Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 84
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Saga segist vonast til að komast heim aftur sem fyrst. Hér er hún ásamt Erni, syni sínum, og hundinum Patta. ÞRJÚ íbúðarhús á Seyðisfirði voru rýmd í gærkvöldi vegna hættu á aurskriðu og var fólki ráðlagt frá því að fara inn í sex önnur hús sem ekki er búið í, að sögn Lárusar Bjarnason- ar, sýslumanns á Seyðisfirði. Alls þurftu níu manns að yfirgefa heimili sín, meðal þeirra voru Saga Valsdóttir, eiginmaður hennar, Jón Bergmann Ársælsson, fjórtán ára dóttir þeirra, Ása Guðrún, og tólf ára sonurinn Örn. Fjölskyldan býr á Austurvegi 54, en 30–40 metra breið aurskriða féll á húsið nýlega. „Það er óhugnanleg tilfinning að fara úr húsinu sínu og geta ekki farið heim. Maður hefur alltaf haldið að maður ætti að vera hræddur við snjóflóð, en ekki þetta,“ segir Saga. Fjölskyldan fékk inni hjá ættingjum og vin- um. „Börnin taka þessu verr en við, þau vildu taka með sér dót sem þeim þykir vænt um, myndir af ömmu og afa og svoleiðis. Dóttir mín vildi taka fermingarkertið sitt,“ segir Saga. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, sagði að lögreglan yrði á vakt í nótt og áætlun væri tilbúin ef á þyrfti að halda. Auk húsanna sem hafi verið rýmd hafi lögregla varað íbúa á svæðinu í kring við og boðið fólki annað hús- næði. Rauði krossinn reki hjálparstöð og haldi m.a. utan um hverjir sofi hvar. Margir fari til vina og ættingja en nokkrir einstaklingar hafi boðið húsnæði til afnota. Rignt hafi í langan tíma, hlíðin fyrir ofan bæinn sé vatnsósa, sprungur og sig hafi komið fram á nokkrum stöðum. Jarðfræðingur frá Veðurstofu Íslands mat aðstæður í gær og ráð- lagði hann að húsin yrðu rýmd. Óhugnanlegt að geta ekki farið heim Níu yfirgáfu heimili sín vegna aurflóðahættu UM klukkan hálfellefu í gærkvöldi var til- kynnt um rán í verslun 11–11 við Skúlagötu í Reykjavík. Að sögn lögreglu frömdu tvær grímuklæddar manneskjur með hettu yfir höfði ránið, en ekki voru neinar vísbend- ingar um að vopnum hefði verið beitt. Ekki fengust upplýsingar um ránsfeng og ræningjarnir voru ófundnir á miðnætti. Sl. þriðjudagskvöld var framið rán í Olís- stöðinni við Skúlagötu og er það óupplýst. Lögreglumenn á vettvangi í gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus Annað rán við Skúlagötu MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 PHARMACO hf. hefur keypt 69% hlut í serbnesku lyfjaverksmiðjunni Zdravlje og skuldbundið sig til að kaupa 15% til viðbótar á næstu þrem- ur árum. Samningur þess efnis verð- ur undirritaður í Serbíu á mánudag- inn. Jafnframt mun Pharmaco fjárfesta í uppbyggingu serbneska fé- lagsins á næstu árum. Kaupverð þess 84% hlutar sem Pharmaco mun kaupa, er 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 475 milljóna ís- lenskra króna. Verðið skiptist þannig að 3,5 milljónir evra greiðast fyrir 69% hlutinn og 2 milljónir evra fyrir 15% hlutinn, sem greiðast á næstu þremur árum. Þessu til viðbótar skuldbindur Pharmaco sig til að fjár- festa fyrir 20 milljónir evra á næstu fimm árum. Það er Búnaðarbankinn sem sér um fjármögnun kaupanna. Hjá Zdravlje starfa um 2.100 manns. Starfsmenn Pharmaco í dag eru um 5.300 talsins þannig að eftir kaupin á verksmiðjunni í Serbíu munu um 7.400 manns starfa á vegum Pharmaco í 13 löndum.   ! " #  $ % & ' !( ) *"+,'-, ./'-, 0,"%, ()   *! +    Hagnaður eykst/14 VIÐRÆÐUR Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á samkomulagi ríkjanna um viðbúnað í varnarstöðinni í Keflavík munu hefjast í kringum áramótin, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Í tengslum við leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsins í Prag átti Halldór samtöl bæði við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Joseph Ralston, yfir- mann Evrópuherstjórnar NATO, um stöðu Keflavíkurstöðvarinnar. Í nýju her- stjórnarskipulagi NATO mun stöðin heyra undir Evrópuherstjórnina. Halldór segir að Bandaríkjamenn vilji hefja viðræður um samkomulag ríkjanna um viðbúnaðinn í stöðinni í kringum ára- mótin. Þær áttu að hefjast á síðasta ári en var frestað, m.a. vegna hryðjuverkaárás- arinnar á Bandaríkin. Utanríkisráðherra segist gera ráð fyrir að fara til fundar við Powell um þau mál í upphafi næsta árs. Viðræður um Keflavík hefj- ast um áramót Prag. Morgunblaðið.  Munum þurfa/20 „ÞAÐ fyrsta sem gerðist var að raf- magnið fór af, ég heyrði í reyk- skynjara og eldvarnarhurðir lokuð- ust,“ segir Árni Þórðarson, starfsmaður Húsasmiðjunnar, sem varð fyrstur var við að eldur hefði kviknað í timburverkstæði Húsa- smiðjunnar við Súðarvog, síðdegis í gær. Hann var staddur í hliðarsal á verkstæðinu þegar eldurinn kvikn- aði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og má telja það mikla mildi að ekki fór verr, en mikill eldsmatur var á staðnum og var slökkvilið búið und- ir að eldurinn myndi breiðast út, að sögn Erlings Júlínussonar, stöðvar- stjóra sem stjórnaði aðgerðum. „Ég opnaði inn í stóra vinnusal- inn til að sjá hvað væri að gerast og af hverju rafmagnið væri farið. Þá komst súrefni þangað inn og eld- urinn magnaðist. Rúðurnar sprungu og há eldtunga steig upp af bandsöginni. Ég sá að það þýddi ekkert að reyna að slökkva eldinn, þetta var orðið það mikið,“ segir Árni sem síðan kallaði á hjálp og fór í það ásamt fleirum að flytja timbur sem lá utan í húsinu í burtu, til að minnka eldsmatinn og forða því sem hægt var að forða. Fór aftur inn í reykjarkófið Eftir að slökkviliðið mætti á stað- inn heyrði Árni að enn væri kveikt á sogkerfi, sem sogar spæni frá sög- unum í burtu. Hann rauk þá aftur inn í vinnslusalinn og slökkti á sog- kerfinu. Aðspurður segist hann ekkert hafa hugsað um þá hættu sem væri því samfara að fara aftur inn í salinn. „Ég vissi hvað var í hættu og þótt ég þyrfti að fara þarna inn í reykjarkófið, þá hugsaði ég ekkert út í það. Ég vissi bara hvar neyðarrofinn var og vissi að [slökkviliðið] yrði lengur að finna hann en ég. Ég gerði bara það sem ég gat gert. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð.“ Erling segir að það hafi skipt sköpum að Árni hafi slökkt á sog- kerfinu, þó það hafi ekki verið skyn- samlegt að fara aftur inn í reykj- arkófið. „Hann slekkur á sogkerfi hússins, sem vissulega hafði áhrif á og hindraði að eldurinn breiddist út þá leiðina. Maður veit ekki hvernig það hefði endað ef eldurinn hefði náð að fara inn í sogkerfið með öllu sem því fylgir,“ segir Erling. Tjónið hefði getað verið mun meira Slökkviliðið fékk útkallið klukkan 16.48 og rétt rúmum hálftíma síðar, kl. 17.20, var búið að slökkva eldinn. Erling segir að sótt hafi verið að eldinum úr mörgum áttum og aldrei hafi nokkur verið í hættu. Allt til- tækt slökkvilið auk bakvaktar hafi verið kallað út, eða um 50 manns. Eldur hafi staðið út úr gluggaröð á um 10 metra kafla á norðurhlið hússins þegar slökkvilið kom á stað- inn. „Aðstæðurnar voru vissulega erfiðar, þarna var lélegt skyggni, mikið rými, reykur, tæki og annað sem hindraði okkur í að sækja að eldinum.“ Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bandsög, sem stendur í miðju verkstæðinu. Erling segir að mikið tjón hafi orðið á húsinu, „en þetta er eins vel sloppið og það getur verið miðað við hvernig hefði getað farið ef eldurinn hefði náð að breiðast út. En vissulega hefur orðið þarna tug- milljóna króna tjón.“ Erling segist stoltur af sínum mönnum og því verki sem þeir unnu í þessu útkalli. Morgunblaðið/Júlíus Eldtungur teygðu sig út um glugga á um tíu metra svæði á norðurhlið verksmiðjunnar þegar slökkvilið kom á svæðið. Rúðurnar sprungu út og há eldtunga steig upp úr húsinu Betur fór en á horfðist í eldsvoða í timburverkstæði Húsasmiðjunnar Starfsmönnum fjölgar um 2.100 Pharmaco kaupir serbneska lyfjaverksmiðju ♦ ♦ ♦ Á NÆSTUNNI kemur út Íslensk hljóm- plötuskrá, uppfletti- og skráningarforrit með gagnagrunni er geymir skráningu á ís- lenskum hljómplötum frá því fyrsta hljóm- platan kom á markað 1907 og til ársins 2002. Reynt hefur verið að skrá sem flestar op- inberar útgáfur, en í skránni nú eru taldar 5.000 útgáfur og 46.000 lög. 5.000 útgáfur, 46.000 lög  Skrá yfir/80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.