Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMÞYKKJA YFIRTÖKU Sænska fjármálaeftirlitið sam- þykkti í gær að Kaupþing banki hf. fengi að kaupa meirihluta í sænska bankanum JP-Nordiska. Kaupþing banki verður eina íslenska fyr- irtækið sem skráð verður í erlendri kauphöll. Rangar upplýsingar? Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir andstæðinga Kára- hnjúkavirkjunar hafa í samstarfi við náttúruverndarsamtökin World Wide Fund for Nature dreift röng- um upplýsingum um málið. Miðstjórn grípur ekki inn Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins telur sig ekki geta gripið inn í ákvarðanir kjördæmisráðs Norð- vesturkjördæmis vegna utankjör- fundaratkvæðagreiðslu fyrir próf- kjörið í haust. Gagnrýndi stefnu Bush Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tók við frið- arverðlaunum Nóbels í gær. Notaði hann tækifærið og gagnrýndi stefnu Georges Bushs forseta sem kennd er við „fyrirbyggjandi hernað“, þ.e. árás að fyrra bragði gegn hættu- legum fjendum. Færeysk neðansjávargöng Fyrstu neðansjávarjarðgöngin í Færeyjum voru opnuð í gær með mikilli viðhöfn. Þau eru 4,9 km löng og tengja Straumey með höf- uðstaðnum Þórshöfn við Voga en þar er eini flugvöllur Færeyinga.  LISTAMENN Á MORGAN  ALDRIFINN VOLVO XC70  FÆRSLA Á HÁSINGUM KOENIGSEGG CC  REKSTRARLEIGA Á NOTUÐUM  NISSAN GTR-OFURSPORTBÍLL  NISSAN MICRA Í RÓMABORG Nýr bíll á gömlum grunni Allir fá þá eitthvað fallegt . . . Mikið úrval glæsilegra jólagjafa frá ALPINE, CLIFFORD og AVITAL Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 • Sími: 540 1500 FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. edda.is Thor Vilhjálmsson heldur hér áfram a› l‡sa tímum sem voru baksvi› ver›launaskáldsögunnar Morgunflula í stráum. Me› or›gnótt sinni og stílgaldri, djúpri innlifun og sterkri samú› færir hann okkur nær tímum sem um margt minna á okkar daga í vi›sjám sínum og heimsendaugg. Thor Vilhjálmsson ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 96 69 12 /2 00 2 Or›gnótt og stílgaldur ÚR manna minnum – greinar um íslensk- ar þjóðsögur nefnist bók þar sem tuttugu og átta höfundar fjalla um þjóðsögur, hver með sínum hætti, og benda meðal annars á sérkenni þeirra og marg- breytilegt hlutverk. Þjóðsögur hafa í ald- anna rás fylgt manninum og liðsinnt hon- um í hversdagslegu amstri hans, dagdraumum og umgengni við sam- ferðamenn og náttúru, hafa jafnvel náð til samfélagsvanda sem erfitt er að ræða á venjubundinn hátt. Í kringum þjóðsögur hefur myndast víðáttumikið fræðasvið og hefur það ekki síst þróast út frá rannsóknum á ein- stökum minnum sem birtast í þjóðsögum ólíkra menningarsvæða. Lögmál munn- legrar frásagnarlistar og samspil ritmáls og munnmennta kemur einnig mjög við sögu rannsóknanna, ásamt flokkun þjóð- sagna og skyldleika við aðrar tegundir frásagna og bókmennta. Áþessu ári eru liðin 150 á fráútgáfu fyrstu þjóðsagna þeirra Magnúsar Gríms- sonar og Jóns Árnasonar.Þeirra og ann- arra manna á sviði þjóðsagna og þjóð- sagnafræða er minnst á margvíslegan hátt í ritgerðasafninu. Ritstjórar verksins eru þeir Baldur Hafstað, Kennaraháskóla Íslands, sem einnig ritar inngang, og Haraldur Bessason, Háskólanum á Ak- ureyri, en þeir stóðu einnig að greina- safninu Heiðin minni árið 1999. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 513 bls., prentuð í Gutenberg. Erlingur Páll Ingvarsson gerði kápu. Verð: 4.990 kr. Greinar um þjóðsögur Halldór Blöndal tekur við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi ritstjóranna Haraldar Bessasonar og Bald- urs Hafstað. Viðkvæmni karlmannsins Hávar Sigurjónsson ræðir við Kristján Þórð Hrafnsson INNAN vísindanna og milli vísindamanna er valdabarátta og samkeppni alveg eins og meðal fólks sem tilheyrir öðrum starfsstétt- um. Þar fyrirfinnst einnig tímabundin oftrú á tiltekin fyrirbæri, fordómar milli greina og hvaðeina annað sem einkennir mannheima. Af þessum sökum er nauðsynlegt að veita vís- indamönnum aðhald með gagnrýnni hugsun og upplýsingum, sérstaklega ef stigið er út fyrir háskólana og inn í viðskiptalífið. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðing- ur er í hlutverki gagnrýnandans í bók sinni Genin okkar og skýrir stöðu sína með þessum orðum: „Ég tel að mér, sem borgara í lýðræð- issamfélagi, beri skylda til að setja fram þessa gagnrýni, hversu óvinsæl sem hún mun reyn- endilega það sem vísindamaður telur. Steindór hefur mikla þekk- ingu á efninu sem hann tekur fyrir og rekur sig í raun aftur alla tuttugustu öldina og segir einnig frá umræðum hér á 19. öld um Darwinisma. Hann rekur síðan hvernig líftæknin nemur land á Íslandi. Þá flokkar hann erfðafræðina og varpar ljósi á átök innan hennar. Hann sýnir fram á oftrú raunvísindamanna á vísindum sínum, sjálfum sér og sannfæringunni um að þeir hafi rétt fyrir sér. Loks fjallar hann um líftæknina og lýðræðið. Genin okkar minnir stundum á kennslubók í vísindagagnrýni þar sem við sögu koma kenningar, fræðsla og vísinda- menn. Kafli 2. Átökin um erfðirnar og kafli 3. Vísindatrúin eru í þeim dúr, en sennilega nauðsynlegir því þetta er fyrsta bók sinnar tegundar hér á ast, og ég mun í þessari viðleitni minni leita jöfnum höndum fanga í raun-, hug- og félagsvísindum. Hér verða lesendur kynntir fyrir vísindagagnrýni.“ (28). Glögg gagnrýni er nauðsynleg vegna mögulegrar tilhneigingar valdhafa hvar sem er í heiminum til að verja nytsamlegar hug- myndir og áform og draga úr um- ræðu gegn þeim. Einnig til að greina rök og áróður vísindahópa til að teljavaldamenn á að veita fé til þeirra. Sterk gagnrýni og hefð fyrir henni er því nánast forsenda lýðræðissamfélags. Steindór J. Erlingsson greinir í bók sinni umræðuna sem borið hefur hæst í vísindum og meðal almennings á síðustu árum; gen, erfðaefni, DNA, líftækni og fyrirtækið Íslenska erfðagreiningu. Hann vill kenna lesandanum að efast, með því að sýna honum fram á að oftast eru hlutirnir flóknari en þeir virðast og að þeir merki ekki Nauðsynlegt innlegg VÍSINDI Genin okkar – Líftækni og íslenskt samfélag STEINDÓR J. ERLINGSSON Forlagið 2002. 160 bls. Steindór J. Erlingsson BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 11.desember 2002  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 25/30/31 Viðskipti 13/14 Minningar 32/36 Erlent 15/17 Staksteinar 39 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 19 Kirkjustarf 36 Suðurnes 20 Dagbók 42/ Landið 21 Fólk 44/49 Listir 22/24 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Íþróttablaðið frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Blaðinu er dreift um allt land. 2002  MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BYRJAÐ AÐ RÍFA WEMBLEYVÖLLINN Í LONDON / B4 TVÖ íslensk dómarapör munu dæma í næstu umferð í Evrópukeppni kvenna í handknattleik og meira að segja leiki sömu liða. Anton Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma fyrri leik dönsku liðanna GOG og Slag- else 3. janúar og síðari leikinn, hinn 10. janúar, dæma Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðs- son. Þeir verða þó ekki einu Íslendingarnir sem koma við sögu í leikjunum því með GOG leikur Hafdís Hinriksdóttir. Móðir hennar, Helga Magnúsdóttir, verður eftirlitsmaður í Evrópukeppninni eins og að undanförnu, en hún er nú stödd á EM kvenna þar sem hún er við störf á vegum mótsstjórnar. Helga verður þó ekki eftirlitsmaður á leik dótt- ur sinnar heldur fer hún til Rússlands í Meist- aradeildina og fylgist með leik Lada Toljatti og Skopje frá Makedóníu. Dómarar á faraldsfæti ERLA Steinunn Arnar- dóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, er gengin til liðs við sænska félagið Stattena, sem er nýliði í úr- valsdeildinni í Svíþjóð. Erla er 19 ára og skoraði 7 mörk fyrir Breiðablik í úrvals- deildinni hér heima í sumar, og þá lék hún sinn fyrsta leik með 21 árs landsliðinu. Hún var búsett í Svíþjóð áð- ur en hún kom til Breiða- bliks fyrir síðasta tímabil. Erla til Svíþjóðar ÁRNI Kristinn Gunnarsson, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, var á dögunum valinn í úrvalslið ACA- háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum. Árni Krist- inn hefur leikið þar með Hofstra-háskólanum á aust- urströnd Bandaríkjanna undanfarin þrjú ár og verið í lykilhlutverki í liði skólans, ýmist sem miðvörður eða varnartengiliður. Árni Kristinn í liði ársins Bobby Robson, knattspyrnustjóri enska liðsins Newcastle United, gengur hér um á gamla heima- velli sínum Nou Camp í Barcelona og ekki veitti af regnhlíf í vatnsveðrinu. Leik liðanna í Meist- aradeildinni var frestað þar sem völlurinn var líkari sundlaug en knattspyrnuvelli. Reuters NORSKA knattspyrnufélagið Lille- ström eyddi umfram efni á síðustu leiktíð og verður fyrir vikið að stíga á bremsurnar hjá því. Helsta ástæðan fyrir auknum útgjöldum Lilleström á síðustu leiktíð er m.a. talin sú að fé- lagið fékk Ríkharð Daðason og Uwe Rösler til liðs við sig á miðri leiktíð þegar flest gekk liðinu í mót á knatt- spyrnuvellinum og það var í fall- hættu. Með þeirra aðstoð tókst Lille- ström að tryggja sæti sitt í norsku úrvalsdeildinni og þar með var hálf- ur sigur unninn að mati forráða- manna félagsins sem réttlætir um- framútgjöld. Nú hefur verið sett saman fjár- hagsáætlun fyrir félagið fram til árs- ins 2005 sem ber heitið „frá mínus í plús“. Í henni er gert ráð fyrir að fé- lagið verði komið út úr mestu vand- ræðunum eftir þrjú ár. Þar er gert ráð fyrir ráðdeild mikilli í rekstri fé- lagsins. Launalækkun hjá Brann Nýlega var greint frá því að laun leikmanna Stabæk verði lækkuð um tíu af hundraði og nú stendur fyrir samsvarandi lækkun launa hjá Brann, sem er undir stjórn Teits Þórðarsonar. Leikmenn Brann hafa enn ekki samþykkt lækkunina en ekki er víst að þeir eigi annarra kosta völ þar sem fjárhagur Brann er í molum og því nauðsynlegt að draga úr kostnaði í öllum þáttum rekstrarins. Lilleström eyddi of miklu KRISTÍN Rós Hákonardóttir vann til gullverðlauna í sínum flokki í 100 metra baksundi á heimsmeistara- móti fatlaðra í sundi sem hófst í Mar de Plata í Argentínu í gær. Kristín Rós hafði mikla yfirburði í úrslitasundinu og kom í mark á nýju heimsmeti, 1.25,83 mínútum en gamla metið átti hún sjálf, 1.25,98 mínútur. Í undanrásunum var Krist- ín Rós einnig með besta tímann, 1.26,98 mín. „Þetta gekk bara alveg eins og í sögu. Ég var mjög vel upplögð og fannst geysilega gott að synda í þessari frábæru laug. Ég átti ekki al- veg von á að vinna svona öruggan sigur en ég var aðallega að hugsa um að bæta met- ið. Ég fann eftir undanrásirnar að ég átti töluvert inni og það gekk eftir,“ sagði Kristín Rós í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi en hún varð 10 sekúndum á undan næstu sundkonu. „Vonandi gengur mér áfram svona vel. Ég hugsa um eitt sund í einu og ætla að gera mitt besta og sjá svo til hverju það skilar.“ „Kristín Rós útfærði sundið mjög vel. Þetta er ein af hennar sterkustu greinum og auðvitað gerði ég mér vonir um sigur. Ég veit að hún kem- ur til með að fá meiri keppni í hinum greinunum,“ sagði Kristín Guð- mundsdóttir, þjálfari nöfnu sinnar við Morgunblaðið. Kristín keppir í 100 m skriðsundi í dag. Á morgun keppir hún í 100 m bringusundinu og Bjarki Birgisson sömuleiðsins en það verður fyrsta greinin sem hann tekur þátt í á mótinu. Heimsmet og gull hjá Kristínu Rós Kristín Rós Hákonardóttir REYKJAVÍKURBORG mun ekki ljá máls á þátttöku í Kárahnjúkavirkjun sem 45% eignaraðili í Landsvirkjun, nema ítarlegt arðsemismat á fram- kvæmdinni liggi fyrir. Þetta segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar. Hann segir að samþykki þurfi hjá öllum eignaraðilum Lands- virkjunar fari framkvæmdin yfir 5% af eigin fé fyrirtækisins. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, bókaði á fundi ráðsins í gær að upplýst hefði verið að í lok vik- unnar væri fyrirhugað að skrifa undir samninga milli Landsvirkjunar og Al- coa um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkj- un en borgin gerði kröfu um að arð- semismat lægi fyrir áður en hún samþykkti þátttöku í framkvæmdun- um. „Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geri ég þá kröfu til borgarstjóra að hún lýsi því yfir opinberlega að skilyrði Reykjavíkurborgar vegna þátttöku í Kárahnjúkavirkjun hafi ekki verið uppfyllt.“ Árni Þór og Stefán Jón Hafstein, fulltrúar R-lista í borgarráði, tóku undir þetta og bókuðu á fundinum að þeir væru efnislega sammála bókun Ólafs. Að sögn Árna er enginn ágrein- ingur um að ef framkvæmdin fer yfir 5 prósent af eigin fé Landsvirkjunar þurfi Landsvirkjun að leita samþykk- is eignaraðilanna formlega. Það þýði að borgarstjórn þurfi að taka afstöðu til aðildar Reykjavíkurborgar að mál- inu. Ekki skuldbindandi „Borgarstjórn samþykkti á fundi í júní 2001 að forsenda þess að borgin gæti yfirleitt léð máls á því að taka þátt í þessu verkefni væri að það lægi fyrir ítarlegt arðsemismat og ég á ekki von á öðru en að menn séu enn sömu skoðunar hvað þetta snertir,“ segir Árni. Hvað varðar undirritunina í lok vikunnar segir Árni að borgarstjóri hafi upplýst að hún hafi ekki undir höndun nein gögn varðandi hana en hafi upplýsingar frá forstjóra Lands- virkjunar um að það felist engar skuldbindingar í undirskriftinni. Í raun sé ekki komið að því að taka ákvörðun. „Í borgarráði kom fram að við teljum mikilvægt að Landsvirkjun sé gerð grein fyrir þeirri afstöðu borgarinnar að það komi ekki til greina að hún skuldbindi borgina með nokkrum hætti nema hún spyrji fyrst og ég reikna með að borgarstjóri muni ítreka það við forstjóra Lands- virkjunar,“ segir Árni. Að hans sögn hefur borgarstjóri óskað eftir fundi stjórnar og forstjóra Landsvirkjunar með borgarráði. Afstaða Reykjavíkurborgar til byggingar Kárahnjúkavirkjunar Samþykki er háð því að arðsemismat liggi fyrir hafi brotið á kærendum. Ráðherra hafi ekki gefið kærendum, sem áttu aðild að kæru sem var send til um- hverfisráðuneytisins, tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar á skjölum sem tengjast málinu. Ráðherra hafi ekki brugðist við rökum þeirra og hafi brotið á lýðræðislegum réttind- um þeirra og hafi brotið lög um mat á umhverfisáhrifum. Talin eru upp nokkur atriði til viðbótar þar sem ráðherra er sak- aður um að hafa brotið á rétti kær- enda. Í bréfinu segir að uppistöðulónið í tengslum við Kárahnjúkavirkjun, sem sé 57 ferkílómetrar að stærð, muni fyllast af seti á 100 til 250 ár- um og að Kárahnjúkavirkjun muni eyðileggja eitt af stærstu ósnortnu víðernum Vestur-Evrópu. Á það er einnig bent að fulltrúar Landsvirkjunar telji að ógilding á úrskurði ráðherrans muni ekki hafa nein áhrif á framkvæmdina. Með þessu sé Landsvirkjun að fullyrða að fyrirtækið muni ekki taka tillit til laga um mat á umhverfisáhrifum. Gangi það eftir muni fyrirtækið í raun brjóta gegn lögum. ATLI Gíslason hæstaréttarlögmað- ur hefur sent Alain Belda, aðalfor- stjóra bandaríska álfyrirtækisins Alcoa, bréf þar sem þess er krafist að Alcoa hætti frekari samningavið- ræðum við Íslendinga í tengslum við fyrirhugað álver í Reyðarfirði þar til dómstólar hafi kveðið upp lokaúr- skurð í tengslum við mat á umhverf- isáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Í bréfinu segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi nú til skoðunar fullyrðingar sem birtar séu í kæru Atla Gíslasonar hæstaréttarlög- manns, Guðmundar Páls Ólafssonar rithöfundar, Ólafs S. Andréssonar prófessors og Náttúruverndarsam- taka Íslands, þar sem þess er kraf- ist að úrskurður umhverfisráðherra frá 20. desember í fyrra um um- hverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar verði ógiltur. Kærunni er beint að ríkisstjórn Íslands og Landsvirkjun. Í bréfinu kemur fram að auk þess sem vísað sé til umfangsmikilla og óafturkræfra áhrifa virkjunarinnar á umhverfið beinist rök kærenda að því að umhverfisráðherra hafi ekki gætt nægjanlega að lagalegum formsatriðum í úrskurði sínum og Hæstaréttarlögmaður ritar Alain Belda, aðalforstjóra Alcoa, bréf Ekki verði samið á meðan mál eru fyrir dómstólum ÞEIR höfðu hröð handtök, piltarnir í Síldarvinnslunni í Neskaupstað, í gærkvöld eftir að Börkur NK kom til hafnar með tæp 300 tonn af fallegri síld. Það vafðist að minnsta kosti ekki fyrir þeim félögum Björgvini Björg- vinssyni og Ómari Dennis Atlasyni að salta þetta silfur hafsins ofan í hverja tunnuna á fætur annarri. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Silfur hafsins saltað EKKI verður gengið endanlega frá framboðslistum Samfylkingarinnar í kjördæmunum tveimur í Reykjavík fyrr en eftir áramót. Sameiginlegt flokksval fyrir bæði Reykjavíkur- kjördæmin fór fram 9. nóvember og var að því stefnt að framboðslistarn- ir yrðu frágengnir um seinustu mán- aðamót. Karl Th. Birgisson, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, segir ljóst að listarnir verði ekki tilbúnir fyrr en eftir áramót, úr þessu. Tvær skýr- ingar séu á því. Annars vegar sú að fólk vilji vanda sig við frágang listans og síðan þurfi samkvæmt lög- um flokksins að boða til fundar í full- trúaráði flokksins með tveggja vikna fyrirvara þegar uppstillingarnefnd er tilbúin með listann. Listar ekki tilbúnir fyrr en eft- ir áramót Samfylkingin í Reykjavík EINBÝLISHÚS við Bugðutanga í Mosfellsbæ skemmdist talsvert í eldsvoða í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins var húsið mann- laust þegar eldurinn kviknaði. Lög- regla rannsakar eldsupptök. Vegfarandi tilkynnti um eldinn um klukkan átta í gærkvöld og voru slökkviliðsmenn frá Tunguhálsi og Skógarhlíð þegar sendir á staðinn. Eldurinn var einkum í svefnherbergi en reykur barst víða um húsið og olli töluverðu tjóni. Sá sem tilkynnti um eldinn fór ásamt lögreglumönnum að húsinu og lokuðu þeir glugga sem reykur barst út um. Þannig komu þeir í veg fyrir dragsúg þegar rúða í svefnherberginu sprakk örskömmu síðar og segir stöðvarstjóri slökkvi- liðsins að með þessu hafi þeir getað minnkað tjónið. Hús skemmist í eldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.