Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 11
ÚTSALA - ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Vatterað vesti 4.100 1.900
Prjónavesti 4.500 2.700
Bómullarpeysa 4.600 2.800
Jakkapeysa rennd 5.800 2.900
Bolur m. satínkraga 2.800 1.200
Slinkybolur 3.400 1.900
Tunika 3.600 1.900
Jakkapeysa m. loðkraga 4.300 2.600
Skyrta m. fellingum 3.900 1.900
Gallajakki 4.800 2.900
Dömujakki 6.400 2.900
Kápa m. loðkraga 6.500 3.900
Pils 3.700 2.300
Rúskinnsbuxur 8.900 4.400
Herraskyrta 4.000 2.400
Herrapeysa 6.100 2.900
Herramokkajakki 8.900 4.900
...og margt margt fleira
stærðir 36-52
hefst í dag
40—60% afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl. 10.00-18.00
Vissir þú?
Vissir þú að Bandaríkjamenn eru sérlega hræddir um að fiskbein festist í hálsi sér, einkum barnanna, er þeir borða fisk?
Vissir þú að eldhuginn Jón Gunnarsson, fyrsti forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, lét þess vegna beinhreinsa fiskflökin
heima á Íslandi og skaut með því keppinautunum ref fyrir rass? Þessi gæðamunur vann íslenskri framleiðslu það markaðsforskot
að fljótlega var hægt að selja hana mun hærra verði en aðrir framleiðendur gátu krafist fyrir óbeinhreinsuð flök.
Um þetta má lesa í bókinni Úr verbúðum í víking vestan hafs
og austan eftir Ólaf Guðmundsson frá Breiðavík. Ólafur starfaði
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í rúmlega 40 ár og gegndi
þar fjölmörgum trúnaðarstörfum.
Hann hefur frá mörgu mjög forvitnilegu að segja.
Texti hans er bæði aðgengilegur, gagnorður og með
vestfirskum húmor. Vestfirska forlagið auglýsir bækur sínar
hvorki sem einstakar né stórkostlegar, en við mælum
sérstaklega með þessari bók fyrir hvern sem er.
FJÁRHAGSVANDA framhalds-
skólanna vegna ársins 2002 verður
mætt að fullu og uppgjör vegna árs-
ins mun venju samkvæmt fara fram
fljótlega eftir áramótin.
Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra
segir ljóst að fram hafi
komið í sumar óvænt
og ófyrirséð fjölgun
nemenda á framhalds-
skólastigi. Nemendur
sem innrituðust í
skólana hafi verið
miklu fleiri heldur en
stærð þeirra árganga
sem voru að komast á
aldur til að hefja fram-
haldsskólanám gaf til-
efni til. Það hafi komið
starfsmönnum ráðu-
neytisins í opna
skjöldu. „Framhalds-
skólarnir vöktu athygli okkar á
þessu og ráðuneytið hefur fylgst
eins grannt með þessari þróun
nemendafjöldans núna í haust og
vetrarbyrjun eins og hægt er.
Niðurstaða talningar, sem nú
hefur verið endurtekin, bendir til
þess að nemendur verði rúmlega
600 fleiri en gert var ráð fyrir í
fjárlögum þessa árs.“
Áætlun 330 milljónir
Áætlaður kostnaður vegna þessa
nemur rúmlega 330 milljónum
króna, að sögn ráðherra.
„Þegar litið er til þess sem við
höfum til ráðstöfunar, m.a. í fjár-
aukalögunum sem nú liggja fyrir,
þá er ljóst að við höfum til ráðstöf-
unar 330 milljónir króna til að
mæta þessum vanda sem hlýst af
nemendafjölgun.
Þess vegna er hægt að fullyrða
að vanda framhaldsskólanna vegna
ársins 2002 verður mætt að fullu.“
Nokkuð hefur verið fjallað um
uppsafnaðan fjárhagsvanda fram-
haldsskólanna og um um síðastliðin
áramót nam hann um 330 milljón-
um króna, þ.e. þegar skuldir voru
dregnar frá rekstrarafgangi
þeirra.
Tómas Ingi segir að þessar nettó-
skuldir hafi aukist um 50 milljónir á
árinu 2001 sem þýðir í raun að hér
sé að mestu leyti um eldri skuldir
að ræða. „Fjárhagsvandi fram-
haldsskólanna er í raun takmark-
aður við nokkra skóla og mennta-
málaráðuneytið hefur nú til
sérstakrar athugunar mál þeirra
skóla sem verst eru staddir. Við
munum einbeita okkur að því að
leggjast yfir stöðu þessara skóla og
velta upp úrræðum í málefnum
þeirra nú á næstu vikum.“
Hann segir að varðandi fjárlög
næsta árs sé ljóst að gera þurfi ráð
fyrir aukinni aðsókn í framhalds-
skólana og hún hafi
breytt að talsverðu
leyti forsendum fjár-
lagagerðarinnar.
Ráðuneytið hafi nú á
haustmánuðum verið
að vinna að því að und-
irbúa viðbrögð við
þessum útgjaldaauka.
Hins vegar liggi ekki
fyrir jafnnákvæmar
upplýsingar um þetta
og fyrir árið í ár vegna
þeirrar óvissu sem er í
tengslum við nem-
endafjölda á næsta
hausti.
„En það er mat
ráðuneytisins að fjölgun nemenda á
árinu 2003 kalli á aukin framlög
sem gætu numið 200–300 milljónum
króna. Við afgreiðslu fjárlaga 2003
fengust 170 milljónir sérstaklega til
viðbótar þeim fjármunum sem
ráðuneytið hefur til ráðstöfunar til
að mæta þessari nemendafjölgun.“
Hann segir að þessu til viðbótar
muni ráðuneytið veita100 m. kr. til
þess að mæta nýjum áherslum sem
enduspeglast í nýja reiknilíkaninu
sem dreifi fjárveitingum hins opin-
bera til framhaldsskólanna og verið
sé að taka í notkun.
„Þessi fjárhæð verður notuð til
þess að milda áhrif þessa nýja
reiknilíkans. Þess vegna gerum við
ráð fyrur því að þessir fjármunir
sem ég hef nú nefnt muni koma til
móts við þessar þarfir sem þarna
eru, annars vegar vegna nemenda-
fjölgunarinnar og hins vegar vegna
nýja líkansins.“
Þess má geta að heildarútgjöld til
framhaldsskólanna samkvæmt fjár-
lögum næsta árs eru 10,2 milljarðar
en eru 9,7 milljarðar fyrir árið í ár
þegar tekin eru saman fjárframlög
til framhaldsskólanna samkvæmt
fjárlögum og fjáraukalögum.
Enginn flatur niðurskurður
Tómas Ingi segir að fram hafi
komið, m.a. í umræðum á Alþingi,
að það væri um að ræða 370 m. kr.
flatan niðurskurð í fjárlagafrum-
varpinu til framhaldsskólanna. Það
sé hins vegar ekki rétt.
„Það er enginn flatur niður-
skurður í fjárlagafrumvarpinu og
ég hygg að þessi misskilningur sé
upp kominn vegna þess að það er
hægt að líta svo á að ef það væri
komið til móts við ýtrustu kröfur í
hinu nýja reiknilíkani þá gæti það
hafa kostað allt að 370 milljónir til
viðbótar. Þær 370 milljónir hafa
hins vegar aldrei verið inni í fjár-
lögunum þannig að það er ekki um
neinn niðurskurð að ræða.“
Nýja reiknilíkanið mun komast í
gagnið í áföngum og verður fyrsti
áfanginn tekinn upp á næsta ári.
Tómas Ingi undirstrikar að ráðu-
neytið muni sjá til þess að skólunum
verði auðveldaðar þessar breyting-
ar. Hann segir að reiknilíkanið sé
gert til að fjárflæði til skólanna sé í
samræmi við almenn viðmið og að
síðan sé reynt að byggja inn í þau
viðmið hvernig tekið sé á einstök-
um skólum. Sumir skólar séu til að
mynda mjög smáir og eigi erfitt
með að nýta sér hagræðingu stærð-
arinnar. Hann bendir á að reiknilík-
anið hafi verið gagnrýnt á grund-
velli þess að það tæki ekki nægjan-
lega á fjárveitingum til verknáms
og þess vegna hafi verið reynt að
leiðrétta það. Hann bendir enn
fremur á að breytingarnar hafi ver-
ið kynntar sérstaklega fyrir for-
stöðumönnum skólanna á fundi í
Reykholti og þar hafi menn ekki
orðið varir við annað en að sátt
væri um þær.
„Ég held að það muni koma í ljós
á næsta ári hvernig þetta reynist og
næstu tvö ár gætu orðið verðmætur
reynslutími fyrir þetta nýja líkan.
Við gerum okkur grein fyrir því
að svona mælitæki þarf alltaf að
endurskoða með vissu millibili en
það má heldur ekki endurskoða það
of oft,“ segir Tómas Ingi Olrich.
Ófyrirséð fjölgun nemenda í framhaldsskólum kom ráðherra á óvart
Tekið verður á fjárhags-
vanda framhaldsskóla
Tómas Ingi Olrich
ÞEIR sem hafa þegið fjárhags-
stuðning frá Félagsþjónustunni í
Reykjavík undanfarna sex mánuði
eða lengur munu fá 15.530 krónur í
jólauppbót fyrir þessi jól. Þetta var
samþykkt á fundi borgarráðs í
gær.
Segir í bréfi félagsþjónustunnar
að undanfarin ár hafi öryrkjum og
þeim launþegum sem hafa notið
fjárhagsstuðnings frá Félagsþjón-
ustunni í Reykjavík ekki verið
reiknaðar til tekna þær jólaupp-
bætur sem þeir hafa fengið. Með
því móti hafi verið viðurkennt að
desembermánuður sé einstakling-
um og fjölskyldum dýrari í fram-
færslu en aðrir mánuðir ársins.
Því sé eðlilegt að langtímanot-
endur fjárhagsaðstoðar Félags-
þjónustunnar fái sérstakan fjár-
hagsstuðning í þessum mánuði.
Þeir sem fá jólauppbót nú eru
eingöngu þeir sem hafa fjárhags-
stuðning Félagsþjónustunnar að
lifibrauði.
15.530
krónur í
jólauppbót