Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 45 Axel Axelsson verður með morg- unþætti á nýju stöðinni og einnig verður Valdís Gunnarsdóttir með þátt, að sögn Brynjars Más Valdi- marssonar, útvarpsstjóra og eins eigenda. Hann vill minna á að þetta sé „eina íslenska stöðin í heiminum“ og segir stöðina í jólaskapi þessa dagana. ÍSLENSKA stöðin, FM 91,9, er komin í loftið og var opnunarteiti haldið af því tilefni um helgina. Margir mættu á staðinn til að fagna en Íslenska stöðin stendur undir nafni og spilar eingöngu íslenska tónlist. Valgeir Magnússon og Sigurður Hlöðversson, eða Valli sport og Siggi Hlö, voru á meðal þeirra sem fögnuðu tilkomu Íslensku stöðv- arinnar. Ekki ætti það að koma á óvart í ljósi þess að þeir eru með þátt á systurstöðinni, Steríó 89,5, og eru jafnframt meðal eigenda stöðvanna. Ný íslensk útvarpsstöð í loftið Morgunblaðið/Sverrir Siggi Hlö og Valli sport létu sig ekki vanta á opnunina enda eru þeir meðal eigenda stöðvarinnar. Íslenskum tónum fagnað Pauline og Paulette (Pauline & Paulette) Drama Belgía, 2001. Skífan VHS. 78 mín. Öllum leyfð. Leikstjórn: Lieven Debrauwer. Handrit: Lieven Debrauwer og Jacques Boon. Kvikmyndataka: Michael Van Laer. Aðalhlutverk: Dora van der Groen, Ann Petersen, Rosemarie Bergmans, Idwig Stephane. ÞESSI frumraun belgíska leik- stjórans Lieven Debrauwer hefur vakið mikla athygli og vann t.d. fjölda verðlauna í sínu heimalandi, sem og meðal áhorfenda á Cannes- hátíðinni. Myndin fjallar um systur sem lifað hafa ró- lyndislífi í smábæ í Belgíu og eru all- ar komnar vel yfir miðjan aldur. Pauline er þroska- skert og hefur elsta systirin Marta tekið það að sér að annast hana. Hinar tvær eru of uppteknar af eigin lífsstíl til að taka slíkar fórnir í mál, Paulette rekur t.d. voða fína kvenfataversl- un og syngur í áhugaóperu bæj- arins á kvöldin, en yngsta systirin býr í Brussel og á smart heimili með eiginmanni sínum. Þegar Mörtu nýtur skyndilega ekki leng- ur við þurfa hinar systurnar að taka á sig þá ábyrgð að tryggja Pauline umhyggju, öryggi og lífs- hamingju. Þar mæðir kannski mest á Paulette, því Pauline er haldin barnslegri aðdáun á „ævintýraleg- um“ lífsmáta hennar. Aðal myndarinnar er persónu- sköpunin, en dregin er upp mjög raunsæisleg og óupphafin mynd af þroskaskerðingu Pauline, og túlk- ar belgíska leikkonan Dora van der Groen persónuna á sérstaklega sannfærandi hátt. Þannig verður vandinn sem systurnar standa frammi fyrir mun raunverulegri í augum áhorfenda, sem og þær blendnu tilfinningar sem þær bera til Pauline. Kvikmyndagerðarmað- urinn notar einnig umhverfið til að gæða myndina lífi, hið bleika og blómum prýdda umhverfi Paulette verður táknrænt fyrir ævintýrið í augum Pauline, um leið og það gef- ur myndinni sterkan svip. Þetta er vönduð kvikmynd sem fjallar á lát- lausan hátt um fjölskyldubönd og leitina að lífshamingju, sem reynist t.d. í tilviki Paulette leynast á óvæntum stöðum. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Ævintýrið og veru- leikinn www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                         PLUS PLUS ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.