Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKA fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir yfirtöku Kaupþings banka á JP-Nordiska bankanum í Stokkhólmi. Þar með er yfirtöku Kaupþings banka á JP- Nordiska lokið og fyrsta skráning ís- lensks fyrirtækis í erlendri kauphöll síðan í byrjun síðustu aldar að verða að veruleika, en Íslandsbanki var skráður í kauphöllina í Kaupmanna- höfn í byrjun 20. aldarinnar. Vonast er til að skráningin eigi sér stað á næstu vikum að sögn Sigurðar Ein- arssonar, forstjóra Kaupþings. Sigurður segir að þetta sé mjög ánægjugt skref fyrir Kaupþing enda hefur kaupferlið verið bæði langt og strangt. Aðspurður hvort að hann hafi ein- hverntíma óttast að kaupin yrðu ekki samþykkt af eftirlitinu segir hann að Kaupþing banki hafi unnið undir öfl- ugu eftirliti íslenska fjármálaeftir- litsins og því hafi engin ástæða verið til að ætla að þeim yrði hafnað í Sví- þjóð. „Þeir starfa eftir sömu reglum EES hér í Svíþjóð og heima á Ís- landi. Það er fyrst og fremst mis- munandi menning milli landa sem hefur valdið erfiðleikum, t.d. mis- munandi uppröðun á rekstrarreikn- ingi og öðru slíku sem við höfum þurft að hafa fyrir að útskýra,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður segir Sigurður að í ferlinu hafi þeir lent í nokkrum mót- vindi. „Við lentum í því að skipta um stjórn í miðju tilboðsferli sem er töluvert óvenjulegt og þurftum að útskýra að það hefði ekkert með til- boðið að gera. Svo lentum við í tals- verðu andstreymi hjá vissum aðilum hér í Svíþjóð, þeim aðilum sem við vorum að skipta út í fyrirtækinu svo og samtökum smærri sparifjáreig- enda, svokölluðum. Að öðru leyti höfum við fengið mjög góðar viðtök- ur, bæði hjá viðskiptavinum Nord- iska, atvinnulífinu og öðrum aðilum. Ég held að það sé ekki hægt annað en að líta björtum augum á framtíð- ina. Þetta er mjög stórt skref fyrir okkur og sömuleiðis gæfuspor fyrir JP-Nordiska. Sigurður sagði ómögulegt að segja til um hvaða dag fyrirtækið yrði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi en hann sagðist eiga von á því á næstu vikum. Aðspurður hvernig verðþró- unin á félaginu gæti orðið eftir að vera skráð á tveimur mörkuðum sagði Sigurður að hugsanlega myndu einhver góð tækifæri til mis- munarverðs gefast sem myndi leiða til aukinna viðskipta. Það væri þó eitthvað sem markaðurinn myndi jafna út á endanum. „Við erum komnir á mun stærri markað og er- um með mun meiri seljanleika sem við teljum að verði til hagsbóta fyrir hluthafana.“ 16.000 hluthafar Í næstu viku munu þeir hluthafar JP-Nordiska, sem tóku yfirtökutil- boði Kaupþings banka, yfir 86% hluthafa, fá afhent hlutabréf í Kaup- þingi banka í skiptum fyrir hlutabréf í JP-Nordiska. Þar með er Kaupþing banki orðinn meirihlutaeigandi JP- Nordiska sem verður rekið sem dótt- urfyrirtæki bankans. Eftir kaupin á JP-Nordiska bank- anum og sameiningu við hlutabréfa- sjóðinn Auðlind hf. eru hluthafar Kaupþings banka um 16.000. Dagsetning fyrstu viðskipta með hlutabréf Kaupþings banka á O lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi verð- ur tilkynnt eftir samráð við Kaup- höllina í Stokkhólmi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME, segir að Fjármálaeftirlitið þurfi ekki að sam- þykkja sérstaklega yfirtöku Kaup- þings á JP-Nordiska en hins vegar hefðu þeir veitt sænska fjármálaeft- irlitinu aðstoð við málið og verið í samstarfi við þá. „Við höfum verið í samstarfi við sænska eftirlitið varð- andi upplýsingagjöf og gefum okkar mat á stöðunni varðandi þessa yfir- töku. Við höfum eftirlit með Kaup- þingssamstæðunni en sænska fjár- málaeftirlitið hefur lögum sam- kvæmt eftirlit með því þegar aðili eignast virka eignarhluti í sænskum fyrirtækjum sem heyra undir þeirra eftirlit og JP-Nordiska mun áfram heyra undir eftirlit sænska fjármála- eftirlitsins sem fyrirtæki með starfs- leyfi í Svíþjóð.“ Kaupþing skráð í Sví- þjóð á næstu vikum    ! " # !$  %  &' ("             !  " " )!!*+   , - !!. /  !!   ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra flutti í gær ræðu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna um málefni hafsins og hafréttarmál og lagði áherslu á mikilvægi haf- réttarsamnings Sameinuðu þjóð- anna, en samningurinn myndar lagalegan ramma um alla umfjöllun um málefni hafsins. Hann sagði jafnframt að í umræðu um málefni hafsins á þinginu bæri að ræða um hnattræn málefni en ekki málefni eins og verndun og sjálfbæra nýt- ingu lifandi auðlinda hafsins sem væri staðbundið mál. Árni sagði að hafréttarsamning- urinn, sem væri án efa meðal helstu afreka í sögu Sameinuðu þjóðanna, væri fyrsti og eini heild- stæði alþjóðasamningurinn sem gerður hefði verið á sviði hafréttar. Hann sagði mikilvægt að ákvæðum samningsins væri framfylgt og hvatti menn til að standa vörð um samninginn, en í gær var haldið upp á að 20 ár eru frá undirritun hans. Ráðherra fagnaði gildistöku út- hafsveiðisamningsins á síðastliðnu ári. Samningurinn hefði mikla þýð- ingu þar sem hann styrkti mjög rammann um verndun deilistofna og víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim. Virkni hans væri hins vegar undir því komin að sem flest ríki fullgiltu hann og fram- fylgdu ákvæðum hans og hvatti ráðherra þau ríki, sem ekki hefðu enn fullgilt samninginn, til að gera það. Ráðherra fagnaði því að allsherj- arþingið hefði á undanförnum ár- um lagt vaxandi áherslu á málefni hafsins. Hann lagði áherslu á að í umfjöllun allsherjarþingsins á þessu sviði bæri að fjalla um til- tekin málefni sem væru hnattræns eðlis en ekki mál sem féllu undir fullveldisrétt einstakra ríkja eða fjalla bæri um á svæðisbundinn hátt. Þannig væri rétt að ræða á allsherjarþinginu um mengun hafs- ins, enda virti hún engin landa- mæri og glíma yrði við hana með hnattrænum aðgerðum. Verndun og sjálfbær nýting lifandi auðlinda hafsins væri hins vegar dæmi um staðbundið eða svæðisbundið mál- efni. Ísland gæti ekki fallist á hnattræna stjórnun fiskveiða þar sem fiskveiðistjórnun félli undir fullveldisrétt einstakra ríkja eða væri á ábyrgð svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana. Hnattræn mál- efni frekar en staðbundin Sjávarútvegsráðherra á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna Árni M. Mathiesen í ræðustól á allsherjarþingi SÞ í New York í gær. BÚNAÐARBANKINN vill að skoð- aðir verði kostir þess og gallar að lækka eignamörk yfirtökuskyldu í 33% eða 40% eða til samræmis við það sem gerist og gengur í ná- grannalöndunum. Hefur bankinn þegar lagt þetta til í umsögn sinni um frumvarp til laga um verðbréfa- viðskipti sem nú er til meðferðar á Alþingi. Að því er fram kemur í mánaðar- riti bankans sem gefið var út í gær myndast yfirtökuskylda við 40% eignaraðild í Noregi og Svíþjóð, við 33% í Danmörku og við 30% eign- arhluta í Bretlandi. Í dag gildir sú regla hér á landi að yfirtökuskylda myndast þegar einhver öðlast 50% atkvæðisréttar í skráðu hlutafélagi. Þá skal hann gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Í ritinu er sagt að talsvert hafi reynt á þetta ákvæði á þessu ári og skemmst sé að minnast yfirtökutil- boðs vegna kaupa á Húsasmiðjunni. Er neytendavernd nægjanleg? „Þó er rétt að staldra við og spyrja hvort neytendavernd sé nægjanleg,“ segir í mánaðarritinu. „Svo virðist sem ákveðnir hópar hafi að undan- förnu verið að tryggja sér yfirráð í skráðum félögum með því að skrá eignarhald á mismunandi lögaðila, samanber Jarðboranir, SR-mjöl, Skeljung, Tryggingamiðstöðina og Þormóð ramma-Sæberg. Við slíkar aðstæður ná núgildandi reglur tæp- lega að vernda rétt minnihluta eig- enda sem skyldi. Eigendur að 1/3 hlutafjár í félagi hafa í raun undir- tökin í félaginu vegna ákvæða hluta- félagalaga um breytingar á sam- þykktum. Dæmin sýna að viðskipti með slík félög verða lítil í kjölfar uppkaupa og verð lækkar í kjölfarið þar sem skilvirk verðmyndun er ekki til staðar,“ segir í mánaðarriti Bún- aðarbankans. Vilja skoða lækkun yfirtöku- skyldu úr 50% í 33% UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ segir að útflutningur á hákarlauggum til Kína geti verið spennandi tækifæri fyrir íslenska útflytjendur því eft- irspurn sé gífurleg og aukist með vaxandi velmegun. Þurrkaðir há- karlauggar hafa einu sinni verið fluttir út frá Íslandi til Kína eða árið 1997 en þá voru flutt út 95 kíló. Norðmenn og Spánverjar hafa haft ráðandi markaðsstöðu í Kína þar eð þeir hafa einir þjóða flutt út hákarl þangað. Fram kemur í fréttabréfi utanríkisráðuneytisins að hákarla- uggasúpa sé einn mesti munaður sem Kínverjar veiti sér í mat. Diskur af slíkri súpi kosti um 5 þúsund krónur í Kína. Kínverjar vilja há- karlauggana helst ferska, frosna eða þurrkaða, en sérstök þurrkun eykur verðmæti þeirra verulega. Sums staðar í Kína er skrápur hákarlsins einnig nýttur til matar. Sérstök að- ferð er viðhöfð við verkun skrápsins sem að henni lokinni líkist helst sæ- bjúgum. Fram kemur að heildsali í Peking upplýsti sendiráð Íslands þar í borg um að kílóverð dýrasta há- karlauggans, sem hann hefði selt, hefði verið 3.000 krónur. Ráðuneytið segir, að önnur lönd í Austur-Asíu kunni einnig að vera mikilvæg markaðssvæði fyrir hákarlaugga, t.d. Japan, Hong Kong, Singapúr, Taíland, Malasía og Suður-Kórea. Hákarla- uggar seldir til Kína? Í ÚRSKURÐI Samkeppnisráðs varðandi kaup SS á meirihluta hlutafjár í Reykjagarði eru sett ýmis skilyrði varðandi kaupin enda telur ráðið að kaupin feli í sér sam- runa í skilningi samkeppnislaga og uppfylli skilyrði til íhlutunar þótt SS og Reykjagarður starfi ekki á sama markaði. Á meðal skilyrða er að fulltrúi SS í stjórn Ísfugls, sem SS á 30% hlut í, láti af setu sinni eigi síðar en 1. júní 2003. SS er jafnframt óheimilt að beita eignaráhrifum í Ísfugli til að hafa áhrif á viðskipta- stefnu og viðskiptaákvarðanir fyr- irtækisins og SS og Reykjagarði, annars vegar, og Ísfugli, hins veg- ar, er óheimilt að hafa með sér hvers konar viðskiptalega sam- vinnu umfram það sem nauðsyn- lega felist í vinnslu SS á bókhaldi fyrir Ísfugl, eins og það er orðað í úrskurðinum. Í þessu felst m.a. að SS og Reykjagarður, annars vegar, og Ísfugl, hins vegar, skulu að öllu leyti starfa sjálfstætt við hvers konar vinnslu á alifuglakjöti, við dreifingu á alifuglaafurðum og við sölu og markaðsmál. Steinþór Skúlason forstjóri SS segir að SS skilji þann ramma sem Samkeppnisráð setur og muni hlíta úrskurðinum. „Við teljum að þeir hafi sýnt málaefnaleg og vönduð vinnubrögð við að komast að þess- ari niðurstöðu og við sættum okkur við hana,“ sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að strax yrði farið í að gera þær breytingar sem gera þurfi en varðandi stjórnarsetu full- trúa SS í Ísfugli sé gefinn ákveðinn tímarammi sem farið verður eftir. Samkeppnisráð setur Sláturfélaginu skilyrði „Sættum okkur við niðurstöðuna“BÚNAÐARBANKI Íslandshf. seldi í gær helming af hlutafé sínu í fjárfestingar- félaginu Straumi hf. að nafn- verði kr. 120 milljónir. Eign- arhlutur bankans í félaginu er nú 4,2787% eða 120 millj- ónir að nafnverði en var 8,5574% eða 240 milljónir að nafnverði fyrir viðskiptin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er kaupandi bréfanna Íslandsbanki. Íslands- banki kaupir 4% hlut Straumur hf. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.