Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 71

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 71 BJÖRN Þorfinnsson sló tvær flug- ur í einu höggi með sigri á Atskák- móti Reykjavíkur 2002. Það er óvenjulegt að menn vinni tvo titla á sama mótinu, en Björn hlaut titil- inn atskák- meistari Reykjavíkur 2002 ásamt því að verða atskák- meistari Tafl- félagsins Hellis. Mótið var skipu- lagt af Helli og ákveðið var að sameina þessi tvö mót. Það er skynsamleg ákvörðun þar sem mótadagskrá skákmanna er æði þéttskipuð núorðið og erfitt að finna góðan tíma fyrir skákmót. Björn hlaut 6½ vinning af 7 mögu- legum á mótinu. Hann gerði jafntefli við Benedikt Jónasson í þriðju um- ferð, en sigraði alla aðra andstæðinga sína. Ingvar Jóhannesson, sem leiddi mótið eftir fyrri hluta þess, varð í öðru sæti með 5½ vinning. Lokastað- an varð þessi: 1. Björn Þorfinnsson 6½ v. 2. Ingvar Þór Jóhannesson 5½ v. 3. Páll Þórarinsson 5 v. 4.–6. Benedikt Jónasson, Björn Freyr Björnsson, Ingvar Ásmunds- son 4½ v. 7.–8. Stefán Þór Sigurjónsson, Vig- fús Ó. Vigfússon 4 v. 9.–10. Gunnar Nikulásson, Jón Árni Halldórsson 3½ v. 11.–14. Atli Freyr Kristjánsson, Sigurður Ingason, Björgvin Krist- bergsson, Benedikt Egilsson 3 v. 15. Elsa María Þorfinnsdóttir 2½ v. o.s.frv. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfússon. Guðmundur Kjartansson hefur 4½ vinning að loknum 8 umferðum í flokki 13–14 ára á heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fer í Heroklion á Krít. Hann er í 28.–45. sæti, en kepp- endur eru 105. Dagur Arngrímsson hefur fengið 3½ vinning í flokki 15–16 ára. Hann er í 56.–67. sæti, en keppendur í flokkn- um eru 94. Alls verða tefldar 11 umferðir, en mótinu lýkur á sunnudag. Fararstjóri er Sigurbjörn J. Björnsson. Skákhátíð Guðmundar Arason- ar og úrslit í Bikarkeppni ÍAV Laugardaginn 23. nóvember fer fram úrslitaleikur Reykjavíkurstór- veldanna, TR og Hellis, í Bikarkeppni ÍAV. Keppt verður í húsnæði Skák- sambands Íslands í Faxafeni. Sjálf hátíðin hefst kl. 16 og svo rekur hver viðburðurinn annan. Sjálfur úrslita- leikurinn hefst kl. 18:30. Meðal við- burða eru unglingalandskeppni á Netinu, fjöltefli, skák- og bridge- keppni og Thule-skákmótið. Strax að lokinni setningu hátíðar- innar hefst fjöltefli Helga Ólafssonar við börn og unglinga. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Á sama tíma hefst skákkeppni liðs ríkisstjórnar- innar gegn stjórnarandstöðunni, en sú keppni er á vegum Plúsferða. Einnig bjóða Úr og djásn til keppni í bridge og skák milli átta sterkra keppnismanna á því sviði. Bláalónsmótið hefst einnig upp úr kl. 16, en það er landskeppni U-20 landsliða Íslands, Þýskalands, Frakk- lands og Svíþjóðar á www.playchess.- com. Um kl. 18:30 hefst hápunktur há- tíðarinnar, með því, að forstjóri ÍAV leikur fyrsta leiknum í úrslitaleik Bik- arkeppni ÍAV milli TR og Hellis. Þá hefst einnig Thule Trophy-mótið á http://www.playchess.com. Klukan 20:30 verður verðlaunaaf- hending og hátíðinni síðan slitið. Íslandsmótið í netskák 2002 Íslandsmótið í netskák 2002, sem fram fer sunnudaginn 24. nóvember, er lokahluti Bikarsyrpu Halló. Opinn flokkur er öllum opinn og hefst kl. 18:00. Þátttaka er ókeypis. Þeir sem hafa áður teflt í syrpunni þurfa ekk- ert að gera annað en að mæta fyrir kl. 18:00 á ICC. Aðrir þurfa að skrá sig á Hellir.is (ofarlega til hægri). Landsliðsflokkur hefst kl. 20:00 en þar taka þátt þeir 20 skákmenn sem best stóðu sig í bikarsyrpunni. Þátt- takendur í landsliðsflokki: 1. Björn Þorfinnsson 48½ v. 2. Snorri G. Bergsson 43½ v. 3. Arnar E. Gunnarsson 42½ v. 4. Rúnar Sigurpálsson 42 v. 5. Arnar Þorsteinsson 38½ v. 6.–7. Davíð Ólafsson og Hrannar Baldursson 38 v. 8.–10. Gunnar Björnsson, Gylfi Þórhallsson og Magnús Magnússon 35½ v. 11. Jóhann H. Ragnarsson 34 v. 12. Sverrir Unnarsson 33 v. 13. Halldór Brynjar Halldórsson 32 v. 14.–15. Bragi Halldórsson og Davíð Kjartansson 31 v. 16. Björn Ívar Karlsson 29½ v. 17. Sæberg Sigurðsson 28½ v. 18. Stefán Kristjánsson 28 v. 19. Tómas Veigar Sigurðarson 26 v. 20. Hrannar Björn Arnarss. 25½ v. Að mótinu og syrpunni standa Taflfélagið Hellir, Halló! og ICC. Tefldar verða níu umferðir í báðum mótunum. Umhugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær viðbótarsekúndur bætast við eftir hvern leik. Góð verðlaun eru í boði Halló og ICC. Björn Þorfinnsson atskákmeistari Reykjavíkur SKÁK Hellisheimilið ATSKÁKMÓT REYKJAVÍKUR 11. til 18. nóv. 2002 Daði Örn Jónsson Björn Þorfinnsson dadi@vks.is Myndabrengl Röng mynd birtist í Morgun- blaðinu í gær með grein eftir Braga Krist- jónsson bóka- kaupmann. Með greininni birtist mynd af Páli Braga Krist- jónssyni, fram- kvæmdastjóra Eddu – útgáfu hf. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Rangnefni á Bjartmars-plötu Þau leiðu mistök áttu sér stað í plötudómi um nýja plötu Bjartmars Guðlaugsonar að rangt var farið með titil hennar. Platan heitir Vor, en ekki Von eins og þar kemur fram. Beðist er velvirðingar á þessum rangfærslum. Fyrirlestrar um klausturlíf Fyrirlestrar um klausturlíf verða á Minjasafni Austurlands kl. 14 í dag en ranglega var farið með þetta í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Bragi Kristjónsson úð og umhyggju. En þau þurfa einn- ig meiri aga en gengur og gerist; mikla atferlismótun og skilvirkan aga. Þau verða að vita nákvæmlega hvað má og hvað má ekki. Það verður allt að standa sem sagt er. Með því að vinna jafnt og þétt í þessu er hægt að ná þeim árangri að utanaðkomandi geri sér ekki grein fyrir því að einstaklingurinn eigi við þennan vanda að etja.“ Katrín segir að oft þurfi lyfjameðferð, að minnsta kosti fyrst eft- ir að röskunin er greind og börnin séu að ná jafnvægi. Lyfjagjöfin hjálpar þeim að halda athyglinni og einbeita sér í skólanum. Það er síðan ein- staklingsbundið hve lengi þau nota lyfin. Börn með athyglisbrest eiga oft erfitt með félagsfærni og hafa til- hneigingu til að einangrast. Katrín segir að þau geri oft lítinn grein- armun á stríðni og árás, upplifi jafn- vel að allur bekkurinn sé á móti þeim. Þau bregðast því oft illa við. Katrín tók ákveðið á þessu í sínu tilviki. „Við sendum bréf, í samvinnu við skólahjúkrunarfræðing, til foreldra annarra barna í bekknum og sögð- um hvernig í málinu lá. Það gerði að verkum að barnið var velkomið á NÆR 800 fjölskyldur eru í For- eldrafélagi misþroska barna. Yfir- leitt vegna þess að eitt barn eða fleiri í fjölskyldunni búa við mis- þroska, sem oftast er athyglisbrestur með eða án ofvirkni. Þessi röskun hrjáir 3–6% barna í hverjum ár- gangi og hefur marg- vísleg áhrif á líf þeirra og líðan. Foreldra- félagið hefur starfað í 14 ár og staðið fyrir fræðslufyrirlestrum, námskeiðum, styrkt útgáfu fræðslubóka og eins rekur það bóka- safn. Nú er unnið að stofnun þjónustumið- stöðvar. Katrín Eyjólfsdóttir á tvö börn sem greinst hafa með athyglisbrest með ofvirkni. Hvernig lýsir þessi röskun sér? „Athyglisbrestur, með eða án of- virkni, stafar af truflun boðefna í miðtaugakerfi. Röskunin lýsir sér m.a. í einbeitingarskorti og skipu- lagsleysi. Þeir sem hafa röskunina gleyma hlutum og týna þeim, börnin ná ekki því sem kennarinn segir því hugurinn er floginn eitthvað annað. Einbeitingin er svo takmörkuð. Þessir einstaklingar eru oft mjög vel gefnir, en þyrftu helst einkakennslu til að ná góðum árangri í námi.“ Hvernig fara foreldrar þessara barna að í daglegu lífi? „Þessi börn þurfa mikla blíðu, ást- önnur heimili og bekkurinn skildi betur vanda þess. Það varð því ekki útundan og ef eitthvað bar út af þá var því líka tekið af meiri skilningi.“ Þjónustumiðstöð í undirbúningi Innan Foreldrafélags misþroska barna eru starfandi stuðningshópar fyrir foreldra, börn og fullorðna ein- staklinga með athyglisbrest með eða án ofvirkni. „Í stuðningshópum foreldra getur fólk talað um vanda sinn, bæði sín á milli og við fagaðila. Fólk kynnist í þessum hópum og þar myndast oft vináttutengsl. Það er ómetanlegt að geta talað um reynslu sína við aðra foreldra. Þegar barnið manns grein- ist með þessa röskun er það áfall og maður gengur í gegnum ákveðið sorgarferli.“ Einnig eru haldin fræðslunám- skeið á vegum Eirðar þar sem for- eldrar eru fræddir um röskunina og árangursríkar uppeldisaðferðir. En hvað hefur reynst Katrínu og henn- ar fjölskyldu best? „Það er að viðurkenna að þarna er vandamál á ferðinni, eitthvað sem ekki gerist innan venjulegrar fjöl- skyldu. Það er mikilvægt að átta sig strax á að eitthvað er að, fá grein- ingu og vinna í málinu. Vera opin- skár því þetta er hvorki leyndarmál né feluleikur. Ég hef reynslu af því að það er hægt að vinna stóra sigra á þessu sviði. Það höfum við reynt.“ Katrín sagði að nú væri unnið að stofnun þjónustumiðstöðvar við ein- staklinga, foreldra, kennara, fag- aðila og fleiri um athyglisbrest með eða án ofvirkni. Hún sagði það risa- stórt verkefni og undanfarið hefði undirbúningshópur lagt línur og rætt við stjórnvöld. „Ég hef trú á að þetta verkefni komist á laggirnar innan skamms. Það mun muna miklu fyrir bæði heil- brigðiskerfið og skólakerfið að fá miðstöðina.“ Mikilvægast að viðurkenna vandann Tónleikar Caritas til styrktar Foreldra- félagi misþroska barna verða haldnir í Kristskirkju við Landakot á morgun kl. 16. Guðni Einarsson ræddi við Katrínu Eyjólfs- dóttur sem situr í stjórn foreldrafélagsins. Katrín Eyjólfsdóttir JÓLASTEMMNINGIN var í al- gleymingi í bókabúð Máls og menningar við Bankastræti í gær, þegar rithöfundar og tónlistarmenn skemmtu gest- um á svokölluðum Föstudags- bræðingi, sem haldinn er hvert föstudagssíðdegi. Bræð- ingurinn er reyndar fastur lið- ur kl. 17 á föstudögum, óháð árstíma, en jólin settu sterkan svip á gærdaginn, þar sem les- ið var úr nýútkomnum jóla- bókum. Geir Ólafsson og hljómsveit fluttu gestum tón- list og rithöfundarnir komu fram hver af öðrum til að lesa úr verkum sínum. Borgar Jósteinsson, inn- kaupastjóri Máls og menning- ar, segir búðina komna í jóla- búninginn og þá er Laugavegurinn í heild sinni orðinn vel skreyttur, nú þegar mánuður er til Þorláksmessu. Morgunblaðið/Kristinn Jólastemmningin í algleymingi PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRANÍT MORTEL áður kr. 4.500 Nú kr. 3.300 Stærð15 cm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.