Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 13
GREININGARDEILD Landsbanka
Íslands hefur sent frá sér umfjöllun
um afkomu fyrirtækja á fyrstu níu
mánuðum ársins og spá um afkomu
þeirra fyrir árið í heild. Vegna árs-
tíðabundinna sveiflna gerir greining-
ardeildin ráð fyrir auknum rekstrar-
tekjum í flestum atvinnugreinum á
þessum ársfjórðungi, borið saman við
þann síðasta.
Í umfjöllun bankans kemur fram
að samanlagður hagnaður fyrirtækja
í Kauphöll Íslands hafi batnað veru-
lega á fyrstu mánuðum þessa árs
miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr
2,2 milljörðum króna í 34,7 milljarða
króna. Aukningin segir greiningar-
deildin að sé að mestu til komin vegna
mikilla umskipta á bókfærðum geng-
isliðum vegna erlendra lána. Þetta
stafi af því að krónan hafi veikst í
fyrra, sem leitt hafi af sér gengistap,
en hún hafi styrkst í ár. Mesti af-
komubatinn hafi verið í samgöngum
og sjávarútvegi, en eina atvinnu-
greinin sem skilað hafi verri afkomu
nú en í fyrra sé sölusamtökin. Af-
koma þeirra hafi versnað um 35%
milli ára.
Aukin framlegð í sjávarútvegi
Greiningardeild Landsbankans
spáir því að framlegð sjávarútvegs
aukist lítillega á þessum ársfjórðungi
frá þeim síðasta, veiðar muni aukast
vegna þess að kvótaárið byrji í sept-
ember og útgerðir hafi því meira
svigrúm til veiða. Betri nýting náist
því út úr skipum og landvinnslu. Ekki
sé þó gert ráð fyrir verulegri breyt-
ingu á afkomu milli ársfjórðunga, því
afurðaverð hafi farið lækkandi að
undanförnu.
Spáð er lækkandi framlegð hjá fyr-
irtækjum í olíudreifingu vegna sam-
dráttar í tekjum, en salan dragist að
jafnaði saman í síðasta fjórðungi árs-
ins. Gert er ráð fyrir lægri framlegð
fyrir árið í heild, en að vegna geng-
isliða muni afkoman batna frá fyrra
ári.
Spáð er auknum hagnaði hjá SÍF á
þessum ársfjórðungi miðað við þann
síðasta, en framlegð SÍF hafi lækkað
talsvert á árinu vegna verri afkomu
SIF Brasil og Iceland Seafood
France. Gert er ráð fyrir svipaðri
framlegð hjá SH og verið hefur, en
hún hefur lækkað mun minna en hjá
SÍF.
Greiningardeild Landsbankans
telur að ef af sameiningu sölusamtak-
anna tveggja verði muni það skila
miklum samlegðaráhrifum og að gera
megi ráð fyrir meiri samlegðaráhrif-
um en þeim hálfa milljarði króna sem
stjórnarformaður SH hafi sagt að
sameiningin muni skila árlega.
Bætt afkoma iðnfyrirtækja
Greiningardeildin spáir því að af-
koma iðnfyrirtækja batni talsvert á
þessum ársfjórðungi miðað við þann
síðasta. Í því sambandi eru nefndar
árstíðabundnar sveiflur í sölu hjá
Bakkavör og að tilkynningar Össurar
og Marels bendi til tekjuaukningar.
Greiningardeildin gerir ráð fyrir
að bankarnir muni skila verri afkomu
en gengið hafi verið út frá fyrr á
árinu. Helsta ástæðan sé lækkandi
verðbótatekjur vegna lágrar verð-
bólgu auk hærri framlaga í afskrift-
arreikning.
Afkoma tryggingafélaganna það
sem af er ári hefur ekki staðið undir
væntingum greiningardeildar Lands-
bankans og bent er á að bæði Sjóvá-
Almennar og Tryggingamiðstöðin
hafi gefið út afkomuviðvörun vegna
þess að hagnaður á árinu verði minni
en upphaflega hafi verið gert ráð fyr-
ir.
Greiningardeild gerir ráð fyrir að
velta Opinna kerfa, Nýherja og Skýrr
muni aukast á þessum ársfjórðungi
líkt og í fyrra og gert er ráð fyrir
hagnaði hjá þeim tveimur fyrst-
nefndu, en að Skýrr verði ekki rekið
með hagnaði á árinu.
Flugleiðir koma á óvart
Greiningardeild segir samgöngu-
fyrirtækin Flugleiðir og Eimskip
hafa gengið í gegnum mikið ferli hag-
ræðingar og umbreytinga. Afkoma
Flugleiða hafi komið mikið á óvart og
mikill bati hafi orðið á rekstri félags-
ins. Viðsnúningur hafi einnig orðið í
rekstri Eimskipafélagsins, en fram-
legð af flutningarekstri sé þó enn
óviðunandi. Gert er ráð fyrir að fram-
legð Flugleiða á þessum ársfjórðungi
verði óveruleg, en hún hafi jafnan
verið verulega neikvæð undanfarin
ár. Ekki er reiknað með bættri fram-
legð af flutningarekstri Eimskipa-
félagsins, en hins vegar er reiknað
með bættri afkomu sjávarútvegs-
sviðs en í síðasta ársfjórðungi.
Greiningardeildin reiknar með
lækkandi framlegð Landssímans á
næstu misserum vegna aukinnar
samkeppni.
LÍ spáir
auknum
tekjum
Gerir ráð fyrir miklum samlegðar-
áhrifum ef SÍF og SH sameinast
VISA Ísland hf. virðir ekki reglur
sem viðhafðar eru annars staðar, að
sögn Gunnars Bæringssonar, fram-
kvæmdastjóra Kortaþjónustunnar
hf. Hann segir að VISA Ísland hamli
samkeppni og láti korthafa greiða
fyrir. Þetta eigi hins vegar ekki við
um Europay Ísland hf.
VISA Ísland reiknar greiðslur,
sem það móttekur í íslenskum krón-
um og fara í gegnum Kortaþjón-
ustuna, yfir í Bandaríkjadali og
breytir síðan aftur í íslenskar krónur
þegar reikningar eru sendir út. Geng-
ismunur getur valdið því að ekki er
sama fjárhæð á reikningi viðskipta-
vinar og sú sem upphaflega var kvitt-
að fyrir. Gunnar segir að VISA Ísland
sé með þessu að beita korthöfum í
samkeppni á þessum markaði.
Af hálfu VISA Ísland eru ekki tald-
ar forsendur að sinni til að tjá sig um
þessi mál.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Europay, segir að eins
og er snúist greiðslur sem fari í gegn-
um Kortaþjónustuna um Bandaríkja-
dal. Því sé gengisáhætta til staðar
sem korthafar ýmist hagnist eða tapi
á. Europay sé með í undirbúningi að
þessar færslur geti farið í gegn sem
íslenskar krónur, þannig að þær verði
ekki reiknaðar yfir í Bandaríkjadali
og síðan aftur yfir í íslenskar krónur.
Nokkrar vikur muni hins vegar taka
að koma þessu í framkvæmd.
Skjótari afgreiðsla
Kortaþjónustan boðaði samkeppni
í kreditkortaviðskiptum fyrir sölu-
aðila, í samstarfi við danska greiðslu-
miðlunarfyrirtækið PBS Internation-
al, í byrjun síðasta mánaðar. Sölu-
aðilum sem skipta við Korta-
þjónustuna stendur til boða að fá
greiðslukortaviðskipti sín uppgerð og
endurgreidd tveimur virkum dögum
eftir að viðskiptin eiga sér stað. Hjá
VISA Ísland og Europay Ísland eru
viðskiptin gerð upp 15–45 dögum eft-
ir að þau eiga sér stað, nema gegn
aukalegri þóknun. Gunnar sagði þeg-
ar hin boðaða samkeppni var kynnt,
að þjónusta Kortaþjónustunnar yrði
allt að 20–40% ódýrari en sambærileg
þjónusta VISA Ísland og Europay Ís-
land.
Eins og færslur erlendis frá
Í tilkynningu frá VISA Ísland til
korthafa, sem fylgdi síðustu útskrift
til þeirra, kom fram að vegna boð-
aðrar samkeppni, yrðu færslur frá
þeim verslunum sem skipta við hið
nýja fyrirtæki sendar til útlanda og
innheimtar þaðan á sama hátt og ef
korthafinn hefði verið staddur er-
lendis og verslað þar. Þá sagði að eins
og gilti um allar færslur erlendis frá
yrði VISA Ísland að greiða fyrir þær
þá dollarafjárhæð sem færslan væri
umreiknuð í, og hún væri síðan skuld-
færð á reikningsyfirlit korthafans á
gengi útskriftardags. Nær öruggt
væri því að korthafinn yrði í þessum
tilvikum krafinn um aðra fjárhæð en
hann skrifaði undir á sölunótuna hjá
kaupmanninum. Þá sagði í tilkynn-
ingunni að VISA Ísland hefði engin
tök á að hlutast til um þessi mál enda
væri öllum VISA-aðilum, sem hefðu
tilskilin leyfi frá VISA International,
heimilt að bjóða þessa þjónustu hér á
landi.
Bankarnir mismuna
Í yfirlýsingu frá Kortaþjónustunni
í gær segir að ólík viðbrögð kortafyr-
irtækjanna við samkeppni veki at-
hygli í ljósi þess að þau séu í eigu
sömu aðilanna, þ.e. bankanna. „Þar
sem bankarnir gefa út kreditkort
beggja fyrirtækja má segja að verið
sé að mismuna viðskiptavinum bank-
anna,“ segir í yfirlýsingunni.
Samkeppni í kreditkortaþjónustu fyrir söluaðila og ásakanir um mismunun
Mismunandi afstaða
VISA og Europay