Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 29 þegar framboð voru undirbúin fyrir þingkosn- ingarnir þá um sumarið og í byrjun apríl 1967, þegar ákvörðun var tekin um framboð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík vegna þingkosning- anna í júní það ár. Í bók sinni víkur Jón Baldvin Hannibalsson að svonefndum Tónabíósfundi, þar sem úrslita- átökin stóðu og segir: „Hannibalistarnir guldu afhroð og gamla sósíalistaflokksmaskínan sýndi að hún hafði enn undirtökin, þegar á reyndi. Vél- stjórar maskínunnar voru þeir Kjartan Ólafs- son, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, og Svavar Gestsson, starfsmaður Alþýðubanda- lagsfélagsins.“ Tónabíósfundurinn var haldinn mánudaginn 10. apríl 1967 og stóð fram á miðja nótt. Daginn eftir, þriðjudaginn 11. apríl, birtist frétt á bak- síðu Morgunblaðsins, þar sem skýrt var frá þeirri niðurstöðu fundarins að kommúnistar hefðu gengið með sigur af hólmi og Hannibal hefði lýst því yfir, að hann óttaðist að nú væri búið að ganga af Alþýðubandalaginu dauðu. Miðvikudaginn 12. apríl birtist svo ítarleg frá- sögn í Morgunblaðinu af umræðum á Tónabíós- fundinum. Jón Baldvin veltir því fyrir sér í bók sinni hver hafi verið „Deep Throat“ Morgun- blaðsins (enska heitið er tilvísun í heimildar- mann Washington Post í Watergate-málinu) á þeim fundi og öðrum án þess að komast að nið- urstöðu. Sú frásögn segir meira en flest annað um á hvaða stigi samskipti þessara manna voru á þessum tíma. Þar segir m.a.: „Alþýðubandalagsfundurinn, sem ákvað framboðið, mun vafalaust einsdæmi í stjórn- málasögu síðustu ára vegna þess, að slíkt níð og svívirðingar, sem þar féllu um samstarfsaðila kommúnista, mun varla þekkjast í samskiptum manna nú á dögum … Síðustu dagana fyrir fundinn héldu kommúnistar uppi heiftugri níð- og rógsherferð gegn Jóni B. Hannibalssyni, sem Hannibalistar höfðu krafizt að skipaði 2. sæti á listanum. Þessari rógsherferð var stjórnað af sjálfum starfsmanni Alþýðubandalagsfélagsins, Svavari nokkrum Gestssyni, og fór hún fram á vinnustöðum, mannfundum, götuhornum, og símaviðtölum og annars staðar, þar sem því varð við komið.“ Síðan er í frásögn Morgunblaðsins vitnað í ræðu Guðmundar J. Guðmundssonar og er sagt að hann hafi talið að Jón Hannibalsson væri að vísu nokkrum hæfileikum búinn en „aðallega þekktur fyrir að breiða út níð um samherja sína. Var nú gripið fram í fyrir Guðmundi og hann krafinn skýringa á þessum ummælum en hann skeytti því engu og vék að kostum Magnúsar Kjartanssonar.“ Eftir atkvæðagreiðslu þar sem listi komm- únista fékk 254 atkvæði en listi Hannibalista 81 tók Hannibal Valdimarsson til máls og sagði skv. frásögn Morgunblaðsins: „Hann kvaðst hafa átt þátt í því að stofna Al- þýðubandalagið ásamt Einari Olgeirssyni 1956 … Hannibal sagði að það hefði verið samþykkt og ekkert við því að segja, að erfðaprins Sósíal- istaflokksins (Magnús Kjartansson, innskot Mbl.) fengi 1. sæti í Reykjavík. Þá hefði jafn- framt verið eðlilegt að samstarfsaðilinn réði 2. sætinu. Í það sæti hefði verið stungið upp á ýms- um, sem ekki hefðu gefið kost á sér og því hefði verið stungið upp á Jóni B. Hannibalssyni. Þá hefði hafizt slíkur hatrammur áróður á vinnu- stöðum, götum og annars staðar, að annað eins hefði ekki þekkzt. Við þessi orð Hannibals hóf- ust hróp og köll fram úr salnum og hrópað var: Jón er ekki sama og Hannibal. Þá barði Hanni- bal Valdimarsson í ræðupúltið og sagði: Hanni- bal er ekki til umræðu hér heldur Jón. Síðan hefði það verið boðið til samkomulags að Einar Hannesson yrði settur í 2. sæti en Jón í 4. Kommúnistum hefði hins vegar ekki nægt það. Það eitt væri þeim nóg að Jón væri ekki á listan- um. Jón skyldi látinn gjalda þess að hann væri sonur föður síns. Hannibal kvaðst manna sein- astur halda þessum manni fram ef hann teldi hann óhæfan sökum hæfileikaskorts. En þótt kommúnistar teldu hann óhæfan, sem þeir hefðu raunar talið um sig fyrr á árum, væri það ekki endanlegur dómur enda benti persónuníðið til þess, að annað lægi að baki. Hannibal ræddi síðan nánar bolabrögð Sósíal- istaflokksins og kvaðst hræðast það að nú væri búið að ganga af Alþýðubandalaginu dauðu.“ Uppgjörið Eftir þessa atburði fylgdi höfundur Til- hugalífs föður sínum og félögum hans til loka en spyr sig í ævisögu sinni hvers vegna og svar hans er: „Ætli svarið sé ekki það, að tilfinningarnar – blóðböndin – bera skynsemina oft ofurliði í mannlegri breytni. Þótt menn viti innst inni að þeir eru á villigötum vefst fyrir þeim að við- urkenna það hreinskilnislega; þrjóskan tekur völdin – kannski það rofi til bráðum?“ Og jafnframt segir höfundur: „Bar mér ein- hver skylda til að hlaupa á eftir þeim? Bar mér og minni kynslóð einhver skylda til að reyna að bæta fyrir þeirra mistök?“ Og ennfremur: „Þegar ég lít til baka og hugsa til manna og málefna á þessu ömurlega tímabili ævi minnar minnist ég þess ekki að menn hafi leitt hugann að þversögninni, ef ekki grundvall- arveilunni, í þessari svokölluðu herstjórnarlist. Hún felst í þessum einföldu spurningum: Hvernig eiga menn að starfa saman í stjórn- málaflokki ef þeir eru í grundvallaratriðum ósammála um markmið og leiðir? … Hreyfing sem svona er samansett breytist einfaldlega í ormagarð, þar sem allir sitja á svikráðum við alla. Illmælgi, baktjaldamakk og rógur verður hið daglega brauð.“ Og síðar í bók sinni segir Jón Baldvin Hanni- balsson: „Það skorti ekkert á mannvalið í röðum forystumanna íslenzkra jafnaðarmanna á tutt- ugustu öldinni. Þar var hver foringinn öðrum gjörvulegri. En sitt er hvað, gæfa og gjörvuleiki. Ógæfa sundurlyndisins hefur tröllriðið hreyf- ingu íslenzkra jafnaðarmanna frá upphafi vega og dregið úr henni mátt og umbótaafl. Þess vegna er brjóstfylking jafnaðarmanna ekki það umbótaafl, sem vonir hafa staðið til frá upphafi.“ Þetta eru athyglisverðar játningar. Þegar horft er um öxl til þessara ára snerist stjórn- málabaráttan á Íslandi nánast í bókstaflegri merkingu um líf og dauða. Átökin í kalda stríð- inu voru gífurlega hörð á milli kommúnistaríkj- anna og lýðræðisríkjanna, með Bandaríkin í broddi fylkingar. Kommúnistar á Íslandi beittu öllum hugsanlegum ráðum til þess að grafa und- an því lýðræðislega samfélagi, sem hér hafði verið byggt upp. Það hefði skipt miklu máli í þeim hatrömmu pólitísku átökum, sem þá stóðu yfir, ef Jón Baldvin Hannibalsson ungur hefði lýst þessum skoðunum þá. Það gerði hann ekki. Hins vegar var einn maður í Sjálfstæðis- flokknum, sem virtist hafa einhverja tilfinningu fyrir því á þessum árum, að ekki væri allt sem sýndist um stjórnmálaskoðanir sona Hannibals Valdimarssonar. Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra, sem spurði kunnugan mann, hvort ekki væri hægt að fá a.m.k. tvo syni Hannibals til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann fékk þau svör að það væri óhugsandi. Miðað við þær upplýsingar, sem fram koma í bók Jóns Baldvins um pólitísk- ar vangaveltur hans á þessum árum, má spyrja hvort svarið til Bjarna hafi verið rangt. Sanngjörn gagnrýni? En er gagnrýni Jóns Baldvins Hannibals- sonar á það sem kalla má pólitíska arfleifð hans sanngjörn? Það er auðvelt að horfa til baka 30–40 árum seinna og segja í ljósi sögunnar að það, sem menn voru að gera þá, hafi verið tóm vitleysa. En er það rétt? Morgunblaðið getur ekki annað en tekið undir með Jóni Baldvin að Hannibal Valdimarsson og félagar hans hafi kastað bjarghring til komm- únista 1956. En hvernig horfði málið við frá sjónarhóli Hannibals? Hann er út af fyrir sig einn til frásagnar um það en það má geta í eyð- urnar: Hannibal hafði verið kosinn formaður Alþýðu- flokksins á flokksþingi 1952. Stefán Jóhann Stefánsson (sem skrifað hefur eina beztu sjálfs- ævisögu íslenzks stjórnmálamanns) féll. Þetta var bylting. Hvað gerðist? Hin ráðandi öfl í Al- þýðuflokknum einsettu sér að koma Hannibal á kné og þeim tókst það. Öllu afli flokkskerfisins var beitt gegn hinum nýkjörna formanni. Pen- ingastreymið til flokksins var stöðvað. Dag eftir dag voru auglýsingar í Ríkisútvarpinu: Alþýðu- blaðið kemur ekki út í dag. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þeir sem héldu utan um eignir flokksins í alls kyns hlutafélögum sáu til þess að peningar voru ekki til í útgáfuna. Hvað átti hinn vígreifi Vestfjarðagoði að gera, þegar hann var felldur 1954? Gefast upp? Hverfa aftur til kennarastarfa? Miðað við sögu verkalýðsforingjans að vestan var varla við því að búast. Enda urðu viðbrögð hans þau að leggja undir sig Alþýðusambandið í samstarfi við kommúnista. Hannibal Valdimarsson gerði verkalýðshreyfinguna að sínum valdagrunni al- veg eins og Héðinn Valdimarsson hafði gert ein- um og hálfum áratug áður. Það er alveg rétt hjá Jóni Baldvin, að Hanni- bal og félagar hans í Málfundafélagi jafnaðar- manna máttu sín lítils í innanflokksátökunum við sósíalista eins og Tónabíósfundurinn sýnir. En pólitíkin á þessum árum snerist um fleira. Lykilþáttur í henni voru verkalýðsmál. Hin miklu áhrif sósíalista á Íslandi um miðbik síð- ustu aldar byggðust ekki sízt á áhrifum þeirra í verkalýðshreyfingunni, sem var óspart beitt gegn ríkisstjórnum, sem sósíalistar voru í and- stöðu við. Einn stærsti þátturinn í velgengni Viðreisnarstjórnarinnar á árunum 1959–1971 var að hún náði mjög góðum tengslum við verka- lýðsforingjana. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Snúningspunkturinn voru harkaleg átök á vinnumarkaði í nóvember 1963. Ólafur Thors var að láta af embætti forsætisráðherra og af- skiptum af stjórnmálum. Hann hafði haft mikil tengsl við sósíalista frá árum Nýsköpunar- stjórnarinnar 1944–1946 og raunar fyrr. Tengsl hans við Einar Olgeirsson áttu sér lengri sögu. Þessi tengsl notfærði Ólafur Thors sér og lagði grunn að friðarsamningum við verkalýðshreyf- inguna, sem eftirmaður hans, Bjarni Benedikts- son treysti síðan mjög. Á næstu árum á eftir byggði Bjarni upp traust á milli sín og helztu foringja verkalýðssamtakanna, Hannibals Valdimarssonar, Eðvarðs Sigurðssonar og Björns Jónssonar. Slík tengsl verða ekki til nema báðir aðilar séu tilbúnir til þess. Það átti við um alla þessa menn og einnig Eðvarð Sig- urðsson, þótt hann tilheyrði Sósíalistafélags- armi Alþýðubandalagsins og raunar einnig Guð- mund J. Guðmundsson. Það er ekki ofmælt, þótt fullyrt sé að samskipti þessara manna hafi átt mikinn þátt í því að Viðreisnarstjórninni tókst að sigla þjóðarskútunni farsællega í gegnum eina mestu efnahagskreppu 20. aldarinnar á ár- unum 1967–1969. Hvað sem leið átökunum inn- an Alþýðubandalagsins höfðu þeir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson miklu hlutverki að gegna á þessum árum. Þetta var ekki eina jákvæða framlag þeirra til íslenzkra stjórnmála á þessum árum. Það er al- veg ljóst að þeir tveir og félagar þeirra höfðu lít- inn sem engan áhuga á þátttöku í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 til 1974. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Morgunblaðsins sumarið 1971 um stjórnarmyndun Ólafs. Þeir áttu hins vegar engra kosta völ vegna þess að bakland þeirra í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna gerði stífa kröfu til vinstri stjórnar eftir valdasetu Viðreisnarstjórnarinnar í þrjú kjör- tímabil. Í þeirri ríkisstjórn gegndu þeir Hannibal og Björn hins vegar lykilhlutverki í einu veiga- mesta máli íslenzku þjóðarinnar á þeim tíma. Á stefnuskrá þeirrar ríkisstjórnar var krafan um uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin. Sú saga er rakin ítarlega í bók Vals Ingimundar- sonar um þetta tímabil, sem út kom fyrir ári. Andóf þeirra Hannibals og Björns á þessum ár- um gegn þessum áformum hafði mikla þýðingu. Það er líka hægt að halda því fram með sterk- um rökum, að þau stöðugu átök, sem stóðu yfir innan Alþýðubandalagsins allan Viðreisnarára- tuginn m.a. fyrir tilstuðlan Hannibals og félaga, hafi orðið til þess að draga mjög máttinn úr kommúnistum. Þeir höfðu svo mikið að gera við að halda völdum innan eigin raða að orka þeirra fór fyrst og fremst í innanflokksátök og þess vegna minni kraftar eftir til átaka við stjórnvöld. Sameining vinstri manna í einum flokki er rauður þráður í öllum málflutningi forystu- manna vinstri manna frá fyrsta klofningnum 1930. Allir hafa þeir séð þessa stöðu með sama hætti og Héðinn Valdimarsson gerði á sínum tíma og lýst var með tilvitnun í rit hans, að sam- einaður flokkur á vinstri kantinum gæti a.m.k. orðið jafnoki Sjálfstæðisflokksins. Öllum hefur þeim mistekizt. Ekki bara Héðni og Hannibal heldur líka Jóni Baldvin og Ólafi Ragnari Grímssyni. Og Össuri og Steingrími J. Þó er ákveðinn munur á. Í upphafi klofnaði þessi hreyfing m.a. vegna deilna um afstöðu til al- þjóðasamtaka sósíalista og sósíaldemókrata. Síðan tók við djúpstæður ágreiningur um af- stöðuna til kalda stríðsins, sem var svo alvar- legur að varla var hægt að búast við sameiningu þessara stjórnmálaafla á meðan á kalda stríðinu stóð. Þess vegna hefði þetta verkefni átt að verða auðveldara eftir að kalda stríðinu lauk. Það hef- ur hins vegar ekki tekizt. Samfylkingin hefur tekið sæti Alþýðuflokksins og vinstri-grænir sess Alþýðubandalags. Er hægt að gagnrýna gömlu mennina fyrir það, sem arftökum þeirra hefur ekki tekizt við mun auðveldari aðstæður? Það má kannski segja, að það standi öðrum nær en Morgunblaðinu að halda til haga þessum jákvæðu þáttum í stjórnmálaafskiptum Hanni- bals Valdimarssonar og félaga hans. En þá er þess að gæta að þau atriði, sem hér hafa verið rakin, voru öll til þess fallin að styrkja þau sjón- armið, sem Morgunblaðið barðist fyrir á þeim árum og raunar bæði fyrr og síðar. „Hvað átti hinn víg- reifi Vestfjarðagoði að gera, þegar hann var felldur 1954? Gefast upp? Hverfa aftur til kenn- arastarfa? Miðað við sögu verkalýðsfor- ingjans að vestan var varla við því að búast. Enda urðu viðbrögð hans þau að leggja undir sig Alþýðusambandið í samstarfi við komm- únista. Hannibal Valdimarsson gerði verkalýðshreyf- inguna að sínum valdagrunni alveg eins og Héðinn Valdimarsson hafði gert einum og hálf- um áratug áður.“ Laugardagur 4. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.