Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 05.01.2003, Síða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 35 www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Borgarveisla ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 95 57 11 /2 00 2 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Fer›ir til og frá flugvelli eru í bo›i á 1.600 kr. í Budapest og Prag og 1.700 kr í Barcelona. Barcelona 6. - 9. mars, 27. - 30. mars Vor 2003 49.970 kr. * á mann í tvíb‡li á hótel Expo. Prag 13. - 16. mars, 20. - 23. mars 48.070 kr. * á mann í tvíb‡li á hótel Corinthia Panorama. Budapest 27. - 30. mars, 3. - 6. apríl 52.270 kr. * á mann í tvíb‡li á hótel Novotel Centrum.- Perlan vi› Dóná - Ein fegursta borg Evrópu - Heillandi heimsborg Helgarfer›ir í beinu leiguflugi til Barcelona, Budapest og Prag ÞAÐ er rúmt ár síðan nýr vegur var tekinn í notkun yfir Vatnaheiði. Öku- menn eru mjög ánægðir með nýja veginn enda mikil breyting frá því að aka yfir Kerlingaskarð. Einn ljóður er þó á. Gatnamótin að norðanverðu þar sem Vatnaleiðin tengist veginum á milli Stykkishólms og Grundar- fjarðar virðast ætla að verða hættu- leg. Nú þegar hefur fjóldi bíla farið útaf á þessum gatnamótum og mikið tjón orðið á bílum. Ökumenn sem koma Vatnaleiðina ná ekki að taka hægri eða vinstri beygju. Af hverju liggur ekki í augum uppi. Aðkoman er góð, en af einhverj- um ástæðum aka ökumenn alltof hratt að gatnamótunum með fyrr- greindum afleiðingum. Gatnamótin eru þröng og með 90 gráðu beygju eins og reglan er hjá Vegagerðinnni. Á Þorláksmessu lentu fjórir bílar í erfiðleikum á gatna- mótunum, einn ók á vegaskiltin og þrír bílar fóru fram af. Við gatnamót- in má sjá mörg bílför utan vegar. Guðþór Sverrisson, eftirlitsmaður Vegagerðarinnar í Stykkishólmi, seg- ir að hann hafi tvisvar þurft að gera við og rétta vegaskiltin sem eru á gatnamótunum eftir að bílar hafi ekið þau niður. Hann telur að ökumenn misreikni fjarlægðina að gatnamót- unum er þeir koma að sunnan, fjar- lægðarskynið truflist og þeir komi á of miklum hraða að gatanmótunum. Áhyggjur vegna slysahættu Þórður A. Þórðarson umboðsmað- ur VÍS í Stykkishólmi hefur áhyggjur af þessari slysahættu. Hann leggur til að gatnamótin verði breikkuð mikið og eins sett upp ljósaskilti með blikk- andi ljósum sem fari í gang nokkru áður en bílar koma að gatnamótum. Þá kom fram hjá þeim félögum að gera mætti öryggissvæði við gatna- mótin svo að minni hætta væri á tjóni ef ökumenn næðu ekki beygjunni. Þórður segir að bregðast þurfi við þessari staðreynd og það fljótt. Tjón- in eru orðin of mörg. Hann segist ekki átta sig á því hvers vegna gatnamót þurfi að vera með 90 gráðu beygju. Hann telur að Vegagerðin þurfi að endurskoða þá reglu. Slík vegamót skapi meiri hættu en öryggi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þórður A. Þórðarson, umboðsmað- ur VÍS, og Guðþór, eftirlitsmaður Vegagerðarinnar í Stykkishólmi, á nýju gatnamótunum á Vatnaleið. Slysagildra á nýjum gatna- mótum Stykkishólmi. Morgunblaðið. sauðkind og var því ákveðið að gera út annan leiðangur á gaml- ársdag til þess að ganga úr skugga um hvort grunur þeirra reyndist réttur. Fór þá Vignir ásamt þremur öðrum mönnum enda færi gott og snjólétt á svæð- inu. Við nánari skoðun kom í ljós að um er að ræða nokkurra vetra hreindýrstarf sem endað hefur ævi sína í hellinum og líklega hefur hann farist á tímabilinu desember– mars fyrir mjög löngu. Eins og sjá MERKILEG bein fundust á annan jóladag í stórum helli á Reykja- heiði rétt við Mælifellshaga sem eru austan Lambafjalla. Þann dag voru þeir Vignir Stef- ánsson og Tryggvi Þórðarson frá Húsavík ásamt Frey Inga Björns- syni í skoðunarferð á heiðinni til þess að finna hella en á svæðinu eru miklar sprungur og misgengi jarðlaga. Þegar þeir félagar rákust á beinin sáu þeir strax að um var að ræða stærra dýr en venjulega má á hauskúpunni hefur hann ver- ið búinn að fella hornin en það gerist yfirleitt um miðjan vetur og byrja þau að vaxa upp á nýtt þeg- ar líður að vori. Hreindýr lifðu í Suður- Þingeyjarsýslu á nítjándu öld og eru margar sagnir til um þau á Reykjaheiði. Um aldamótin 1900 voru þau orðin mjög fá þar sem þau höfðu mikið verið veidd og einnig hafði mikill fjöldi dýra fall- ið úr hor á harðindaárunum 1880– 1890. Veturinn 1881–1882 mun hafa verið hvað erfiðastur fyrir stofninn vegna jarðleysis og dráp- ust þá dýrin unnvörpum. Hvernig aldurtila þessa hrein- dýrstarfs bar að inni í hellinum skal ósagt látið en beinin verða send Náttúrufræðistofnun til ald- ursgreiningar og nánari skoðunar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hreindýrsbeinin þar sem þau lágu inni í hellinum. Hreindýrsbein í helli á Reykjaheiði Laxamýri. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.