Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRJÚ stór verk eftir norska lista-
manninn Odd Nerdrum hafa ver-
ið sett upp í miðrými Listasafns
Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum
undir yfirskriftinni „Gestur á að-
ventunni“.
Um er að ræða glæný verk eft-
ir Odd Nerdrum, máluð á árunum
2001–2002, og eru þau öll í eigu
listamannsins.
Odd Nerdrum hélt sýningu á
verkum sínum á síðasta ári að
Kjarvalsstöðum en fáar ef nokkur
sýning Listasafns Reykjavíkur
hafa hlotið jafngóða aðsókn.
Hann settist nýlega að í Reykja-
vík ásamt fjölskyldu sinni.
Listasafn Reykjavíkur – Kjar-
valsstaðir er opið daglega milli
kl. 10 og 17 en til kl. 19 á mið-
vikudögum. Sýningin stendur til
31. janúar.
Leiðsögn er um sýningar safns-
ins alla sunnudaga kl. 15.
Odd Nerdrum: Geðsjúklingarnir, 2001–02.
Ný verk eftir
Nerdrum á
Kjarvalsstöðum
ÞEGAR Tómas R. Einarsson er
annars vegar hafa kúbönsk tónlistar-
áhrif verið hins vegar hin síðustu
misseri. Allt frá því hann kom heim
frá Spáni með tónsmíðar
upp á kúbönsku í fartesk-
inu hafa þær hljómað á
tónleikum hans, ef frá er
talin hin ljúfa ástarvalsa-
uppákoma á hádegistón-
leikum í Norræna húsinu
á dögunum. Það hefur
verið gaman að fylgjast
með þróun þessara Kú-
budansa Tómasar frá því
þeir stigu fyrstu sporin
blautir á bak við eyrun í
Múlanum þar til þeir
birtast fullskapaðir á
nýja diskinum hans Kúb-
anska. Hálfur þriðji slagverksleikari,
tveir blásarar, gítar, Eyþór og Tómas
er ekki amalegur söfnuður og fyrsta
lagið, samnefnt diskinum, er ekta
smellur þótt ég efi að það fái náð fyrir
eyrum einkastöðvasnúðanna sem
matreiða dósatónlist fyrir landann.
Tómas er einn fremsti ballöðusmiður
í íslenskum djassi og er annað lag
disksins, Logn, ein sönnun þess. Ekki
er verra hversu næmum höndum
hinn ljóðræni meistari norræns djass-
píanóleiks, Eyþór Gunnarsson, fer
um það. Kannski vantar sálarháskann
í Títómas, sem er greinilega brætt
saman úr nöfnum höfundarins og eins
helsta meistara karabíudjassins, Tito
Puente. Einsog margir ópusar á þess-
um diski hefur lagið borið mörg nöfn
og má minna á hið bráðskemmtilega
karabíukántrý Hallbjörn í Havana,
sem áður hefur bæði borið nöfnin
Skagginn og Hallbjarnarhylling. Þar
nýtur Hilmar sín vel að vanda. Eins
og hjá Pierre Dørge, sem er meistari í
ferðalögum tónsnillinganna í ópusum
sínum sbr. Monk in Afrika og Fats
Waller in the Busch of Leipzig, er tit-
illinn ekki út í hött heldur lýsir tónlist-
inni vel. Hinn bráðefnilegi trompet-
leikari Kjartan Hákonarson á góðan
sóló í Hippa og Samúel Jón er fínn í
brassinu. Hilmar spinnur léttilega í
Gult og blátt og bjart þar sem Eyþór
slær píanóið í camiloskum stíl og
Tómas notar hæfilega
margar nótur í sóló sinn
þar sem aldrei er gefið eft-
ir í hryninum. Rómansa er
einn ein snilldarballaðan
þar sem Tómas kemur
mjög við sögu og Hilmar
mjúktóna í leik sínum.
Gemsablús er enn ein
grípandi línan með klass-
ískum Eyþóri þótt manni
hefði fundist að eilítið
meiri hiti mætti vera í
hryninum þegar brassið
kemur til sögunnar, svo er
gaman að heyra til Hilm-
ars í sólói sínum, klassískur í hljómum
eins og Jón Páll. Í Næstum of hægt er
bassi Tómasar grípandi – heldur róm-
antíkinni gangandi – og Samúel sér-
deilis tónfagur. En í þessari ballöðu
eins og Logni eru smáhljóðleikar á
einstaka stað sem mér þykja mega
missa sín. Kúbanska lýkur á seiðandi
ballöðu, Einn og saman, sem er flott
og vel spiluð með blárri undiröldu.
Þessi diskur er einstaklega vel
heppnaður. Þótt kúbönsk tónlist sé
alfgjafi hans ber hann með sér að nor-
rænir menn hafa vélað um. Það gerir
hann bara betri. Vilji ég fá Kúbu-
djassinn beint í æð set ég Irakere á
fóninn. Ég vil fá blæ frá heimaslóðum
í tónlist hvers og eins.
Tómas í fínu
formi
DJASS
Geisladiskur
Tómas R. Einarsson bassa, Eyþór Gunn-
arsson píanó og kongótrommur, Hilmar
Jensson gítar, Matthías M.D. Hemstock
trommur og slagverk, Pétur Grétarsson
slagverk, Kjartan Hákonarson trompet
og Samúel Jón Samúelsson básúnu.
Hljóðritað í hljóðveri FÍH í ágúst 2002.
Ómi Jazz 009.
KÚBANSKA
Tómas R. Einarsson
Vernharður Linnet
NÝR salur undir myndlistarsýn-
ingar var opnaður nú á dögunum.
Þetta er þriðja sýningarrýmið sem er
opnað á skömmum tíma, en nýlega
var Gallerí Glámur við Laugaveginn
opnað og Undirheimar í Mosfellsbæ.
Nýja sýningarrýmið nefnist „Salur-
inn #39“ og er við Hverfisgötuna, við
hlið Gallerís Skugga. Það er jafnan
ánægjulegt þegar ný sýningarrými
eru opnuð, en ef litið er á sýningarað-
stöðu í Reykjavík með raunsæjum
augum er það ekki skortur á sýning-
arsölum sem háir listflóru Reykjavík-
ur heldur er skortur á metnaðarfullri
gallerístarfsemi. Gallerí i8 er eina
galleríið sem starfar eftir þeim stöðl-
um sem þekkjast hjá nútíma gallerí-
um erlendis, en i8 hefur mjög skýra
og afmarkaða sýningarstefnu og sár-
vantar því gallerí sem starfa í mót-
vægi við hana. Gallerí Hlemmur sinn-
ir grasrótinni með ágætum, Gallerí
Skuggi og Gallerí Sævars Karls eru
með sýningar á samtímalist en hafa
enn ekki haft tækifæri til að móta
markvissa sýningarstefnu, Listasafn
ASÍ og Nýlistasafnið sinna ólíkum
þáttum samtímalistar en bæði starfa
söfnin líkt og „Non-profit“ gallerí sem
eru tíð erlendis og eru styrkt af fyr-
irtækjum og velgjörðarmönnum, og
að lokum er það svo fjöldi listmuna-
húsa eins og Gallerí Fold og Gallerí
Reykjavík sem sinna listgjafavöru-
markaðnum og einskorðast við það
sem þykir sölu- og stofuvænt á Ís-
landi.
Almennt þekkingarleysi á mynd-
list, ekki síst hjá opinberum ráða-
mönnum, gerir framtakssaman gall-
erírekstur afar erfiðan hérlendis og
flest galleríin þurfa að leigja lista-
mönnum sýningaraðstöðuna. Því geta
aðstandendur gallería sjaldan valið
listamenn, boðið þeim að sýna og
þannig skapað eigin sýningarstefnu.
Hættan á leigufyrirkomulaginu er sú
að galleríistinn tekur að sér hlutverk
sýningarvarðar og gallerístarfsemin
verður engin. Ekki er enn ljóst hvert
fyrirkomulagið verður hjá Sal #39 og
hvaða afstöðu umsjónarkonan, Dísa
Anderiman, hefur til reksturs sýning-
arsala eða gallería en það mun eflaust
skýrast með komandi sýningum.
Fyrsta sýningin í Sal #39 er á mál-
verkum Sigríðar Gísladóttur. Sýning-
in nefnist „Vörður“, þó ekki tileinkað
sýningarvörðum, heldur eru það port-
rettmyndir af konum í hlutverkum
ólíkra varða eins og landvarðar, veiði-
varðar og grænmetisvarðar. Titilinn
má einnig lesa sem vörður sem not-
aðar eru til að merkja staði. Mynd-
irnar eru 33 talsins og rokka frá um
15 cm til 30 cm á stærðina. Portrettin
má sjá sem sjálfsmyndir listakonunn-
ar ásamt þjóðlegum táknum, eins og
fiskum, fjallagrösum, umbreyttum
jarðeplum og sviðakjömmum.
Sigríði mundi ég ekki telja til fram-
sækinna listamanna, hvort sem er lit-
ið á myndlistarsköpun í heild sinni
eða framvindu í málaralist. Efnistök
Sigríðar minna á myndskreytingar í
breskum eða skandinavískum tröl-
laævintýrum, sem í sjálfu sér er gott
og gilt nema að listakonan vinnur
skammt með formið og myndirnar ná
ekki að losna undan því að vera mynd-
skreytingar með þó smáblöndu af æv-
intýralegri dulúð og skopi. Til viðmið-
unar er athyglisvert að skoða sýningu
danska listamannsins Martin Bigum
sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð-
um, en hann nýtir sér einnig efnistök
sem notuð eru í bókaskreytingar, þó
með allt öðrum hætti, á allt öðrum
forsendum og tekur myndmálið tölu-
vert lengra en sjá má í verkum Sigríð-
ar.
Nýjar
konur í
nýjum sal
MYNDLIST
Salur #39
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13–17
og lýkur 12. desember.
MÁLVERK
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
Frá sýningu Sigríðar Gísladóttur í Sal #39.
Jón B.K. Ransu
NÚ stendur yfir sýning á myndum
Sigurðar Hallmarssonar í Safna-
húsinu á Húsavík.
Þar sýnir hann 38 vatns-
litamyndir, flestar málaðar á
heimaslóðum á þessu ári.
Á mörgum þessara mynda koma
fjöll við sögu og sagði listamað-
urinn það helgast aðallega af því
að þær væru málaðar á „ári fjalls-
ins“.
Þrátt fyrir annir á aðventunni
létu margir ekki hjá líða að mæta á
sýninguna á opnunardaginn enda
Sigurður vinsæll listamaður meðal
bæjarbúa.
Hefur hann haft þann háttinn á
lengi vel að vera með sýningu á
Húsavík annað hvert ár, er hún þá
gjarnan á aðventunni. Það má því
segja að komin sé hefð hjá mörgum
Húsvíkingnum að mæta á myndlist-
arsýningu Sigurðar og hvíla sig um
leið frá amstri jólaundirbúningsins.
Sýningin stendur yfir til sunnu-
dagsins 15. desember.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sigurður Hallmarsson við mynd sína, Úr Kelduhverfi.
Vatnslitamyndir
í Safnahúsinu
Húsavík. Morgunblaðið.