Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI tók það pínulítiðóstinnt upp sl. laugardag að Jón Gnarr skyldi kalla hann plebba. Nú sér Jón auðvitað eftir öllu saman og hefur sent Víkverja eftirfarandi línur: „Kæri Víkverji. Ég vil byrja á því að biðja þig innilegrar afsökunar ef ég hef sært þig. Það var ekki ætlun mín. Ég er dyggur lesandi þinn og hef verið slíkur lengi. Skrif þín um daglegt líf manneskjunnar hafa oft vakið mig til umhugsunar um það hver ég sé. Ástæðan fyrir því að ég kalla þig plebba er sú að þegar ég var byrj- aður að safna þessu saman varð mér sterklega hugsað til þín. En það er ekki vegna þess að þú sért meiri plebbi en aðrir. Þú ert heiðarlegri plebbi. Þú hefur snert á ýmsu í skrifum þínum. Einsog þú segir sjálfur þá endurómar þú rödd al- múgans. En athugaðu að það var sú sama rödd sem kaus Hitler. Það var röddin sem valdi Barrabas. Og oft hefur sú rödd þagað þunnu hljóði þegar mest á reyndi. Fæstir hafa dug í að tjá sig. Þeir sem gera það opinbera sitt breyska og mannlega eðli sem er fullt af mótsögnum og byggt á persónulegu ástandi hvers og eins hverju sinni. Ég þekki það vel af eigin reynslu. Skoðanir ráðast af afstöðu. Það sem einum finnst fal- legt, finnst öðrum ljótt. Og afstaða okkar breytist eins og veðrið eftir því sem ferð okkar í gegnum lífið heldur áfram. Við erum bara mann- eskjur. Í augum Guðs erum við börn. Það eru 2000 ár síðan Jesú kom hér við. Við erum búin að hafa 2000 ár til að hugleiða það sem hann ráðlagði okkur. Og við erum ennþá að gera sömu mistökin. Við viljum ekki að lífið sé erfitt. Við viljum sofa. Og við viljum frekar grýta hórkonur á strætum en horfa í eigin barm. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.“ Gagnrýni er marklaus nema í henni sé fólginn kærleikur. Augað sér það sem er inni í höfðinu. Að vera plebbi er að vera til. Það fylgir því að vera manneskja. Við höfum val. Forfeður okkar gerðust plebbar þegar þeir smökkuðu á ávöxtum skilningstrésins. Við þekkjum mun góðs og ills. Það er okið sem við berum. Við erum alla ævi að glíma við plebbann í okkur. Það sleppur enginn. Ég sjálfur er plebbi. Ég hef aldrei farið í graf- götur með það. Ég hef verið öfund- sjúkur, latur, lyginn, tækifærissinn- aður, hégómlegur, gráðugur, nískur, reiður, ábyrgðarlaus og sjálfselskur. Ég hef oft verið fullur af sjálfsvorkunn. Og ég held að þetta muni alltaf fylgja mér. En mig langar til að reyna að laga þetta eitt- hvað og vera minna af þessu öllu. Mig langar til að vera umburðar- lyndari, duglegri, heiðarlegri, rétt- sýnni, hógværari, nægjusamari, gjafmildari, glaðari, ábyrgari og hjálplegri við þá sem deila plássi á þessari jörð með mér. Mig langar að vera æðrulaus. En það er erfitt. Það er erfitt að láta af stoltinu. Það er erfitt að fyrirgefa. En ég ætla að halda áfram að reyna. Við erum öll sama markinu brennd. Ég er Fjöln- ir Þorgeirsson. Ég er Árni Johnsen. Ég er Lalli Johns. Ég er Víkverji og hann er ég sjálfur. Guð geymi þig og gefi þér og þín- um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Virðingarfyllst. Jón Gnarr Sem á falsað Calvin Klein belti, verslar í Bónus og átti upphækkað- an jeppa í fyrra sem hann notaði að- allega innanbæjar.“ VELVAKANDA hefur borist bréf frá Annemarie Bood í Hollandi. Hún hef- ur mikinn áhuga á Íslandi og sögu landsins. Í ágúst 2001 kom hún til landsins og á ferð sinni um landið rakst hún á þessa mynd í Héðinsminni í nágrenni Varmahlíðar. Langaði hana að eignast eft- irprentun af þessari mynd um sögu landsins og leit- aði mikið í bókabúðum í Reykjavík án árangurs. Annemarie biður þá sem geta aðstoðað hana við að eignast eft- irprentun af þessari mynd að hafa samband við hana. Heimilisfangið er: Annemarie Bood, Land van Maat 10, 1852 HP Heiloo, Netherlands, sími 0031-72-533-6840, netfang: am.bood@ planet.nl Heiðarleiki, traust og öryggi ÉG fór fyrir tveimur vik- um í Elko að kaupa mér sjónvarp. Ég vildi fá sjón- varp með Philips-mynd- lampa. Afgreiðslumaður- inn benti mér á ódýrt tæki með þess konar mynd- lampa sem ég er mjög ánægður með. Af fyrri reynslu vissi ég að ég gæti treyst sölumönnum Elko. Ég get fullyrt að þarna fari saman heiðarleiki, traust og öryggi og ekki spurning hvert ég leita næst. Geir. Læknastéttin á Íslandi ÉG hef áhyggjur af lækn- um og held að þeir eigi mjög bágt. Sunnudaginn 1. desember þurfti ég að fara með son minn á Lækna- vaktina og þar kom í ljós að hann var með streptó- kokkasýkingu. Þar sem ég er með psoriasis-exem þarf ég að fara í langtímameð- ferð ef ég smitast af honum og því bað ég um lyfseðil fyrir mig í leiðinni. Læknirinn var hálfaf- sakandi þegar hann sagði að sér væri bannað að gefa lyfseðil til annars en þess sem hefði borgað komu- gjald. Fyrirhöfnin var lítil sem engin fyrir lækninn og ég hálfvorkenndi honum að vera í þessari aðstöðu, geta ekki veitt sjálfsagða þjónustu til viðskiptavinar – vegna peningagræðgi eigenda Læknavaktarinn- ar hf. sem vilja greinilega ekki missa af þeim fjár- munum sem þeir geta fengið við að fá komugjald- ið mitt líka. Heimsókn okkar mæðg- ina til læknisins tók innan við 10 mínútur og ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að spyrja hvort ég hefði greitt fyrir 15 mín- útur og sitja þann tíma. Fá þann tíma sem ég hafði greitt fyrir. Svo varð mér hugsað til allra þeirra sem biðu á biðstofunni og hafði ekki brjóst í mér til að tefja. Fór lyfseðilslaus í burtu. Það sem veldur mér mestum áhyggjum með læknana er það að þeir virðast gjörsneyddir allri þjónustulund, hugsa að- eins um peninga, ekki um hag skjólstæðinga sinna. Ég held að gildismat þeirra sé orðið brenglað í gegndarlausri peninga- hyggju. Ég auglýsi eftir samkeppni við Lækna- vaktina, í raun kæri ég mig ekki um að versla við svona fyrirtæki. Kannski hefur einkafyrirtæki ekkert í svona rekstur að gera. Hvað veit ég, enda bara húsmóðir í vesturbænum. Tapað/fundið Bleik prjónahúfa týndist BLEIK prjónahúfa með dúsk týndist annað hvort á Austurvelli eða á Ingólfs- torgi sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 821 6161. Grár poki í óskilum GRÁR poki fannst í Mjóddinni í Breiðholtinu. Í pokanum voru þrjár mynd- ir. Upplýsingar í síma 557 4117. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Vantar þessa mynd 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kýr, 4 gelta, 7 heima- brugg, 8 hráslagaveður, 9 rekkja, 11 lengdarein- ing, 13 grætur hátt, 14 þátttakanda, 15 flutning, 17 vistir, 20 skordýr, 22 hundur, 23 sætta sig við, 24 hitt, 25 þjálfa. LÓÐRÉTT: öskra, 2 ristill, 3 keyrir, 4 ræfil, 5 sár, 6 eldstæði, 10 önug, 12 lærði, 13 sjór, 15 gamla, 16 fjáðan, 18 kvendýrum, 19 jarðsetja, 20 fjarski, 21 viljug. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 snarráður, 8 Japan, 9 áliti, 10 dót, 11 klasi, 13 tengi, 15 stökk, 18 angur, 21 ull, 22 spónn, 23 daunn, 24 viðunandi. Lóðrétt: 2 nepja, 3 rindi, 4 ásátt, 5 urinn, 8 sjúk, 7 hiti, 12 sök, 14 ein, 15 sess, 16 ölóði, 17 kunnu, 18 aldna, 19 grund, 20 rann. Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Hanseduo, Ottó N. Þorláksson og Mánafoss koma í dag. Selfoss og Dettifoss koma og fara í dag. Haukur fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger og Natas- arnaq komu í gær, Wil- son Skaw kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Bókatíðindi 2002. Núm- er miðvikudagsins 11. desember er 101286. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Hæðargarður 31 og Vitatorg. Mánu- daginn 16. desember verður farið í aðventu- ferð á Hellu í boði Hóp- bíla og Hestheima þar sem handverkssýning heimamanna verður skoðuð. Farið verður að Hestheimum, þar verð- ur boðið upp á jóla- kaffihlaðborð með heitu súkkulaði og kaffi ásamt öllum gerðum af kökum og smurðu brauði. Skag- firðingarnir Ásta Begga og Gísli á Hestheimum syngja jólalög. Lagt af stað kl. 12.30 frá Norð- urbrún 1 og síðan teknir farþegar í Furugerði, Hæðargarði og Vita- torgi. Uppl. í Norð- urbrún s. 5688 6960, Furugerði s. 553 4060, Hæðargarði s. 568 3132 og Vitatorgi s. 561 0300. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur, brids/vist, kl. 13–16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánu- daga. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13.30 banka- þjónusta Bún- aðarbanka. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mósaík, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun, leik- fimi kl. 10, söngur kl. 14, dans, kl. 15.30, hár- greiðslustofan opin 9– 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Átta leir- listakonur, nemendur Svetlönu Matusa hjá FAG, opna sýningu á Garðabergi í dag, 11. desember. Sýningarnar verða opnar alla daga kl. 13–17 nema sunnu- daga. Félagsstarfið, Sléttu- vegi 11–13. Jólafagn- aður verður 12. desem- ber kl. 18. Sr. Friðrik Hjartar flytur hug- vekju. Kátir karlar syngja jólalög, söng- kvartettinn Djúsí syng- ur. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tré- skurður kl. 9, línudans kl. 11, handavinna kl. 13.30, glerskurður kl. 13, pílukast kl. 13.30. „Opið hús“. Jólafundur eldri borgara á morgun, fimmtudaginn 12. des., kl. 14, skemmtiskrá, jólakaffi og happdrætti. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Miðviku- dagur: Göngu-hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Kl. 14 félagsvist alla miðvikudaga. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 15.15 söng- ur, Guðrún Lilja leikur undir á gítar, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Aðventuhátíð verður fimmtud. 12. des. Fjölbreytt dagskrá hefst kl. 14, m.a. verður sagt frá jólaundirbún- ingi í Ghana og Banda- ríkjunum. Sr. Íris Kristjánsdóttir flytur hugleiðingu. Unglinga- kór Digraneskirkju syngur jólalög. Fjölda- söngur. Hátíðarhlað- borð. Allir velkomnir. Handverksmarkaður í dag frá kl. 13. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, hár- greiðsla og fótaaðgerð, kl. 13 brids, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 13 dans- kennsla, framhalds- hópur, kl. 14 línudans, kl. 15 frjáls dans og teiknun og málun. Fóta- aðgerðir og hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband. Háteigskirkja, eldri borgarar. Kl. 11 sam- vera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, brids kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Vinahjálp. Brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Öldungaráð Hauka Jólafundur í kvöld, 11. des., kl. 20 á Ásvöllum. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með aðventukaffi í dag, miðvikudag, kl. 17 í húsi SÍBS, Síðumúla 6. Þverflautuleikarar úr skólahljómsveit Kópa- vogs flytja jólalög. Fé- lagar, fjölmennið og tak- ið með ykkur gesti. Athugið að gengið er inn í húsið að austanverðu. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Jólafundur í kvöld kl. 20. Unglinga- kór Hallgrímskirkju syngur, lesin verður jólasaga og sr. Sigurður Pálsson flytur hugvekju. Starf aldraðra, Bústað- arkirkju. Kl. 13–16.30 föndur, gáta, spil og helgistund. Gestir úr Kirkjukór Bústaða- kirkju. Veitingar. Um- sjón Sigrún Sturludótt- ir. Munið bílaþjónustuna og látið vita hjá Sigrúnu í s. 553 0048 og 864 1448 og hjá kirkjuvörðum í s. 553 8500. Í dag er miðvikudagur 11. desem- ber, 345. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jóh. 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.