Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið Á FYRSTU sýningu ársins í Lista- safninu á Akureyri verður fjallað um fordóma í fjölbreyttri mynd. „Hún kemur inn á viðkvæma hluti; ég vona að ekki fari allt í bál og brand, heldur að sýningin veki at- hygli og skapi umræðu. Mér finnst vanta að listin taki þverpólitískan þátt í mótun samfélagsins,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins, í samtali við Morgun- blaðið í dag. Sýningin ber yfirskriftina Aftökur og útrýmingar og er þrískipt. Einn hlutinn er Hitler og hommarnir, sem Hannes segir hafa vakið mikið umtal á Manhattan í fyrra en sú sýning fjallar um útrýmingarherferð nas- ista gegn hommum í síðari heims- styrjöldinni. Á myndinni má sjá Hannes Sig- urðsson við eitt verkið á fyrstu sýn- ingu ársins í Listasafni Akureyrar. Sýningin Aftökur og útrýmingar verður opnuð 18. janúar næstkom- andi. Sýning um fordóma í fjölbreyttri mynd Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson  Menningarmálaliðinn/10 FARÞEGUM í innanlandsflugi sem fara um íslenska áætlunar- flugvelli hefur fækkað umtalsvert á seinustu tveimur árum í kjölfar mikillar fjölgunar á árunum 1998–2000 og stigvaxandi aukn- ingar á árunum þar á undan þeg- ar farþegaflutningar jukust að jafnaði um tæp 4% á hverju ári. Afkoma FÍ snýst til betri vegar Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vefsíðu Flugmála- stjórnar fóru um 656 þús. brott- farar- og komufarþegar um áætl- unarflugvelli á fyrstu 11 mánuðum nýliðins árs og fækkaði frá sama tímabili á árinu á undan þegar þeir voru tæplega 690 þús- und. Árið 2000 var fjöldi þeirra hins vegar um 862 þús. og tæp- lega 896 þús. flugfarþegar fóru um íslenska áætlunarflugvelli ár- ið 1999. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir ríka ástæðu til að ætla að botninum sé náð hvað þetta varð- ar. Bendir hann því til stuðnings á að afkoma flugfélaga í innan- landsflugi hafi snúist til betri veg- ar á seinasta ári. „Þegar samkeppni í innan- landsflugi fór óheft af stað vorið 1997 varð mikil aukning í flugi og farþegaflutningum innanlands. Það dró síðan mjög úr þessu vegna þess að félögin töpuðu stórfé eins og menn þekkja. Það er hins vegar mjög jákvætt á árinu 2002 að afkoma Flugfélags Íslands er orðin allt önnur og betri en hún var og þess vegna er full ástæða til að ætla að botn- inum sé náð,“ segir hann. Þorgeir bendir einnig á að gera megi ráð fyrir nýju vaxtarskeiði ef stór- iðju- og virkjanaframkvæmdir hefjast á Austurlandi. Einnig skipti verulegu máli í þessu sam- bandi hver þróunin verður í komu erlendra ferðamanna til landsins. Minni flugumferð Flugumferð um íslenska áætl- unarflugvelli hefur einnig dregist mikið saman á seinustu árum. Flughreyfingar (lendingar og flugtök) á íslenskum áætlunar- flugvöllum hafa ekki verið færri um langt árabil en í fyrra. Á fyrstu 11 mánuðum ársins 1998 voru skráðar um 233 þús. flug- hreyfingar á íslenskum áætlunar- flugvöllum. Árið 2000 voru flug- hreyfingar á sama tímabili 137 þús. og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs voru flughreyfingar á íslenskum áætlunarflugvöllum rúmlega 101 þúsund, skv. tölum Flugmálastjórnar. Vöru- og póstflutningar um ís- lenska áætlunarflugvelli hafa einnig dregist saman jafnt og þétt á seinustu árum. Á fyrstu 11 mán- uðum ársins 1994 fóru 4.638.941 kg af vörum og pósti um íslenska áætlunarflugvelli, 1999 voru 3.188 tonn flutt um áætlunarflugvelli og á fyrstu 11 mánuðum seinasta árs voru vöru- og póstflutningar komnir niður í 2.462 tonn. Minnkandi flugumferð og flutningar um íslenska áætlunarflugvelli Talið að botn- inum sé náð +, $   " $     !"#$%&#' %&&              (!) HLJÓMSVEITIN Incredible String Band, þekkt bresk þjóðlagasveit frá sjöunda áratugnum, leikur á tónleik- um í Íslensku óperunni í maí. Incredible String Band er einna þekktust fyrir plötuna The Hang- man’s Beautiful Daughter sem kom út árið 1968. Ári síðar vann sveitin sér jafnframt til frægðar að leika á Wood- stock-tónleikahátíðinni umtöluðu. Þekkt þjóð- lagasveit til landsins  Woodstock-hljómsveit/51 KALT og stillt veður hefur verið á Fljótsdalshéraði undanfarið. Þessar ungu stúlkur brugðu sér á skauta í Lómatjarnargarðinum á Egilsstöðum, en þar er harðfrosinn og rennisléttur ís á polli. Hann freistaði fleiri en ungra skautadrottninga; tveir hjólaguttar í baksýn veltu forvitnilega fyr- ir sér ótraustum ísruðningnum á afgirtum hluta tjarnarinnar. Fallegt vetrarveður var á Egilsstöðum í gærmorgun, logn og átta stiga frost. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skautað með kuldabola í Lómatjarnargarðinum Egilsstöðum. Morgunblaðið. LÖGREGLAN á Selfossi lagði hald á 90 hassplöntur og búnað til ræktunar eftir húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hveragerði síð- degis á föstudag. Húsnæðið var sérútbúið fyrir ræktun hassplantnanna og framleiðslu úr þeim. Einn maður, forráðamaður húsnæðisins, var handtekinn. Við húsleit heima hjá hon- um á Selfossi og einnig í bíl hans fundust fíkniefni, e-töflur, maríjúana, hass og sveppir. Um er að ræða stærsta fund lögreglunn- ar á fíkniefnum og búnaði og er fundurinn árangur af rannsóknarvinnu lögreglu- manna. Maðurinn sem handtekinn var verð- ur ákærður enda telur lögreglan sýnt að efnin sem fundust og plönturnar hafi ekki verið ætluð til eigin nota. Á meðal búnaðar til ræktunar eru átta lampar til lýsingar í gróðurhúsum. Á ný- liðnu ári var 143 lömpum stolið úr gróð- urhúsum, að langmestu leyti úr húsum í Hveragerði en hver lampi kostar 15–20 þús- und krónur. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Níutíu hass- plöntur og búnaður í Hveragerði Selfossi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.