Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. Frábær spennutryllir sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Lína fer í Tívolí kl. 2 Vetur á Sjónarhóli kl. 2 Hamagangur á Sjónarhóli kl. 4 Lína fer í skóla kl. 4 Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. Hann er með 1000 andlit... en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16. 2.30, 7.30 og 10. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl RadíóX  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2. Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. Frábær spennutryllir sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Sýnd kl. 2 og 3.Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Síðustu sýn. 300 kr. tilboð alla helgina Tilboð 300 kr. Tilboð 300 kr. Tilboð 300 kr. Tilboð 300 kr. Tilboð 300 kr.         JÁ, hann Harry Potter er nú meira fyrirbærið. Allir – næstum því í heim- inum – þekkja Harry Potter, sem er ein helsta ástæðan fyrir því að þessi önnur mynd um galdrastrákinn er mun betri en sú fyrri. Þá þurfti að kynna áhorfendur fyrir persónunum og bakgrunni þeirra, skólanum, og hvernig allt nú virkar í ótrúlegum og undraverðum heimi galdramanna og mugga. Hér er hins vegar allt komið á fleygiferð. Myndin hefst á atriði með Dursley-fjölskyldunni, Weasley- strákunum og húsálfinum Dobby. At- riðið er spennandi og skemmtilegt og þannig helst það myndina á enda. Enda þurfa Harry Potter og félagar að bjarga skólasystkinum sínum sem finnast frosin og stjörf hér og þar. Að öllum líkindum er það skrímslinu óg- urlega í leyniklefanum að kenna, og hver þorir og getur tekist á við það, nema sjálfur Harry Potter? Þessi mynd er miklu óhuggulegri en fyrri myndin, eiginlega einsog hryllings- mynd fyrir börn með spennuívafi. Samt ekki þannig að einhver ætti að hætta við að sjá myndina. En það er skrifað með blóði á veggina, sem ekki boðar gott. Óhuggulegt atriði með mannæturisakóngulóm og svo skrímslinu sjálfu. Myndin er uppfull af nýjum hug- myndum og skemmtilegum atriðum. Auk þess eru margar nýjar persónur kynntar til sögunnar og þær eru allar frábærar. Dobby er yndislega sætur og mikið krútt. Pabbi Draco Malfoy, helsta óvinar Harrys í skólanum, Lucius Malfoy, kemur sterkur inn og það gustar af honum illmennskan, en John Fleton leikur hann af mjög mik- illi sannfæringu. Ginny systir hans Rons byrjar í skólanum, en hún dýrkar Harry Pott- er (kannski er hún bara skotin í hon- um). Yndisleg Julie Walters leikur Weasley-mömmuna, og draugurinn Vala væluskjóða skiptir sköpum. Síð- ast en ekki síst er er það nýi kenn- arinn í vörnum gegn myrku öflunum, hinn sjálfumglaði Gilde- roy Lockhart sem er alveg óborganleg persóna. Það hefði ekki verið hægt að finna betri leikara en Kenneth Branagh í þetta hlutverk. Hvort sem það er af því að hann er sjálfur sjálfumglaður eða ekki, veit ég ekki, en hann leik- ur Lockhart með ein- stökum tilþrifum og mikl- um húmor. Mér finnst leikurinn í myndinni almennt mjög góður, og það er greini- lega gaman á tökustað. En því miður verð ég að segja að eini leikarinn sem mér finnst ekki standa sig nógu vel er Daniel Radcliffe í hlut- verki sjálfs Harry Potters. Og þótt undarlegt megi virðast, býður hans hlutverk upp á minnst, finnst manni. Harry Potter er nefnilega frekar húmorslaus týpa. Persónurnar eru allar frekar einhliða og standa fyrir viss karaktereinkenni, einsog sá ill- gjarni, sá sjálfumglaði, sá vitri, sá góði, klaufinn, trúðurinn og náms- hesturinn. Það er allt í lagi og virkar ósköp vel í álíka ævintýri. En hins vegar er aðalpersónan frekar flöt. Maður tengist frekar við aðstæðurn- ar sem hann er í og hæfileikana sem hann býr yfir, frekar en persónuna sjálfa. Þetta finnst mér galli, og spurning hvort betri leikari hefði get- að gefið okkur eitthvað meira. Tækniatriðini eru frábær og hús- álfurinn Dobby er svo flottur að ég gat ekki hætt að velta fyrir mér hvernig hann er gerður. Og leik- myndin er hreint úr sagt ótrúleg, því- líkur heimur! Já, nýja Harry Potter er mun betri en sú fyrri. Hún fylgir bókinni út í ystu æsar, og hefði kannski mátt stytta á stundum. En það er ekki spurning að hún á eftir að standa full- komlega undir væntingum aðdáenda um allan heim. Skemmtileg fleygiferð KVIKMYNDIR Sambíóin og Háskólabíó HARRY POTTER OG LEYNIKLEFINN Leikstjóri: Chris Columbus. Handrit: Steven Kloves eftir samnefndri skáld- sögu J. K. Rowling. Kvikmyndataka: Rog- er Pratt. Aðalhlutverk: Daniel Radcliff, Rupert Grint, Emma Watson, Kenneth Branagh, Maggie Smith, Robbie Coltr- ane, John Felton, Jason Isaacs, Richard Harris og Alan Rickman. BNA. 161 mín. Warner Bros. 2002. Harry Potter er betri nú en í fyrra, að mati Hildar Loftsdóttur. Hildur Loftsdóttir KEPPNIN um herra Ísland 2002 fór fram í Broadway á fimmtudags- kvöldið. „Keppnin er búin að skapa sér fastan sess núna. Áhuginn er alltaf meiri og meiri,“ segir Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Feg- urðarsamkeppni Íslands, sem stend- ur fyrir keppninni um titlana herra og ungfrú Ísland. „Strákarnir sækja núna í að vera með í keppninni.“ Þetta var í sjöunda sinn, sem herra Ísland var valinn, og tóku 15 strákar þátt í keppninni. Í ár hreppti Sverrir Kári Karlsson tit- ilinn eftirsótta. Hann er 22 ára Kópavogsbúi og trésmíðanemi. Enn- fremur æfir hann körfubolta hjá Fjölni og er ekki á lausu en unnusta hans heitir Helena Kristinsdóttir. Sverrir Kári var einnig valinn sport- strákur Oroblu. Hann keppir síðan um titilinn Mr. International á næsta ári. Í öðru sæti lenti höfuðborg- arbúinn Jón Björgvin Hermannsson, 22 ára tölvunarfræðinemi við Há- skólann í Reykjavík. Þriðja sætið vermir Elís Bergmann Blængsson, 21 árs húsasmíðanemi úr Borg- arnesi. Fleiri titlar voru í boði og hlaut Kristinn Óli Hrólfsson, 21 árs hár- greiðslumaður úr Reykjavík, tvo þeirra. Hann lenti í fjórða sæti keppninnar auk þess að vera valinn ljósmyndamódel DV. Arnar Már Jónsson, 22 ára Kefl- víkingur og húsasmiður, lenti í fimmta sæti og Baldvin Jón Hall- grímsson, 24 ára málari úr Mos- fellsbæ, var valinn vinsælasti strák- urinn úr hópnum. Elín segir að íslenskt þema hafi ráðið ríkjum í keppninni en stílisti var Sigrún Baldursdóttir, nemi í Listaháskóla Íslands. Vel tókst til með keppnina, sem fór fram fyrir fullu húsi, að sögn El- ínar. Hljómsveitirnar Írafár og Land og synir skemmtu gestum. Fjöldi mætra manna sat í dóm- nefnd. Auk Elínar sáu Íris Björk Árnadóttir fegurðardrottning, Sig- urjón Ragnar ljósmyndari, Þórunn Högnadóttir förðunarmeistari og Pétur Ívarsson, verslunarstjóri hjá Boss, um valið. Herra Ísland 2002, Sverrir Kári Karlsson, ásamt unnustunni, Hel- enu Kristinsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegararnir gleðjast saman að keppninni á Broadway lokinni. Fríðir og föngulegir Herra Ísland valinn í sjöunda sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.