Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 32
SKOÐUN 32 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKI þarf að fjölyrða um ástand þorskstofnsins við landið og leyfilegar veiðar á núverandi veiði- ári, 179 þtonn frá 1. sept. sl. til þess næsta. Einhverjar litlar við- bætur munu væntanlega verða af ýmsum ástæðum. Í ljósi þess sem veiðst hefur áður fyrr er þetta al- veg skelfilegt og hnútur fljúga um borð eðlilega. Einhverjar skýringar hljóta að vera til, eða er það ekki? Stöðugt er borið við því svari, að um ofveiði sé að ræða, og með því að veiða minna muni í tímans rás afli geta glæðst á nýjan leik. Þar sem orðið ofveiði er nánast í flestra munni, fræðimanna, stjórnmála- manna og áhugamanna sem og al- mennings, er rétt að velta því að- eins fyrir sér hvað það á að fyrirstilla. Það virðist augljóst; ef fiskur er tekinn úr sjó á einhvern hátt verður minna eftir, þetta er bara einfaldur frádráttur sem á sér hliðstæður um allt í lífríkinu, hvort heldur talað er um rjúpuna eða hvalinn. Einn stjórnmálamaður spyr hvernig standi á því að menn fái nú helmingi minni afla með þreföldu afli veiðiskipa? Stóru tog- ararnir eru farnir að nota risastór- ar flotvörpur og æða um eins og Hollendingurinn fljúgandi, sem sigldi um heimsins höf og aldrei fékk sinn sálarfrið; menn vissu ekki einu sinni að hverju hann var að leita. Ofveiði eða rangveiði? Þorskveiðarnar við austurströnd Kanada hrundu fyrir áratug og veiðibann hefur verið þar í gildi síðan nema hvað varðar smáskip í dreifbýli, sem veitt hafa fáein þús- und tonna á ári og veiðar rann- sóknaskipa. Fyrir nokkrum árum virtist sem líf væri að kvikna á nýj- an leik en það reyndist mýrarljós. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda tonna af þorski að gera á Kan- adamiðum við Nova Scotia, Ný- fundnaland og Labrador í áratug án þess að fjölga sér að marki svo hefja megi veiðar á nýjan leik? Margar lærðar ritgerðir hafa verið skrifaðar og menn hafa sett fram tilgátur í gamla stílnum, ofveiði og allt of hár fiskveiðidauði. En hljóðið er að breytast og nýjar raddir eru farnar að heyrast, en þær eru bæði æpandi lágværar sem þegjandi hásar. Sýnt hefur verið fram á það að stofnarnir eru margir við landið, að lágmarki 10 og sennilega mun fleiri, en þeirri spurningu verður ekki svarað nema með nákvæmum skilgreiningum. Sumir stofnanna hafa sýnt örlítil batamerki en aðrir ekki. Í skýrslum sjávarútvegsráðu- neytisins DFO má lesa að veiðar og skráð brottkast skýri ekki allt stofnahrunið (decrease). Prófessor J.A. Hutchings við Dalhousie Uni- versity í Halifax hefur sagt op- inberlega að hann telji að veiði- mennskan hafi valdið vali á þorski á þann veg að stöðugt hafi fjölgað hægvaxta smáþorski sem verður kynþroska mun fyrr en áður og svo geti verið að vissir erfðaeiginleikar (genetic lines, traits) í stofnunum hafi beinlínis týnst og engin vissa sé fyrir því að unnt sé að end- urheimta þorskinn eins og hann var. Bandarískir vísindamenn við Stony Brook-háskóla í New York hafa sýnt með tilraunum á smáfisk- inum silfuræringja, sem er algeng- ur í sjó þar, að val á minnsta fisk- inum í fjórar kynslóðir leiðir til þess að sá fiskur þannig valinn vex stöðugt hægar og verður kyn- þroska fyrr. Það samhengi verður ekki skýrt í fljótu bragði hér, en það bara er svona. Ef stærsti fisk- urinn er valinn á sama hátt fæst hraðari vöxtur og kynþroski síðar, þ.e. með stærri fiski og eldri. Vís- indamennirnir hafa talað um erfða- flæði í þessu sambandi (genetic flow). Það orð er einnig skilgrein- ingaratriði, en það getur einnig átt við um flæði fisks (ásamt erfðum) frá einu svæði til annars, en það er löng saga. Gott og vel. Um er að ræða til- tekinn smáfisk og hið sama þarf ekki endilega að eiga við um þorsk. En snúa má dæminu við og segja, að það geti alveg eins átt við um þorsk og sé beinlínis líklegt, en frekari upplýsingar vantar, ekki síst vegna þess að ekki er nóg að vita þetta „eigindlega“ (kvalitatíft) því vitneskjan verður einnig að vera magnbundin (kvantitatíf); ekki er nóg að vita að breytingarnar geti átt sér stað heldur einnig hvort þær hafi orðið og hversu miklu máli þær skipta. Ef þær skipta miklu máli er umræðan um ofveiði á villigötum og miklu nær væri að segja, að „rangveiði“ hafi átt sér stað og að veljandi veiðar í langan tíma hafi leitt til úrkynjunar hluta af stofninum. Þess vegna skiptir mestu máli að endurreisa eiginleika stofnsins með „réttum“ veiðum, en þá eru líka ákvæði um möskva og smáfiskavernd í upp- námi. Réttar veiðar eru þær sem endurreisa afurðasemi stofnsins, en það er hægt að gera með veiðum, sem eru „jákvætt“ veljandi (réttir krókar og beita, tíma- og staðsetn- ingar veiða, tímabundnar friðanir), en allt eins er líklegt að þannig veiðar skili fyrr árangri en friðun ein eða minnkun heildarveiða á sama hátt og þær eru nú. Vitna má í reynslu Kanadamanna í því sam- bandi, en til allrar guðs mildi er ástandið hér ekki orðið svo slæmt þótt sjá megi vísbendingar um að sama þróun sé í gangi og kannski hálfnuð. Björn Ævar Steinarsson fiskifræðingur sagði nýlega í út- varpsspjalli, að menn hefðu rætt um erfðamálin í nokkur ár á Hafró, en um niðurstöður gat hann ekki; fróðlegt verður að kynnast því á hvern hátt brugðist hefur verið við í rannsóknum. Vissulega hafa rann- sóknir með aðild Hafró sýnt, að tveir mismunandi stofnar eru við Suðurland, en hvaða þýðingu það hefur fyrir afurðasemi stofnsins eða fiskveiðistjórnun er ekki á hreinu, eða hvernig nota má þær niðurstöður við rannsóknaáætlanir. Enn frekari vísbendingar Segja má að nú sé skammt stórra högga á milli. Viðteknar fræðikenningar virðast til þessa hafa gengið út frá því að aðeins mjög litlir fiskstofnar (t.d. mjög of- veiddir) eigi á hættu missi erfða- breiddar (genetic diversity) eða erfðaþátta. Nýjar rannsóknir (L. Hauser et al. 2002, University of Washington) á nýsjálenska glefs- aranum (snapper), en hann hefur verið nytjafiskur í áratugi og er „ofveiddur“, hafa sýnt að erfðaeig- inleikar hans hafa þrengst umtals- vert (significant decline in genetic diversity). Þetta mátti sjá með nýj- ustu greiningaraðferðum á hreist- ursýnum af glefsaranum, sem geymd hafa verið í gegnum nýting- arsögu hans. Ennfremur var nið- urstaða umræddra vísindamanna sú, að bæði missir í arfblendni (heterozygosity) og tímasveiflum í samsætum erfðavísa (temporal al- lele frequencies) bendi til þess að virkir hrygningareinstaklingar séu tíu þúsund sinnum færri en hausa- tala fiska í hrygningarstofnum (or- ders of magnitude). Ef aðeins svona lítill hluti hrygningarfisks er virkur afkvæmagjafi í stofnum í náttúrunni getur verið að margir nytjastofnar séu í hættu varðandi missi á aðlögunarhæfni og afurða- semi. Þetta eru mikil tíðindi þegar slíkar niðurstöður hafa fengist varðandi eina tegund nytjafisks í náttúrinni; allt eins má gera ráð fyrir því að þær geti átt við um aðrar þótt í eitthvað mismunandi mæli sé. Þessar niðurstöður æpa beinlínis á rannsóknir á hreistur- sýnum þorsks sem geymd eru eða öðrum lífsýnum, sem til eru úr nýt- ingarsögu íslenska þorsksins. Ekki ein báran stök Hlutirnir gerast nú hratt. Steven Murawski, yfirmaður stofnmæl- ingasviðs National Marine Fisher- ies við Woods Hole í BNA, sagði við Boston Globe að Boston-ýsan hrygndi nú allt niður í eins árs gömul, en á sjöunda áratugnum gerði hún það þriggja ára eða eldri. Smáfiskur víða um heim er farinn að hrygna miklu yngri en áður. Ef þetta er vegna erfðabreytinga er um gífurlegt vandamál að ræða. Smáfiskur sem hrygnir gefur af sér afkvæmi, sem eru ólífvænleg, og þannig myndast vítahringur. Vísindamenn eru nú farnir að nota hrygningaraldur fisks sem vís- bendi (indicator) um streitu og úr- valsþrýsting eða erfðaval. Ekki er bara um þorsk að ræða heldur einnig fjöldann allan af öðrum fiski eins og ýsu, grálúðu, skarkola, flyðru, ameríska flyðru og ýmsa aðra, en kynþroskaaldur þeirra allra hefur lækkað mikið. Það er ekki einleikið hversu mikið er rætt um eyðingu fisks í heilum hafsvæð- um eins og Barentshafi, Norðursjó, Miklabanka, Georgsbanka, Nova- Scotia-grunni, St. Lawrence-flóa og að sjálfsögðu við Labrador og Ný- fundnaland svo einhver séu nefnd. Umhverfissamtök eru mjög hávær um sveltandi haf hér og þar og allt stefni í ragnarök. Það skyldi þó ekki vera að úrkynjunarfjandinn sé að verki víðast hvar og málið sé að verða mjög vandræðalegt víða um heim af allt öðrum ástæðum en þeir vísindamenn segja, sem til þessa hafa ferðast landa á milli með röng skilaboð og úrelt fræði? Setja verður stórt spurningarmerki við útreikninga sérfræðingsins Andrews Rosenbergs sem hefur verið fenginn til að fara ofan í út- reikninga Hafró og þau gögn sem fyrir liggja um íslenska þorskinn. Ef hann hefur á engan hátt látið í það skína, að erfðahlið málanna komi við sögu varðandi lélegt ástand íslenska þorsksins, bendir það eindregið til þess að hann fylg- ist ekki með eða hafi ekki hæfni til að meta þann þátt málanna. Frændur okkar Norðmenn Sérfræðingar frá Hafró þeirra Norðmanna í Bergen (Havforskn- ingsinstituttet) hafa nokkrir átt samstarf við austurríska rann- sóknastofnun (iiasa í Laxenburg) og beitt nýjustu aðferðum í töl- fræðigreiningum á ástæðum fyrir lækkun svokallaðs miðgildis í kyn- þroska (midpoint, lengd þorsks þegar 50% hans eru kynþroska). Á árunum fyrir 1945 var þorskurinn veiddur með netum, aðallega úti fyrir Hálogalandi (Lofeten), en þær veiðar höfðu þau áhrif að kynþroski færðist ofar til eldri fisks og lengri; skýringin er sú, að sá hluti stofns- ins sem var kynþroska snemma fór fyrst til hrygningar og var veiddur þar að vissu marki. Sá hluti fisks- ins sem eftir var í Barentshafi breyttist þannig, að kynþroski færðist ofar til stærri fisks. En þegar botnvörpuveiðar hófust í Barentshafi snerist dæmið alveg við; miðgildi kynþroska seig niður úr 115 sentimetrum í 60 og þannig er það um þessar mundir. Skemmst er frá því að segja að Lofotenveiðarnar hafa dregist mjög mikið saman og ástandið í Barentshafi er mjög slæmt, en heil- ir þrír árgangar hafa að því er virð- ist næstum horfið. Þessar rann- sóknir benda alveg eindregið til þess að ástæðan fyrir öllu saman séu aðallega erfðabreytingar í þorskinum vegna áhrifa veiðar- færa, en þær hafa gert hann óhæf- ari sem nýtingarstofn eða nytjafisk en hann var áður. Hollt es heima hvat Ef litið er til ástands hér við land og þess efnis sem fyrir liggur af rannsóknagögnum er margt sem bendir til þess að ralltölurnar, sem fengnar eru með vor- og haustralli togara og netaralli í apríl, nái illa til breytinga af umræddu tagi. Lé- legur smáfiskur sem hrygnir að vori er nú að hluta til mjög lélegur og „rjátlast neðan af stofninum“ (fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi öllu) og veldur því að þeir fiskar, sem eftir lifa, virðast hafa meiri meðalþyngd og vöxt en annars væri. Þetta á að koma fram í nátt- úrulegum dauða, sem erfitt er að ná til því dauður fiskur veiðist jú ekki. Vísitölurnar sem fást með rallgögnunum eru hlutfallstölur og ekki næmar fyrir hlutfallslegri rýrnun sem verður á nokkrum ár- göngum, sérstaklega 3–5 ára nú. Í fljótu bragði virðast vísitölur ein- stakra árganga í ralltölum vera sannfærandi. Ekki er þó unnt að grafast fyrir um „neðanrjátlið“ eða þá fiska, sem heltast úr lestinni, nema með mjög auknum merking- um til að stoppa í þau göt sem er að finna í rallaðferðinni. Hún er góð til síns brúks, en þá verður líka að stoppa í götin. Snemmbær kyn- þroski og aukinn náttúrulegur dauði getur alveg skýrt 600 þtonn- in umdeildu, sem sögð hafa verið týnd. Nú liggja fyrir skýrslur um öll meginsjónarmiðin í sambandi við erfðaval, sem á sér stað með veið- um eftir veiðarfærum, og eru þær gagnlegur grunnur til að meta þau atriði, sem taka verður tillit til í sambandi við rannsóknir á stofn- stærðum fiska, og ekki bara þorsk- inn. Með þeim er einnig unnt að finna leiðir til þess að bæta rann- sóknirnar og veita alveg nýju ljósi inn í fiskveiðiráðgjöfina í því skyni að hámarka afrakstur. Þannig má reikna út forsendur fyrir stað- bundnum veiðum og val á þeim veiðarfærum, sem nauðsynleg eru svo unnt verði að ná hámarksafla og markmiðum fiskveiðilöggjafar- innar. HOLDSVEIKI HAFSINS Eftir Jónas Bjarnason „… en hvaða þýðingu það hefur fyrir af- urðasemi stofnsins eða fiskveiðistjórnun er ekki á hreinu, eða hvern- ig nota má þær nið- urstöður við rannsókna- áætlanir.“ Höfundur er efnaverkfræðingur. Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230.Kringlunni 4-12, 9. hæð (Stóri turn) Magnús Axelsson/Einar Harðarson, 103 Reykjavík. Sími 533 1111 - Fax 533 1115 Seljendur athugið! Hér að neðan er listi yfir fólk með óskir um húsnæði sem það leitar að, en hafa ekkert fundið. Þessir aðilar og margir fleiri eru á skrá hjá okkur og vantar að kaupa eign strax. Við komum og skoðum eignina þína samdægurs og bjóðum uppá góðan afslátt af söluþóknun. • Jóhann leitar að rað/parhúsi eða jafnvel einbýli, 100 fm eða stærra með lágmark 3 svefnherbergjum. Verð 20 millj. • Sigríði vantar 3ja–4ra herb. íbúð, 70–90 fm. Verð 9–11 millj. • Berglindi bráðvantar 4ra herb. íbúð í Hafnarfirði á verðbilinu 10–12 millj. • Gunnar leitar að eign á höfuðborgarsvæðinu sem er 80–110 fm. Má kosta 11–14 millj. • Dagmar er að leita að 3ja–4ra herb. íbúð á ca 10–13 millj. • Svo vantar íbúð fyrir hana Hönnu Gísla á verðbilinu 6,5–8,5 millj. • Lárus er að leita sér að einbýli, rað- eða parhúsi á svæðum 109, 110, 200 eða 220 sem má kosta allt að 20 millj. Verður að hafa 4 svefnherb. • Magnús er að leita að 3 herb. íbúð á höfuðborgarsvæðinu á verðbilinu 9–12 millj. • Lára vill fá 3–4ra herb. íbúð í Bústaðahverfinu eða á þeim slóðum. Verð 10–13 millj. • Jón og fjölskylda er að leita að rað/parhúsi eða einbýli á svæðum 200, 210 eða 109. Verð allt að 25 millj. Verða að vera 4 svefnherb. • Kjartan vantar góða íbúð á rólegum stað í Reykjavík. Staðsetning er mjög opin og verð ca 10–15 millj. • Ágústa er að leita að íbúð á svæðum 108, 200 eða 220. Þarf að vera laus til afhendingar strax því hún er þegar búin að selja. Verð er 10–11 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.