Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HLJÓMSVEITIN Mír lét fyrst á
sér kræla á safnskífu fyrir tveimur
árum og gaf líka út lag á síðasta
ári. Þessi breið-
skífa er svo fyrsta
plata þeirra félaga
og bendir til þess
að þeir hafi svo-
sem verið vel til-
búnir til að gera
slíka skífu, í það minnsta hljómar
hún býsna fagmannlega, lögin flest
skemmtileg og vel flutt.
Tónlist Mír er eiginlega mitt á
milli þess að vera poppað rokk á við
það sem þeir 200.000 naglbítar eru
hvað frægastir fyrir og síðan rokk-
að popp á við það sem sveitir eins
og Land og synir stunda. Þannig
eru lögin „Snúrustaur“ og „Steypi-
bað“ nokkuð dæmigert sveitaballa-
popp, en „Augnablik“ aftur á móti
vel rokkað lag þótt það sé grípandi.
„Tilraunaraun“ siglir svo lygnan
sjó þar á milli, vel heppnað lag.
Lokalag plötunnar, „Heyrðu mig
aftur“, er líka harla gott, vel fléttað
saman kassagítarstemmningu og
rafrokki og klifunin kemur vel út í
lokin.
Ívar Bjarklind er ágætis söngv-
ari, ekki fjölhæfur en fer vel með.
Hann á það til að syngja svo lág-
stemmt að illt er að greina orðaskil,
eins og í upphafslagi plötunnar, Ör-
lagi, og Augnabliki, svo dæmi séu
tekin, en þess á milli syngur hann
jafnan vel með skýra framsögn.
Textar sveitarinnar eru upp og
ofan, allt frá því að vera þokka-
legir, eins og í Snúrustaur, í það að
vera bara óskiljanlegir, eða þar um
bil, sjá Hvernig sem viðrar, sem er
nokkurn veginn hægt að skilja, og
Sáraeinfalt. Aðrir eru bulllegir að
mestu, með stöku skiljanlegri
hendingu inn á milli, en síðan er
líka heimskuleg smekkleysa eins
og Steypibað. Þetta er óneitanlega
nokkur galli á skífunni og reyndar
sá helsti.
Þessi frumraun Mír lofar býsna
góðu, tónlistin er skemmtileg og
flutningur vel heppnaður. Líklegt
þykir mér að Mír eigi eftir að ná
ágætum árangri í framtíðinni, ekki
síst ef textar batna.
Umslag plötunnar er einfalt og
vel saman sett.
Tónlist
Poppað
rokk og
rokkað
popp
Mír
Tilraunaraun
Mír
Tilraunaraun, frumraun hjómsveitarinnar
Mír. Sveitina skipa Ívar Bjarklind sem
syngur og leikur á gítar, Unnar Árnason
sem leikur á bassa og Ómar Árnason
sem leikur á trommur. Axel Árnason, Ró-
bert S. Rafnsson og Úlfur Eldjárn lögðu
þeim félögum lið í hljóðverinu, en Axel
stýrði einmitt upptökum, annaðist hljóð-
blöndun og gerði frumeintak. Ívar semur
lögin, einn eða með Unnari, og alla texta.
Árni Matthíasson
Í umsögn um frumraun Mír segir að sveitin lofi býsna góðu, tónlistin sé
„skemmtileg og flutningur vel heppnaður“.
EF einhvern tíma hefur verið
samin landamæralaus tónlist þá er
það þessi fyrsta plata Hafdísar
Bjarnadóttur raf-
gítarleikara. Öll
skil á milli há- og
lágmenningar, sí-
og núgildrar tón-
listar eru látin
lönd og leið,
stefnum er hrært saman blygðun-
arlaust og öllum skilgreiningum
gefið langt nef. Á Nú er einfaldlega
að finna tónlist. Og það frábærlega
góða og skemmtilega. „Ég leitast
við að taka flókna hljóma og gera
þá aðgengilegri og eyrnavæna,“
sagði Hafdís í viðtali við þetta blað
sunnudaginn 20. október síðastlið-
inn, nokkuð sem henni tekst lygi-
lega vel á þessari plötu.
Lagalistinn byggist á burtfarar-
tónleikum Hafdísar frá FHÍ og tel-
ur átta lög, sem eins og áður segir
eru þægilega laus við alla merki-
miða.
Ég hlýt nú samt að mega gera til-
raun til að lýsa því sem fram fer á
diskinum, líkt og Hafdís gerir til-
raunir með sinn efnivið. Hvað segið
þið um djass-skotið sýrupopp með
endurreisnarblæ og rokkaðri mel-
ódíu? Eða tilraunakennt rokkpopp,
undir áhrifum frá Beefheart og
Zappa, en þó gætt útvarpsvænum
eiginleikum með viðkomu í djassi
og nútímatónlist? Eða kannski
kammer-pönk með djæf-ívafi?
Eða …
Hafdís fær alltént hörpuleikara,
kontratenór, trompetleikara og
trommuleikara m.a. til að hjálpa sér
við soðið, hvers gæði byggjast í
meginatriðum á tvennu: frumlegri
úrvinnslu úr því sem höfundi datt í
hug að setja niður á blað og hversu
ótrúlega áheyrilegt þetta er. Þetta
er nokkuð sem ætti ekki að geta
gengið en gerir það samt. Meira að
segja í spunaköflunum og sýrðustu
hlutunum ætti að vera ómögulegt
að fæla jafnvel þá varfærnustu frá.
En nóg af skrafi, enda eiginlega
ekki við hæfi að tala mikið um þessa
plötu. Því þetta er bara tónlist …
og hún er bara góð.
Tónlist
Landa-
mæralaus
tónlist
Hafdís Bjarnadóttir
Nú
Smekkleysa
Nú er fyrsta einskífa Hafdísar Bjarna-
dóttur rafgítarleikara. Með henni leika
Elísabet Waage (harpa), Eiríkur Orri
Ólafsson (trompet), Szymon Kuran
(fiðla), Ragnar Emilsson (gítar og rafgít-
ar), Þorgrímur Jónsson (kontra- og raf-
bassi), Kristinn Snær Agnarsson (tromm-
ur), Grímur Helgason (bassaklarinett).
Einnig söngvararnir Erna Blöndal (sópr-
an), Sigurður Halldórsson (kontratenór),
Guðlaugur Viktorsson (tenór) og Eiríkur
Hreinn Helgason (bassi). Lög eftir Hafdísi
nema „Gef þú að móðurmálið mitt“, sem
er þjóðlag. Þá er inngangur í laginu
„Vafasamt“ byggður á „Heyr himna smið-
ur“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Upptaka
og hljómjöfnun var í höndum Jóns
Skugga en Valgeir Ísleifsson hljóðbland-
aði.
Arnar Eggert Thoroddsen
Hafdís Bjarnadóttir ásamt meðreiðarmönnum.
Liam Gallagher er kominn með
nýjar framtennur eftir að hafa
misst þær gömlu í slagsmálum í
Þýskalandi í liðinni viku og sýndi
þær á tónleikum Oasis í Cardiff um
helgina. Hann ber sig vel og ætlar
ótrauður halda áfram tónleikaferð
með Oasis en áður höfðu menn haft
áhyggjur af því að túrnum yrði af-
lýst ... Victoria Beckham er fangi á
eigin heimili. Kryddpían fyrrver-
andi þorir nefnilega ekki fyrir sitt
litla líf út úr húsi eftir að upp komst
um ráðagerð rúmenskra glæpa-
manna um að ræna henni og syni
hennar Brooklyn ... Winona Ryder
á við heróínfíkn að glíma. Staðhæf-
ingu þessa er að
finna í dóms-
skjölum sem
skráð voru í
tengslum við
réttarhöldin yfir
henni en á föstu-
dag var hún
dæmd til að
gegna 480 stunda
þegnskyldu fyrir 7. apríl næstkom-
andi, fyrir búðarþjófnað. Það þýðir
að leikkonan lánlausa þarf að inna
af hendi amk. 25 stundir á dag. Fyr-
ir dómi kom fram að hún hefur átt
við heróínvanda að stríða í 10 ár og
er þar að auki háð verkjalyfum.
Vegna þessa taldi dómari ekki rétt
að refsa henni með fangelsisvist
heldur telur brýnna að hún fari nú
að byggja líf sitt upp að nýju, m.a.
með því að hjálpa sér og öðrum ...
FÓLK Ífréttum
Winona Ryder
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt
á Grettissögu
Þri 17. des. kl. 20 UPPSELT,
sun 29. des kl. 20,
HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti
föst 3. jan, laus sæti
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
Í kvöld
Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK,
föst 13. des, nokkursæti
LOKASÝNING FYRIR JÓL.
Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00
Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is
Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00.
Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni
fyrir sýningu á www.hhh.is
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Munið gjafakortin!
Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti,
síðasta sýning fyrir jól
Lau 28. 12. kl. 21 Jólasýning – Nokkur sæti
Föst 3/1 kl. 21 Uppselt
Lau 11/1 kl 21 Nokkur sæti
Sérstakar jólasýningar!
26. des. kl. 14 laus sæti
29. des. kl. 14. laus sæti
5. jan. kl. 14 laus sæti
12. jan. kl. 14. laus sæti
19. jan. kl. 14. laus sæti
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20
Sýningum fer fækkandi
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 29/12 kl 14
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fi 12. des kl kl 20 - AUKASÝNING
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Forsalur
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Lau 14/12 kl 20, Má 30/12 kl 20
SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur
eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA
Frumsýning 11. janúar
BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR
OG TÓNLIST
Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi:
Rithöfundar lesa - léttur jazz - KK
Fi 12/12 kl 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már
Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva
Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn.
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Su 29/12 kl 20
JÓLAGAMAN
Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl.
Lau 14/12 kl 15:00 Su 15/12 kl 15:00 - Aðeins kr. 500,
ELEGIA - FJÖGUR DANSVERK
Pars pro toto - Rússibanar - Benda
Fö 13/12 kl 20, Lau 14/12 kl 20
GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF
Hversdagslegt
kraftaverk
eftir Évgení Schwarz
Leikstjóri: Vladimir Bouchler.
Frumsýning fös. 13.12. kl. 20 uppselt
2. sýn lau. 14.12. kl. 19 laus sæti.
Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum
í leikhúsið yfir jólin.
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is