Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
U
MSÝSLUSTOFNUN varn-
armála, áður Sala varnar-
liðseigna, verður lögð niður
um næstu áramót, eins og
fram hefur komið í Morg-
unblaðinu, og við starfseminni tekur
embætti sýslumannsins á Keflavíkurflug-
velli. Versluninni við Grensásveg 9 í
Reykjavík var lokað núna um mánaða-
mótin. Starfsmenn stofnunarinnar hafa
verið sex en fyrir nokkrum árum voru
þeir helmingi fleiri. Forstjóri frá árinu
1977 hefur verið Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi en hann tók þá við af
Helga Eyjólfssyni byggingarmeistara
sem hafði verið forstjóri frá upphafi. Ís-
lendingar hafa í gegnum tíðina getað
gert reyfarakaup í mörgum varnarliðs-
eignum þar sem fjölbreytileikinn hefur
verið allsráðandi, frá boltaskrúfum til
bifreiða og allt þar á milli.
Með ákvörðun utanríkisráðuneytisins
nú, sem farið hefur með yfirstjórn Um-
sýslustofnunar varnarmála, lýkur meira
en hálfrar aldar sögu sem má rekja allt
aftur til seinni hluta ársins 1944 þegar
ríkisstjórn Björns Þórðarsonar gaf út
bráðarbirgðalög um heimild fyrir rík-
isstjórnina til að kaupa eignir setuliðsins
sem það skildi eftir á Íslandi. Voru menn
þá farnir að eygja endalok seinni heims-
styrjaldarinnar. Skipaðir voru fimm
menn í Sölunefnd setuliðseigna og fyrsti
framkvæmdastjórinn var Helgi Eyjólfs-
son húsasmíðameistari. Nefndin starfaði
til ársins 1948 og hafði í byrjun aðstöðu í
stórum skemmum sem hermenn höfðu
reist í Vatnsmýri, ekki langt frá þeim
stað sem hús Íslenskrar erfðagreiningar
stendur.
Með gildistöku varnarsamnings milli
Íslands og Bandaríkjanna árið 1951 tók
svonefnd Sölunefnd varnarliðseigna til
starfa ári síðar og Helgi var aftur ráðinn
framkvæmdastjóri. Gegndi hann því
starfi til loka árs 1976 er hann hætti fyr-
ir aldurs sakir. Formaður nefndarinnar
um árabil var Hermann Jónasson.
Upp úr 1970 var nafni stofnunarinnar
breytt í Sölu varnarliðseigna. Starfsemin
var þá komin í húsnæðið við Grensásveg
en nefndin hafði áður haft aðsetur við
Suðurlandsbraut,
Skúlatún og í Örfirisey.
Enn breytt um nafn
Árið 1995 var sett ný
reglugerð um starfsem-
ina og nafninu breytt í
Umsýslustofnun varn-
armála.
Meginbreytingin var að auk fyrri verk-
efna var Umsýslustofnunin gerð að nokk-
urs konar innkaupastofnun vegna kaupa
Varnarliðsins á aðföngum og var einnig
falin umsjón með forvali verktaka vegna
verka á vegum Mannvirkjasjóðs Atlants-
hafsbandalagsins.
Stofnunin hafði áfram það hlutverk að
annast yfirtöku og kaup á umfram- og af-
gangsvörum frá Varnarliðinu og yfirtöku
á byggingum og mannvirkjum á varn-
arsvæðunum. Hlutverkið hefur sömuleið-
is verið að hafa milligöngu um kaup á
bifreiðum, vélum, tækjum og búnaði sem
starfsmenn Varnarliðsins hafa flutt til
landsins án greiðslu aðflutningsgjalda og
virðisaukaskatts.
Á síðustu árum hefur umfang og hagn-
aður af starfseminni farið minnkandi.
Þannig varð stofnunin að hætta sölu á
matvöru fyrir fjórum árum vegna gild-
istöku evrópskra reglna um merkingu
matvæla. Þá hefur fækkun í herafla
Varnarliðsins haft sín áhrif á umsvifin.
Tap hefur verið á eiginlegri sölu varn-
arliðseigna en haft hefur verið eftir Al-
freð Þorsteinssyni að hagnaður síðastlið-
inna 20 ára af starfseminni í heild hafi
verið 500–600 milljónir króna á núvirði.
Álíka upphæð hafi verið innheimt vegna
opinberra gjalda.
Deilt um stofnunina
Deilt hefur verið um stofnunina á
seinni árum og virðist sem utanríkis-
ráðuneytið sé nú að nokkru leyti að
framkvæma breytingu sem þáverandi
fjármálaráðherra og núverandi forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði
til við fjárlagagerðina árið 1988. Sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu var stofn-
uninni gert að skila 50 milljóna hagnaði
árið 1989, ella yrði hún lögð niður og
starfsemin færð annað. Þessi ákvörðun
fjármálaráðherra var harðlega gagnrýnd
af Alfreð Þorsteinssyni sem sagði m.a. í
Morgunblaðinu 3. nóvember 1988 að
áformin væru óraun-
hæf og byggð á mik-
illi vanþekkingu.
Taldi Alfreð raun-
hæfara að reikna
með 25–30 milljóna
hagnaði. Sagði Alfreð
ennfremur í blaðinu:
„Ólafur Ragnar
Grímsson er fyrsti ráðherrann sem ég
man eftir sem hefur lagt svona gífurlega
mikla áherslu á að auka tekjur af þessari
starfsemi. Hann hefur hingað til kallað
þessa starfsemi „hermang“, þannig að
það er því ljóst að honum er mjög í mun
að auka „hermangsgróðann“ svo mikið
sem mögulegt er.“
Ekkert varð þó úr áformum stjórn-
valda í þetta sinn að leggja Sölu varn-
arliðseigna niður. Stofnunin skilaði um
20 milljóna hagnaði árið 1989 og í fjár-
lagafrumvarpinu að ári var reiknað með
35 milljóna hagnaði árið 1990. Fram hef-
ur komið í Morgunblaðinu að það var Al-
freð sjálfur
upphafi þe
unin yrði lö
verkefnin
Keflavíkurf
Málefni
ræðu á Alþ
grét Fríma
talsefni í
m.a. fram
gjalda á þ
Hálfr
sögu sö
liðseig
Sala á eigum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli he
sögu sem um margt hefur verið mjög sérstök. Í saman
verið deilt um sölunefndina, meðal annars á Alþ
’ 34 umsóknir bárust um forstjóra-
stöðu sölunefnd-
arinnar 1976. ‘
Hér er verið að bera út notaðan skáp síðasta daginn sem verslunin var opin.
1944 Brá
setuliðse
aður fra
1948 Ne
Fjárhag
við herin
1952 Söl
til starfa
Íslands o
ólfsson r
1964 Ver
9 í Reykj
starfsem
næðishr
1977 Alf
kvæmda
1988 Söl
50 milljó
frumvar
ur eða fæ
1995 Re
stofnun
Sölu var
stjórnan
1998 Sto
matvöru
regluger
2002 Um
niður og
lokað 30
undir em
víkurflug
No
tím
í sö
BREYTINGAR Í ORKUMÁLUM
Um nokkurt skeið hefur veriðljóst að töluverðrar endur-skipulagningar og uppstokk-
unar megi vænta í orkugeiranum en
orkuframleiðsla er einn af grunn-
atvinnuvegum þjóðarinnar og sá
mikilvægasti auk sjávarútvegsins.
Á löggjafarþinginu 2000–2001
lagði ríkisstjórnin fram til kynningar
frumvarp til nýrra raforkulaga sem
felur í sér heildarendurskoðun á lög-
gjöf um vinnslu, flutning, dreifingu
og sölu á raforku. Frumvarpið var
lagt fram á síðasta þingi en ekki af-
greitt.
Nú er enn unnið að breytingu á
þessu frumvarpi í því skyni að fá það
afgreitt á þessu þingi. Í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að orkufyrirtæki
megi framleiða og selja orku til
hvaða notanda sem er. Hins vegar er
ætlazt til að stofnað verði eitt orku-
flutningsfyrirtæki sem dreifi raf-
orku til dreifiveitna á hverjum stað.
Eitt af markmiðum með frumvarp-
inu er að framkvæma tilskipanir
Evrópusambandsins á sviði orku-
mála sem við erum taldir skuld-
bundnir til skv. samningunum um
Evrópska efnahagssvæðið. Í grund-
vallaratriðum er stefnt að því að
auka verulega samkeppni á milli
orkufyrirtækja.
Sumir áhrifamenn á vettvangi
stjórnmálanna hafa talið að við ætt-
um að leita allra leiða til þess að
þurfa ekki að framkvæma þessar til-
skipanir ESB. Í þeim hópi er Björn
Bjarnason, alþingismaður og oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, sem ítrekaði þessa
skoðun í Morgunblaðinu í gær. Hann
telur að tilskipunin sé miðuð við allt
aðrar aðstæður en ríki hér á landi.
Önnur vísbending um að breytinga
megi vænta á sviði orkumála er sá
órói sem er innan meirihlutans í
borgarstjórn Reykjavíkur vegna
eignarhluta borgarinnar í Lands-
virkjun. Talsmenn meirihlutans hafa
ítrekað lýst þeirri skoðun að eðlilegt
sé að borgin selji hlut sinn í Lands-
virkjun.
Í þriðja lagi er ljóst að fram-
kvæmdir við uppbyggingu orkuvera
eru mun umdeildari en áður. Fyrir
hálfri öld leit þjóðin á uppbyggingu
stórvirkjana sem eins konar sjálf-
stæðismál. Nú berst öflugur hópur
með öllum ráðum gegn byggingu
virkjana af náttúruverndarástæðum.
Loks er ástæða til að minna á að í
skýrslu Auðlindanefndar var fjallað
um auðlindagjald vegna nýtingar
auðlinda í vatnsföllum og í iðrum
jarðar. Það er tímabært að umræður
um þann þátt málsins hefjist fyrir al-
vöru í tengslum við þær umbreyting-
ar sem framundan eru á sviði orku-
mála.
Breytingar í uppbyggingu orku-
iðnaðarins á Íslandi eru risavaxið
mál og þar megum við ekki misstíga
okkur. Landsvirkjun stendur nú
frammi fyrir stærsta verkefni sem
það fyrirtæki hefur nokkru sinni ráð-
izt í og það er nauðsynlegt að um það
verkefni ríki sæmileg samstaða og að
ekki skapist óvissa um þann grund-
völl sem eignarhald fyrirtækisins
byggist á.
Öll þessi mál þarf að ræða í heild.
Það er ekki hægt að ræða einstaka
þætti þeirra án þess að hafa yfirsýn
yfir málið allt. Þess vegna er æski-
legt að stjórnmálamennirnir standist
þá freistingu að leggjast í pólitískan
skotgrafahernað um þetta mikils-
verða mál. Það er einfaldlega of stórt
til þess að menn geti leyft sér það.
LÖGGÆSLA OG LÖGHLÝÐNI
Mikil umræða hefur farið framum það hvernig haga eigi lög-
gæslu til að draga sem mest úr lög-
brotum. Ýmsum kenningum hefur
verið haldið á lofti en einna mests
fylgis að fagna eiga hugmyndir um
að lögreglan sé sýnileg. Þannig
kannast flestir ökumenn við það að
þar sem lögreglubíll birtist á um-
ferðargötu er sem sjálfkrafa hægi á
umferðinni.
Rökin á bak við sýnilega löggæslu
eru þau að slíkar aðferðir séu til
þess fallnar að draga úr glæpum og
lögbrotum. Þar með verði starf lög-
reglunnar fyrirbyggjandi í stað þess
að byggjast á að grípa lögbrjóta.
Það eitt að sjáist til lögreglunnar
hefur í flestum tilfellum jákvæð
áhrif og í stórborgum erlendis hefur
lögreglu tekist að draga stórkost-
lega úr tíðni glæpa með því að fara
meðal fólks. Það má hins vegar velta
fyrir sér með hvaða hætti lögreglan
eigi að vera sýnileg.
Um helgina fór fram mjög um-
fangsmikið umferðareftirlit lögregl-
unnar í Reykjavík. Á föstudags-
kvöld voru 1.400 ökumenn stöðvaðir
á bílum sínum og mynduðust langar
biðraðir vegna vegatálma lögregl-
unnar. Engum var hleypt í gegn án
þess að ræða við lögreglu. Stóð
þessi aðgerð yfir í tvær klukku-
stundir. Í frétt Morgunblaðsins á
sunnudag sagði að ökumenn hefðu
sumir verið óhressir yfir töfinni sem
af hlaust.
Um leið og leitast er við að draga
úr lögbrotum og auka öryggi borg-
aranna, hvort sem það felst í því að
þeir geti gengið óhultir um götur
eða ekið, verður að hafa hugfast að
löggæslan má ekki þrengja að ein-
staklingnum. Strangt til tekið gæti
hver einstaklingur verið að brjóta
lögin daginn út og daginn inn, hvort
sem hann er utan dyra eða innan,
heima eða heiman. Þannig mætti
réttlæta mjög umfangsmikið eftirlit
með hegðun borgaranna. Nú er það
hins vegar svo að einstaklingurinn
nýtur almennt ákveðins frelsis til
orðs og æðis og rökstuddan grun
þarf til þess að lögregla grípi til af-
skipta. Nema í umferðinni. Þar get-
ur fólk átt von á því að vera stöðvað
án þess að hafa nokkuð annað gert
en að vera á ferðinni í fullu samræmi
við þær reglur sem um akstur og
umferð gilda. Það má spyrja hvort
kröftum lögreglunnar sé best varið
með því að stöðva 1.400 ökumenn á
einu bretti á Kringlumýrarbraut.