Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTTAKA í Nýsköpun 2001 skipti miklu máli fyrir Nordic- Photos að sögn Arnalds Gauta Johnson, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Hann segir að það hafi gefið stofnendunum byr undir báða vængi og virkað mjög já- kvætt að hafa hreppt önnur verð- laun í samkeppninni. Sú við- urkenning hafi bæði haft jákvæð áhrif gagnvart samstarfsaðilum og fjárfestum. Þá hafi það einnig gert stofnendurna enn sannfærðari um ágæti hugmyndar þeirra að fá hvatningu með þessum hætti frá þeim öflugu aðilum sem sátu í dómnefnd samkeppninnar. NordicPhotos býður úrval ljós- mynda frá Norðurlöndunum, sem hægt er að nálgast á Netinu. Arn- aldur Gauti segir að árið 1997 hafi erlendir myndabankar byrjað að selja myndir í gegnum Netið. Stórir myndabankar hafi þá orðið til, þar sem seldar voru myndir alls staðar að úr heiminum. Eng- inn hafi hins vegar sérhæft sig í sölu mynda frá Norðurlöndunum. Stofnendur NordicPhotos hafi þar séð tækifæri og eftir að hafa kynnt sér þennan markað og fund- ið fyrir þörfinni á slíkum mynda- banka hafi þeir ákveðið að hella sér út í þetta. Stofnendur NordicPhotos eru, auk Arnalds Gauta, Hreinn Ágústsson, Kjartan Dagbjartsson og Thor Ólafsson. Reksturinn að nálgast jafnvægi „NordicPhotos var stofnað í desember 2000 og sala ljósmynda hófst í apríl 2001,“ segir Arnaldur Gauti. „Á þessu eina og hálfa ári sem liðið er frá því við hófum sölu höfum við náð að auka veltuna jafnt og þétt og er reksturinn nú að nálgast jafnvægi. Ljósmynd- arar hafa tekið okkur frábærlega, en við erum í dag með 60 samn- ingsbundna ljósmyndara. Við er- um komnir með 13.000 ljósmyndir á stafrænt form, sem hægt er að skoða á vefnum okkar nordicphotos.com. Einnig erum við komnir í samstarf við stærsta myndasöluaðila heims, Getty Images, en við erum umboðsaðilar fyrir þær 80 milljónir ljósmynda sem þeir bjóða uppá á Íslandi.“ Að sögn Arnalds Gauta er unnið eftir hinni upphaflegu við- skiptaáætlun hjá NordicPhotos, þ.e. þeirri áætlun sem send var inn í samkeppnina Nýsköpun 2000. Hann segir að áætlunin sé þó stöðugt í endurskoðun og ávallt sé reynt að finna betri leiðir til að ná upphaflegum markmiðum. Meginstefnu fyrirtækisins hafi þó aldrei verið breytt, sem er að búa til öflugan myndabanka með myndum frá öllum Norðurlönd- unum. Tekjumyndun sem allra fyrst „Upphaflega áætlunin okkar var of mikið „.com“. Við ætluðum að næla okkur í fullt af peningum og sigra heimin á nokkrum mánuðum. Þetta var árið 1999 þegar slegist var um að fjárfesta í nýjum hug- myndum. Sem betur fer sáum við að okkur, gáfum okkur góðan tíma í undirbúning og lærðum mikið af því að fylgjast með sprotafyrir- tækjum þegar bólan sprakk í mars 2000. Okkar stefna hefur verið að reka fyrirtækið eins ódýrt og við mögulega getum og finna leiðir til að halda kostnaði í lágmarki. Það skiptir miklu máli að hefja tekju- myndun sem allra fyrst og við tók- um okkur aðeins fimm mánuði í að koma okkur fyrir, klára vefinn og búa til gagnagrunn sem hægt var að selja úr. Síðan þá hefur okkar kraftur mest farið í sölu- og kynn- ingamál, bæði hér heima og er- lendis.“ Draumurinn að selja myndir um allan heim Arnaldur Gauti segir að bjart- sýnin hafi stundum verið fullmikil hjá stjórnendum NordicPhotos. Sum verkefni hafi tekið mun lengri tíma en vonast hafi verið til. „Í dag erum við að einbeita okk- ur að sölu erlendis. Nýverið gáf- um við út veglega ljósmyndabók til að kynna NordicPhotos og það frábæra myndefni sem við bjóðum upp á. Bókin er 200 blaðsíður og með yfir 1.000 af okkar bestu myndum. Þessari bók erum við að dreifa á myndakaupendur út um allan heim. Samhliða því vinnum við að því að koma á sölusamn- ingum í sem flestum löndum, þar gerum við samning við leiðandi myndabanka sem sjá um sölu og markaðssetningu á okkar myndum þar. Þetta er ferli sem tekur tíma en við gerum ráð fyrir að þetta fari að skila sér fljótlega á næsta ári. Okkar draumur er að selja myndir frá Norðurlöndunum um allan heim,“ segir Arnaldur Gauti. Viðurkenningin sann- færði stofnendurna Morgunblaðið/Jim Smart Arnaldur Gauti Johnson, framkvæmdastjóri NordicPhotos og einn af stofn- endum fyrirtækisins. VIÐSKIPTAÁÆTLUNIN Aldamótabærinn Seyðisfjörður hlaut landshlutaverðlaun í sam- keppninni Nýsköpun 2001. Um er að ræða rammaáætlun um menningartengda ferða- þjónustu á Seyðisfirði, sem er grunduð á byggingar- og menningararfi staðarins. Höf- undur áætlunarinnar er Aðalheiður Borg- þórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar. „Það hafði góð áhrif að fá landshlutaverð- launin,“ segir Aðalheiður. „Efasemdamenn- irnir fóru að gefa þessu gaum og segja má að algjör hugarfarsbreyting hafi orðið í bænum. Auðvitað heyrast enn úrtöluraddir en þeim fer fækkandi.“ Menningararfurinn kallaði Aðalheiður segir að þegar hún tók við starfi ferða- og meningarmálafulltrúa Seyð- isfjarðar á árinu 1998 hafi ekki verið hjá því komist að vinna út frá menningararfi stað- arins. Þess sé beinlínis getið í erindisbréfi hennar að vinnan skuli eiga sér stoð í sögu Seyðisfjarðar og kappkostað skuli að tengja hana því sem nútíminn býður best í dægra- dvöl, menningu og listum. Þetta eigi að sam- þætta samfélagi staðarins til að laða að gesti og treysta búsetu. Því hafi legið beint við að taka þátt í samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana. „Á Seyðisfirði eru fjölmargar timburbygg- ingar frá því um aldamótin 1900, sem var blómaskeið kaupstaðarins,“ segir Aðalheiður. „Hér dafnaði menningin og sérstakt and- rúmsloft ríkti. Seyðisfjörður var fjórði bærinn sem fékk kaupstaðarréttindi hér á landi, á eftir Ísafirði, Reykjavík og Akureyri. Gömlu timburbyggingarnar í bænum bókstaflega hrópa á athygli. Hér hefur verið starfrækt neðanjarðarfúaspýtufélag um áratugaskeið, en í því eru nokkrir einstaklingar sem staðið hafa vörð um byggingarnar. Byggðin á Seyð- isfirði er bæði einstök og heildstæð. Margar hugmyndir höfðu svifið um varðandi nýtingu þessara húsa og ein þeirra var hótel. Húsa- saga Seyðisfjarðar var gefin út á bók árið 1995, þykkur doðrantur og geysilega merki- legt rit. Á þessum grunni byggist viðskipta- áætlunin Aldamótabærinn Seyðisfjörður.“ Vagga tækninnar Að sögn Aðalheiðar skiptist verkefnið í þrjá meginþætti; Skaftfell – menningarmið- stöð, húsahótel og safnahluta. „Skaftfell – menningarmiðstöð, sem er nokkurs konar miðja í þessu aldamótaverk- efni, er að styrkjast með degi hverjum. Menningarmiðstöðin hefur verið útnefnd mið- stöð myndlistar fyrir Austurland. Skrifstofa ferða- og menningarmála hefur aðsetur í hús- inu en hún er rekin af bæjarsjóði.“ Hún segir að í ágúst síðastliðnum hafi verið stofnað félag, Fjarðaraldan, um svokallað húsahótel á Seyðisfirði. Félagið eigi í dag tvö hús og stefni að því að klára endurbætur á öðru þeirra í vor og opna þar hótel með 10 tveggja manna herbergjum. Fjármögnun fyrsta áfanga sé að mestu lokið. „Safnahluti verkefnisins er viðamikill en stórum áfanga var náð strax síðastliðið vor er starfsmaður var ráðinn í fulla stöðu hjá Tækniminjasafninu. Fjármögnun safna- hlutans stendur nú yfir. Ég hef stýrt vinnu- hópi sem hefur það verkefni að aðstoða safn- stjórann hér á staðnum, Pétur Kristjánsson þjóðfræðing, við endurskipulagningu á Tækniminjasafninu og áætlun um uppbygg- ingu á Wathnestorfunni. Skrifstofa ferða- og menningarmála sótti um styrk til Impru og úr Þjóðhátíðarsjóði til verkefnisins. Impra veitti 700.000 krónur til verkefnisins og Þjóðhátíðarsjóður 200.000 krónur. Þetta gerði útslagið. Sögusmiðjan var í framhaldi af þessu ráðin til að gera úttekt og áætlun um uppbygginguna og hefur hún í nánu samstarfi við safnstjórann skilað ítarlegri skýrslu þar sem fram kemur áætlun um uppbyggingu á Vélsmiðjunni, bryggjuhúsunum og fleiru sem tengist safnasvæðinu. Á Seyðisfirði er fyrsta vélsmiðjan hér á landi, fyrsta ritsímastöðin og fyrsta riðstraums- og bæjarveitan. Segja má því að á Seyðisfirði sé vagga tækninnar hér á landi.“ Gert ráð fyrir 12 nýjum störfum Aðalheiður segir að framundan sé að vinna eftir þeim áætlunum sem nú þegar liggi fyrir í verkefninu Aldamótabærinn Seyðisfjörður, en þær nái a.m.k. til ársins 2007. Unnið sé að því að fjármagna verkefnin. Víða hafi verið leitað fanga í þeim efnum og viðtökur hafi alls staðar verið góðar. „Gamla byggðin á Seyðisfirði er eign þjóð- arinnar og því ekkert einkamál okkar Seyð- firðinga. Ég tel að hér sé vanýtt auðlind sem gæti ef vel tekst til orðið okkur til gæfu og framfara. Nú þegar hafa þó nokkrir atvinnu sem beinlinis má rekja til verkefnisins, þann- ig að hér er ekki aðeins um verndun gamalla húsa að ræða heldur einnig atvinnuuppbygg- ingu. Í viðskiptaáætluninni Aldamótabærinn Seyðisfjörður er gert ráð fyrir að a.m.k. 12 ný störf verði til á ársgrundvelli,“ segir Að- alheiður. Hugarfarsbreyting í bænum Morgunblaðið/Pétur Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningar- málafulltrúi Seyðisfjarðar, höfundur við- skiptaáætlunarinnar Aldamótabærinn Seyð- isfjörður. „ÞÁTTTAKA í samkeppni um gerð viðskiptaáætlana er fyrst og fremst áskorun,“ segir Haukur Alfreðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Fjölblendis ehf. „Svo er ekki síður gaman að taka þátt í slíkri keppni. Undirbúningurinn fyrir þátttöku í Nýsköpun 2001 nýttist Fjölblendi mjög vel við stefnumótunarvinnu fyrirtækisins. Það er síðan að sjálf- sögðu heilmikil viðurkenning fólgin í því að fara með sigur af hólmi.“ Fjölblendir hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpun 2001 og lenti jafnframt í öðru sæti í sam-evrópskri nýsköp- unarkeppni með uppfinningu Krist- jáns B. Ómarssonar um nýja tegund eldsneytiskerfis sem á ensku hefur verið nefnt „Total Combustion Technology“-TCT, eða albrunatæki. TCT-tæknin er sérstaklega hönnuð fyrir smávélar og á að koma í stað- inn fyrir hefðbundinn blöndung og gera framleiðendum kleift að stjórna brunaferlinu betur en áður hefur þekkst. Þannig á TCT að lækka útblástursmengun verulega, minnka eldsneytiseyðslu en auka vélarafl. Hugmyndina að hinni nýju teg- und að blöndungi fékk Kristján er hann var vélstjóri á sjó fyrir rúmum áratug. Hann hafði þá átt í basli með blöndunginn á mótorhjólinu sínu. Verðmæt tengsl á sýningu Haukur segir að Fjölblendir hafi tekið þátt í sýningu og ráðstefnu á vegum SAE (Society of Automotive Engineers) og JSAE (Japan Society of Automotive Engineers) í Japan fyrir nokkru. Viðburðurinn, sem kallast SETC – 2002 (Small Engine Technology Conference and Exhibition) og er sá stærsti í smá- vélageiranum, sé haldinn árlega. Þar hafi Fjölblendir verið með sýn- ingarbás auk þess sem stjórnendur fyrirtækisins hafi haldið erindi um tæknina á ráðstefnunni sjálfri. „Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja heppnaðist mjög vel og sköpuðust verðmæt tengsl við aðila úr iðnaðinum,“ segir Hauk- ur. „Auk þess að eiga í virku sam- starfi við annan stærsta smávéla- framleiðanda í heimi er nú verið að vinna úr nýjum tengslum og koma á samstarfi við aðila sem við komumst í samband við á SETC – 2002.“ Frekari þróun framundan Haukur segir að Fjölblendir hafi náð áþreifanlegum árangri á mörg- um sviðum þótt ekki sé búið að und- irrita sölusamning enn. Það sé í sjálfu sér mjög gott að hafa staðið undir væntingum samstarfsaðila allt frá árinu 1999. Framundan sé að ná sölusamningi við þann aðila og sé það á lokastigi. Næsta skref sé að vinna úr þeim samböndum sem hafi skapast á SETC og ná samstarfs- samningum við álitlega aðila. „Varðandi vöruþróun þá er á döf- inni að þróa TCT-eldsneytiskerfið fyrir stærri vélar, s.s. mótorhjól og keppnis- og fólksbíla,“ segir Hauk- ur. „Annað sem Fjölblendir beinir sjónum að er að þróa eldsneytis- kerfi fyrir metan-bíla.“ Áskorun og gaman að vera með Morgunblaðið/Kristinn Haukur Alfreðsson, framkvæmdastjóri Fjölblendis, Kristján B. Ómarsson, uppfinningamaður, og Róbert Bragason, markaðsstjóri fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.