Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PLUS PLUS ww w. for va l.is SIGRÍÐUR Árnadóttir, varafrétta- stjóri á fréttastofu Útvarps, hlaut fjögur atkvæði í útvarpsráði í gær þegar fjallað var um ráðningu í stöðu fréttastjóra Sjónvarps. Elín Hirst, varafréttastjóri á fréttastofu Sjón- varps, hlaut þrjú atkvæði. Loka- ákvörðun um ráðninguna er hins veg- ar í höndum útvarpsstjóra. Það var ráðgjafarfyrirtækið Mannafl sem sá um úrvinnslu um- sókna en alls sóttu 11 um starfið. Sex umsækjendanna voru úrskurðaðir hæfir en af þeim dró einn umsókn sína til baka. Eftir kynningarviðtöl við þá fimm sem eftir voru taldi Mannafl að þrír þeirra, Elín Hirst, Logi Bergmann Eiðsson og Sigríður Árnadóttir, upp- fylltu best þær hæfniskröfur sem gerðar voru í auglýsingu um starfið. Í fyrsta lagi var tilgreint að háskóla- menntun væri nauðsynleg og/eða um- talsverð starfsreynsla við fjölmiðla og sjónvarp. Þá var reynsla af stjórnun- arstörfum áskilin og sömuleiðis þekk- ing á fjármálum og rekstri. Loks voru gerðar kröfur um skipulags- og sam- starfshæfileika viðkomandi. Sem fyrr segir skiptust atkvæði út- varpsráðs þannig að Elín fékk þrjú atkvæði og Sigríður fjögur. Hvað varðar menntunarþáttinn þá hefur Elín lokið B.Sc. gráðu í sjónvarps- fréttamennsku frá Bandaríkjunum og stundar jafnframt meistaranám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Sig- ríður hefur lokið meinatæknaprófi og lagt stund á frönsku án prófgráðu. Sigríður hefur hins vegar mestu reynslu af stjórnun eða 15 ár hjá fréttastofu Útvarps. Elín hefur tæp- lega 8 ára reynslu af stjórnunarstörf- um á fjölmiðlum, þar af 7 ár á frétta- stofu í sjónvarpi. Hvað varðar reynslu af sjónvarpi hefur Elín starfað í 13 ár við sjónvarp. Sigríður hefur lengst af starfað við út- varp en hefur séð um fréttavinnslu fyrir sjónvarp, sem fréttamaður á er- lendum vettvangi, og verið þátttak- andi í kosningasjónvarpi. Á fundi útvarpsráðs var bréf Boga Ágústssonar, forstöðumanns frétta- sviðs Ríkisútvarps, lagt fram en þar mælir hann eindregið með því að Elín verði ráðin í starfið. Nefnir hann í því sambandi m.a. samstarf hans við Elínu á fréttastofu sjónvarps í gegn um árin og segir hana búa yfir mikl- um skipulagshæfileikum auk þess sem hún eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Meginmarkmiðið bætt samstarf fréttastofanna Það voru Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, Þórunn Gestsdóttir og Anna K. Jónsdóttir, fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í útvarpsráði, sem studdu umsókn Elínar og kemur fram í bókun þeirra að þau hafi talið Elínu, Loga og G. Pétur Matthíasson hæf til starfans. Elín hafi þar mesta stjórn- unarreynslu og því telji þau hana upp- fylla best hæfniskröfur. Kristín Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, bókaði að meginmarkmiðið með skipulagsbreytingum á frétta- sviði Ríkisútvarpsins væri bætt sam- starf fréttastofanna. Í því ljósi teldi hún farsælast að fela Sigríði hlutverk fréttastjóra sjónvarps. Gissur Péturs- son, fulltrúi Framsóknarflokks í ráðinu, bókaði sömuleiðis að hann teldi að ráðning Sigríðar myndi styrkja skipulagsbreytingar á frétta- sviði Ríkisútvarpsins. Mörður Árnason, annar fulltrúa Samfylkingar, tók í meginatriðum undir bókanir Gissurar og Kristínar og benti á, í ljósi bókunar fulltrúa sjálfstæðismanna, að Mannafl hafi talið Sigríði, Elínu og Loga hæfust til starfans. Þá tók Anna K. Gunnars- dóttir, fulltrúi Samfylkingar, undir bókanir Gissurar og Kristínar. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri mun ráða í stöðuna en hann er ekki bundinn af atkvæðagreiðslu út- varpsráðs í því sambandi. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann í gær að ákvörðunar hans væri að vænta á allra næstu dögum. Atkvæði greidd um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Ríkissjónvarpsins Sigríður Árnadóttir fékk flest atkvæði í útvarpsráði Elín Hirst Sigríður Árnadóttir UNDIRBÚNINGUR vegna björg- unar fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem liggur á um 40 metra dýpi undan ströndum Lófóten, stendur nú sem hæst en stefnt er að því að skipið verði komið í höfn í Noregi fyrir jól. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en alls kemur á fjórða tug manna að aðgerð- unum, þar af þrettán Íslendingar. Í gær unnu þeir Gunnar Örn Gunnarsson og Guðmundur Guð- mundsson að því að setja gúmmí- belgi, sem verða notaðir við björg- unina, í net. Stærstu belgirnir eru um 10 metrar á lengd og verða þeir hengdir framan í stafn skipsins til að létta það. Sigurður Grímsson kvik- myndatökumaður festir allt á filmu en í athugun er að gera heim- ildamynd um björgunina. Avisa Nordland/Lars Antonsen Unnið hörð- um höndum í Lófóten EKIÐ var á hreindýr á Hring- veginum við Lón í gærmorgun. Það var úr hópi 200 hreindýra sem hafa verið á þvælingi í grennd við veginn að undan- förnu. Aflífa varð dýrið á staðnum en litlar skemmdir urðu á bíln- um. Sjaldgæft er að ekið sé á hreindýr og eru ekki fyrirhug- aðar aðgerðir til að stugga við hjörðinni í Lóni, enda talið þýð- ingarlítið að sögn lögreglunnar á Höfn. Ekið á hreindýr launin þá er yfirleitt reynt að passa innan stofnana að hafa grunnlaunin þau sömu. En þessi launamunur hef- ur lengi falist í öðrum greiðslum en grunnlaununum og gerir það greini- lega ennþá.“ Að sögn Halldóru endurspeglar þetta ekki endilega það að karlmenn vinni meira en konur heldur virðist það vera algengara að þeim sé borg- uð föst yfirvinna. Þá séu karlmenn frekar með ýmis fríðindi á borð við bílastyrki. Sýnir meiri launamun en aðrar kannanir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir niðurstöður könnunar- innar mjög alvarlegar ef þær eru réttar. „Allar kannanir sem gerðar hafa verið um launamun kynjanna staðfesta að hann er fyrir hendi en þessi könnun virðist sýna fram á um- talsvert meiri launamun en fyrri eins og þarna er m.a. gert þarf að huga að því að það eru mjög fáir kvenkyns verkfræðingar á Íslandi þannig að hlutföllin eru misvísandi. Hins vegar er þetta nokkuð sem við höfum vitað mjög lengi.“ Aðspurð hvort launamunurinn í opinbera geiranum komi á óvart seg- ir hún að erfitt sé að átta sig á því þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hvernig könnunin var gerð. „Við vit- um að í opinbera geiranum eru miklu fleiri karlkyns millistjórnendur og yfirstjórnendur en kvenkyns. Þar kemur örugglega ein skýring. Ef maður skoðar kannanir frá kjara- rannsóknarnefnd kemur í ljós að það er nánast alltaf munur á launum kynjanna þó að hann sé kannski ekki svona mikill.“ Hún segir þær skýringar gefnar á þessum mun að karlmenn vinni leng- ur en konurnar. „Það er líka rétt að þegar maður fer að skoða grunn- FORSVARSMENN Bandalags há- skólamanna og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja segja lengi hafa verið vitað að munur væri á launum kynjanna hér á landi. Formaður BSRB segir þó koma á óvart að hann sé jafnmikill og ný könnun Evrópu- sambandsins gefur til kynna. Morgunblaðið greindi í gær frá könnun Evrópusambandsins á laun- um þriggja starfsstétta í sex löndum. Hún leiddi í ljós að launamunur kynjanna er 39% í opinbera geiran- um hér á landi en 6–14% í saman- burðarlöndunum. Þá sýndi könnunin að launamunur kynjanna á almenn- um vinnumarkaði er 27% á Íslandi en 16–27% annars staðar. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir þetta því miður ekki koma á óvart en bendir á að í sumum tilfellum geti verið erfitt að setja fingur á slíkan launamun. „T.d. ef verið er að skoða laun verkfræðinga kannanir hafa sýnt. Að því leyti koma þessar niðurstöður nokkuð á óvart.“ Hann segir launamuninn í opin- bera geiranum hér á landi miðað við önnur lönd koma á óvart. „Þetta kall- ar á frekari skoðun og umræðu og launagreiðendur hljóta að koma fram með sínar skýringar. Síðan þurfa samningsaðilar að setjast sam- an yfir þær. Ef það er rétt að það stefni í aukið launamisrétti milli kynjanna eiga menn ekkert að láta það liggja milli hluta heldur þurfa að grípa til einhverra ráðstafana.“ Ögmundur bendir á að þrátt fyrir vilja manna til að draga úr launamun kynjanna hafi það ekki gengið nógu vel. „Reyndar hafa þær launakerf- isbreytingar sem hafa verið gerðar á undanförnum árum ekki auðveldað róðurinn að þessu leyti nema síður sé en þetta eru niðurstöður sem koma á óvart og krefjast nánari skoðunar.“ Forsvarsmenn stéttarfélaganna um könnun Evrópusambandsins Erfitt að skýra muninn á launum kynjanna ÞRENGSLI á nýrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss er ekki nýtt vandamál, að sögn Kristjáns Péturssonar, vara- formanns stjórnar Félags nýrnasjúkra. Hann segir að fyrir einu og hálfu ári hafi yf- irlæknir deildarinnar rætt um að farið yrði í að afla fjár- magns til að opna nýja nýrna- deild. Félagið hafi þá boðið fram aðstoð sína við að leita leiða til að bæta úr aðstöðu- leysi nýrnadeildarinnar en að sú aðstoð hafi ekki verið þegin þá. Síðan hafi málinu lítið þok- að áfram. Um 160 félagsmenn eru í Félagi nýrnasjúkra, sjúkling- ar, aðstandendur þeirra og áhugafólk. Kristján segir að félagið hafi ekki rætt aðstöðuleysi deild- arinnar opinberlega við heil- brigðisráðuneytið. Stjórnar- kjör félagsins verður í febrúar á næsta ári og segir hann að líklegast verði beðið með hugs- anleg viðbrögð af hálfu félags- ins þar til þá. Deildin vel mönnuð sérfræðingum Að sögn Kristjáns er nýrna- deildin vel mönnuð og hann tekur undir með yfirlækni hennar að vandamálið snúist fyrst og fremst um aðstöðu- leysi. Hann segir að forsvars- menn spítalans hafi reynt að finna nýtt húsnæði undir deildina en sú leit hafi ekki borið árangur. Hann segir að töluvert skorti á samráð milli deildarinnar og félagsins en er bjartsýnn á að samskiptin muni lagast. Rætt um að afla fjár fyrir einu og hálfu ári Þrengsli á nýrnadeild LSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.