyrir jól og páska. Einnig tökum við frá stund fyrir okkur mæðurnar og förum saman út að borða og í bíó. Einnig höfum við farið í stuttar ferðir út fyrir bæinn þegar fer að vora. Vonumst til að sjá sem flesta í fjölskylduguðsþjónustunni. Eldri borgarar í Seljakirkju ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 26. nóv- ember kl. 18 verður samvera fyrir eldri borgara í Seljakirkju. Einar Már Guðmundsson rithöfundur les upp. Kirkjukór Seljakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Samveran hefst á helgistund í kirkjunni og lýkur á léttum máls- verði um kl. 20. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku í síma 567-0110 eigi síðar en á hádegi á þriðjudag. Verið velkomin. Charles Indifone í Krossinum CHARLES Indifone er lækn- ingapredikari frá Nígeríu. Hann hefur predikað mikið á Norð- urlöndunum og þó sérstaklega í Danmörku. Fyrir u.þ.b. tveimur ár- um braust út vakning í Danmörku er lækningaundur gerðust á sam- komum hjá honum. Fjölmiðlar tóku málið upp og fjölmargir komu á samkomur og leituðu Guðs. Charles Indifone hefur verið á ferð í Finnlandi, Svíþjóð og Dan- mörku, en hefur viðkomu hér á leið sinni vestur um haf. Með honum í för er söngfólk og tónlistarfólk. Samkomurnar með Charles Indi- fone verða á laugardagskvöldið kl. 20.30, á sunnudaginn kl. 16.30 og þriðjudaginn kl. 20.30. Allir eru velkomnir. Tónleikar í Aðventkirkjunni LÍKNARFÉLAGIÐ Alfa heldur tónleika í Aðventkirkjunni í dag, laugardag, kl. 19.30. Þetta er liður í jólasöfnun félagsins. Gospelmessa í Vídalínskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.