Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 25
AFRAKSTURSGETA þorsk-
miðanna við Íslandsstrendur er
gríðarlega mikil. Á síðustu öld
voru áratugum saman veidd um og
yfir 350 þúsund tonn á miðunum.
Á þeim tíma var veitt jafnt úr
stofninum, þ.e. bæði stór fiskur og
smár. Á undanförnum árum hefur
þorskveiðin aftur á móti einungis
verið svipur hjá sjón miðað við þá
veiði sem vitað er að miðin eiga að
geta gefið af sér. Fylgt hefur verið
tillögum Hafrannsóknastofnunar
um heildarveiði nær út í hörgul
undanfarin 12 ár. Þeir sem láta sig
efnahagslíf Íslendinga varða hljóta
að velta því upp hvort árangur
stefnu Hafró sé viðunandi og eins
hvort líklegt sé að sú stefna sem
hingað til hefur engu skilað sé lík-
leg til árangurs á næstu árum og
áratugum.
Kenning Hafró um hvernig
byggja skuli upp þorskstofninn
hvílir á þeirri meginröksemd að
stór hrygningarstofn gefi af sér
mikla nýliðun og að náttúrleg dán-
artala sé lág eða 0,2 sem svarar til
þess að 18% 3 ára fiska og eldri
myndi drepast á ári ef ekkert yrði
veitt. Að þessum forsendum gefn-
um kemst stofnunin að þeirri nið-
urstöðu að mjög mikilvægt sé að
vernda smáfisk og stýra beri veið-
um í eldri árganga. Það sé glap-
ræði að veiða smáfisk þar sem
hann þyngist mjög hratt og þar
sem einungis 18% deyja náttúrleg-
um dauða komi megnið af árgang-
inum inn í veiðina seinna miklu
þyngri og þar með verðmætari. Í
eyrum margra hljómar þetta ekki
óskynsamlega. En skoðum þessar
tvær meginforsendur Hafró um
hrygningarstofn og nýliðun og
dánarstuðul. Margir vísindamenn
hafa alla tíð efast mjög um þær og
fært fram efasemdir um að þetta
fái staðist.
Umdeilanlegar forsendur
Að baki þeirri forsendu Hafró
að náttúrlega dánartalan sé 18%
er ein rannsókn sem unnin var af
Jóni Jónssyni árið 1960. Þetta hef-
ur stofnunin sjálf viðurkennt, Sjó-
mannablaðið Víkingur vor 2001.
Það liggur fyrir að fjölmargir
kunnáttumenn hafa um árabil ver-
ið þeirrar skoðunar að dánartalan
hlyti að sveiflast mjög til, einkum
hjá yngstu árgöngunum og geti sú
sveifla orðið umtalsverð þegar
harðni á dalnum. Er það óeðlilegt
að spyrja hvort versnandi skilyrði
í hafinu t.d. vegna aukinnar sam-
keppni um æti leiði til hærri dán-
artölu þ.e. fleiri fiskar drepist á
náttúrulegan hátt? Rannsókn Jóns
Jónssonar árið 1960 var örugglega
vel unnin og lýsti sennilega
ástandinu í hafinu eins og það var
þá. En hvers vegna er Hafró svona
sannfærð um að dánarstuðullinn
sveiflist ekki með náttúrunni? Og
hverjar verða afleiðingarnar ef
Hafró hefur rangt fyrir sér hvað
þetta varðar, eins og svo margir
telja að sé? Smáfiskafriðunin sem
byggist á þeirri hugmynd að
megnið af smáfiskinum lifi og því
megi ekki veiða hann fyrr en hann
verður stór, fellur algerlega um
sjálfa sig. Og getur það verið að
600 þúsund tonnin sem Hafró
hafði sjálf mælt að væru í hafinu
og „týndust“ síðan hafi einfaldlega
drepist, að dánartalan hafi í reynd
verið miklu hærri en Hafró taldi?
Hvað varðar þá aðra meginfor-
sendu Hafró um að stór hrygning-
arstofn gefi af sér mikla nýliðun er
rétt að hafa það í huga að engin
tölfræðileg sönnun liggur fyrir um
að svo sé. Þrátt fyrir það er þetta
samband eitt af því sem lagt er til
grundvallar ráðgjöf Hafró. Á hinn
bóginn hafa komið fram sterkar
vísbendingar um að sambandið á
milli hrygningarstofns og nýliðun-
ar sé öfugt, þ.e. meiri líkur séu á
öflugri nýliðun þegar hrygningar-
stofninn er ekki stór. Um þetta öf-
uga samband vitna til að mynda
gögn frá Færeyjum.
Væri nú ekki ráð að fram fari al-
vöru „debat“ hér á Íslandi á milli
vísindamanna um þessar tvær
meginstoðir vísinda Hafró, menn
hafa nú deilt af minna tilefni hér á
landi.
Verið að krypla þorskstofninn
En hitt blasir við að það hefur
verið farið eftir ráðgjöfinni og af-
leiðingarnar eru ljósar. Með því að
koma í veg fyrir að veitt sé jafnt
úr stofninum er sókninni beint í
eldri og stærri fisk. Þá rís sá vandi
að það liggur fyrir samkvæmt
rannsóknum Hafró að gotið hjá
eldri fiskinum er miklu lífvænlegra
og öflugra en hjá yngri fiskinum.
Með öðrum orðum, við erum að
veiða þann hluta stofnsins sem
gefur af sér mesta nýliðunina. Við
erum að krypla þorskstofninn við
Ísland með því veiðimynstri sem
Hafró þvingar fram. Á sama tíma
leiðir aflamarkskerfið til þess að
menn sækja frekar í stærri fiskinn
til að auka verðmæti kvótaeignar
sinna og vinnur það enn frekar
gegn jafnri sókn. Þetta ber feigð-
ina í sér. Það er verið að skemma
þorskstofninn, mikilvægustu auð-
lind okkar Íslendinga. Og áhrifin
eru komin fram, þau eru þarna
fyrir alla að sjá. Kynþroskaald-
urinn er alltaf að færast neðar. Ár-
ið 1981 voru rétt um 5% 4 ára
fiska kynþroska en nú 20 árum
síðar eftir alla smáfiskafriðunina
eru um 40% 4 ára fiska kynþroska!
Og hvað þýðir það? Það er ávísun
á að stofninn fari að vaxa hægar
en áður því það er þekkt að eftir
að kynþroska er náð hjá fiskum
dregur mjög úr vaxtarhraða
þeirra. Um þetta geta menn
fræðst nánar ef þeir kynna sér
kenningar dr. Jónasar Bjarnason-
ar. Og við skulum hafa í huga að
gotbaugsrannsóknir Jóns Jónsson-
ar sem áður var nefndur sýna að
einungis 23% af stofninum hrygnir
oftar en einusinni. Líkurnar á því
að fiskurinn hrygni áður en hann
kemst á þann aldur sem gefur öfl-
ugasta gotið hafa því snar minnk-
að. Veiðimynstrið sem Hafró hefur
búið til er að breyta þorskstofn-
inum þannig að líklegt er að hann
muni vaxa hægar í framtíðinni. Er
nú ekki komin tími til að menn
vakni eða ætla menn að láta þetta
ganga yfir sig þegjandi og hljóða-
laust?
Erum við að úrkynja
þorskstofninn?
Eftir Einar Odd
Kristjánsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.
„Það hefur
verið farið
eftir ráðgjöf-
inni og af-
leiðingarnar
eru ljósar.“
9! !!.
+
. +
#. 786 557
!"# !
*
*
!$*
%!*
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
frá okt.-apríl Orator, félag laganema
alltaf á föstudögum
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
-
IT
M
90
42
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga í des. 10-16
Gashelluborð m. tvöf.
brennara f. Wook pönnu
Burstað stál.
Verð kr. 32.900,-
kr
kr
kr kr krkr
kr
kr
krVið látum verðin tala!
Gashelluborð
Burstað stál.
Verð frá kr. 29.700,-
Innbygginarofn
hvítur eða dökkur.
Verð frá kr. 27.900,-
Innbyggingarofn
burstað stál.
Verð frá kr. 32.900,-
Veggháfur. 60 cm.
Hvítt eða burstað stál.
Sog 580 m3.
Verð frá kr. 24.350,-
Útdregin þunn vifta.
Sog 425 m3.
Hvítt, dökkt eða burstað stál.
Verð frá kr. 11.600,-
Vifta, m. ljósi og 3 hröðum.
Sog 295 m3.
Hvítt dökkt eða stál.
Verð frá kr. 7.950,-
Keramikhelluborð
m. stjórnborði.
Kantur hvítt eða stál.
Verð frá kr. 39.900,-
Helluborð
Hvítt eða stál.
Verð frá kr. 17.950,-
Group
Teka AG
Glæsilegt jólatilboð!
Eldhúsvaskur Texina 45 B-TG
86x50 cm. Granít.
Lyftitappasett innifalið.
Verð kr. 29.900,-
Eldhúsvaskur
Trion 60 B-CN
98x50 cm. M. lyftit.
Verð kr. 31.900,-
Eldhúsvaskur
Trion 60 E-CN
88x50cm. M. lyftit.
Verð kr. 29.900,-
Eldhúsvaskur
Texina 45
80x50cm. M. lyftit.
Verð kr. 19.900,-