Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE Herbert Walker Bush,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fað-
ir núverandi forseta, virðir fyrir
sér líkan af flugmóðurskipi sem nú
er í smíðum og mun bera nafn hans.
USS George H. W. Bush verður
kjarnorkuknúið, 97 þúsund tonn, af
Nimitz-gerð, sem eru stærstu her-
skip í heimi, og á að taka það í notk-
un 2009. Það á að geta siglt á meira
en 30 hnúta hraða á klukkustund
og haft innanborðs 75 flugvélar.
Verður það nútímaútgáfa af flug-
móðurskipinu USS San Jacinto, en
forsetinn fyrrverandi var á því
skipi í síðari heimsstyrjöld og var
þá yngsti flugmaður bandaríska
flotans. Þetta verður tíunda og síð-
asta Nimitz-skipið sem smíðað
verður, en það níunda verður USS
Ronald Reagan.
Áður hafa einar aðalstöðvar CIA
og flugvöllurinn í Houston verið
kennd við Bush eldra.
AP
USS George H.W. Bush
STJÓRN Hugo Chavez, forseta
Venesúela, bauðst í gær til að hefja
viðræður við andstæðinga sína um
að flýta kosningum eftir að olíuút-
flutningur landsins stöðvaðist vegna
allsherjarverkfalls sem staðið hefur í
níu daga.
„Þjóðin stendur frammi fyrir stór-
slysi,“ sagði Ali Rodriguez, fram-
kvæmdastjóri ríkisolíufyrirtækisins
Petroleos de Venezuela, eftir að olíu-
iðnaðurinn lamaðist. Tekjur Venes-
úela af olíuútflutningnum nema um
70% af öllum útflutningstekjum
landsins og verkfallið getur því haft
hrikalegar afleiðingar fyrir efnahag
landsins.
Forsetinn reyndi að beita hernum
til að vernda olíuiðnaðinn en honum
tókst ekki að halda olíuhreinsunar-
stöðvum og höfnum opnum. „Olíuút-
flutningurinn og framleiðslan hefur
stöðvast og hafnirnar lokast,“ sagði
Rodriguez.
Venesúela er fimmta helsta olíu-
útflutningsríki heims og geti landið
ekki staðið við olíusölusamninga sína
í mánuðinum er líklegt að það þurfi
að greiða andvirði 500 milljarða
króna í bætur.
Heimsmarkaðsverðið á olíu hefur
hækkað síðustu daga vegna verk-
fallsins í Venesúela en lækkaði aftur
í gær eftir að Chavez léði máls á við-
ræðum um kosningar.
Cesar Gaviria, framkvæmdastjóri
Samtaka Ameríkuríkja, sagði að
stjórn Chavez hefði boðist til að
hefja viðræður um hvenær efna ætti
til kosninga. Gavaria hefur haft milli-
göngu um viðræður milli stjórnar-
innar og andstæðinga Chavez sem
hafa krafist þess að boðað verði taf-
arlaust til forsetakosninga.
Andstæðingar Chavez sögðust
ætla að íhuga tilboð stjórnarinnar en
lögðu áherslu á að kosningarnar
yrðu að fara fram á fyrsta fjórðungi
næsta árs. Skipuleggjendur allsherj-
arverkfallsins hafa krafist þess að
forsetinn segi af sér.
Chavez var steypt af stóli eftir
svipað verkfall í apríl en stuðnings-
menn hans í hernum komu honum
aftur til valda tveimur dögum síðar.
Chavez stóð sjálfur fyrir misheppn-
aðri valdaránstilraun árið 1992, sex
árum áður en hann var kjörinn for-
seti.
Fjölmiðlabyggingar
umkringdar
Hundruð stuðningsmanna Chavez
umkringdu í gær byggingar sjón-
varpsstöðva og dagblaða sem þeir
sögðu draga taum andstæðinga for-
setans. Embættismenn sögðu að
skotið hefði verið á byggingu ríkis-
rekinnar sjónvarpsstöðvar og mót-
mælendur hefðu ráðist inn í einka-
rekna sjónvarpsstöð.
Fjölmiðlarnir mótmæltu aðgerð-
unum og sökuðu stjórnina og stuðn-
ingsmenn hennar um að reyna að
hræða þá til undirgefni.
Stjórn Chavez ljær máls
á því að flýta kosningum
Caracas. AFP, AP.
Olíuútflutningur
Venesúela
hefur stöðvast
MARGIR eru þeirrar skoðunar að
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, hefði átt að vera
búinn að hljóta friðarverðlaun Nób-
els fyrir löngu. Hæfileikar Carters
sem sáttasemjara hafi nefnilega
skipt sköpum í friðarviðræðum Ísr-
aela og Egypta sem haldnar voru í
Bandaríkjunum árið 1978.
Carter mátti hins vegar bíða í
næstum aldarfjórðung eftir því að
hlotnast þessi vegsemd – allt þar til
í gær en þá fékk hann friðarverð-
launin afhent við hátíðlega athöfn í
Ósló.
Hið sögulega friðarsamkomulag
sem náðist í höfn árið 1978 í Camp
David í Bandaríkjunum tryggði
þeim Menachem Begin, forsætis-
ráðherra Ísraels, og Anwar Sadat,
forseta Egyptalands, friðarverð-
laun Nóbels en sagt er að Carter
hafi orðið útundan vegna þess
hversu seint norsku Nóbelsnefnd-
inni barst tilnefning hans.
Örlagarík gíslataka
í Teheran
Menn hafa oft farið háðulegum
orðum um forsetatíð Jimmys Cart-
ers. Er þess jafnan minnst að hann
sat aðeins eitt kjörtímabil og tapaði
forsetaembættinu í hendur Ronalds
Reagan í kosningum 1980. Carter
var utangarðsmaður í Washington,
fékk marga upp á móti sér er hann
kom þangað 1976 og ýmsum þótti
hann veikur leiðtogi.
Einkum skaðaði það möguleika
hans á endurkjöri að honum skyldi
ekki takast að fá 52 Bandaríkja-
menn, sem hnepptir voru í gíslingu í
Teheran af írönskum bókstafs-
trúarmönnum, leysta úr haldi. Var
fólkinu haldið í gíslingu í 444 daga
en sleppt nokkrum dögum eftir að
Carter lét af embætti.
Á hinn bóginn hefur vikuritið
Time sagt að Carter sé „besti fyrr-
verandi forsetinn sem Bandaríkin
hafa átt“. Er þar vikið að þeirri
staðreynd að allt síðan Carter lét af
embætti forseta hefur hann unnið
ötullega að friðar- og mannúðar-
málum í heimi hér.
Carter hefur ásamt eiginkonu
sinni, Rosalynn, rekið Carter-frið-
arstofnunina í Atlanta í Georgíu-
ríki undanfarna tvo áratugi en þar
eru mannréttindamál sett á oddinn,
sem og bætt lífsskilyrði í vanþróuðu
ríkjunum. Um áttatíu ríki hafa not-
ið góðs af starfi stofnunarinnar en
hjá henni starfa nú 150 manns.
„Það er ekki á forsíðum neinna
dagblaða þegar þér tekst að útrýma
gíneu-ormum [sníkjudýr sem sest
að í mannslíkamanum] í litlu þorpi í
Afríku,“ sagði Carter við frétta-
menn í Ósló á mánudag. Hann
kvaðst hins vegar álíta það „eitt það
merkasta sem mér hefur tekist að
gera á ævinni“.
Carter kom fram á sjónarsviðið
sem mikilhæfur sáttasemjari á síð-
asta áratug síðustu aldar. Árið 1994
var hann sendur til Norður-Kóreu
af hálfu Bandaríkjastjórnar til að
stuðla að því að ekki syði upp úr í
samskiptum Norður- og Suður-
Kóreu vegna meintrar framleiðslu
þeirra fyrrnefndu á kjarnorkuvopn-
um.
Hann kom einnig að friðarumleit-
unum í Bosníu-stríðinu 1995 og um
sjö ára skeið hefur hann barist öt-
ullega fyrir því að endi verði bund-
inn á borgarastríðið í Súdan. Hann
átti einnig þátt í því á sínum tíma að
ekki fór allt í bál og brand á Haítí.
Þá hefur Carter farið fyrir kosn-
ingaeftirliti í Mexíkó, Perú, Nikar-
agúa, Venesúela og á Austur-Tím-
or, auk þess sem hann heimsótti
Kúbu í maí sl. en á sögulegum fundi
með Fidel Castro Kúbuforseta
hvatti Carter kommúnistaleiðtog-
ann til að taka til hendinni í mann-
réttindamálum.
Lán í óláni að tapa 1980?
Haft hefur verið eftir Carter að
hann sé að mörgu leyti ánægður
með að honum skyldi ekki takast að
bera sigur úr býtum í slagnum við
Reagan árið 1980. Tapið hefði
nefnilega gert honum kleift að tak-
ast á við verkefni, sem hann hefði
ekki gert ef hann hefði setið annað
kjörtímabil sem forseti.
Einn af ráðgjöfum Carters er
hann var forseti, Gerald Rafshoon,
lítur hlutina þó ekki sömu augum.
„Hann hefði getað gert svo margt
ef hann hefði fengið annað kjör-
tímabil,“ segir hann.
Sem mannúðarsinni hefur Carter
gagnrýnt núverandi ráðamenn í
Washington og margir hafa talið að
með ákvörðun sinni nú, að veita
Carter friðarverðlaunin, sé norska
Nóbelsnefndin að senda George W.
Bush þau skilaboð að menn kunni
ekki að meta þá stefnu sem hann
hefur í utanríkismálum.
Sjálfur var Carter reiðubúinn á
mánudag til að lýsa óánægju sinni
með þá staðreynd að engin ríki virt-
ust reiðubúin að setja það á oddinn,
að leysa deiluna fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Sömuleiðis lýsti hann
óánægju sinni með afdrif Alþjóða-
sakamáladómstólsins, sem Bush
hefur beitt sér af alefli gegn.
Forsetinn fyrrverandi var hins
vegar ekki tilbúinn til að fara hörð-
um orðum um núverandi stefnu
bandarískra stjórnvalda gagnvart
Írak. Bandaríkin ynnu – a.m.k. sem
stendur – að því á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna að tryggja að ger-
eyðingarvopnum Saddams Huss-
eins Íraksforseta yrði eytt. Þeirri
vinnu, og undir þessum formerkj-
um, væri hann hlynntur.
„Besti fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna“
Ósló, Washington. The Washington Post, AFP.
AP
Anwar Sadat, forseti Egyptalands, Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, og Menachem Begin, forsætisráðherra
Ísraels, fagna eftir að skrifað var undir friðarsamning Egyptalands og Ísraels í Hvíta húsinu 26. mars 1979.
JOSE Manuel Durao Barroso, for-
sætisráðherra Portúgals, sagði í
London í gær, að Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, gæti
gleymt því mark-
miði sínu að gera
Bretland að for-
ysturíki í Evr-
ópusambandinu
svo lengi sem
Bretar tækju
ekki þátt í mynt-
bandalaginu.
Durao Barroso lét þessi orð falla í
viðtali við BBC, breska ríkisútvarp-
ið, og sagði, að svo lengi sem Bretar
stæðu utan við eitt mikilvægasta
samstarfssvið Evrópuríkjanna,
gætu þeir ekki vænst þess að hafa
forystu í mikilvægum málum, til
dæmis í varnarmálum og mörgum
öðrum.
Blair hefur lýst yfir, að hann
hyggist efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um evruna en ekki fyrr en
ljóst er orðið, að hún muni gagnast
þeim betur en pundið.
Durao Barroso er fyrsti Evrópu-
leiðtoginn, sem segir það berum orð-
um, að Bretar muni gjalda þess að
vera ekki með í myntbandalaginu.
Bretar og evran
Varaðir við
sérstöðu í
evrumálum
London. AFP.
Durao Barroso
NORSKA lögreglan stendur enn
ráðþrota frammi fyrir bíræfnu ráni,
sem framið var í fyrrakvöld, en þá
rændu vopnaðir menn peningaflutn-
ingabíl í Drammen, að sögn Aften-
posten.
Seint í fyrrakvöld var jeppa af
gerðinni Mitsubishi Pajero ekið í
gegnum stálgrindarhlið fyrir aðal-
stöðvum öryggisfyrirtækisins Vakt
Service í miðborg Drammens en þá
voru tveir starfsmenn þess að um-
stafla peningum frá ýmsum fyrir-
tækjum í borginni. Ræningjarnir,
fjórir eða fimm talsins, ógnuðu þeim
með vopnum, hlekkjuðu þá og hurfu
síðan á braut með peningana í öðrum
bíl. Hefur lögreglan engar vísbend-
ingar enn um það hverjir þarna voru
á ferð.
Á árunum 1999 og 2000 voru níu
peningaflutningabílar rændir, eng-
inn á síðasta ári en tveir á þessu fyrir
utan ránið í fyrrakvöld.
Bíræfið rán
í Drammen
♦ ♦ ♦