Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 23
INGÓLFUR Arnarson gæti fengið
það hlutskipti að tróna eins og kóng-
ur yfir nýju menningarríki sínu í Arn-
arhólnum, verði hugmyndir Sigurðar
Gústafssonar arkitekts um byggingu
fimm sala kvikmynda- og óperuhúss í
Arnarhólnum að veruleika. „Þetta er
nú bara persónulegt gæluverkefni
mitt,“ segir Sigurður um þessa hug-
mynd sína, - en hún er þó orðin tals-
vert þróuð í meðförum hans, og
margvíslegar teikningar að mann-
virkinu og útliti þess liggja fyrir. „Ég
bý í miðbænum, og finnst algjör
skandall að það skuli ekki vera neitt
bíó í eða við Kvosina. Ég geng svo
fram hjá Arnarhóli á hverjum degi og
finnst umhverfi hans vera frekar
óyndislegt eins og það er í dag; - það
gæti verið miklu skemmtilegra. Ég
hef verið að hugsa mikið um hvað
mætti gera við hólinn, og í um-
ræðunni um skipulagsmálin í mið-
borginni, þá finnst mér mönnum hafa
sést yfir allt það rými sem er í honum.
Það má vel nýta plássið undir hóln-
um, án þess að þurfi að eyðileggja
hann. Með þeim hugmyndum sem ég
er með, er ég þó ekki að nýta nema
helminginn af því rúmtaki sem í hon-
um er.“
Sigurður vann svipað verkefni fyrir
teiknistofu sem hann vann við í Sví-
þjóð fyrir mörgum árum. Þar var
grafið út úr bergi við Götaplatsen í
Gautaborg og kvikmyndahús teiknað
inn í rýmið. Verkefnið varð ekki að
veruleika vegna þess að þegar til átti
að taka var ekki hægt að hliðra spor-
vagnakerfinu, sem lá í gegnum hól-
inn. Af þessu verkefni spratt hug-
mynd Sigurðar um nýtingu
Arnarhólsins. „Ég vildi gefa Arn-
arhólnum meira vægi en hann hefur í
dag. Ingólfur er ekki einu sinni upp-
lýstur karlgreyið þar sem hann
stendur þarna. Honum er minni sómi
sýndur en til dæmis Leifi heppna, -
þótt Ingólfur sé merkilegri fyrir sögu
okkar. Mig langaði líka að fá bíó í
miðborgina.“
Sigurður segir bíósali þess eðlis að
þeir taki mikið pláss og mikið rúmtak
ofanjarðar. Það sé hins vegar kjörið
að koma þeim fyrir neðanjarðar, þar
sem salirnir þurfi að vera dimmir og
kostur að þeir þurfi ekki dagsljós.
„Ég tek hins vegar dagsljós niður í
forrýmið, sem er eins konar foyer
fyrir salina. Kostnaðarlega séð kem-
ur þetta út á sama punkti og hefð-
bundin bygging. Þótt það þurfi að
grafa heilmikið út úr hólnum, kemur
á móti, að það þarf ekki að klæða hús-
ið.“
Það var Harpa Stefánsdóttir arki-
tekt, samstarfskona Sigurðar, sem
fékk hugmyndina að því að tilvalið
væri að gera ráð fyrir leikhústurni,
hliðarsölum og hljómsveitargryfju í
miðsalnum, ekki síst í ljósi umræð-
unnar um húsnæðisvanda Íslensku
óperunnar. „Það mætti eflaust sam-
nýta þennan sal fyrir bíó og óperu.
Kvikmyndahús þurfa ekkert að líta
úr fyrir að vera ódýr. Gunnar Aspe-
lund arkitekt í Stokkhólmi hannaði á
sínum tíma bíósal sem er alveg jafn
flottur og leikhús, og það er verið að
endurgera þann sal núna. Ég held
líka að það geti farið vel á því að sam-
eina dægurmenninguna og kúltúrinn,
sé það gert meðvitað. En það er líka
skemmtilegur symbólismi í þessu, því
eins og ég teikna þetta stendur Ing-
ólfur beint ofan á senunni.“
Hugmyndin dregur
fólk að miðbænum
Það sem sést af þessu nýstárlega
mannvirki Sigurðar er inngangurinn í
hólinn. Fordyrið markast af tveimur
tröppum sem ganga út í boga til móts
við Kalkofnsveginn. „Það sem þú sérð
yfir inngangnum gæti verið eins og
seglið á skipi Ingólfs, og súlurnar
tvær eins og öndvegissúlurnar. Bog-
inn er eins og faðmur sem tekur á
móti fólki. Ég geri líka ráð fyrir senu
ofan á fordyrinu, sem gæti nýst á 17.
júní og þegar eitthvað er um að vera á
hólnum. Þá er hægt að hætta þessu
eilífa möndli með færanlegt svið; - hér
gætu hljómsveitir spilað og skemmt
fólki á hólnum. Ég vil líka lýsa hólinn
upp til að skapa upplýsta og
skemmtilega stemmningu eins og í
lifandi leikhúsi. Þetta eru í raun lítil
inngrip í hólinn sjálfan, en inngang-
urinn gefur götunni sterkan svip,
mótin á Lækjargötu og Kalkofnsvegi
eru alveg dauð eins og þau eru í dag.
Þessi hugmynd dregur fólk að mið-
bænum og það má gera ráð fyrir því
að eftir sýningar vilji fólk vera þar
áfram aðeins lengur og setjast
kannski einhvers staðar inn til að fá
sér kaffibolla. Þetta mun gefa mið-
bænum miklu meira líf inni í miðri
viku en nú er; þar er ekkert líf nema
um helgar og þá eru allir á skall-
anum!“
Sigurður segir hugmynd sína vel
geta tengst fyrirhuguðu ráðstefnu-
og tónlistarhúsi og bílastæði sem
þegar eru við Seðlabankann og önnur
sem gerð verða í tengslum við tónlist-
arhús myndu nýtast báðum. Arn-
arhóll er að einhverju leyti friðaður,
en Sigurður segir að það sé tæknilega
mögulegt að koma þessu mannvirki
við án þess að raska hólnum sjálfum.
Inngangurinn í húsið mun verða á
svipuðum stað og eitt sinn var stræt-
isvagna- og leigubílastoppistöð allt
fram á sjöunda áratug síðustu aldar.
Harpa segist hafa fylgst lengi með
Sigurði þróa þessa hugmynd sína, og
að viðbót hennar um aðstöðu fyrir
Óperuna hafi komið í kjölfar umræð-
unnar um hana í samfélaginu. „Þetta
er innlegg í umræðu um skipulags-
mál miðbæjarins og til þess ætlað að
sýna fólki hvað hægt er að gera við
Arnarhól. Þetta er vonandi bara byrj-
unin á einhverri hugmynd sem gæti
orðið eitthvað annað á endanum,“
segir Harpa, og Sigurður bætir því
við að það sé í raun auðveldara að
tefla saman bíói og óperusal en óp-
erusal og tónleikasal, vegna þess hve
bíósalur getur verið sveigjanlegur og
býður upp á margvíslega möguleika.
„Akústík í bíói byggist öll á hljóð-
kerfum sem búa hljóðið til, en ekki
eingöngu á lögun salarins eða hljóm-
burði hans. Það eru því alls ekki öll
sund lokuð fyrir Óperuna þótt hún
verði ekki með í Tónlistarhúsi, og
þessi hugmynd væri jafvel betri, því
hér væri hægt að hafa æfingasali og
ýmislegt fleira sem Óperan þarfn-
ast.“
Sigurður Gústafsson segir að dýrt
sé að leika sér að hugmyndum sem
þessari, og að mikil vinna liggi að
baki, en hann hafi viljað gera þetta al-
mennilega úr því að hann var að
þessu á annað borð.
„Það hefur engan tilgang að sýna
svona hugmynd nema að hún sé vel
gerð. Mér finnst líka að arkitektar
eigi að vera meiri hugmyndasmiðir
og leggja fram hugmyndir frá hjart-
anu um nýtingu borgarhluta og ann-
ars, en ekki eins og mér finnst þeir oft
vera, bara röflandi á kaffistofunni að
bíða eftir því að síminn hringi. Þeir
eiga að skapa sér sjálfir sitt vinnuum-
hverfi með því að leggja fram hug-
myndir.“
Harpa tekur undir þetta og segir
að oft séu það stjórnmálamenn sem
leggi fram hugmyndir um skipulags-
mál sem þeir hafa kannski velt lengi
fyrir sér, en það sé svo ekki fyrr en á
síðari stigum að kallað sé í arkitekt-
ana. Þessu þarf að breyta að þeirra
sögn, og arkitektarnir þurfa að vera
virkari í hugmyndavinnunni sjálfri.
Sigurður Gústafsson arkitekt hefur teiknað menningarmannvirki inn í Arnarhól
Ingólfsbíó
og Íslenska
óperan Ingólfsbíó séð úr lofti. Inngangurinn er fremst, með opnum bogadregnum örmum sem bjóða fólk velkomið. Blátttjald ofan við innganginn er eins og seglið á skipi Ingólfs og öndvegissúlurnar tvær undir því. Litlu gulu skipin tvöaftan við innganginn eru ljósop sem hleypa birtu inn í fordyri hússins. Arnarhváll, Hæstiréttur og Þjóðmenning-
arhús í baksýn, og Hverfisgata lengst til hægri.
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurður Gústafsson og Harpa Stefánsdóttir arkitektar.
Grunnmynd að bíó- og óperuhúsi í Arnarhóli. Miðsalurinn er stærstur og
gæti tekið 800–1.000 áhorfendur í sæti. Í honum er teiknaður senuturn og
hljómsveitargryfja sem gætu nýst til óperuflutnings. Aðrir salir taka
300–400 áhorfendur og 250–300 áhorfendur.
Sneiðing í gegnum Arnarhól. Eins og sjá má trónir Ingólfur ofan á sviðsturninum í aðalsalnum.
LEIKRITIÐ Með vífið í lúkun-
um hverfur af fjölunum eftir
síðustu aukasýningu sem verð-
ur á fimmtudagskvöld í Borg-
arleikhúsinu.
Leikritið var frumsýnt vorið
2001 og hefur verið sýnt alls 64
sinnum fyrir nærri 25.000
áhorfendur.
Það eru Steinn Ármann
Magnússon, Helga Braga Jóns-
dóttir, Eggert Þorleifsson og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem
fara með aðalhlutverkin í leik-
ritinu.
Vífinu er
öllu lokið
Ævintýri á fjöllum
er skráð af Sig-
rúnu Júlíusdóttur
og hefur að
geyma rannsókn
á reynslu unglinga
af starfi með Há-
lendishópnum á
tímabilinu 1989–
2000. Hálend-
ishópurinn er meðferðarúrræði á veg-
um Íþrótta- og tómstundarráðs
Reykjavíkur og Félagsþjónustunnar í
Reykjavík. Hann er ætlaður fyrir ung-
linga í vanda á höfðuborgarsvæðinu
þar sem önnur úrræði hafa ekki borið
árangur sem skyldi. Þessir unglingar
eru meðal þeirra verst stöddu í sam-
félaginu, en þeir glíma við erfiðar fé-
lagslegar aðstæður, fjölskylduvanda,
röskun á skólagöngu og margvísleg
hegðunarvandkvæði sem tengjast
m.a. vímuefnaneyslu og afbrotum.
Tilraunin með Hálendishópinn
hófst sumarið 1989, þegar farið var
með þessa unglinga í fyrstu göngu-
ferðina um óbyggðir Hornstranda.
Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók-
in er 176 bls., prentuð í Gutenberg.
Verð: 2.990 kr.
Rannsókn
Ævintýraheimar
hefur að geyma
ævintýri frá sex
löndum í þýðingu
Rúnu Gísladóttur.
Myndir hjálpa
yngstu lesend-
unum að skilja
ævintýrin um
Mjallhvíti, Þyrnirós
og fleiri sem hér er að finna.
72 bls. Útgefandi er Bókaútgáfan
Hólar. Verð: 2.280 kr.
Börn