Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 41 Fyrirtæki til sölu:  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Dráttabílaþjónusta. Nýr bíll, góðir möguleikar.  Myndbanda- og söluturn í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyr- ir gott fólk.  Meðeigandi - framkvæmdasjóri óskast að húsgagnaverslun sem vanur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2-3 m. kr.  Vélsmiðja - þjónustufyrirtæki í föstum verkefnum. Hentugt fyrir 2-3 menn eða sem viðbót við stærra fyrirtæki.  Snyrtileg bónstöð í Skeifunni.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Rótgróin blóma- og gjafavöruverslun miðsvæðis í Reykjavík.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsefna sem þykja mjög góð. Mikl- ir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ásvelta 40 m. kr.  Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja.  Ein stærsta og besta Myndbandasjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins 3,8 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Járn & lykkjur ehf. Vel tæknivætt framleiðslufyrirtæki sem þjónar bygg- ingariðnaðinum. Sameining eða sameign kemur vel til greina.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar.  Höfum ýmis góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Lagerhótel - búslóðageymsla. Ársvelta 10 m. kr. Gott tækifæri fyrir sam- einingu við annan rekstur. Möguleiki á miklum akstri.  Verslunin Litla-Brú, Höfn i Hornafirði. Blóma- og gjafavöruverslun í eigin húsnæði á besta stað í bænum. Auðvelt að breyta í annan rekstur, t.d. kaffihús. Auðveld kaup.  Rekstrarleiga með kauprétti.Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirra leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is .  Þekkt lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem við- bót við annan rekstur.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekktur suðrænn veitingastaður til leigu. Fullbúinn og í fullum rekstri. 100 sæti. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar vel til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4-6 störf. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Leiðbeinendur: Unnur Jónsdóttir og Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 6. janúar frá kl. 9—12 og þriðjudaginn 7. janúar frá kl. 9—12. Dagskrá hófst laugardaginn 4. janúar samkvæmt eldra fyrirkomulagi. Netfang kraft@isl.is. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. RAÐGREIÐSLURNý sending á útsöluverði 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Útsala • Útsala í dag, sunnudag 5. janúar, frá kl. 13-19 Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Bænamottur 80x140 12-16.000 8.900 Pakistönsk ca 90x150 cm 29.800 18.700 Rauður Afghan ca 200x260 cm 90.000 64.100 og margar fleiri gerðir. Nú er hópþjálfunin að hefjast að nýju í Sjúkraþjálfun Styrk í Stangarhyl 7, Reykjavík. Í boði verða:  Vefjagigtarhópar.  Hjartahópur.  Bakhópur.  Parkinsonshópur.  Þrek og teygjur.  Góð leikfimi fyrir konur. Fjöldi verður takmarkaður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum, en leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur er að tækjasal í hópþjálfuninni. Nýir þátttakendur eru velkomnir. Einnig er hægt að kaupa mánaðarkort/- árskort í vel útbúinn tækjasal, sem er opinn alla virka daga frá kl. 7.45-19:00 og frá kl.10.00-13.00 á laugardögum. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 587 7750. Hópþjálfun - Tækjasalur AÐ undanförnu hafa rektorar bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík verið að finna að ónógri aðsóknaraukningu við skóla sína. Hér er reyndar úr vöndu að ráða: Ættum við t.d. að reyna að halda í við stærri nágrannalöndin okkar er varðar hlutfall háskólamenntaðra íbúa, þrátt fyrir að starfstækifærin á háskólaplani séu færri hér að loknu námi? Eða er það kannski ekki bara jákvæð aðlögun að íslenskum raun- veruleika að fleiri leiti hér út í at- vinnulífið án viðkomu í æðra bók- námi? Getur ekki verið að einmitt það sé betur fallið til að halda fólkinu í landinu? En það er ekki bara smæð og ein- hæfni íslenska atvinnumarkaðarins er varðar hámenntastörf sem haml- ar umræðunni, heldur að fyrirmynd- arháskólinn er stærri en svo að hann rúmist á Íslandi. Því lendir umræðan í vítahring þar sem takast á óþjóðleg víðsýni og þjóðhverf skammsýni. Kjarninn í hugmyndinni um hinn sígilda vestræna háskóla er að hann sé stofnun sem ali af sér fólk sem verður að sjálfstætt þenkjandi heim- spekingum. Til að slíkt megi verða þarf háskólinn að búa yfir gríðarlega stóru baklandi í fólksfjölda og fjár- mögnun, til að hafa æskilegt úrval nema og fjölbreytni í námsframboði. Þá á samkvæmt kenningunni að geta fengist það umhverfi sem fleytir nemendunum til síns hámarks náms- þroska. Ég get nefnt af eigin reynslu af námi í háskólum af þremur stærð- argráðum að þetta virtist mér satt: Stærsti háskólinn var University of Toronto í Kanada. Bjuggu um fjórar milljónir manns í hans nágrenni. Jafnvel í litlu útibúi hans skynjaði ég meiri gerjun í B.A.-námi mínu (í mannfræði; með viðkomu í heim- speki og líffræði) en ég átti eftir að skynja í framhaldsnáminu mínu (í fé- lagsmannfræði) í minni háskóla; sem var University of Manitoba í Winni- peg. En þar var baklandið kannski ein milljón manns. Loks nam ég svo kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands; (árið 1984), og tók önn í almennri bókmenntafræði í leiðinni. Fann ég þá glöggt hvernig örvun umhverfis- ins minnti sífellt meira á mennta- skólastigið á Íslandi eftir því sem stofnunin minnkaði. Okkar leið til að leysa þetta vanda- mál smæðarinnar hefur verið að beina nemendum okkar í stórum stíl til stóru háskólanna erlendis. Síðan er bara vonað að þeir tapist ekki til útlanda endanlega, í atvinnuleit að námi loknu. Það er erfitt að útskýra fyrir Ís- lendingum hér heima hvað sé áunnið með að fleiri Íslendingar lifi og starfi á skapandi háskólaplani. Kannski er það vegna þess að þátttakan í rit- störfum er svo almenn í landinu að hún myndar samhangandi menning- arbrú frá alþýðumanninum til há- skólamannsins, þar sem hver getur fundið sér spegil við hæfi. Það hefur orðið margföldun í að- sókn íslenskra kvenna í framhalds- skóla og lægri stig háskóla á síðustu árum. Kannski verður hver helsti ár- angur þessa að þær styrkist sem megin-neysluhópur hverskyns menningar i landinu; svosem bók- menntanna. Ef menn vilja hins vegar gera sér betur grein fyrir því hvernig andlegt líf hinna langmenntuðu getur verið ólíkt hinna, er nærtækt að áhuga- samir hafi menntastig skáldanna í huga, þegar bækur eftir þau eru val- in til lestrar. TRYGGVI V. LÍNDAL. Um stóra háskóla og litla Frá Tryggva V. Líndal: DANSFÉLAGAR ÓSKAST Dansdeild ÍR auglýsir eftir dansfélögum fyrir eftirfarandi dansara sem æfa og keppa í samkvæmisdönsum. Stúlka, fædd 1990, hæð 1.62. Piltur, fæddur 1988, hæð 1.67. Piltur, fæddur 1990, hæð 1.60. Allar frekari upplýsingar eru veittar í símum 824 2768 og 847 2359. Einnig á irdans@hotmail.com. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.