Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 35 www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Borgarveisla ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 95 57 11 /2 00 2 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Fer›ir til og frá flugvelli eru í bo›i á 1.600 kr. í Budapest og Prag og 1.700 kr í Barcelona. Barcelona 6. - 9. mars, 27. - 30. mars Vor 2003 49.970 kr. * á mann í tvíb‡li á hótel Expo. Prag 13. - 16. mars, 20. - 23. mars 48.070 kr. * á mann í tvíb‡li á hótel Corinthia Panorama. Budapest 27. - 30. mars, 3. - 6. apríl 52.270 kr. * á mann í tvíb‡li á hótel Novotel Centrum.- Perlan vi› Dóná - Ein fegursta borg Evrópu - Heillandi heimsborg Helgarfer›ir í beinu leiguflugi til Barcelona, Budapest og Prag ÞAÐ er rúmt ár síðan nýr vegur var tekinn í notkun yfir Vatnaheiði. Öku- menn eru mjög ánægðir með nýja veginn enda mikil breyting frá því að aka yfir Kerlingaskarð. Einn ljóður er þó á. Gatnamótin að norðanverðu þar sem Vatnaleiðin tengist veginum á milli Stykkishólms og Grundar- fjarðar virðast ætla að verða hættu- leg. Nú þegar hefur fjóldi bíla farið útaf á þessum gatnamótum og mikið tjón orðið á bílum. Ökumenn sem koma Vatnaleiðina ná ekki að taka hægri eða vinstri beygju. Af hverju liggur ekki í augum uppi. Aðkoman er góð, en af einhverj- um ástæðum aka ökumenn alltof hratt að gatnamótunum með fyrr- greindum afleiðingum. Gatnamótin eru þröng og með 90 gráðu beygju eins og reglan er hjá Vegagerðinnni. Á Þorláksmessu lentu fjórir bílar í erfiðleikum á gatna- mótunum, einn ók á vegaskiltin og þrír bílar fóru fram af. Við gatnamót- in má sjá mörg bílför utan vegar. Guðþór Sverrisson, eftirlitsmaður Vegagerðarinnar í Stykkishólmi, seg- ir að hann hafi tvisvar þurft að gera við og rétta vegaskiltin sem eru á gatnamótunum eftir að bílar hafi ekið þau niður. Hann telur að ökumenn misreikni fjarlægðina að gatnamót- unum er þeir koma að sunnan, fjar- lægðarskynið truflist og þeir komi á of miklum hraða að gatanmótunum. Áhyggjur vegna slysahættu Þórður A. Þórðarson umboðsmað- ur VÍS í Stykkishólmi hefur áhyggjur af þessari slysahættu. Hann leggur til að gatnamótin verði breikkuð mikið og eins sett upp ljósaskilti með blikk- andi ljósum sem fari í gang nokkru áður en bílar koma að gatnamótum. Þá kom fram hjá þeim félögum að gera mætti öryggissvæði við gatna- mótin svo að minni hætta væri á tjóni ef ökumenn næðu ekki beygjunni. Þórður segir að bregðast þurfi við þessari staðreynd og það fljótt. Tjón- in eru orðin of mörg. Hann segist ekki átta sig á því hvers vegna gatnamót þurfi að vera með 90 gráðu beygju. Hann telur að Vegagerðin þurfi að endurskoða þá reglu. Slík vegamót skapi meiri hættu en öryggi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þórður A. Þórðarson, umboðsmað- ur VÍS, og Guðþór, eftirlitsmaður Vegagerðarinnar í Stykkishólmi, á nýju gatnamótunum á Vatnaleið. Slysagildra á nýjum gatna- mótum Stykkishólmi. Morgunblaðið. sauðkind og var því ákveðið að gera út annan leiðangur á gaml- ársdag til þess að ganga úr skugga um hvort grunur þeirra reyndist réttur. Fór þá Vignir ásamt þremur öðrum mönnum enda færi gott og snjólétt á svæð- inu. Við nánari skoðun kom í ljós að um er að ræða nokkurra vetra hreindýrstarf sem endað hefur ævi sína í hellinum og líklega hefur hann farist á tímabilinu desember– mars fyrir mjög löngu. Eins og sjá MERKILEG bein fundust á annan jóladag í stórum helli á Reykja- heiði rétt við Mælifellshaga sem eru austan Lambafjalla. Þann dag voru þeir Vignir Stef- ánsson og Tryggvi Þórðarson frá Húsavík ásamt Frey Inga Björns- syni í skoðunarferð á heiðinni til þess að finna hella en á svæðinu eru miklar sprungur og misgengi jarðlaga. Þegar þeir félagar rákust á beinin sáu þeir strax að um var að ræða stærra dýr en venjulega má á hauskúpunni hefur hann ver- ið búinn að fella hornin en það gerist yfirleitt um miðjan vetur og byrja þau að vaxa upp á nýtt þeg- ar líður að vori. Hreindýr lifðu í Suður- Þingeyjarsýslu á nítjándu öld og eru margar sagnir til um þau á Reykjaheiði. Um aldamótin 1900 voru þau orðin mjög fá þar sem þau höfðu mikið verið veidd og einnig hafði mikill fjöldi dýra fall- ið úr hor á harðindaárunum 1880– 1890. Veturinn 1881–1882 mun hafa verið hvað erfiðastur fyrir stofninn vegna jarðleysis og dráp- ust þá dýrin unnvörpum. Hvernig aldurtila þessa hrein- dýrstarfs bar að inni í hellinum skal ósagt látið en beinin verða send Náttúrufræðistofnun til ald- ursgreiningar og nánari skoðunar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hreindýrsbeinin þar sem þau lágu inni í hellinum. Hreindýrsbein í helli á Reykjaheiði Laxamýri. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.