Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 7
SJÓR var kominn upp á miðja
vél í trébátnum Hafborgu SI
4 þegar björgunarskip Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar
kom að honum um sjö sjómíl-
ur frá Siglufirði um klukkan
13 í gær. Leki hafði komið að
bátnum og höfðu dælur hans
ekki undan en vélin var þó
enn í gangi.
Einn maður var um borð í
bátnum og segir Sveinn
Björnsson, formaður Björg-
unarbátasjóðs Norðurlands,
að hann hafi brugðist hárrétt
við aðstæðum. Maðurinn kall-
aði eftir aðstoð um klukkan
12.30 og það tók björgunar-
skipið Sigurvin aðeins hálf-
tíma að sigla út að bátnum í
stafalogni. Sjónum var dælt
úr bátnum og hann sigldi síð-
an fyrir eigin vélarafli til
hafnar á Siglufirði. Þar var
báturinn þurrausinn og lekinn
stöðvaður.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 7
IS200
LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
19
62
0
1
2/
20
02
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
JÓLATÓNLEIKAR
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
J Ó L A T Ó N L E I K A R Í H Á S K Ó L A B Í Ó I , L A U G A R D A G I N N 1 4 . D E S E M B E R K L . 1 5 . 0 0 M I ‹ A P A N T A N I R O G S Í M A S A L A Í S Í M A 5 4 5 2 5 0 0
FJÓRTÁN ára gömul vann hún sinn fyrsta Ís-
landsmeistaratitil í skák og endurtók leikinn
sjö árum síðar, árið 1982. Síðan liðu önnu sjö
ár og þriðji Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Það var árið 1989. Ári seinna fór hún til Sví-
þjóðar þar sem hún bjó til ársins 1996 og
stundaði framhaldsnám í geðlækningum. Guð-
laug Þorsteinsdóttir, geðlæknir á Landspít-
alanum, tók upp þráðinn í sumar og er nú orð-
in Íslandsmeistari í skák enn á ný, eftir 13 ára
hlé. Íslandsmeistaratitlarnir eru því orðnir
jafnmargir og börnin hennar fjögur, sem eru á
aldrinum fjögurra til sextán ára.
„Ég bjóst ekkert við því að ég færi að tefla
aftur,“ segir Guðlaug. Ég hélt að það yrði
rosalega erfitt að byrja aftur, því skáklands-
lagið hefur breyst mikið með öllum skák-
tölvumótunum sem haldin eru og tölvuforritum
sem komin eru til sögunnar. En endurkoman
gekk ótrúlega vel.“
Í sumar byrjaði Guðlaug að tefla aftur og
það var í gegnum Taflfélag Garðabæjar sem
hún lét „plata“ sig á hin og þessi skákmót eins
og hún kemst sjálf að orði. Frá því í sumar
hefur hún teflt á alls konar skákmótum innan-
lands sem utan og vatt taflmennskan upp á sig
þangað til komið var að Íslandsmóti kvenna í
desember. Lauk því með sigri Guðlaugar sem
tryggði sér sigurinn sl. laugardag, Hún tefldi
sjö skákir og vann allar. „Þetta var hörku-
keppni og sigurinn ekki auðveldur, en ætli
maður hafi ekki haft einhvern meðbyr. Þetta
voru allt eftirminnilegar skákir þar sem hart
var barist. Það var virkilega gaman að sjá
hvað stelpunum hefur farið mikið fram og það
verður gaman að fylgjast með þeim í framtíð-
inni.“
Smitaðist af skákvakningunni
Guðlaug segist hafa merkt ákveðna vakningu
í skákinni á þessu ári eftir mikla lægð und-
anfarin ár. „Það hefur verið talsvert um skák-
mót, Hrafn Jökulsson hefur verið duglegur að
vekja athygli á skákinni og taflfélögin eru orð-
in virkari. Ég held að maður hafi smitast svo-
lítið af þessari vakningu og byrjað að tefla aft-
ur í krafti hennar. Þegar maður er byrjaður er
eins og það verði ekki aftur snúið. En ég stefni
samt ekki á að byggja upp neinn skákferil,
heldur er þetta fyrst og fremst tómstundagam-
an.“
– En hvert er gildi skákarinnar fyrir manns-
hugann, að mati geðlæknisins?
Guðlaug hlær. „Skákin er eins og hver önnur
íþrótt og krefst þjálfunar og einbeitingar. Að
tefla á mótum útheimtir gríðarlega orku og
þeim fylgir mikið andlegt álag. Það er líka
nauðsynlegt að vera vel undirbúinn og niðri á
jörðinni og fara ekki í rúst þótt maður tapi,“
segir hún.
Glæsileg endurkoma Guðlaugar Þorsteinsdóttur skákmeistara eftir 13 ára hlé
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Guðlaug Þorsteinsdóttir á læknastofu sinni á Landspítalanum.
„Fyrst og
fremst
tómstunda-
gaman“
BÍLVELTA varð í Eyjafirði
rétt fyrir klukkan ellefu í gær-
morgun. Jeppi valt við Hörg-
árbrú, norðan við Akureyri, en
ökumaðurinn, sem var einn í
bifreiðinni, slapp ómeiddur.
Töluverð hálka var þar sem
jeppinn fór út af. Bifreiðin
skemmdist talsvert og var fjar-
lægð af vettvangi með krana-
bifreið.
Bílvelta
í Eyjafirði
Sjór var
kominn upp
á miðja vél