Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Árni Friðriksson fara í dag. Mannamót Félag eldri borgara á Selfossi. Félagsvistin byrjar þriðjudaginn 7. janúar kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Dansleikur kl. 20.00. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarfið Sléttuvegi 11–13. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Gerðuberg, félagsstarf. Leikhúsferð í Þjóðleik- húsið verður farin fimmtudaginn 23. janúar á leikritið „Halti Billi“, skráning hafin. Gler- skurður byrjar þriðju- daginn 7. janúar. Kóræfing verður mið- vikud. 8. janúar kl. 13.30, stjórnandi Kári Frið- riksson. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Fimmtu- daginn 9. janúar kl. 10.30 verður helgistund í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Kór Félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sig- urbjargar Petru Hólm- grímsdóttur. Allir velkomnir. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, 3. hæð, mánudagskvöldið 6. jan- úar kl. 20. Allir karlmenn velkomn- ir. Háteigskirkja, eldri borgarar, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna. Félagsvist kl. 13. Í dag er sunnudagur, 5. janúar, 5. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hjartað eitt þekkir kvöl sína og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér. (Orðskv. 14, 15) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sóps, 4 lipur, 7 bogin, 8 krók, 9 skyggni, 11 dug- leg, 13 forboð, 14 heldur, 15 fíkniefni, 17 yfirhöfn, 20 liðamót, 22 talar, 23 haldast, 24 kvenfuglinn, 25 blómið. LÓÐRÉTT: 1 dinguls, 2 náði í, 3 mjó gata, 4 gleðskapur, 5 snjókoma, 6 leiktækið, 10 skorturinn, 12 sundfugl, 13 stjórnpallur, 15 skán, 16 gutls, 18 skeiðtölts, 19 skyldmennið, 20 fall, 21 borðar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 undanhald, 8 getið, 9 örgum, 10 nýr, 11 senna, 13 tærir, 15 leggs, 18 strók, 21 vik, 22 byssa, 23 akkur, 24 knattleik. Lóðrétt: 2 nýtin, 3 auðna, 4 hjört, 5 lýgur, 6 uggs, 7 smár, 12 nag, 14 ætt,15 labb, 16 gisin, 17 svart, 18 skafl, 19 rakti, 20 kurl. Víkverji skrifar... VÍKVERJI rak augun í svolitlafrétt á Netinu á föstudag þar sem sagt var frá tilraunum lyfjaiðn- aðarins til að sjúkdómsvæða eðlilega kynlífshegðun kvenna. Þannig megi skapa markað fyrir ný lyf sem eigi að vinna gegn áhugaleysi þeirra á kyn- lífi. Hugmyndin ku koma upp í kjölfar velgengni getuleysislyfsins Viagra og í fréttinni er vísað til greinar í tímaritinu British Medical Journal. Segir þar að því sé oft haldið fram að rekja megi áhugaleysi kvenna til barnsburðar eða margra ára sam- bands við sama maka. „Þá er því haldið fram að „kynlífsvandamál“ kvenna séu stórýkt í umræðum um málið og eins fjöldi þeirra kvenna sem þjáist af slíkum vandamálum.“ Vísað er í samtal við vísindamann sem hefur þá skoðun að þó að marg- ar konur séu ófullnægðar eða áhuga- lausar um kynlíf þurfi það ekki að þýða að þær séu með sjúkdóm. Þá er á það bent að vísindamenn, sem vinni að rannsóknum á þessu sviði, hafi margir bein tengsl við lyfjaframleiðendur og séu jafnvel á mála hjá þeim. Það er gömul saga og ný að reynt sé að gera heilbrigt ástand að óeðli- legu í augum almennings á einn eða annan hátt og jafnvel hið óheilbrigða að eðlilegu. Víkverja detta í hug þær ranghugmyndir fjölda ungra og heil- brigðra stúlkna sem svelta sig í því skyni að ná útliti grindhoraðra fyr- irsætna, sem haldið hefur verið að þeim í gegn um sjónvarpsefni og tískublöð. Það þarf engum að bland- ast hugur um hvort ástandið er eðli- legra enda alkunna að fjöldi þessara stúlkna geldur fyrir með heilbrigði sínu eða jafnvel lífi. x x x ANNAÐ dæmi varð Víkverjaljóst yfir hátíðirnar í gegn um lestur bókarinnar „Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð“, sem Vík- verji fékk í jólagjöf og las af mikilli athygli. Það er sú tilhneiging ýmiss heilbrigðisstarfsfólks og jafnvel al- mennings til að líta á barnsburð sem sjúkdómsástand, oft í trássi við upp- lifun konunnar sem er að fæða. Þannig greina konur í bókinni frá óþarfa inngripum við fæðinguna og eindregnum vilja lækna og sumra ljósmæðra til að hún fari fram innan veggja hátæknivædds sjúkrahúss. Þær konur sem velja að fæða í heimahúsi mæta oftar en ekki mikl- um fordómum, bæði innan heilbrigð- iskerfisins og hjá ættingjum og vin- um sem keppast um að sannfæra viðkomandi um að slíkt sé hreint glapræði sem stofni lífi barns og móður í bráða hættu. Víkverji er hjartanlega sammála þeim konum sem telja að barnsfæð- ing sé jafneðlilegur hlutur mannkyn- inu og það að draga andann. Inngrip inn í það ferli eigi ekki að eiga sér stað nema brýna nauðsyn beri til. Öld fram af öld hafa konur komist af án inngripa heilbrigðisstarfsfólks og fætt við frumstæðustu aðstæður. Vissulega enduðu slíkar fæðingar oft illa en sem betur fer höfum við í dag virkt mæðraeftirlit þar sem flest vandamál uppgötvast áður en til fæðingar kemur. Komi slík vandamál upp meðan á fæðingu stendur er sem betur fer oftast stutt í sjúkrahús, a.m.k. hér á höfðuborgarsvæðinu, þar sem grípa má til þeirra aðgerða sem nauðsyn- legar reynast. Vinningar í jólaleikjum Í VELVAKANDA 28. des- ember eru Berglind og Ingi að velta fyrir sér vinning- um í jólaleik MS. Þarna er- um við fjölskyldan innilega sammála þeim því við erum með fjögur börn í tveimur skólum og enginn þekkir neinn sem hefur unnið og ekki einu sinni heyrt af neinum. Okkur langar að vita hvernig eftirlit er með svona leikjum. Er fyrir- tækjum ekki skylt að nefna opinberlega þá sem hafa unnið? Þetta á líka við um Plúsinn; þar kemur „takk fyrir að taka þátt“, síðasti verðlaunahafi var 35 ára kona úr Reykjavík. Þar þekkjum við heldur engan sem hefur unnið og enginn þekkir neinn sem hefur unnið. Það væri líka fróðlegt að sjá útkomuna úr jólaleik Ölgerðarinnar, en þar átti að hringja inn SMS og senda kóða, þetta kostar þig kr. 39,90 og fyrir utan auglýsingavarning erum við þá ekki bara búin að borga fyrir þá vinningana með innhringingum (alla- vega langt komin). Ég held einhvern veginn að þetta sé ekki alveg að virka hjá þeim, fólk er ekki alveg eins ákaft að eltast við leiki hjá þeim eftir sumarið þeg- ar börnin biðu allt sumarið eftir bolum sem komu svo þegar fór að hausta, og var þá ekki afgreitt eftir því hver sendi fyrst heldur eft- ir stærðum. Í öllum þessum tilboðum og gylliboðum úti um allt er mikilvægt fyrir fyrirtæki að standa við sitt því kaupendur eru vel með á nótunum og leita eitt- hvert annað. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Jónsdóttir. Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu gler- augnahulstri, merkt Ferre, týndust sl. laugardag í bíla- stæðishúsinu við Berg- staðastræti. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 821 9915. Gleraugu týndust SVÖRT gleraugu í svörtu gleraugnahulstri týndust á leiðinni Fossvogur að IKEA að morgni gamlárs- dags. Skilvís finnandi hafi samband í síma 692 4204 eða 553 7576. Vatnaskógur – fermingarnámskeið – grænir skór GRÆNIR gönguskór sem týndust á fermingarnám- skeiði eru í óskilum hjá KFUM&K. Upplýsingar í síma 588 8899. Dýrahald Púki er týndur HINN 29. desember hvarf högninn okkar, hann Púki, að heiman frá Álfheimum 3. Hann er smávaxinn, kol- svartur og annað eyrað er „markað“ (biti aftan vinstra). Púki er eyrna- merktur í vinstra eyra og var með bláa og hvíta ól þegar hann fór að heiman. Hann hefur aldrei farið að heiman áður og við höfum haldið í vonina um að hann skili sér. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um Púka vinsamlega hafi samband í síma 553 3808, heima, eða 820 8812, Jói. Mímí er týnd MÍMI týndist á nýárskvöld frá Öldugranda 5. Hún er silfurgrá og grönn. Hún er ómerkt og ólarlaus. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar um Mími hafi samband í síma 695 7595 eða 552 6435. Stökkmýs fást gefins NOKKRAR stökkmýs fást gefins. Upplýsingar í síma 867 0797 eftir kl. 13. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,- C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.