Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er svo gaman að syngja og þess vegna fór ég í kórinn í haust, en mamma vildi líka fá mig í kór- inn,“ segir Friðgeir Gunnarsson, 14 ára piltur á Raufarhöfn, sem er í kirkjukórnum á staðnum eins og móðir hans, tvær móðursystur og móðuramma. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur á Raufarhöfn, segir að um 20 manns séu í kirkjukórn- um, en þungamiðja hans tilheyri sömu fjölskyldunni. Þar séu elst þrjú systkini, tvær systur og einn bróðir, og hafi systurnar verið í kórnum í um 35 ár. Önnur systr- anna, Signý Einarsdóttir, eigi þrjár dætur í kórnum og Friðgeir sé son- ur einnar þeirra, Þórhildar Hrann- ar Þorgeirsdóttur. „Þegar fólk flutti í burtu í vor vantaði kórfélaga en nokkrir unglingar hafa síðan bæst í hópinn,“ segir hún og bætir við að ein stúlkan eigi móður í kórn- um og feður hennar og annarrar stúlku leiki á hljóðfæri með kórn- um. Kórinn æfir reglulega einu sinni til tvisvar í viku undir stjórn Stef- aníu Sigurgeirsdóttur og segir Arna að hann komi fram við marg- vísleg tækifæri, jafnt innan sem ut- an kirkjunnar. „Hér er mjög öflugt tónlistarlíf og mikið af hæfi- leikaríku fólki,“ segir hún. „Þetta er mjög góður kór og hann er mik- ilvægur fyrir okkur.“ Friðgeir segir að mæðginin æfi sig auk þess stund- um heima. „Við syngjum stundum við matarborðið,“ segir hann og lætur þess getið að tvö systkini sín og pabbi séu ekki í kórnum. Hins vegar syngi stórfjölskyldan mikið þegar hún komi saman. Á aðventuhátíð í Raufarhafn- arkirkju um helgina frumflutti kór- inn íslenskan texta eftir Jónas Frið- rik á Raufarhöfn við lag úr söngleiknum Jesus Christ Super- star. „Þetta er mjög skemmtilegt lag,“ segir Friðgeir, „en mér finnst skemmtilegast að syngja popp, svona hröð lög, en róleg lög geta verið ágæt líka.“ Þrír ættliðir eru í kirkjukórnum á Raufarhöfn Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen Frá aðventuhátíðinni. Friðgeir Gunnarsson er lengst til vinstri við hlið móður sinnar, Þórhildar Þorgeirsdóttur. Síðan koma Fjóla Þorgeirsdóttir, Heiða Þorgeirsdóttir og Signý Einarsdóttir, amma Þorgeirs og móðir systranna. „Svo gaman að syngja“ Í VERSLUN Skífunnar við Lauga- veg gilda sömu reglur um kvikmynd- ir og ofbeldisfulla tölvuleiki; veiti for- eldrar leyfi til að börn þeirra kaupi kvikmyndirnar eru börnunum seldar myndirnar, jafnvel þótt þau hafi ekki náð tilskildum aldri. Þetta staðfesti Þórhallur Jónsson, verslunarstjóri í verslun Skífunnar á Laugavegi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Í lögum um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum segir að óheimilt sé að lána, leigja eða selja börnum eintak kvikmyndar ef hún er bönnuð börnum á viðkomandi aldri. Þegar Þórhallur var spurður um þetta sagði hann að álitamál um hvort börn hefðu aldur til að kaupa bann- aðar kvikmyndir hefðu eiginlega aldrei komið upp, börn keyptu lítið af kvikmyndum. Aðspurður segir hann að ekki séu í gildi fastmótaðar reglur um hvernig gengið skuli úr skugga um að börn hafi aldur til að kaupa kvikmyndir. „Ef við sjáum að barn er undir aldri þá seljum við ekki mynd- irnar,“ segir hann. Nú standi á hinn bóginn til að setja skýrar reglur, bæði um kvikmyndir og tölvuleiki. Ólafur Þór Jóelsson, deildarstjóri tölvuleikjadeildar Skífunnar, segir að leikir sem eru bannaðir börnum verði framvegis sérmerktir á íslensku. Merkingarnar eru að norrænni fyr- irmynd og þar er bent á að leikurinn innihaldi gróft ofbeldi og til að kaupa hann og spila verði viðkomandi að hafa náð tilskildum aldri. Stefnt er á að merkingarnar verði komnar á leik- ina fyrir helgi. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto:Vice City, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarið, er bannað- ur innan 16 ára hér á landi en Ólafur segir að rætt verði við menntamála- ráðuneytið um hvort til greina komi að hækka aldursmörkin í 18 ár, líkt og víðast í nágrannalöndunum. „Í þessari viku ætlum við að endur- skipuleggja allt okkar vinnuferli í sambandi við þessa leiki. Það er mjög mikið mál fyrir okkur að þetta leysist farsællega,“ segir hann. Grand Theft Auto:Vice City er fjórða útgáfa leiksins. Aðspurður segir Ólafur að í þriðju útgáfu leiks- ins séu að mestu leyti sömu mögu- leikar og í nýjustu útgáfunni. Um 2.000 eintök hafa selst af hvorri út- gáfu leiksins hér á landi. Aðspurður segir Ólafur það „alvarlegt“ að Skífan hafi selt yngri börnum en 16 ára leik- inn gegn því að foreldrarnir veiti samþykki sitt og er símtal látið nægja. Þessu verði breytt og fram- vegis fá enginn leikinn afhentan nema hann hafi náð tilskildum aldri. Ekki sé þó hægt að koma í veg fyrir að foreldrar kaupi leikinn og afhendi hann börnum sínum, slíkt hljóti að vera á ábyrgð foreldra. Þegar eftirlit með leikjunum Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra að óhjákvæmilegt væri að setja reglur um skoðun tölvufor- rita. Ólafur segir að Skífan miði við niðurstöður breska kvikmyndaeftir- litsins og samtaka tölvuleikjafram- leiðenda. Þar með hafi leikirnir farið í gegnum eftirlit og hann segist ekki sjá fyrir sér hvernig sérstakt íslenskt eftirlit gæti virkað. Ólafur minnir á að hægt sé að kaupa leikina á Netinu og jafnvel hlaða þeim niður í tölvurn- ar. Vandamálið verði því ekki leyst með því að stöðva dreifingu á leikj- unum, þeir komist í dreifingu hvort sem mönnum líki betur eða verr. Ólafur segir mikilvægast að herða eftirlit á sölustöðum og að foreldrar og börn verði frædd um að leikirnir eigi ekkert erindi til barna undir ákveðnum aldri. Breytir vinnubrögð- um vegna tölvuleikja Skífan sérmerkir bannaða leiki og leyfi foreldra nægir ekki lengur ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmað- ur barna, segir að hún hafi ítrekað bent á að engar reglur gildi um að- gang barna að ofbeldisfullum tölvu- leikjum. Þegar frumvarp til laga um skoðun kvikmynda og bann við of- beldiskvikmyndum lá fyrir Alþingi árið 1995 hafi hún bent menntamála- nefnd þingsins á að í frumvarpinu væri heimild til að setja reglur um gagnvirka leiki. Hvatti hún til þess að það yrði skylt að setja reglur um að- gang barna að tölvuleikjum. Það var hins vegar ekki gert. Allt til dagsins í dag hafa engar reglur gilt um sölu tölvuleikja, þó heimilt sé að setja reglur þar að lút- andi. „Ég hef með reglulegu millibili hvatt til þess að það yrðu settar reglur á grundvelli þessara laga, að menntamálaráðuneytið nýtti sér þessa heimild og setti reglur um tölvuleiki. Ég hef ekki fengið nein viðbrögð,“ segir Þórhildur. Hún skrifaði ráðuneytinu um þetta efni síðast í apríl á síðasta ári og ítrekaði athugasemd sína í desember. Í gær sagði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra að hann teldi aðgang barna að ofbeldisfullum tölvuleikjum og kvikmyndum, auk vafasams efnis á Netinu, vera orðinn vandamál og því væri óhjákvæmi- legt að setja reglur um skoðun tölvuforrita. Tilhneiging til að bíða eftir að skaðinn sé skeður „Þó fyrr hefði verið,“ segir Þór- hildur. „Það er tilhneiging að mínum dómi á Íslandi að bíða eftir að skað- inn sé skeður. Þá fyrst grípum við til úrræða. Ég hef haft það að leiðar- ljósi í mínu starfi að reyna frekar að byrgja brunninn áður en eitthvað gerist, að barnið dettur ofan í hann, en ekki að plástra hlutina þegar þeir hafa gerst,“ segir Þórhildur. Hún bendir á að samkvæmt 17. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili að, eigi börn rétt á vernd fyrir skaðlegu efni. Því hvíli sú skylda á Íslandi, sem að- ildarríki að sáttmálanum, að setja leiðbeinandi reglur til verndar börn- um. Í stjórnarskránni segi að börn eigi rétt á allri vernd sem velferð þeirra krefjist. „Ég tel augljóst að reglur myndu hjálpa í þessum efnum, þá hefðu menn eitthvað til að styðjast við og geta bent á,“ segir Þórhildur. Hún segir að sölumenn geti verið í erfiðri stöðu gagnvart kaupendum, þó tölvuleikur sé með bandarískri merkingu um að hann sé bannaður innan 18 ára, gildi það ekki á Íslandi. Eftirlit verður að vera gott Þórhildur bendir á að það sé þó ekki nóg að setja reglur. Eftirlit með framkvæmdinni þurfi að vera gott og komi í ljós að einhver sé að selja efni yngri börnum en reglur kveði á um þurfi að taka á því með ákveðnum hætti. Hún segist ekki hafa yfirsýn yfir þá tölvuleiki sem fást á landinu en segir að séu þeir eitthvað í þá veru sem lýst hafi verið, hafi hún áhyggj- ur af því að börn geti nálgast slíka leiki. „Það er verulegt áhyggjuefni því návígi er gríðarlegt í tölvuleikj- um. Þó það sé ekki lifandi mann- eskja á skjánum er tæknin orðin svo mikil að þetta er orðið svo líkt. Mörg börn, og vonandi sem flest, upplifa leikina sem sýndarveruleika. En svo eru líka önnur börn sem búa við þannig aðstæður að veruleiki þeirra er skertur. Það eru fyrst og fremst þau börn sem maður hefur áhyggjur af að verði fyrir óæskilegum og skaðvænlegum áhrifum,“ segir Þór- hildur. Ítrekað bent á nauðsyn reglna um tölvuleiki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.