Morgunblaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Framboð til alþingiskosninga
vorið 2003
Þar sem Frjálslyndi flokkurinn efnir ekki til prófkjara vilja stjórnir
kjördæmisfélaga gefa áhugasömu fólki kost á að skila inn um-
sóknum um sæti á framboðslista í öllum kjördæmum.
6. gr. jafnréttisáætlunar Frjálslynda flokksins hljóðar svo:
Við röðun á framboðslista skal reynt að tryggja að hlut-
ur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á
Alþingi og í sveitarstjórnum.
Því eru konur sérstaklega hvattar til að gefa kost á sér á
framboðslista.
Umsækjendur skili inn skriflegri umsókn, bréflega eða í tölvupósti
til formanns viðkomandi kjördæmisfélags. Æskilegt er að um-
sóknir berist fyrir 20. desember nk.
Stjórnir kjördæmisfélaganna gera síðan tillögu um uppstillingu á
lista og leggja fyrir félagsfundi. Tillaga kjördæmisfélaga verður
loks lögð fyrir miðstjórn flokksins til endanlegrar samþykktar.
Umsóknir sendist til eftirtaldra:
Kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæm-
um norður og suður: Björgvin Vídalín, Stararima 55,
112 Reykjavík.
Netfang: bjorgvin.vidalin@islandia.is
Kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi:
Ásthildur C. Þórðardóttir, Seljalandsvegi 100, 400 Ísafjörður.
Netfang: skaftie@snerpa.is
Kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi:
Guðmundur W. Stefánsson, Fremri-Nýpum, 690 Vopnafjörður.
Netfang: gwiium@isl.is
Kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi:
Þorsteinn Árnason, Ártúni 15, 800 Selfoss.
Netfang: frambod@visir.is
Kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi:
Árelíus Þórðarson, Miðvangi 111, 220 Hafnarfjörður.
Netfang: allith@mmedia.is
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri flokksins Margrét Sverrisdóttir í síma 822 1996
Í GALLERÍI Sævars Karls
stendur yfir sýning sem nefnist
„Samruni – Sköpun heildar“ og er
samstarfsverkefni listamanna sem
starfa á ólíkum sviðum listsköpunn-
ar. Sýningin er tileinkuð eldfjallinu
Heklu og er haldin í tilefni af ári
fjallsins hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hópurinn sem stendur að baki sýn-
ingunni hefur starfað saman í tvö ár
við sköpun eldfjallarmiðstöðvar og
safns um sögu Heklu sem mun vera
á Leirubakka í Landssveit og er sýn-
ingin jafnframt kynning á því verk-
efni. Þau eru arkítektarnir Hlédís
Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann
sem sáu um hönnun hússins og Vign-
ir Jóhannsson myndlistarmaður og
Ari Trausti Guðmundsson rithöfund-
ur og jarðeðlisfræðingur sem sjá um
gerð safnsins.
Sennilega er sýningin „Flogið yfir
Heklu“, sem var á Kjarvalsstöðum
sumarið 2001, mörgum ennþá fersk í
minni, en í Sævari Karli er töluvert
ólíkt unnið með efnið. Á Kjarvals-
stöðum var verið að sýna hvernig Ís-
lenskir myndlistarmenn höfðu túlk-
að eldfjallið gegnum tíðina, en hér er
aftur á móti um blöndu af lista-,
hönnunar- og heimildarsýningu að
ræða sem fjallar um sögu eldfjallsins
sjálfs.
Tvær stuttmyndir um Heklu eftir
þá Valdemar Leifsson og Halldór
Sveinsson eru sýndar daglega í gall-
eríinu, á veggjunum hanga ljós-
myndir Sigrúnar Eðvarðsdóttur af
eldfjallinu ásamt myndum af arkí-
tektúr eldfjallamiðstöðvarinnar og á
gólfinu er lítill göngupallur úr gleri
sem liggur yfir leikhúslega hleðslu af
grjóti ofan á rauðum flúorperum og
jólaseríum. Þetta er ekki ólíkt
„propps“ og er notað í talsvert stærri
mæli í sendiráði Íslands í Berlín, ein-
mitt til að skapa eldfjallastemmn-
ingu. Á miðju gólfinu er svo spegla-
skúlptúr sem myndlistarmaðurinn
Vignir Jóhannsson notaði við gjörn-
ing sem frumfluttur var síðastliðinn
laugardag. Vignir hellti litarefnum
saman við vatn og glerbrot sem
blandaðist á yfirborði speglanna og
endurvarpaðist á loft sýningarrým-
isins. Með aðstoð tónlistarmannanna
Janusar Braga Jakobssonar á
trommum og Helga Svavars Helga-
sonar sem sá um hljóðblöndun, skap-
aði listamaðurinn fallegan óð til eld-
gossins. Eflaust hefði verið hægt að
ná sterkara sjónarspili í endurvarpi
litanna með því að gæta betur að lýs-
ingunni í rýminu, en uppákoman,
sem að mörgu leyti minnir á vatns-
og litagjörninga Halldórs Ásgeirs-
sonar, upphefur skynrænan þátt
sýningarinnar og myndar gott og
nauðsynlegt mótvægi við upplýsing-
ar og heimildargerð.
Sýningin er í heildina vel heppnuð
og metnaður hópsins skilar sér. Hún
stendur hins vegar allt of stutt yfir,
eða aðeins í eina viku.
Frá sýningunni „Samruni – Sköpun heildar“ sem tileinkuð er Heklu.
Hekla gýs í Reykjavík
MYNDLIST / HÖNNUN /
HEIMILDIR
Gallerí Sævars Karls
Sýningin er opin á verslunartíma og
stendur til 13. desember.
BLÖNDUÐ TÆKNI
ÝMSIR LISTAMENN
Jón B.K. Ransu
Selkórinn á Seltjarnarnesi Jóla-
tónleikar verða í Seltjarnar-
neskirkju kl. 20.30. Á efnisskránni
eru verk eftir J.S. Bach og einnig
verða sungin jólalög eftir íslenska
höfunda, m.a. Björgvin Valdimars-
son, Ingibjörgu Þorbergs og Magn-
ús Eiríksson. Einsöngvari á tónleik-
unum er Atli Þór Albertsson.
Undirleikarar eru Dagný Björgvins-
dóttir á orgel, María Helga Guð-
mundsdóttir á fiðlu, Kjartan Valdi-
marsson píanó og Richard Korn á
bassa. Stjórnandi er Jón Karl Ein-
arsson.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýsk gamanmynd frá árinu 1991
verður sýnd kl. 20.30. Myndin, sem
fjallar um tímann eftir sameiningu
þýsku ríkjanna, naut mikilla vin-
sælda í Þýskalandi. Hér segir af
austur-þýskri fjölskyldu sem leggur
upp í ævintýraferð til Ítalíu með
óvenjulega handbók í hanskahólfinu:
„Ítalíuför“ eftir Goethe.
Leikstjóri er Peter Timm. Myndin
er sýnd án texta.
Súfistinn, Hafnarfirði Lesið verð-
ur úr nýjum bókum kl. 21. Glæpa- og
spennusagnahöfundar lesa úr verk-
um sínum. Páll Kristinn Pálsson les
úr bók þeirra Árna Þórarinssonar Í
upphafi var morðið og Ævar Örn
Jósepsson les úr bókum sínum Taxi
og Skítadjobb. Þá kynnir Steindór J.
Erlingsson bók sína Genin okkar.
Þá leikur Tómas R. Einarsson
og sex manna hljómsveit hans lög af
nýútkomnum diski sínum Kúbanska.
Garðaberg, félagsmiðstöð eldri
borgara að Garðatorgi 7 Sýning á
verkum átta leirlistakvenna verður
opnuð kl. 13. Konurnar sem sýna
verk sín eru nemendur Svetlönu
Matusa frá Serbíu en hún hefur
kennt leirlist á vegum FAG nú á
haustönn. Þá stendur yfir sýning á
bútasaumsverkum. Konurnar sem
þar sýna verk sín eru allar nem-
endur Elísabetar Magnúsdóttur.
Sýningarnar verða opnar alla daga
nema sunnudaga frá kl. 13–17.
Hrásalur, Listaháskóli Íslands,
Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón-
listardeildar verða kl. 20. Flytjendur
eru Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla,
Melkorka Ólafsdóttir, flauta, og
Ragnheiður Bjarnadóttir, píanó.
Undirleikarar á píanó eru Anna
Guðný Guðmundsóttir og Richard
Simm.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
TURNER-verðlaunin umdeildu voru veitt sl. sunnudag
og var verðlaunahafinn að þessu sinni breski listamað-
urinn Keith Tyson, sem er hvað þekktastur fyrir sér-
kennilegar konseptinnsetningar sínar. Hann valdi þó
39 allt að því hefðbundin verk sem framlag sitt til
Turner-verðlaunanna – teikningar, skissur og málverk.
Turner-verðlaunin eru allajafna umdeild og í ár hafa
þau hlotið slæma útreið gagnrýnenda sem lýsa verka-
valinu sem því minnst áhugaverða til þessa. Meðal
þeirra sem gagnrýnt hafa verðlaunin má nefna Tracy
Emin sem tilnefnd var til verðlaunanna 1999, lista-
verkasafnarann Charles Saatchi og Kim Howell að-
stoðar-menningarmálaráðherra Breta.
Tyson er verkfræðimenntaður og segir list sýna
byggjast á áhuga á vísindum. Þekktasta verk hans til
þessa er eftirmyndir úr blýi af fæðuúrvali Kentucky
Fried Chicken skyndibitakeðjunnar, m.a. af kjúklinga-
vængjum og -lærum.
Auk „hefðbundnu“ verkanna sem Tyson kaus að
sýna að þessu sinni má nefna svarta, tölvum hlaðna,
plastsúlu en tölvurnar hafa verið forritaðar til að
starfa í 33.000 ár. Verkið nefnir hann Hugsuðurinn
(eftir Rodin), en verkið telur sekúndurnar í meðalævi-
skeiði einstaklings – 76,5 ár. Verkið hefur hins vegar
vakið litla hrifningu breskra gagnrýnenda og sagði
gagnrýnandi Daily Telegraph Tyson vera uppfullan af
sjálfum sér, en gagnrýnandi Times lýsti honum sem
Tracey Emin fyrir karlmenn. „Hún velur handavinnu
og blaðrar um kærastana en hann er í kúluspili með
sameindir alheimsins,“ eru ummælin í Times.
ReutersKeith Tyson, verðlaunahafi Turner-verðlaunanna 2002, við eitt verka sinna.
Tyson hlýtur Turner-verðlaunin
TVÆR konur hlutu styrki Snorra
Sturlusonar árið 2003, til þriggja
mánaða hvor. Þær eru dr. Galina
Glazyrina, fræðimaður í Moskvu,
til að fást við rannsóknir á forn-
aldarsögum, og Silvia Cosimini,
þýðandi í Mantova á Ítalíu, til að
vinna að þýðingum á verkum
Halldórs Laxness. Alls bárust
fjörutíu umsóknir frá nítján lönd-
um um styrkinn.
Samkvæmt reglum um styrk-
ina, sem gefnar voru út 1992,
skulu þeir árlega boðnir erlendum
rithöfundum, þýðendum og fræði-
mönnum til að dveljast á Íslandi í
því skyni að kynnast sem best ís-
lenskri tungu, menningu og
mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í
þrjá mánuði hið minnsta og mið-
ast við greiðslu á ferðakostnaði
styrkþega og dvalarkostnaði inn-
anlands.
Stofnun Sigurður Nordals aug-
lýsir styrkina og tekur á móti um-
sóknum. Í úthlutunarnefnd eiga
sæti Úlfar Bragason, forstöðu-
maður Stofnunar Sigurðar Nor-
dals, Ásdís Egilsdóttir dósent og
Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf-
undur. Nefndin hefur nú lokið
störfum.
Tvær hljóta styrki
Snorra Sturlusonar