Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins
getur ekki á þessu stigi gripið inn í
samhljóða og ágreiningslausar
ákvarðanir kjörnefndar og stjórnar
kjördæmisráðs Norðvesturkjör-
dæmis vegna utankjörfundarat-
kvæðagreiðslu fyrir prófkjör flokks-
ins í haust. Kjördæmisráð á enn
eftir að fjalla endanlega um uppstill-
ingu og miðstjórn þarf formlega að
samþykkja hvort listinn verði að því
loknu lagður fram í nafni Sjálfstæð-
isflokksins.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í greinargerð sem var sam-
þykkt samhljóða á fundi miðstjórn-
ar Sjálfstæðisflokksins í gær.
Samkvæmt prófkjörsreglum
Sjálfstæðisflokksins er miðstjórn
endanlegur úrskurðaraðili um túlk-
un reglnanna. Forsenda þess að
ágreiningi um prófkjör verði þó að-
eins skotið til miðstjórnar sé að
ágreiningur sé um málið innan
stjórnar kjördæmisráðs. Sú for-
senda hafi ekki verið til staðar í
þessu máli.
Enginn vafi á göllum
Tilefni greinargerðarinnar er að
félagar í fulltrúaráðum sjálfstæðis-
félaganna í Húnavatnssýslum og
Skagafirði vildu að miðstjórnin úr-
skurðaði um hvaða áhrif annmarkar
á framkvæmd prófkjörsins hefðu á
gildi þess. Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður hefur haldið því fram
að brotalamir við framkvæmd próf-
kjörsins hafi verið mjög alvarlegar
og mun umfangsmeiri en að mati
kjörnefndar og kjördæmisráðs sem
töldu að með ógildingu 81 atkvæðis
á Akranesi hefði verið bætt úr ágöll-
um á framkvæmdinni. Í greinargerð
miðstjórnar segir að ekki sé vafi á
því að verulegur misbrestur hafi
verið á framkvæmd utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu fyrir prófkjörið.
„Dæmi þess má finna í öllu kjör-
dæminu, þó mest á Akranesi. Ekki
verður fullyrt að framkvæmdinni
hafi verið beint gegn einum fram-
bjóðanda fremur en öðrum, né held-
ur verður fullyrt hver áhrif mis-
bresturinn hafði á niðurstöðuna.“
Prófkjörsreglum breytt
Þar kemur ennfremur fram að við
þessar aðstæður sé mikilvægasta
verkefni miðstjórnarinnar að
tryggja að slík mál endurtaki sig
ekki. Því var samþykkt að breyta
prófkjörsreglum flokksins þannig
að einungis félagsbundnir sjálfstæð-
ismenn og þeir sem gerast félagar í
síðasta lagi samhliða prófkjöri, geti
tekið þátt í prófkjöri. Reglur um ut-
ankjörfundarkosningu verði endur-
skoðaðar til að tryggja enn betur en
er að ekki verði unnt að mistúlka
eða misskilja reglur um utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu. Jafnframt
verði öllum frambjóðendum veittur
sjálfstæður kæruréttur til mið-
stjórnar vegna framkvæmdar próf-
kjörs.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fjallar um prófkjörið í Norðvesturkjördæmi
Telur sig ekki geta gripið
inn í málið að svo stöddu
Morgunblaðið/Kristinn
Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, ræðast við fyrir miðstjórnarfundinn í gær. Í forgrunni eru Ingvi
Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
GERT er ráð fyrir að formlegar
samningaviðræður hefjist 9. janúar
milli Íslands og annarra EFTA-ríkja
í EES, þ.e. Noregs og Liechtenstein,
við fulltrúa Evrópusambandsins um
aðlögun EES-samningsins að
stækkun ESB til austurs.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars
Snorra Gunnarssonar, ráðuneytis-
stjóra utanríkisráðuneytisins, er bú-
ið að fastsetja viðræðufundi við
framkvæmdastjórn ESB, sem
haldnir verða í hverjum mánuði á
tímabilinu frá janúar og fram í apríl
á næsta ári.
Ekki er búist við að neinar við-
ræður fari fram milli fulltrúa EFTA-
ríkjanna og ESB fyrir 9. janúar
nema þá til að ræða frekara skipulag
samningaviðræðnanna sem fram-
undan eru, enda beinist athygli Evr-
ópusambandsins um þessar mundir
fyrst og fremst að því að ná sam-
komulagi við umsóknarríkin tíu um
aðildarskilmálana í viðræðunum um
stækkun bandalagsins.
Viðræður EES/EFTA-
ríkjanna við ESB
Viðræður hefj-
ast í janúar„MÁLIÐ er áfram opið
vegna þess að mið-
stjórnin tekur ekki
efnislega á því,“ segir
Vilhjálmur Egilsson
alþingismaður.
„Það er ákveðinn
misskilningur í gangi
því stjórn kjördæm-
isráðsins hefur í raun
aldrei fjallað um þetta
mál. Þannig að málið
snýst núna um að
koma kæru vegna
prófkjörsins til stjórn-
ar kjördæmisráðsins
og óska eftir því að
hún ógildi prófkjörið,“
segir hann. Aðspurður segist Vil-
hjálmur gera ráð fyrir að innan
stjórnar kjördæmisráðsins séu
menn sem telja að það eigi að
ógilda prófkjörið. „Mér finnst að
miðstjórnin hafi gefið
býsna skýr skilaboð
um hvert álit hennar
er á prófkjörinu með
því að breyta reglum
snarlega um prófkjör í
Sjálfstæðisflokknum
um alla framtíð í til-
efni af framkvæmd
þessa prófkjörs,“ segir
hann.
Í greinargerð mið-
stjórnar segir að ekki
verði fullyrt að fram-
kvæmd utankjörfund-
aratkvæðagreiðsl-
unnar hafi verið beint
gegn einum frambjóð-
enda fremur en öðrum, né verði
fullyrt hvaða áhrif misbresturinn
hafði á niðurstöðuna. Aðspurður
segir Vilhjálmur að að þetta hafi
fyrst og fremst bitnað á honum.
„Málið áfram opið“
Vilhjálmur Egilsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
framlengdi í gær gæsluvarðhald um
10 daga yfir tveimur 25 ára konum
sem grunaðar eru um innflutning og
sölu fíkniefna, að kröfu lögreglunnar
í Reykjavík.
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
handtók aðra konuna við komuna frá
París 2. desember sl. eftir að á henni
fannst um hálft kíló af hassi. Lög-
reglan í Reykjavík handtók hina
konuna samdægurs í íbúð í vesturbæ
Reykjavíkur sem þær höfðu báðar
aðgang að. Í íbúðinni fannst um hálft
kíló af hassi til viðbótar, 140 grömm
af amfetamíni og nokkrar e-töflur.
Konurnar höfðu ekki áður komið við
sögu lögreglunnar í Reykjavík.
Rannsókn lokið á kókaínmáli
Lögreglan í Reykjavík hefur lokið
rannsókn á máli tæplega sextugs
Þjóðverja sem var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli með 1½ kíló af
kókaíni hinn 24. október sl. Þetta er
mesta magn kókaíns sem lagt hefur
verið hald á í einu lagi hér á landi.
Rannsókn málsins hefur ekki leitt í
ljós að fleiri séu viðriðnir málið.
Annar tæplega sextugur Þjóðverji
situr nú í gæsluvarðhaldi vegna
rannsóknar á innflutningi á um 900
grömmum af amfetamíni og um
hálfu kílói af hassi. Hann var hand-
tekinn á Keflavíkurflugvelli með
fíkniefnin innanklæða og í kjölfarið
handtók fíkniefnadeild lögreglunnar
í Reykjavík tvo Íslendinga um þrí-
tugt og sitja þeir báðir í gæsluvarð-
haldi.
Meintir
fíkniefna-
salar áfram
í haldi
VEITINGAHÚSUM í Reykjavík
verður heimilt að veita áfengi aðfara-
nætur 27. desember og 2. janúar
næstkomandi til klukkan 3.00 hafi
þau heimild til áfengisveitinga til kl.
3.00 eða lengur um helgar.
Borgarráð samþykkti þetta á
fundi sínum í gær. Önnur veitinga-
hús fá heimild til að veita áfengi
þessar nætur eins og um almenna
frídaga væri að ræða.
Segir í bréfi frá skrifstofu borg-
arstjórnar að hefð sé fyrir því að
rýmka veitingatíma áfengis um-
ræddar nætur.
Annar í jólum og
nýársdagur
Veitingatími
áfengis lengdur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦