Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL SIERRA LEONE Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sam- þykkt að Steinar Berg Björnsson taki við starfi framkvæmdastjóra sem sér um rekstur sautján þúsund manna friðargæslusveitar SÞ í Sierra Leone í Vestur-Afríku. Stein- ar tekur við stöðunni um miðjan mánuðinn. Flugumferð minnkar Flugumferð um íslenska áætl- unarflugvelli hefur minnkað umtals- vert á síðustu tveimur árum. Alls fóru 656 þúsund brottfarar- og komufarþegar um áætlunarflugvelli á fyrstu 11 mánuðum ársins 2002 en árið á undan voru þeir tæplega 690 þúsund. Árið 2000 var fjöldi þeirra hins vegar um 862 þús. og tæplega 896 þús. árið 1999. Fetar í fótspor föður síns Logi Geirsson, handknattleiks- maður úr FH, hefur verið valinn í landsliðshópinn í handknattleik til undirbúnings fyrir heimsmeist- aramótið sem hefst síðar í mán- uðinum. Logi er sonur Geirs Hall- steinssonar sem áður var einn besti handknattleiksmaður landsins. Rætt um Fílabeinsströndina Frakkar hyggjast boða til ráð- stefnu allra stríðandi aðila á Fíla- beinsströndinni í París um miðjan mánuðinn. Utanríkisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, og forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, funduðu í höf- uðborginni Abidjan á föstudag. Átök í Venesúela Tveir menn féllu og tugir særðust í Caracas, höfuðborg Venesúela, á föstudagskvöld þegar leyniskyttur skutu á hóp mótmælenda. Óeirð- irnar hófust er stjórnarandstæð- ingar gengu að Fuerte Tiuna- herstöðinni í Caracas þar sem m.a. var krafist afsagnar Chaves forseta. Ör útbreiðsla alnæmis Anna Þrúður Þorkelsdóttir, sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands í Suður- Afríku, segir verkefni þar vegna al- næmis endalaus. A.m.k. 30 milljónir manna í sunnanverðri Afríku séu smitaðar af sjúkdómnum. Sunnudagur 5. janúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 4.337  Innlit67381  Flettingar 27.903  Heimild: Samræmd vefmæling Sölufulltrúar óskast til starfa á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum Okkur hjá Dychem vantar einstaklinga á ofangreindum stöðum til þess að kynna og selja með okkur, efna og hreinsivörur frá Dychem LTD. sem hlotið hafa frábærar viðtökur hingað til, eftir að vörurnar komu aftur til landsins. Góð sölulaun. Við leitum að hressum og duglegum ein- staklingum. Áhugasamir leggi inn umsókn á augl.deild Mbl merkt: „Dychem Ísland“ fyrir 13. janúar. Bókarastarf Gott, meðalstórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða starfsmann með færni í tölvubókhaldi (TOK) í 50% starf, eða í fullt starf gjaldkera/bókara . Æskilegt er að hefja starfið sem fyrst. Aðeins starfsmaður með góða menntun og reynslu kemur til greina. Vinsamlega sendið upplýsingar með mynd til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is fyrir 8. janúar merktar: „Gleðilegt TOK ár 2003“. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri með VF1 réttindi óskast á Klakk SH 510. Upplýsingar í símum 455 4400/894 1378 eða í joningi@fisk.is . Góð og glögg manneskja óskast til að gæta 3ja barna, 8—10 ára, 4 til 5 tíma á dag. Upplýsingar í síma 860 6027. Sölumaður óskast Ein stærsta fasteignasala landsins óskar eftir harðduglegum og heiðarlegum sölumanni til starfa nú þegar. Árangurstengt launakerfi. Spennandi starf og miklir tekjumöguleikar. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Sölumaður — 13156“. Starfsfólk óskast Leitum að kraftmiklu, áhugasömu starfsfólki á mexíkaskan veitingastað í Kringlunni. Afgreiðsla: Í full starf og hlutastarf frá kl. 10-14. Umsóknir sendist augldeild Mbl. eða box@ mbl.is merktar: „Serrano — 13151“ sem fyrst. Ríkarður Már Pétursson ásamt afgönskum verka- mönnum á byggingarstað skólans í Tolihaa. Ríkarður Már Pétursson, einn reyndasti sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands, stýrir byggingu fimm skóla í Afganistan og vinnur að dreifingu hjálpargagna við erfiðar aðstæður. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari heimsótti Ríkarð og Guðni Einarsson ræddi við hann í síma. /8 Víkingur í Afganistan ferðalögLangedragsælkerarLautarferð í vetrarsólbörnÞrettándagleðibíóÞriðja nafnið Hvergi meiri efniviður Hvert stefnir íslensk knattspyrna? Þjálfarinn Zeljko Sankovic ræð- ir um þjálfun og fótbolta. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 5. janúar 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 39 Listir 24/31 Myndasögur 40 Af listum 24 Bréf 40/41 Birna Anna 24 Dagbók 42/43 Forystugrein 28 Krossgáta 44 Reykjavíkurbréf 28 Leikhús 46 Skoðun 32 Fólk 46/53 Hugsað upphátt 33 Bíó 50/53 Minningar 36/37 Sjónvarp 54 Þjónusta 38 Veður 55 * * * LOGI Geirsson, handknatt- leiksmaður úr FH er einn þeirra nýliða sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, valdi í landsliðshóp sinn til undirbún- ings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Portúgal síðar í mánuðinum. Logi á ekki langt að sækja hæfileika sína því hann er sonur Geirs Hall- steinssonar, sem á árum áður var einn besti handknattleiks- maður landsins. „Ég held ég hafi leikið minn síðasta landsleik 1979, eða þremur árum áður en Logi fæddist. Hann man því ekkert eftir mér sem handboltamanni, nema bara af myndum og úr- klippum – og auðvitað ein- hverjum myndbandsspólum því það var búið að finna það allt saman upp áður en ég hætti,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Þeir feðgar voru báðir á æf- ingu þegar reynt var að ná í þá, Logi á landsliðsæfingu og Geir með æfingu hjá 3. flokki FH. „Ég er alveg hættur að spila, enda verður handbolti svo leiðinlegur þegar menn eru orðnir hægir. Mér finnst hins vegar fínt að sprikla í körfubolta,“ sagði Geir sem hefur haft í nógu að snúast síðustu dagana því hann að- stoðar Loga son sinn við að þjálfa 6. flokkinn enda mikið að gera hjá Loga þessa dag- ana. „Ég sá pabba aldrei spila en hef skoðað gamlar spólur sem karlinn hefur uppi í skáp og finnst rosalega gaman að horfa á þetta. Breytingin er mikil enda hefur tæknin auk- ist, hraðinn er meiri og menn æfa miklu betur og markvissar en gert var þegar pabbi var í þessu,“ segir Logi, spurður um álit sitt á föður sínum sem handknattleiksmanni. Eins og að líkum lætur var Logi ekki gamall þegar hann byrjaði að æfa handbolta. „Ég þjálfaði sjötta flokkinn þegar hann var á þeim aldri og sá strax að hann hafði mikla hæfileika. Hann er líka metn- aðargjarn og reglusamur og veit hvað hann vill í íþrótt- inni,“ segir Geir um son sinn og bætir við að hann sé ánægður með að sjá hann í landsliðshópnum. „Hann stefn- ir á að gerast atvinnumaður og ég held það sé ekki spurn- ing að hann á eftir að verða það, enda er hann fjölhæfur leikmaður og af réttri stærð,“ segir Geir. Logi tekur undir með föður sínum: „Stefnan er sett út og Lemgo er mitt uppáhaldslið en ég byrjaði að fylgjast vel með því fyrir um fimm árum.“ Aðspurður hvernig hann kunni við sig í landsliðs- hópnum segir Logi: „Alveg frábærlega. Það var stærsta skrefið í lífi mínu að vera val- inn í hópinn og það er alveg meiriháttar gaman og lær- dómsríkt að æfa með mönnum sem hafa verið landsliðsmenn í áratug. Allt sem maður hefur lagt á sig, leiðindi í kringum meiðsli, allar æfingarnar og annað hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar maður fær svona tækifæri. Ég er rosalega ánægður með að vera áfram í hópnum eftir fyrsta nið- urskurð, sérstaklega þar sem ég er ekki eldri en ég er,“ seg- ir Logi, en hann er tvítugur að aldri. „Hef skoðað spólur sem karlinn á uppi í skáp“ Morgunblaðið/Þorkell Handboltafeðgar úr Hafnarfirði, Geir Hallsteinsson og sonur hans Logi. Logi Geirsson, sonur Geirs Hallsteinssonar, í landsliðshópnum í handknattleik ALCAN á Íslandi hf. hefur sett saman hóp starfs- manna sem á að taka á eineltismálum sem upp koma í fyrirtækinu. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir að með þessu nýja fyrirkomulagi vilji fyrirtækið verða fyrirmynd ann- arra og sýna að einelti og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin. „Hlutverk teymisins er móttaka kvartana um einelti og kynferðislega áreitni, skoðun mála og ráð- gjöf, tillögugerð til framkvæmdastjórnar um við- brögð í einstökum málum og vöktun á stöðu einelt- ismála almennt,“ segir Hrannar. Hópurinn er skipaður þremur starfsmönnum; almennum starfs- manni, sérfræðingi og framkvæmdastjóra. Hver og einn er skipaður af forstjóra til tveggja ára. Hrannar segir að starfsmenn séu hvattir til að hafa samband við einhvern úr eineltisteyminu eða snúa sér til yfirmanns síns verði þeir varir við ein- elti eða kynferðislega áreitni, eða telja sig verða fyrir henni. Visst frumkvæði „Við höfum lagt áherslu á það á námskeiðum sem við höfum haldið fyrir fyrirtæki um gerð jafnrétt- isáætlana að í raun sé ekki langt á milli eineltis og kynferðislegrar áreitni. Einelti getur verið kyn- bundið þótt það sé ekki beint kynferðislegt. Því er mjög gott að skoða þetta saman,“ segir Katrín Rík- harðsdóttir starfsmaður jafnréttisstofu. Hún segir að stéttarfélög eins og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur hafi lagt áherslu á að bregðast við einelti á vinnustað og það sé að skila sér í jafnréttisáætlanir fyrirtækja. Alcan sýni þarna visst frumkvæði þar sem fyrirtækjum sé ekki skylt samkvæmt lögum að setja á laggirnar hóp til að bregðast við einelti. Tekið á einelti hjá Alcan Á SÍÐASTA ári mældust rúmlega fjögur þúsund jarðskjálftar í Goðabungu sem er vestan í Mýr- dalsjökli. Þetta eru mun fleiri skjálftar en í fyrra þegar jarðskjálftarnir voru um 800. Skjálftar eru einnig mun tíðari en áður í Mýrdalsjökulsöskju. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að líkur á eldgosi í jöklinum hafi aukist en tekur fram að jarðhræringarnar geti einnig stöðv- ast án þess að úr verði gos. Undir Mýrdalsjökli er ein öflugasta eldstöð landsins, Katla, sem hefur gosið 20 sinnum frá landnámi, síðast árið 1918. Skjálftarnir í Goðabungu eru sjaldnast öflugri en 2,5 stig á Richter-kvarða og finnast ekki í byggð. Skjálftavirkni í Goðabungu er árstíðabund- in og eru jarðskjálftarnir mestir á haustin en tíðn- in lækkar þegar dregur að áramótum. „Á árinu hætti skjálftavirknin ekki heldur hélt áfram þótt hún hafi vissulega orðið mest í haust. Þannig að það er stöðug viðvarandi skjálftavirkni sem er óvenjulegt. Auk þess hefur virknin verið meiri í Mýrdalsjökulsöskjunni en nokkur undanfarin ár,“ segir Magnús Tumi. Eykur líkurnar á gosi Þá bendi GPS-mælingar til þess að Mýrdalsjök- ull sé að þenjast út vegna kvikusöfnunar undir jöklinum. Jarðhiti hafi ennfremur aukist undir jöklinum sem sjáist glöggt á því að sigkatlar í jökl- inum hafi stækkað. Vegna þessara hræringa hafi Almannavarnir ríkisins sent viðvörun til almanna- varnanefnda um að það væri aukin virkni í Mýr- dalsjökli. „Við viljum ekki leggja of mikið upp úr þessu og ekki slá neinu föstu um að þetta hljóti að leiða til eldgoss en þetta eykur líkurnar,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt sé að vara við Kötlugosi með fyrirvara, líkt og gert var fyrir Heklugosið ár- ið 2000, segir Magnús Tumi að það sé mjög líklegt. Fjögur þúsund jarðskjálftar í Goðabungu Aukin skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli á síðasta ári Morgunblaðið/RAX KONUR alls staðar í heiminum virðast ná hærri aldri en karlar og hafa meðalævilíkur kvenna verið meiri en karla allt frá því menn fóru að athuga lífslíkur fólks. Fyrstu áreiðanlegu tölur um þær fóru að birtast fyrir rúmlega 100 árum. Þó er ekki vitað með vissu hvað veldur muninum en talið er að skýring- anna geti verið að leita í ólíkri hormónastarfsemi kynjanna. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að aðeins fjórir karlar eru í hópi þeirra 26 Íslendinga sem eru 100 ára og eldri. Elsti núlif- andi Íslendingurinn er kona, El- ín Magnúsdóttir, 107 ára. Þá var ennfremur skýrt frá því að með- alævilengd íslenskra karla er tæp 77 ár en kvenna tæp 82, samkvæmt reynslu áranna 1995 til 2000. „Það virðist vera algild regla að karlar lifa skemur en konur hvar sem er í heiminum,“ segir Jón Snædal, yfirlæknir öldrun- arlækningadeildar á Landakoti. Segir hann þetta gilda jafnt í þróunarlöndum sem annars staðar. Hormónastarfsemi karla og kvenna gæti skýrt út hvers vegna konur lifa lengur en karl- ar. „Það er vitað að karlhormón, testosterón, hafa uppbyggjandi áhrif á vefi líkamans, en jafn- framt er vitað að hormónin virð- ast ganga á forða líkamans. Sjaldgæfir sjúkdómar, sem framleiða mikið af slíkum horm- ónum geta leitt til ótímabærs dauða og eins getur mikil neysla á karlhormónum leitt til sjúk- leika og dauða, þegar fram í sækir. Þetta á ekki við um kven- hormón, estrógen, sem eru ekki vefjauppbyggjandi á sama hátt,“ segir Jón. Í þessu sambandi nefnir Jón að talið sé að geldingar fyrr á öldum hafi lifað lengur en aðrir karlmenn, þar sem testosteron- framleiðsla þeirra var skert. Hins vegar er ekki vitað með vissu hvort þetta hafi raunveru- lega verið tilfellið enda langt um liðið síðan tíðkaðist að gelda karlmenn og ennfremur var sá hópur ekki stór Deyja karlmen fyrr vegna „hættulegra“ lífs? Jón segir að áður hafi verið talið að karlar lifðu skemur en konur vegna ólíks lífsmynsturs kynjanna. Það hafi verið karl- mennirnir sem lifðu „hættu- legra“ lífi, reyktu, drukku og unnu erfiðu störfin með þeim af- leiðingum að þeir dóu fyrr en konur. „En munur á ævilíkum karla og kvenna hefur sáralítið breyst þrátt fyrir að lífsmynstur milli kynjanna hafi jafnast,“ segir Jón og bætir við að kenningin ef svo mætti kalla um hættulegra líf karla geti í besta falli skýrt út mjög lítið brot af þessum mun. Hormón gætu skýrt skemmri ævi karla LÖGREGLAN á Húsavík hand- tók fjögur ungmenni í fyrrinótt vegna fíkniefnamáls og er búist við að einn úr hópnum verði kærður. Bifreið fólksins var stöðvuð við hefðbundið umferðareftirlit og fannst við leit í í henni lít- ilræði af ætluðu amfetamíni og sömuleiðis fannst lítilræði af ætluðum fíkniefnum við húsleit sem gerð var í framhaldinu. Fólkið er allt undir tvítugu og einn undir 18 ára aldri. Tekin með ætluð fíkniefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.