Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 65
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 65
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa er
100 ára á þessu ári og verður af-
mælisins minnst með hátíðarmessu
nk. sunnudag kl. 13:30 og kaffi-
samsæti í Þingborg að messu lok-
inni. Ingi Heiðmar Jónsson, org-
anisti og söngstjóri
Hraungerðisprestakalls, hefur
ásamt kór prestakallsins undirbúið
vandaðan tónlistarflutning við
messuna.
M.a. kemur fram Strengjasveit
Tónlistarskóla Árnesinga undir
stjórn Maríu Weiss. Sóknarprest-
urinn, sr. Kristinn Ágúst Friðfinns-
son, þjónar fyrir altari og vígslu-
biskup Skálholtsstiftis, sr.
Sigurður Sigurðarson, prédikar,
en hann þjónaði áður m.a. Hraun-
gerðiskirkju. Á undan hafði faðir
hans, dr. Sigurður Pálsson, síðar
vígslubiskup, setið í Hraungerði
áður en hann settist að á Selfossi.
Eftir messuna munu sr. Kjartan
Jónsson, framkvæmdastjóri KFUM
og KFUK, og oddviti Hraungerð-
ishrepps, Guðmundur Stefánsson,
flytja ávörp. Sóknarbörn, fyrrum
íbúar í Hraungerðisprestakalli og
velunnarar Hraungerðis eru hvatt-
ir til að mæta til kirkju og í kaffi-
samsætið, sem Ungmennafélag
Hraungerðishrepps annast, að
messu lokinni.
Fyrst er getið kirkju í Hraun-
gerði í skrá Páls biskups frá um
1200 og hafa síðan fjölmargar
kirkjur verið á staðnum. Núver-
andi Hraungerðiskirkja var vígð 4.
sunnudag í aðventu, 21. desember
1902, af sr. Valdimar Briem pró-
fasti. Eiríkur Gíslason smiður frá
Bitru í Hraungerðishreppi var ráð-
inn til að smíða kirkjuna, gera að
henni teikningar og semja áætlun
um byggingu hennar. Kirkjunni
hefur verið vel við haldið og var
ytra byrði hennar endurnýjað,
turn endurbyggður, sökklar
steyptir, gert við grind og settir
nýir gluggar í hana alla svo og
hlífðarhurðir á árunum 1993–97
undir yfirumsjón Hjörleifs Stef-
ánssonar arkitekts, en verkið unnu
húsasmíðameistararnir Albert Sig-
urjónsson á Sandbakka og Ólafur
Sigurjónsson í Forsæti. Mjög
greinargóða lýsingu á kirkjunni og
munum hennar er að finna í nýút-
kominni bók, Kirkjur Íslands, 2.
bindi, sem Þjóðminjasafn Íslands,
Húsafriðunarnefnd ríkisins og
Biskupsstofa standa að.
Hraungerði er áberandi kenni-
leiti þegar ekið er austur Suður-
landsveg frá Selfossi. Hraungerði
er talið landnámsjörð, en þar bjó
Hróðgeir bróðir Oddgeirs í Odd-
geirshólum og síðar Þorvaldur Ís-
leifsson, Skálholtsbiskup, Giss-
urarsonar. Fyrrum var
Hraungerði þingstaður. Í Hraun-
gerði höfðu Skálholtsbiskupar
forðum vöruskemmur sínar og oft
hefur staðurinn reyndar tengst
með einum eða öðrum hætti meg-
instraumum í sögu kirkju, héraðs
og þjóðar. Frá síðustu öld má m.a.
nefna rannsóknir dr. Sigurðar
Pálssonar í helgisiðafræði og þann
þátt sem þær áttu í viðreisn hinnar
sígildu messu og Hraungerð-
ismótin sem voru undanfari hinna
árlegu almennu móta KFUM og
KFUK, en þau voru síðast haldin
1998.
Hraungerði er nú aftur höf-
uðkirkja, en í Hraungerði-
sprestakalli eru, auk hennar,
Laugardælakirkja og Vill-
ingaholtskirkja.
Hraungerðis-
kirkja 100 ára
C vítamín 400 mg
með sólberjabragði
Bragðgóðar tuggutöflur.
Eflir varnir.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
Alltaf á þriðjudögum
!"# $ % &
Hlaupahjól
- um jólin
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
Jólatilbo›:
4.990 kr.
Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18,
Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TS
1
94
42
11
/2
00
2
Stö›ugt og au›velt a› leggja saman.
Úr stáli. Litir: svart, rautt og blátt.
Fullt ver›:
5.990 kr.
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
-
IT
M
90
20
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18,
Laugardag 10-14
F j ö l b r e y t t ú r va l h r e i n læ t i s tæk j a
Belgískar og Ítalskar
Miðstöð
baðinnréttinga
Innréttingarfyrir baðherbergi