Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 41 Suðurlandsbraut/Ármúli TIL LEIGU www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Til leigu eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæðið í Reykjavík, húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Allur aðbúnaður og aðkoma er til fyrirmyndar. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Húsnæðið er laust frá og með næstu áramótum. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. Þú sparar kr. 6.590 Kynntu þér tilboðin! Spennandi bökunar- tilboð! Fagra veröld STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla baráttu á afmælismóti Snæfellsbæjar sem fram fór í Ólafsvík á laug- ardaginn. Það var Taflfélag Snæfellsbæjar sem stóð fyrir mótinu í tilefni af 100 ára afmæli félagsheimilis Ólafsvíkur og 40 ára afmæli tafl- félagsins. Alls tóku 52 keppendur þátt í mótinu, þar af var fjöldi Reykvíkinga og margir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Fyrst voru tefldar fjórar 7 mín- útna skákir og síðan fjórar 20 mín- útna atskákir. Eftir fimm umferðir höfðu stór- meistararnir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar náð forystunni og höfðu lagt alla andstæðinga sína. Sex manns höfðu síðan vinn- ingi minna, þeirra á meðal Jóhann Hjartarson. Hannes bar sigurorð af Þresti, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Jóhanni í sjöundu um- ferð. Þeir félagar voru því jafnir og enduðu með jafnmarga vinninga eftir að hafa sigrað í síðustu um- ferð. Tefldu þeir þá tvær fimm mínútna hraðskákir, þar sem sigur í mótinu var í veði. Báðum skák- unum lyktaði með jafntefli. Spenn- an hélt því áfram og nú var gripið til bráðabana. Jóhann dró svart, vann peð og virtist ætla að tryggja sér sigurinn. Hannes varðist hins vegar vel og náði að halda jöfnu. Í næstu bráðabanaskák náði Jóhann einnig aðeins betra tafli, en lék af sér þegar honum yfirsást kænn millileikur Hannesar, sem tryggði honum sigurinn í þessu æsispenn- andi móti. Jafnir í 3.–4. sæti urðu Þröstur Þórhallsson og Magnús Örn Úlf- arsson. Björn Þorfinnsson átti möguleika á að ná þeim, en skák hans við Halldór Pálsson var um- deild, en skákstjóri dæmdi hana jafntefli eftir að Halldór féll á tíma. Björn hefur hins vegar kært nið- urstöðuna. Hjörtur I. Jóhannsson hlaut unglingaverðlaun. Halldór Pálsson hlaut verðlaun skákmanna undir 2.000 stigum. Sæmundur Kjartans- son hlaut verðlaun stigalausra. Auk þess voru dregin út fjölmörg bóka- verðlaun í boði Eddu-Miðlunar. Röð efstu manna: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 7 v. 2. Jóhann Hjartarson 7 v. 3.–4. Þröstur Þórhallsson, Magnús Örn Úlfarsson 6 v. 5.–11. Jón Viktor Gunnarsson, Páll Þórarinsson, Róbert Harðar- son, Björn Þorfinnsson, Halldór Pálsson, Helgi Ólafsson, Magnús Sigurjónsson 5½ v. o.s.frv. Snæfellingar stóðu mjög vel að öllum undirbúningi og framkvæmd mótsins og jafnvel var gefið til kynna, að fleiri mót yrðu haldin þar í framtíðinni. Haga- og Melaskóli sigruðu á Jólamóti grunnskóla Reykjavíkur Jólaskákmót grunnskóla, sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur og Taflfélag Reykjavíkur halda saman, fór fram um helgina. Að venju var teflt í tveimur deild- um, eldri deild fyrir 8.–10. bekk og yngri deild fyrir 1.–7. bekk. Í eldri deild varð skáksveit Hagaskóla hlutskörpust með 17½ vinning af 20 mögulegum, en í yngri deild vann A-sveit Melaskóla yfirburða- sigur og hlaut 20 vinninga af 24 mögulegum. Landakotsskóli varð í öðru sæti í eldri deild með 16 vinninga og Ár- bæjarskóli í því þriðja með 11½ vinning, en alls tefldu sex sveitir. Næstu sveitir voru Hlíðaskóli með 9½ vinning, Rimaskóli með 4 vinn- inga og Langholtsskóli með 1½ vinning. Skáksveit Hagaskóla skipuðu eftirtaldir: 1. Dagur Arngrímsson 4½ v. 2. Hilmar Þorsteinsson 5 v. 3. Aron Ingi Óskarsson 4 v. 4. Víkingur Fjalar Eiríksson 4 v. Skáksveit Landakotsskóla: 1. Benedikt Ö. Bjarnason 2. Dagur Kári Jónsson 3. James Frederick Frigge 4. Finnur Ó. Rögnvaldsson 1. vm. David Frigge Skáksveit Árbæjarskóla: 1. Guðmundur Kjartansson 2. Árni Jakob Ólafsson 3. Birkir Björnsson 4. Árni Gestsson 1. vm. Sveinn G. Matthíasson 2. vm. Davíð Teitsson Í yngri deild vann A-sveit Mela- skóla yfirburðasigur eins og áður segir og hlaut 20 vinninga af 24 mögulegum. Alls tóku 14 sveitir þátt í yngri deild. Staða efstu liða varð þessi: 1. Melaskóli-A 20 v. af 24 2. Rimaskóli-A 15 v. 3. Laugarnesskóli-A 15 v. 4. Breiðagerðisskóli-B 14 v. 5. Melaskóli-B 13½ v. 6. Rimaskóli-C 13 v. 7. Breiðagerðisskóli-A 12½ v. o.s.frv. Hlutskörpust stúlknasveita varð stúlknasveit Melaskóla. A-sveit Melaskóla skipuðu þessir skákmenn: 1. Hallgerður Þorsteinsdóttir 5 v. af 6 2. Haraldur F. Magnús 4 v. 3. Dofri Snorrason 6 v. 4. Árni Snorrason 5 v. A-sveit Rimaskóla var þannig skipuð: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 3½ v. af 6 2. Ingvar Ásbjörnsson 4½ v. 3. Egill G. Steingrímsson 4 v. 4. Einar Þórmundsson 3 v. A-sveit Laugarnesskóla: 1. Einar Sigurðsson 3 v. af 6 2. Daði Ómarsson 3 v. 3. Vilhjálmur Pálmason 5 v. 4. Ágúst Pálsson 2 v. 1. vm. Benedikt Sigurleifs. 2 v. Mótsstjóri frá ÍTR var Soffía Pálsdóttir, en skákstjórar frá TR voru Ólafur Kjartansson og Ólafur H. Ólafsson. Stefán og Davíð á HM unglinga á Indlandi Heimsmeistaramót unglinga, 20 ára og yngri, hófst á þriðjudag í Goa á Indlandi. Tveimur umferðum er lokið. Í fyrstu umferð lagði Stef- án Kristjánsson heimamanninn G.N. Gopal (2.174), en Davíð Kjart- ansson gerði jafntefli við norska al- þjóðlega meistarann Harald Borchgrevink (2.174). Í annarri umferð gerði Stefán jafntefli við Indverjann G. Rohit (2.319), en Davíð tapaði fyrir Grikkjanum Di- mitrios Mastrovasilis (2.460). Hannes Hlífar sigraði á afmælismóti Snæfellsbæjar dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson SKÁK Ólafsvík 7. des. 2002 AFMÆLISMÓT SNÆFELLSBÆJAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.