Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TIL snarpra orðaskipta kom milli ráðherra Framsóknarflokksins annars vegar og einstakra þingmanna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hins vegar í upp- hafi þingfundar á Alþingi í gær, en tilefni orða- skiptanna var gagnrýni Jóhannesar Geirs Sig- urgeirssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar, á það hvernig vísindamenn og náttúruvernd- arsamtök hefðu beitt sér gegn fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun. Fram kom að í sjónvarps- viðtölum hefði stjórnarformaðurinn m.a. nafn- greint þrjá prófessora og sagt að þeir hefðu fórn- að starfsheiðri sínum í þágu pólitísks málstaðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, átaldi þessi ummæli Jóhannesar Geirs í upphafi þing- fundarins og spurði Valgerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra að því hvort hún styddi stjórn- arformanninn eða hygðist leysa hann frá störfum. Ráðherra kvaðst styðja stjórnarfor- manninn en tók fram að hún bæri ekki ábyrgð á orðum hans. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, blandaði sér einnig í umræðuna og sagðist ekki geta séð annað en að alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin World Wide Fund For Nature (WWF), sem áður nefndust World Wild- life Fund, hefðu beitt sér mjög hatrammlega, og með röngum upplýsingum, gegn Kárahnjúka- virkjun í samvinnu við aðila hér á landi. Sá mál- flutningur, þ.e. með því að notast við rangar upp- lýsingar sem WWF hefðu fengið á Íslandi, hefði sennilega haft áhrif á það að verktakar hefðu fallið frá því að bjóða í framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun. „Auðvitað er þetta skemmdar- starf,“ sagði hann og tók síðar fram: „Til að forð- ast allan misskilning þá mega náttúru- verndarsamtök og aðrir að sjálfsögðu halda fram sínum málstað [...] en ég tel það ekki rétt, hvorki af slíkum samtökum né öðrum, að beita sér með röngum upplýsingum gagnvart verktökum og þeim sem hafa hugsað sér að taka að sér verk í slíku máli.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, vísaði því á bug að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar notuðust við rangar upplýsingar í málflutningi sínum. Allar þær upplýsingar sem þeir notuðust við væru réttar. Til dæmis þær upplýsingar að ekki hefði farið fram verðmætamat á landinu sem ætti að fórna. „Sömuleiðis hefur þetta fólk talað um það að mat á umhverfisáhrifum hafi verið falsað. Það eru líka réttar upplýsingar. Þær eru ekki rangar,“ bætti Kolbrún við. Í skjóli ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, hóf umræðuna, eins og áður sagði, og benti m.a. á að stjórnarformað- ur Landsvirkjunar talaði sem slíkur, þ.e. sem stjórnarformaður Landsvirkjunar en ekki sem einhver einstaklingur úti í bæ. Síðar í um- ræðunni sagði Steingrímur um stjórnarformann- inn: „Hann er skipaður af ráðherra og starfar í umboði ráðherra.“ Steingrímur bætti því síðan við að það kæmi sér reyndar ekki á óvart þótt iðnaðarráðherra bæri blak af framsóknarmann- inum Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, tók einnig til máls og sagði að stjórn- arformaðurinn umræddi væri kominn langt út fyrir eðlileg mörk með því að gagnrýna þrjá ein- staklinga og vega mjög grimmilega að þeim. „Ég get ekki annað en fordæmt fortakslaust þau um- mæli stjórnarformannsins. Ég tel að þau hafi orðið Landsvirkjun til vansa. Ég tel að þau hafi verið mjög óheppileg fyrir framgang málsins.“ Kvaðst Össur þeirrar skoðunar að iðnaðarráðherra ætti að hlutast til um það að stjórn- arformaðurinn bæðist afsök- unar á sínum ummælum og að hann drægi þau til baka. Öss- ur tók þó fram að hann væri ekki í þeim hópi sem óskaði eftir því að stjórnarformaður- inn segði af sér; hann hefði gert mistök, en það væri mannlegt. Össur tók einnig fram að hann og hans flokkur styddi Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyð- arfjörð. Síðar í umræðunni þakkaði Valgerður Sverrisdóttir Össuri fyrir þann stuðning. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er þó einn þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem ekki hafa stutt stóriðju- framkvæmdirnar á Austurlandi. Hún ítrekaði andstöðu sína við þær í umræðunum í gær. Þór- unn minntist einnig á að stjórnarformaður Landsvirkjunar sæti í skjóli iðnaðarráðherra. Hún sagði að iðnaðarráðherra bæri ábyrgð á skipun Jóhannesar Geirs í embættið og því sem hann segði í því embætti. Það þýddi ekkert fyrir ráðherra að kveinka sér undan þeirri stöðu. Kolbrún Halldórsdóttir, VG, tók tvisvar til máls í umræðunni í gær, og sagði eins og Þórunn að stjórnarformaður Landsvirkjunar tjáði sig um málefni Landsvirkjunar í skjóli iðnaðarráðherra. Hún sagði að ráðherra ætti að fara fram á það við stjórnarformanninn að hann bæðist afsök- unar. Þá ætti ráðherra að hugleiða það að kannski þyrfti stjórnarfor- maðurinn að víkja. Iðnaðarráðherra, Valgerð- ur Sverrisdóttir, gerði það m.a. að umtalsefni að sam- tökin WWF fjármögnuðu starfsemi Náttúruverndar- samtaka Íslands. Máli sínu til stuðnings las hún upp úr bréfi sem hún sagði frá Árna Finnssyni, formanni Náttúru- verndarsamtaka Íslands. „Ég er hér með bréf undir hönd- um,“ sagði ráðherra, „frá Árna Finnssyni, þar sem hann segir: Það gefur auga leið að Nátt- úruverndarsamtök Íslands hefðu aldrei náð þeim árangri eða styrk sem þau hafa náð ef þau hefðu ekki átt kost á að halda starfsmanni með styrk WWF.“ Valgerður tók einnig fram í umræðunni að hún tryði því að nú sæi fyrir endann á und- irbúningi framkvæmda á Austurlandi. Halldór Ásgrímsson, tók einnig tvisvar til máls í umræðunni, og sagði m.a. að deilan um Kára- hnjúkavirkjun hefði, því miður, verið mjög hat- römm í þjóðfélaginu. „Og vonandi fer henni að linna.“ Halldór sagði að það væri rétt sem fram hefði komið að ákveðið hefði verið að fara út í Kárahnjúkavirkjun reyndist hún arðbær. „Og það eru allar líkur til þess, eins og tilboð standa núna, að hún sé mjög arðbær – sem betur fer.“ Halldór sagði að yrði Kárahnjúkavirkjun ekki byggð myndi hagvöxtur hér á landi væntanlega verða mjög lítill á næstu árum. „Þetta er því spurning um það að við getum staðið undir því velferðarkerfi sem við ætlum okkur. Og þá þarf yfirleitt að fórna einhverju til.“ Stjórnarandstaðan gagnrýnir ummæli stjórnarformanns Landsvirkjunar Vilja að stjórnarformað- urinn biðjist afsökunar Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Halldórsdóttir og Einar Oddur Kristjánsson niðursokkin í skriftir og lestur í þingsalnum. ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Á dagskrá verða at- kvæðagreiðslur og fyrir- spurnir til ráðherra. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að eft- irspurn eftir ráðgjöf hjá Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna hefði farið vaxandi síðustu vikurnar. Á samráðsfundi með lánastofnunum hefðu komið fram svipaðar upplýs- ingar. Ráðherra sagði að síðan Ráð- gjafarstofa um fjármál heimilanna hefði verið stofnuð árið 1996 hefðu 4.134 fjölskyldur leitað sér aðstoðar hjá stofunni við að leysa fjárhags- vanda sinn. Alls 660 fjölskyldur hefðu fengið ráðgjöf hjá stofunni í fyrra og það sem af er þessu ári hefðu 762 fjöl- skyldur fengið aðstoð stofunnar. Þetta kom m.a. fram í máli ráðherra í umræðum utan dagskrár um stöðu lágtekjuhópa. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar. Hún sagði m.a. að biðraðir við húsakynni Mæðrastyrks- nefndar segðu í rauninni allt sem segja þyrfti um fátækt á Íslandi. Það væri átakanlegt að sjá einstæðar mæður með börn á handleggnum í biðröð eftir matargjöfum. „Það er sorglegt að í góðærinu skuli veruleik- inn vera sá á Íslandi að 160 fjölskyld- ur standi í biðröð eftir mat á einum og sama deginum til þess hreinlega að svelta ekki.“ Jóhanna hafði það eftir formanni Mæðrastyrksnefndar að um 700 fjölskyldur á höfuðborg- arsvæðinu væru í sárri neyð. Sagði Jóhanna að það væri brýnt að taka með skipulögðum hætti á fátækt hér á landi. Mikilvægt væri að láta fara fram úttekt á umfangi, orsökum og afleiðingum fátæktar og leggja fram tillögur til úrbóta sem treystu örygg- isnet velferðarkerfisins. Páll Pétursson tók fram að félags- málaráðuneytið fylgdist að sjálf- sögðu með þróun efnahagsmála. „Og við bætum öryggisnetið eftir því sem við teljum þurfa og samstaða verður um,“ sagði hann og minnti m.a. á ný- lega kjarabót til aldraðra og öryrkja, vegna samkomulags ríkisstjórnar- innar og eldri borgara. Þá minnti hann á að hækkun atvinnuleysisbóta kæmi til framkvæmda um áramótin. Það hefði þó ekki verið ákveðið hve mikil hækkunin yrði. Ráðherra tók einnig fram að ef í ljós kæmi að sár fátækt ykist marktækt hér á landi yrði það að sjálfsögðu rætt í ríkis- stjórninni. Sífellt fleiri leita til Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna Sérákvæði um heimild til vinnslu ættfræði- upplýsinga NÝTT frumvarp Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um per- sónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga, felur í sér að í lögin verði sett sérákvæði um heimild til vinnslu ættfræði- upplýsinga. Þó eigi heimildin ekki að ganga lengra en nauð- syn krefji. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja frumvarpið fram á Alþingi sem stjórnar- frumvarp. Í minnisblaði ráðherra segir að nauðsynlegt þyki, í samræmi við ábendingu stjórnar Per- sónuverndar, að styrkja laga- stoð hefðbundinnar vinnslu ættfræðiupplýsinga. Slík vinnsla falli undir gildissvið persónuverndarlaga og er því einungis heimil að tilteknum skilyrðum fullnægðum. Hins vegar þyki vinnsla ættfræði- upplýsinga hafa sérstöðu um- fram vinnslu annarra persónu- upplýsinga, en fyrir henni sé rík hefð hér á landi og ætt- fræðiáhugi almennings mikill. Megi því telja að flestir séu hlynntir því að ættfræðingar og áhugamenn um ættfræði sinni áfram iðju sinni eins og verið hefur. Í frumvarpinu er ennfremur lagt til að ákvæði um svonefnda „rafræna vöktun“ verði skýr- ari. Eigi þau að taka til vökt- unar sem leiði, eigi að leiða eða geti leitt til vinnslu persónu- upplýsinga. Skuli slík vinnsla lúta ákvæðum laganna sem og önnur vinnsla persónuupplýs- inga. Þá skuli teljast til raf- rænnar vöktunar svonefnd sjónvarpsvöktun, þótt hún hvorki leiði né geti leitt til vinnslu persónuupplýsinga. Raforkulaga- frumvarpið Breytingar áfram til skoðunar í þingflokkum Raforkulagafrumvarp iðnað- arráðherra var ekki afgreitt í þingflokkum ríkisstjórnar- innar í gær en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær átti að taka frumvarpið fyrir á aukafundum þingflokkanna í dag. Farið var yfir frumvarpið með þeim breytingum sem samkomulag hefur náðst um milli forystumanna stjórnar- flokkanna á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær, að sögn Kristins H. Gunn- arssonar, formanns þing- flokks framsóknarmanna. Hann segist gera ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt samhliða úr báðum stjórnar- þingflokkunum. „Það voru kynntar breytingar sem eru ætlaðar til þess að vera lík- legar til að ná meiri sátt um málið. Menn eru að fara yfir það,“ sagði hann. Sagði Krist- inn hugsanlegt að frumvarpið yrði afgreitt af þingflokkun- um í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.