Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Steinunn NóraArnórsdóttir
fæddist í Reykjavík
12. október 1958.
Hún lést 30. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Arnór Óskarsson frá
Eyri í Gufudalssveit
og Björg Ólína Júl-
íana Eggertsdóttir
frá Reykjavík. Stein-
unn var næstyngst
sex systkina, þau eru
Sumarliði Óskar,
Eggert Bjarni, Elsa
Ísfold, Guðrún Jóhanna og Arnór
Vikar.
Fyrri maður Steinunnar var
Sturla Pétursson frá Hvammi í
Dölum, nú látinn. Börn þeirra eru
Laufey Lind, f. 1978, og Oddur, f.
1980.
Seinni maður Steinunnar er
Tómas Ríkarðsson tölvunarfræð-
ingur hjá Marel hf. Þau stofnuðu
sína fjölskyldu í desember 1982 og
gekk Tómas börnum Steinunnar í
föður stað. Sonur
Steinunnar og Tóm-
asar er Ríkarður
Tómas, f. 1985.
Framan af ævinni
vann Steinunn ýmis
störf, til dæmis
stundaði hún sjó-
mennsku með fyrri
manni sínum á Sæs-
völunni frá Þorláks-
höfn. Hún vann við
hálendisferðir hjá
Úlfari Jakobsen,
stundaði almenn
verslunarstörf, var
bankastarfsmaður og vann um
tíma sem fasteignasali. Seinni árin
ræktaði hún meira sína listrænu
hæfileika og vann um tíma sem
hönnuður hjá Smíðagalleríinu.
Framtíðaráform Steinunnar voru
að fyrirtæki hennar „St. Nóra“
Innréttingaráðgjöf héldi áfram að
vaxa og næði að hasla sér völl.
Útför Steinunnar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir
sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki
langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt,
umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(Páll postuli.)
Það er ekki auðvelt að kveðja þig
vinkona mín og mágkona, vitandi
það að geta ekki spjallað við þig
framar, bæði í gríni og alvöru. Í nú-
tíma okkar heims, fullum af
tækniþróun, úrlausnum, menntun
og þekkingu, eru enn til sjúkdómar
sem við ráðum ekki við og geta vald-
ið dauða. Þú féllst fyrir einum af
þessum sjúkdómum þrátt fyrir
margra ára baráttu. Þar sem þú
varst kraftmikil, greind og kærleiks-
rík var baráttuþrek þitt mikið miðað
við hve oft þú þurftir að leggjast inn
á sjúkrahús, enda viljasterk stúlka.
Auðvitað var erfitt fyrir fólkið þitt
að fylgjast með þér svona veikri vit-
andi hver þú varst, þekktu hjarta
þitt og persónuleika. Þú hafðir
áhuga á svo mörgu, ætlaðir að gera
svo margt, listræn og alltaf tilbúin
að hvetja aðra. Þú varst næm á það
góða í öðrum sem og öllu sem var
fallegt. Þú vildir alltaf vera að hjálpa
þeim sem minna máttu sín og um-
hugað um að öllum í kringum þig liði
sem best. Enda hafðir þú, þrátt fyrir
ungan aldur, mikla reynslu af mót-
læti og erfiðleikum. Þar sem þú vild-
ir alltaf vera að hjálpa öðrum var
það eðlilegt hvað þér fannst erfitt að
vera svona veik og þurfa sjálf hjálp
og stuðning. Það var gegn þínu eðli
og skiljanlega oft óbærilegt fyrir
þig. Börnum þínum, maka, móður og
systkinum er og verður erfið raun að
missa þig svona unga en ég veit að
þú munt lifa áfram í hjarta þeirra og
huga.
Okkur systur þinni og börnum
okkar mun þykja hálftómlegt hjá
okkur á stundum, án þess að eiga
von á þér nærri daglega í kaffi og
spjall þar sem húmorinn var ekki
langt undan. Alltaf höfðum við nóg
að tala um en oftast einhver
skemmtileg áform eða eitthvað ekki
of hátíðlegt af okkur sjálfum. Einnig
mun ég sakna þess að fá ekki þessa
þöglu kröfu um koss og faðmlag
bæði þegar þú komst og fórst.
Eins og ég nefndi í byrjun ertu nú
komin í land kærleikans þar sem allt
stillist saman í fullkomnu jafnvægi
eins og kærleikshugur þinn stefndi
að enda ertu komin í faðm þess sem
öllu ræður. Megi Guð almáttugur
umvefja Laufeyju, Odd, Rikka og
Tómas, styrkja þau í sorg sinni og
söknuði, sem og aðra aðstandendur.
Elsku Steina mín, ég kveð þig að
sinni, þakklátur fyrir að fá að kynn-
ast svona stóru hjarta sem fellur
aldrei úr gildi.
Sævar Pálsson.
Steinunn Arnórsdóttir, tengda-
dóttir mín, var glæsileg kona og góð-
um gáfum gædd. Steina, eins og hún
var kölluð af vinum sínum og fjöl-
skyldu, var hrókur alls fagnaðar í
vina hópi, orðheppin og lét ýmislegt
fjúka, brandara, skrítlur, orðaleiki,
allt var þetta græskulaust gaman, já
gleðigjafi var hún á góðum stundum.
Steina hafði skoðanir á mörgu í
mannlífinu og lét þær óspart í ljós
og ræddi af mælsku, en hún virti
skoðanir annarra og hlustaði líka á
aðra. Hún var listhneigð, hafði
smekk fyrir fallegum hlutum og bar
heimili hennar þess vitni.
Fjölhæf var hún, þráði að mennta
sig á ýmsum sviðum, t.d. nefni ég
arkitektúr, en veikindi hennar komu
í veg fyrir að þeir draumar rættust.
Hugmyndarík var hún, og datt
margt skemmtilegt í hug að fram-
kvæma og gerði það óspart, það var
stíll yfir öllu sem hún gerði. En þá
komu veikindi hennar oft í ljós,
vegna ofurkapps hennar. Sorgin í lífi
hennar var að þurfa að beygja sig
fyrir erfiðum sjúkdómi.
Ég bið guð að styrkja fjölskyld-
una, Tómas og börnin, móður henn-
ar, systkini og fjölskyldur þeirra.
Að lokum þakka ég Steinu sam-
fylgdina síðastliðin 20 ár og megi
kærleikur guðs umvefja hana.
Sigrún tengdamamma.
Það er erfitt að hugsa til þess að
þú sért ekki lengur hérna með okk-
ur. Það er ótrúlegt að þú munt ekki
vera með okkur í framtíðinni. Það
bara hvarf allt, allt í einu, allir þessir
venjulegu dagar þar sem þú komst í
heimsókn nær daglega. Það er allt
orðið einhvernveginn öðruvísi en áð-
ur, það vantar þig, Steina frænka,
þú varst svo stór hluti af okkur öll-
um. Það var allt svo stórt og fallegt
sem þú tókst þér fyrir hendur, „St
Nóra“ listakona. Það er erfitt að
kyngja því að lífið gangi bara svona
fyrir sig. Við eigum fullt af minn-
ingum um þig, góðar, slæmar,
hlægilegar og sorglegar. Og það eru
þær sem við varðveitum í hjörtum
okkar og notum til að halda þér lif-
andi í okkur öllum.
Þín frænka
Særún Heiða.
Elskulega Steina.
Við trúðum báðar á líf eftir dauð-
ann og veit ég að nú ert þú laus frá
þínum veikindum og líður vel núna.
Sannarlega mun ég sakna þín.
Síðasta símtalið þitt til mín, þá sagð-
ir þú mér hvað þér þætti vænt um
mig og það símtal var svo fallegt í
alla staði. Mér þótti og þykir líka
vænt um þig svo innilega. Þér þótti
svo gaman að koma mér á óvart og
gleðja mig eins og t.d. þegar ég var
veik og þú gafst mér tréhestinn eða
þegar þú færðir mér lengstu rauðu
rósina sem ég hef séð í löngum hvít-
um vasa, bara þegar þú komst í kaffi
og var ekkert tilefni nema til að
gleðja mig og sannarlega tókst þér
að gleðja mig eins og oft áður. Þú
varst mjög ljóðelsk og langar mig að
kveðja þig með þessu ljóði núna þeg-
ar komið er að kveðjustund í bili.
Dæmdu eigi breyskan bróður,
brjóttu ei hið veika strá;
lyftu heldur hönd til varnar
hverjum þeim, sem aðrir smá.
Allt er líf af einum stofni,
örlög tvinnuð mín og þín.
Undir sora og synda hjúpi
sólhrein perla tíðum skín.
Hver fær lesið letur hjartans,
leynirúnir innra manns?
Hver er sá, er kannað geti,
kafað sálardýpi hans?
Margt í hafsins hyljum djúpum
hulið er, sem enginn leit.
Margt í sálum manna leynist
meira og betra en nokkur veit.
Skammt vér sjáum, blindir blínum
báðum augum, látum hægt.
Hví skal myrða menn með orðum?
Margt er hulið, dæmum vægt.
Auðlegð hjartans enginn reiknar
eða sálarfátækt manns.
Hvar er vog, er vegið geti
vonir eða sorgir hans?
(Richard Beck.)
Elsku Tómas, Laufey Lind, Odd-
ur og Ríkarð. Innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar frá mér, Eiríki og
fjölskyldu okkar – svo og öllum sem
syrgja Steinu. Megi guð gefa okkur
öllum styrk og minningin um góða
manneskju lifa hrein og björt í hjört-
um okkar allra.
Steina mín, guð geymi þig ávallt.
Sofðu rótt, elsku vinkona.
Þín að eilífu,
Kristín Inga.
Steinunn, elsku Steinunn.
Steinunn mín sterka, Steinunn
mín stórlynda,
Steinunn mín stórtæka og stór-
brotna.
Farin? Farin.
Ég man þegar ég kom heim til þín
í fyrsta sinni.
Sjálf skeyttirðu aldrei um hvernig
þú horfðir öðrum við, en heimili þitt
var kóngaheimili. Allt kóngablátt,
allt svo fallegt, allt bar listfengi
þinni ríkt vitni og dýrum smekk.
Ég man heimsóknirnar til þín. Oft
líkastar ævintýri. Þú hreifst mig
með þér í hæstu hæðir með óþrjót-
andi hugmyndaauðgi þinni, frjóleika
og frumleika. Ég man hnittin tilsvör
þín, heimspekilegar hugleiðingar og
ljóðin þín, sem þú stundum last upp
fyrir mig. Ég man dillandi hlátur
þinn, gneistandi augun, gjafmildi
þína og geislandi gáfur. Steinunn, ég
sakna þín svo ótrúlega mikið.
Ég sakna kærleika þíns. Það var
unun að horfa á þig vera með stúlk-
unni minni. Hvernig hún bráðnaði í
höndum þínum og varð þín með húð
og hári, hún sem er ekki allra. Og ég
skil ekki að þú sért dáin. Þú svo ást-
rík, eldheit og svo sterk og stór í orði
og æði. En ég skil það samt. Þú
barst ekki byrði þína á torg. Þessa
ógnarþungu, erfiðu og ægilegu
byrði. Sem þú barst svo óralengi.
Aftur og aftur. Geðhvarfasýkina.
Þeir sem þann drösul draga vita að-
eins eitt fyrir víst, sýkin kemur aft-
ur. Aftur, aftur og aftur. Og þeir
sem með hana dragnast burðast líka
með hana heilir, sem þeir eru milli
hrina, því hún fyrirmunar þeim að
fullnægja þeirri langþráðu þörf að
vinna og njóta sín. Og hvurnig er nú
það að vakna til dagsins, með kvíða í
brjósti ekki yfir öðru en því að það
skuli vera dagur, og vera ánægður
að kvöldi yfir því einu að dagurinn
skuli loks að kveldi kominn? Er það
líf? Er það líf að finna ekki til?
Hvorki með öðrum né sjálfum sér?
Með hengingaról hæstu hæða og
lægstu lægða danglandi yfir höfði
sér? Og til hvers þá? Til hvers?
Það væri að eta aftur af eplinu að
ætla sér svarið við af hverju.
Við vitum að við vitum ekki. En,
við getum vonað og trúað.
Ég trúi, eins og mér er kennt, að
nú sé kvöl þín á enda, elsku vinkona,
sem Samsons sterka forðum (Dóm.
17,30).
Ég trúi, eins og mér er kennt, að
trú þín mikla beri þig til himna (Jóh.
6,47). Ég vona, eins og þar stendur,
að þú verðir sem engill á himnum
(Mark. 12,25), sem gætir barna
þinna og manns.
Og ég vona, elsku Tómas, Oddur,
Laufey og Rikki, að á ykkur rætist
orðin hans: „Eins og móðir huggar
son sinn, eins mun ég hugga yður.“
(Jes. 66,13).
Ykkar
Aldís.
Mig langar að kveðja Steinu vin-
konu mína með nokkrum orðum.
Vinátta okkar átti sér upphaf í veik-
indum okkar beggja. Báðar áttum
við við sama sjúkdóm að stríða. Við
sóttum styrk og félagsskap í hvor
aðra og reyndum að finna lausnir í
að lifa með þessum sjúkdómi. Fljótt
kom í ljós hversu miklu erfiðara
hlutskipti Steinu var. Hún mátti
þola hvern mótbyrinn á fætur öðrum
og fékk engan frið. En hún þraukaði
og stóð upprétt einhvern veginn
með vonina að leiðarljósi. En þar
kom að lokum að sjúkdómurinn
hafði betur.
Steina var ákaflega „stór“ mann-
eskja í óeiginlegri merkingu þess
orðs. Það gustaði af henni, hún kom
víða við, átti marga kunningja og
stal oftast senunni. Hún var listræn
og ber myndarlegt heimili hennar
vott um það. Hún var hugmyndarík
og mikil félagsvera sem undi sér vel
í góðra vina hópi. Akkeri hennar var
þó heimilið, Tómas og börnin, sem
stóðu við hlið hennar í öllum hennar
veikindum.
Það er erfitt að kveðja þann sem
maður ann, en Steina á friðinn skilið
öðrum fremur, hún var búin að gera
nóg.
Guð blessi minningu Steinu minn-
ar. Fjölskyldu hennar sendi ég mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Herdís.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendum við fjölskyldunni allri,
megi guð vera með ykkur.
Þóranna, Bára og Elín
Theodóra.
STEINUNN NÓRA
ARNÓRSDÓTTIR
Mágur minn og frændi okkar,
GUÐMUNDUR BERGMANN JÓNSSON
frá Haukagili,
Blikahólum 4, Reykjavík,
áður Hvassaleiti 16,
lést á Landspítala Landakoti föstudaginn
6. desember.
Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 13. desember kl. 15.00.
Jón Ingimundarson
og systkinabörn hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓNAS JÓNASSON,
Stóragerði 29,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 13. desember kl. 13.30.
Jóhanna Björnsdóttir,
Jónas Jónasson, Bára Sigfúsdóttir,
Björn Jónasson,
Arnfríður Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR BJÖRN BRYNJÓLFSSON
frá Hrísey,
er látinn.
Helga Guðrún Schiöth,
Rafn Halldór Gíslason,
Gísli Hinrik Sigurðsson,
Sigurjóna Sigurðardóttir,
Ásta Sigurðardóttir Schiöth.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.