Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 74
DAGBÓK
74 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Á
morgun kemur Selfoss.
Mannamót
Aflagrandi 40. Jólahlað-
borð verður haldið föst.
6. des. Gestur kvöldsins
Þórunn Sveinbjörns-
dóttir, varaform. Efl-
ingar. Allir velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43. Jóla-
hlaðborð verður fimmtu-
daginn 5. desember.
Uppl. í síma 568-5052.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Nám-
skeið í mótun á leir alla
föstudaga kl. 13–16, laus
pláss. Billjardstofan op-
in alla virka daga kl. 13–
16. Skráning og allar
uppl. í Hraunseli í síma
555-0142. Opið hús
fimmtudag 28. nóv.
Nokkrir rithöfundar
lesa úr verkum sínum.
Kaffiveitingar. Dans-
leikur verður í Hraun-
seli föst. 29. nóv. kl.
20.30. Caprí tríó leikur
fyrir dansi.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud.: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud.: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos. Laug-
ard.: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11. Inn-
kaupaferð í Kringluna
28. nóv. kl. 13. Miðasala
hafin á jólahlaðborð.
Uppl. í síma 586-8014
e.h.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud.: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Félag eldri borgara í
Garðabæ. Jólahlaðborð í
Kirkjuhvoli föstudaginn
6. desember nk. kl.
19.30. Húsið opnað kl.
19. Tryggvi Þorsteins-
son læknir leikur á flyg-
ilinn. Ávarp Nanna Guð-
rún Zoëga, djákni.
Garðakórinn syngur
undir stjórn Kristínar
Pjetursdóttur. Gaman-
mál. Valdimar Lárusson
leikari. Sighvatur
Sveinsson leikur fyrir
dansi og skemmtir að
sínum hætti. Upplýs-
ingar og miðapantanir
hjá Arndísi í síma 565-
7826 eða 895-7826 og á
skrifstofu félagsins í
síma 565-6627 fyrir
föstudaginn 29. nóv-
ember. Allir velkomnir.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Sýslumaður-
inn og lögreglan í Garða-
bæ bjóða eldri borgur-
um í Garðabæ í fræðslu-
og skemmtiferð á Nesja-
velli 10. desember kl.
12.30. Skráning í síma
820-8571 eftir hádegi.
Föndurdagur í félags-
starfinu 4. des. kl. 14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ.
Í dag, laugardag, kl.:
13.00. Heilsa og ham-
ingja fyrirlestrar um
fjármál aldraðra í Ás-
garði, Glæsibæ.
Basar Söngfélags FEB
verður á morgun, sunnu-
dag, kl. 13 í Ásgarði,
Glæsibæ.
Sunnudagur: Dansleikur
kl. 20 Caprí tríó leikur.
Mánudagur: Brids kl.
13. Línudanskennsla
fyrir byrjendur kl. 18.
Danskennsla Sigvalda,
framh., kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30.
Almennur félagsfundur
með þingmönnum
Reykjavíkur laugardag-
inn 30. nóvember í Ás-
garði Glæsibæ kl. 13.30.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12 sími.
588-2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Myndlistarsýning Árna
Sighvatssonar opin í dag
og á morgun frá kl. 13–
16. Fimmtudaginn 28.
nóvember er „Kynslóðir
saman í Breiðholti“. Fé-
lagsvist kl. 13.15 í sam-
starfi við Fellaskóla. All-
ir velkomnir.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað á
Listatúni í dag kl. 10.30.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Jóna Valdís
lyfjafræðingur verður á
mánudaginn kl. 13 og
veitir ráðgjöf um lyfja-
skömmtun, lyfseðla og
heimsendingar lyfja.
Jólabingó föst. 29. nóv.
kl. 13.
Norðurbrún 1. Þriðju-
daginn 26. nóv. kl. 14 les
Viðar Hreinsson upp úr
bók sinni um ævi Steph-
ans G. Stephanssonar.
Nýtt jóganámskeið hefst
26. nóv. kl. 14. Nánari
uppl. í síma 568 6960.
Vesturgata 7. Jólafagn-
aður verður haldinn fim.
5. des. Húsið opnað kl.
17. Ragnar Páll Einars-
son leikur á hljómborð.
Jólahlaðborð kaffi og
eftirréttur. Barnakór frá
leikskólanum Rjúpna-
hæð. Fiðluhópur frá
Allegro SusukiTónlistar-
skólanum. Jólasaga.
Hera Björk Þórhalls-
dóttir syngur einsöng.
Fjöldasöngur. Hugvekja
séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson. Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs
leikur fyrir dansi. Allir
velkomnir óháð aldri,
upplýsingar og skráning
í síma 562 7077.
Digraneskirkja, kirkju-
starf aldraðra. Opið hús
á þriðjudag frá kl. 11
leikfimi, léttur máls-
verður, helgistund,
fræðsluþáttur, kaffi. All-
ir velkomnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir.
Digraneskirkja, kirkju-
starf aldraðra. Opið hús
þriðjudag frá kl. 11.
Matur, helgistund og
samvera.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði.
Jólafundur verður hald-
inn 1. desember nk. í
Skútunni við Hólshraun
kl. 20.
Breiðfirðingafélagið
efnir til gönguferðar í
dag. Hittumst við Breið-
firðingabúð kl. 13. Geng-
ið verður um Laugardal-
inn.
Dansleikur í kvöld kl. 22
í Breiðfirðingabúð.
Hljómsveitin Últra leik-
ur. Söngkona Íris Guð-
björnsdóttir.
Bandalag kvenna í
Reykjavík. Jólafund-
urinn verður þriðjudag-
inn 27. nóv. kl. 20 að
Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14. Upplestur,
tískusýning, happdrætti,
kaffiveitingar.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Jólafundurinn
verður þriðjudaginn 3.
des. kl. 19 í Safnaðar-
heimilinu.
Tilkynnið þátttöku sem
allra fyrst hjá Þórdísi í
síma 511-5405, Guðnýju í
síma 553-6697 og Snjó-
laugu í síma 561-2163.
Nýir félagar velkomnir.
Munum jólapakkana.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Aðal-
fundur félagsins verður
haldinn í dag, laugar-
daginn 23. nóvember, kl.
14 í Þjónustumiðstöðinni
Bólstaðarhlíð 43.
Félag breiðfirskra
kvenna. Jólafundurinn
verður mánudaginn 2.
desember kl. 19. Skrán-
ing fyrir miðvikudaginn
27. nóvember í síma 553-
2562 Ingibjörg, 564-5365
Gunnhildur.
Jólamatur, söngur og
gleði. Munið jólapakk-
ana.
Íslenska bútasaums-
félagið. Jólafundur þri.
6. nóv. kl. 20 í safnaðar-
heimili Háteigskirkju.
Munið jólapakkana og
happdrættið (20x20
rautt). Nýir félagar vel-
komnir.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun.
Einn ókeypis prufutími
fyrir þá sem vilja. Uppl.
á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3–5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8.
Opið hús alla laugardaga
frá kl. 14.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, er opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14–17.
Leið 10 og 110 ganga að
Kattholti.
Í dag er laugardagur 23. nóvember,
327. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sá sem elskar líf sitt, glatar því, en
sá sem hatar líf sitt í þessum heimi,
mun varðveita það til eilífs lífs.
(Jóh. 12,25)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI var á ferð í Búdapestá dögunum og upplifði þar á
einstaklega skemmtilegan hátt
hversu ólíkar þjóðir Íslendingar og
Ungverjar eru. Það var ekki laust við
að Víkverja og ferðafélögum hans
fyndist eima eftir af því sem þeir
ímynduðu sér að væri austur-evr-
ópskt skrifræði kommúnismans.
Sterkust var upplifunin af þessu
þegar hópurinn ákvað að skella sér í
baðhús, en Ungverjar eru mjög
þekktir fyrir baðhús sín sem kemur
til af því að þeir búa yfir jarðvarma
líkt og við Íslendingarnir.
Þegar hópurinn kom í miðasöluna
var verðlisti yfir hina og þessa þjón-
ustu uppi á vegg, skilmerkilega bæði
á ensku og ungversku, og þannig
gátu menn áttað sig á því hvað þeir
vildu. Hins vegar vandaðist málið
töluvert þegar komið var að því að
óska eftir þessari þjónustu því kon-
urnar í afgreiðslunni töluðu nánast
enga ensku. Þetta olli talsverðum
vandræðum í einhverjum tilfellum –
til dæmis ætlaði einn félagi Víkverja
aldrei að koma miðasölukonunni í
skilning um að hann vildi leigja hand-
klæði. Það var ekki fyrr en hann
barði í borðið og hækkaði róminn að
skilningur konunnar jókst og fé-
laginn fékk það sem hann bað um,
reyndar ekki handklæðið sjálft held-
ur miða fyrir einu slíku sem hann
skyldi sýna þegar inn í sjálfa baðhús-
bygginguna var komið.
Víkverja og vinum hans skildist
enda fljótt að í þessari stofnun sner-
ist allt um miða. Þannig stóðu Vík-
verji og hans betri helmingur uppi
með tólf miða í höndunum þegar þau
sluppu í gegnum nálarauga miðasöl-
unnar: tvo miða fyrir sundferðinni,
tvo miða fyrir nuddi (sem reyndist
söguleg upplifun svo ekki sé meira
sagt), tvo miða fyrir handklæðum og
aðra tvo fyrir tryggingagjaldi sem
þurfti að greiða fyrir þau og loks ann-
að eins fyrir sundfatnaði sem nauð-
synlegt var að leigja.
Með þetta miðafargan var mars-
érað inn í sundhöllina þar sem her
manns virtist vera í vinnu við það eitt
að fá að skoða miðana.
Á endanum tókst Víkverja og vin-
um hans að komast í sundið og þótt
ferðin hafi öll einkennst af misskiln-
ingi og villum og tekið helmingi
lengri tíma en hópurinn áætlaði varð
þessi lífsreynsla til þess að kitla hlát-
urtaugarnar svo um munaði. Og hún
verður lengi í minnum höfð.
x x x
FLÓRA veitingastaða í Reykjavíkmætti að mati Víkverja vera
fjölbreyttari en nú er. Vissulega hafa
komið veitingastaðir sem í eina tíð
hefðu þótt framandi en þykja jafnvel
hversdagslegir í dag. Má þar nefna
ítalska og ýmsa austurlenska staði en
mun sjaldgæfara er að rekast á ind-
verska staði, þótt þeir finnist og Vík-
verji veit ekki til þess að í borginni sé
að finna veitingastað sem býður upp
á arabískt eldhús.
Þá saknar Víkverji sérstaklega
grískra staða og á satt best að segja
erfitt með að skilja hvers vegna eng-
um hefur dottið í hug að koma einum
slíkum á laggirnar. Grikkir eru meðal
annars þekktir fyrir sína sérstöku að-
ferð við að matreiða lambakjöt sem,
eins og þjóð þekkir, er best á Íslandi.
Víkverji skorar hér með á ein-
hverja framtakssama aðila að koma
grískum matsölustað á laggirnar og
lofar dyggum viðskiptum við staðinn
í staðinn.
Misjafnlega upplýst
ÉG VAR að brjóta saman
þvottinn á sunnudags-
morgni og af einhverri
ástæðu var kveikt á Silfri
Egils á Skjá 1. Voru Stein-
grímur Sigfússon og Björn
Bjarnason gestir Egils að
þessu sinni. Ég var ekkert
að hlusta á þetta með nein-
um áhuga en ég „vaknaði“
aðeins þegar Steingrímur
sagði að það ríkti hræðilegt
ástand í heiminum í dag og
er þessi setning ástæðan
fyrir því að ég skrifa þenn-
an pistil.
Það hefur alltaf ríkt
hræðilegt ástand í heimin-
um, við erum bara misjafn-
lega upplýst um það. Eins
og ég er viss um að það eru
fáir sem vita að fólk var á
sínum tíma pínt og dregið
til dauða til að fullkomna
verkjalyfið asprin, það voru
ekki margir sem vissu um
óréttlætið gegn Nelson
Mandela fyrr en seinustu
árin hans í fangelsi. Það
vissu fáir, fyrir utan Afr-
íkubúa, að stelpur þar í
landi væru umskornar.
Fyrir utan Hitler og
nokkra af hans mönnum
vissi enginn um að eyða
ætti gyðingastofninum. Og
svona væri hægt að halda
áfram endalaust.
En vegna góðs aðgengis
að fjölmiðlum erum við bet-
ur upplýst í dag en áður var
en samt vitum við ekki
nema lítið brot af því sem
gerist í heiminum í dag.
Það hefur alltaf og mun
alltaf ríkja hræðilegt
ástand í heiminum en lang-
ar okkur virkilega að vita
um það allt og vera samt
hamingjusöm?
Aðalheiður Dögg
Ágústsdóttir,
1. árs nemi í Versló.
Góð dagskrá
MIG langar að koma á
framfæri þakklæti til Sjón-
varpsins fyrir góða dagskrá
sunnudagskvöldið 17. nóv-
ember sl. Þáttur sjónvarps-
ins „Árin og seglið“ hreif
mig á allan hátt. Lýsing
Bjarna Jónssonar listmál-
ara á áraskipunum og ein-
stakar myndir hans af
þessu viðfangsefni var
sannarlega mikils virði að
sjá og heyra.
Þáttur Bjarna Jónssonar
listmálara í varðveislu á
heimildum um opna ára-
báta á öldum áður er þjóð-
inni dýrmætur. Mikilvægi
árabátanna til flutnings var
einstakt og öflun sjávar-
fangs var oftast farsæl.
Mismunandi gerð og lögun
bátanna er áhugaverð.
Hafðu, Bjarni, bestu
þakkir fyrir framlag þitt til
þessa þáttar. Ég vænti end-
ursýningar fyrir þá sem
misstu af góðum þætti.
Með kveðju.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.
Tapað/fundið
Silkislæða týndist
GRÁ munstruð silkislæða
týndist á bílaplaninu í
Mjódd. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 557 3549.
Seðlaveski týndist
BRÚNT seðlaveski týndist
í verslunarmiðstöðinni við
Háaleitisbraut. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 553 0094.
Silfurhálsmen týndist
Silfurhálsmen með brúnum
sporöskjulaga stein í silfur-
umgjörð, týndist líklegast í
miðbæ Reykjavíkur eða á
Teigunum. Finnandi hringi
í Fanneyju í síma 698 7204.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 samtíningur, 8 snúin, 9
fallegur, 10 fag, 11
skepnurnar, 13 peningar,
15 krakka, 18 bráðlyndur
maður, 21 álít, 22 dýrki,
23 rík, 24 manntjón.
LÓÐRÉTT:
2 bál, 3 nytjalöndin, 4
minnast á, 5 ótti, 6 þyngd-
areining, 7 ókeypis, 12
greinir, 14 dveljast, 15 lít-
il máltíð, 16 bölva, 17 stíf,
18 reik, 19 hulin grjóti, 20
kvenmannsnafn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 háski, 4 sæmir, 7 tjáði, 8 orkan, 9 nár, 11 aðal,
13 eira, 14 óvani, 15 vopn, 17 reit, 20 hin, 22 takki, 23
æskir, 24 remma, 25 iðrar.
Lóðrétt: 1 hátta, 2 skána, 3 ilin, 4 spor, 5 mikli, 6 renna,
10 ávani, 12 lón, 13 eir, 15 vitur, 16 púkum, 18 eykur, 19
tærar, 20 hika, 21 næði.
K r o s s g á t a
NÚ hefur leigjendum fé-
lagsbústaða loks borist til-
kynning um samþykkt fé-
lagsmálaráðs og borgar-
stjórnar varðandi breyt-
ingar á leigu. Annars
vegar jöfnunaraðgerð og
hinsvegar 12% hækkun
allrar leigu. Í marga mán-
uði hefur fólkið mátt lesa í
blöðum og heyra í öðrum
fjölmiðlum hugleiðingar
og ætlanir sem varða kjör
þess. Enginn sá ástæður til
að tala við leigjendurna og
engu líkara en þeim kæmi
þetta ekkert við. Nú hefur
sem sagt borist formlegt
bréf þar sem áður nefndar
breytingar á leigusamn-
ingi eru tilkynntar.
Eflaust eru leigjendur
félagsbústaða með gilda
leigusamninga þar sem
umsamin leiga er tilgreind.
Sá samningur heldur gildi
sínu meðan honum er ekki
sagt upp löglega eða hon-
um rift með lögmætum
hætti. Húsaleiga er samn-
ingsatriði en ekki ákveðin
einhliða af öðrum samn-
ingsaðilanum. Meðan
samningur er í gildi þurfa
leigjendur ekki að greiða
aðra leigu en þar segir.
Undirritaður hefur ekki
gert athugasemdir við
jöfnunaraðgerðir enda
fyrri reglur um ákvörðun
leigu fremur frumstæðar.
12% hækkun vegna vaxta-
hækkunar íbúðarlánasjóðs
er út í hött. Það vantar um
3.000 leiguíbúðir í Reykja-
vík og þær verða aldrei
keyptar á markaði. Bygg-
ingu þeirra á að bjóða út til
að lækka bygging-
arkostnað og til greina
kemur að bjóða einnig út
reksturinn.
Jón Kjartansson
frá Pálmholti.
Leiguhækkun hjá borginni